Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1988, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 10. MARS 1988.
17
Þættimir Hvað heldurðu?
Púum ekki
hjá Ómari
S.P. á Vesturlandi hringdi:
Oft beinast umræður að þætti
Ómars, Hvað heldurðu? daginn eftir
að sá þáttur hefur verið á dagskrá.
Öll erum við sammála um að þessir
þættir eru stórskemmtilegir og upp-
fullir af fróðléik og gríni í bland.
Einn er þó ljóður á, þ.e.a.s. stund-
um, en ekki alltaf. í seinni þáttum
hefur það borið við að áheyrendur,
þátttakendur eða hvað sem við vilj-
um kalla þá sem í salnum sitja og
hlýða á, fara að púa við ýmsar að-
stæður í þættinum, t.d. ef einhver
svarar vitlaust eða þegar illa gengur
hjá andstæðingum.
í þættinum á gærkvöldi (ísfirðing-
ar og Héraðsbúar) og eins í þættinum
sem sjónvarpið tók upp á Akureyri
var þetta talsvert áberandi. Einkum
virðast unghngamir ekki taka ýms-
um uppákomum með þögninni og
taka þá til við að púa ótæpilega.
Þetta teljum við hér, nokkur sem
vorum að ræða um þessa þætti, vera
óþarfa og ekki smekklegt. Ekki síst
í garð Ómars sem reynir allt hvað
hann getur að halda annars mjög
góðum skikk á framgangi þáttarins
í hvert sinn. Ég tók það að mér að
hringja til lesendasíðu ykkar fyrir
hönd þeirra hér sem skora á alla
þátttakendur að hafa hemil á púinu
sem alls ekki er við hæfi hvað svo
sem líður öðrum venjulegum tilfinn-
ingalýsingum eins og altítt er við
svona aðstæður.
Úr einum þátta Omars - án tillits til púsins.
Lesendur
Selfoss í uppsveiflu? er spurt í bréf-
inu.
Selfoss í uppsveiflu?
Skráðum fyrir-
tækjum fjölgar
Selma hringdi:
Hér á Selfossi hefur ekki verið um
auðugan garð að gresja hvað varðar
fjölbreytt atvinnulíf. Ég gladdist því
mjög við lestur 27. tbl. Lögbirtings
þar sem getið er ekki færri en 11
nýskráðra fyrirtækja hér á staðnum.
Guð láti gott á vita hugsaði ég með
mér - Selfoss loksins í uppsveiflu!
Þegar ég fór svo að athuga þetta
nánar sá ég að ekki er allt gull sem
glóir. Þetta voru allt fyrirtæki í eigu
sömu eigendanna og reksturinn átti
að vera sá sami eða svipaður í öllum
tilfellum, þ.e. umboðsrekstur, lána-
starfsemi, rekstur fasteigna, inn- og
útflutningur, fiskeldi, fiskirækt og
önnur skyld starfsemi!
Og ekki var hlutaijárupphæðinni
fyrir að fara. Hún var ekki hærri en
kr. 20 þúsund í hverju hinna ellefu
fyrirtækja. Varla verður nú stórtæk-
ur atvinnurekstur af öllu saman eöa
mikil atvinnuaukning hér um slóöir
vegna allra þessara fyrirtækja.
En ég spyr sjálfa mig; hver er til-
gangurinn með stofnun allra þessara
fyrirtækja þegar um er að ræða einn
og sama reksturinn í öllum tilvikum?
Er það eitt orðið svona gróðavænlegt
að stofna fyrirtæki og skrásetja?
- Kannski er Selfoss í uppsveiflu,
þrátt fyrir allt?
Hárgreiðslustofan Klapparstíg
, . Pantanasími 13010 ^ ^
Litakynning.
^ ^ Permanettkynning.
Strípukynning.
Rakarastofan Klapparstíg
Pantanasími 12725
HÚS - TVÖFALT S/F
Varanleg hús, sumarhús.
Tvöfalt hús er nýjung - og það merkilega,
ódýrast. Viljið þið skoða?
Til sýnis hjá Rannsóknastofnun bygginga-
riðnaðarins, Keldnaholti, kl. 1-5 á daginn.
TVÖFALT S/F - SÍMI 46672
Ódýrt! Ódýrt!
Leðurkuldaskór,
aðeins kr. 1.000,-
Stærðir 36-41.
Hlýir sjónvarpsskór
á kr. 390,-
Einnig kúrekastigvél nr. 37-45 á kr. 1.495,- og kr. 1.995,-
Ódýri skómarkaðurinn,
___________Hverfisgötu 89_________
Framboð J-listans í Reykjaneskjördæmi
Guðmundur Jónsson, Kópsvatni,
skrifar:
Þessi fyrirsögn kann aö vekja
nokkra undrun lesenda en skýring á
henni kemur hér á eftir. - Fyrir al-
þingiskosningamar 25. apríl sl. voru
mörg kosningablöð gefln út um allt
land. Þá gaf Borgaraflokkurinn út í
Reykjavík tvö tölublöð af hlaði sem
nefndist Borgaraflokkurinn og kom
seinna tbl. út nokkmm dögum fyrir
kosningarnar.
í blaði þessu sagði svo á bls. 6:
„Skoðanakannanir á vinnustöðum
eru ómissandi í öllum kosningum og
nokkrar slíkar hafa komið inn á borð
hjá okkur. Til dæmis þessi héma, frá
skipverjum á einum Fossinum. 18
manns voru- á kjörskrá og greiddu
17 þeirra atkvæði sem féllu svona: -
A hsti 0 atkv., B listi 0 atkv., D listi
3 atkv., G Usti 1 atkv., V listi 0 atkv.,
S listi 13 atkv., M listi 0 atkv.“.
Einn framboðshsti, C hsti, var ekki
nefndur. Þá skýrði blaðið frá skoð-
anakönnun hjá starfsfólki Osta- og
smjörsölunnar í Reykjavík og féllu
atkvæöi þannig: A listi 6 atkv., B listi
12 atkv., D listi 9 atkv., G Usti 7 atkv.,
M listi 0 atkv., S listi 19 atkv., V Usti
7 atkv. - Þarna var C listinn heldur
ekki nefndur. '
Þá skýrði blaðið frá skoðanakönn-
un á skrifstofu B.M. Vallá í Reykja-
vík og féllu atkvæði þannig: A hsti 0
atkv., B Usti 2 atkv., D listi 6 atkv., G
listi 2 atkv., S Usti 17 atkv. - C, M, og
V listi voru ekki nefndir.
Að lokum skýrði blaðið frá skoð-
anakönnun meðal starfsfólksins hjá
Álafossi í Mosfellssveit og voru úr-
slitin þessi: A listi 22 atkv., B listi 20
atkv., D listi 22 atkv., G listi 12 atkv.,
J listi 0 atkv., S listi 63 atkv., V listi
19 atkv., M listi 7 atkv. - Enn er C
listi ekki nefndur en í stað hans er
nefndur J hsti sem aðeins var boðinn
fram í Noröurlandskjördæmi eystra.
En hvað veldur þessum ósköpum?
Því verður vart trúað að vanþekking
borgarflokksmanna hafi verið svo
mikil að þeir hafi ekki vitað, hvaða
framboðshstar voru í kjöri í Reykja-
vík og Reykjaneskjördæmi. - Listi
Bandalags jafnaðarmanna er hvergi
nefndur en í stað þess er J listi, sér-
framboð Stefáns Valgeirssonar, flutt
suður í Reykjaneskjördæmi. Eða var
e.t.v. meiningin að villa um fyrir
kjósendum?
Hér hefur 125. gr. kosningalaganna
verið brotin, hver svo sem skýringin
á því fyrirbæri kann að vqra. En
samkvæmt þessari grein er þaö
óleyfilegur kosningáróöur og kosn-
ingaspjöll að gefa út villand kosn-
ingaleiðheingar og varðar sektum,
samkvæmt 133. gr. laganna.
Dæmi þetta sýnir að nauðsyn ber
til að opinberir aðilar fylgist með
fréttaflutningi blaða fyrir kosningar
svo að ritfrelsið sé ekki misnotað til
að gefa út villandi kosningaleiðbein-
ingar.
Q3varahlutir
Hamarshöfða 1
Símar: 83744 og 36510
Nýr hjólatjakkur
Þriðjungi styttri en lyftir þó
sömu þyngd i sömu hæð. Verð
aðeins kr. 3.850,- í sérstöku
plastboxi. Gerið verðsaman-
burð.
Lyftigeta: 1,5 tonn.
Lyftisvið 13-39 cm.
Þyngd: 9 kg.
Lengd: 47 cm.
Breidd: 32 cm.
Hæð: 17 cm.
Verð-
lækkun
ík
Margar málverkasýningar verða
opnaðar í Reykjavík um helgina,
auk þeirra sem eru yfirstandandi.
Sagt verður frá þessum sýningum
í blaðinu á morgun. Fjölmargt
annað er raunar að gerast í borg-
inni, má meðal annars geta þess
að „Sögusvuntan“ er komin á
fulla ferð. Ýmislegt er að gerast
í íþróttum helgarinnar, kvik-
myndahúsin frumsýna nýjar
myndir um helgina. Sagt verður
frá myndböndum á markaðnum
auk fjölmargs annars sem getið
verður um í föstudagsblaði DV.
Sjónvarpið mun í næstu viku hefja
kynnigar á þeim lögum sem kom-
ust í úrslitakeppni Söngvakeppni
sjónvarpsstöðvanna hér á landi.
Riðið verður á vaðið á laugardag
er við fáum að heyra í þeim
Pálma Gunnarssyni og Örvari
Kristjánssyni. Síðan verður hald-
ið áfram alla næstu viku og tvö
lög kynnt á hverju kvöldi, auk
þess sem rás 2 mun kynna lögin.
Sagt verður frá þessu í föstudags-
blaði DV.