Alþýðublaðið - 04.07.1921, Side 1

Alþýðublaðið - 04.07.1921, Side 1
Alþýðublaðið Öeflð út aí Alþýðuflokkraism. 1921 Mánudagian 4. júlí. 150 tölubl. Qfarir Grikkja fyrir Kemalistum og Bolshevikum. Hvað verður um Konstantinopel? Etlendu símskeytin eru daglega að flytja fregnir um styrjöld þá, sem undanfarið heflr verið háð í Litlu Asíu I skeytunum eru Ke* maiistar oít nefndir á nafn, en mönnum mun lítt ljóst hverjir þeir eru og er því rétt að gefa hér stutta skýringu á því. Þegar Bandamenn settu tyrk- aesku stjórninni í Konstantinopel sína ósvífau friðarkosti, eftir heims styrjöldina, tók einn af atkvæða- mestu mönnum Ungtyrkja, Mus- tapha Kemal, að safna leyfunum af Tyrkjaher til þess að verja sjálfstæði hinnar tyrknesku þjóðar gegn yfirgangi Vestur-Évrópu stór- veldanna. Eru síðan fylgismenn hans nefndir Kemalistar. Sam- kvæmt friðarsamningum soldáns- stjórnarinnar f Konstantinopel og Bandamanna, mátti svo heita, að Tyrkir væru þurkaðir út úr tölu sjálfstæðra þjóða. Þeir voru sviftir nær öllum löndum í Asíu, en héldu aðeins eftir landtanganum með Konstantinopel, og að þeir mistu ekki þá borg með er sjálf- sagt því einu að þakka, að banda- menn geta ekki orðið ásáttir um hvað við þana „dýra gimstein" eigi að gera. Alla langar þá í hann. Hitt urðu þeir ásáttir um, að heimta eftirlitsrétt með öllum atvinnumálum og fjármálum Tyrkja. Er það hín mesta svívirða að sjá hvernig Vestur Evrópustórveld- in hafa reynt að auðga sjálf sig á reitum Tyrkjaveldis, en þó er slík framkoma ekki ný í sögu stórveldastefnunnar. Bretar, Frakk- ar, ítalir og Grikkir hafa allir reynt að skara eld að sinni köku Og það eftir mætti. Móti græðgt þessara ríkja til Alúðarþakkir til allra þeirra, er auðsýndu hjálp og hluttekningu við fráfall og jarðarför skipstjóra Jóhannesar Bjarnasonar frá Þingeyri. Frá konu hans og börnum. auðs og landa reis Mustapha Ke- mai óg hans fylgismenn. Þeir bjuggust fyrir í Litlu-Asíu og settu með sér stjórn í Angora. Neitaði hún að viðurkenna friðar- samninga Konstantinopelstjórnar- innar og bandamanna, en leitaði hjálpar bjá bolsivfkastjórninni í Moskva, sem einnig hefír átt f vök áð verjast fyrir fjandskap auð- vaidsrfkjanna. Þessi einarðlega framkoma Kemalistanna gerði bandamenn tilleiðaniega til þess að endurskoða friðarsamningana og slaka á kröfunum við Tyrki, en Grikkir tóku því fjarri og kusu heidur að hefja ófrið á hendur Kemalistum upp á eigin spýtur. Hófst viðureignin fyrir alvöru í marz í vetur og gekk Grikkjum í fyrstu vel. Nú hafa Kemaiistarnir fengið liðsstyrk frá bolsivfkum og strfðsgæfan heflr snúist á sveif með þeim. Skeytin kunna ekki frá öðru að herma en nýjum og nýjum ósigrum Grikkja. Samkvæmt síðustu skeytunum í gær, eiga Ke- malistar skamt eitt ófarið til Sku- tari, sem stendur á ströndinni við Bosporus beint á móti Konstan- tinopei. Leidin til Konstantinopel er op in Kemalistunum og bolsivíkum. Tyrkjasoldán býst til að flýja borgina. Eftir er að vita hvað bandamenn gera nú eftir þessa ó- væntu viðburði. En hvernig sem veltur má búast við miklurn tfð- indum úr þessari átt áður en langt líður. Söngflokkurina, sem sungið heflr við konungskomuna, ætlar að halda konsert í Nýja Bfó í kvöid kl. 7V2. jHlenning eg kurteisi. Aiment er talið að miðstöð menningarinnar f hverju landi séu iíaupstaðirnir. Þar eru samankomin á einn stað helstu menningartæki nútímans, svo sem bókasöfn, lista- söfn, leikhús, kvikmyndahús, alis- konar vélar, sem inna sitt verk af hendi fljótt og vel, og margskon ar lífsþægingindi og nautnalyf, sem ekki þekkjast úti um sveit- irnar. Vegna þessa er því mjög á lofti haldið, hve menningin og kurteisin sé á mikið hærra stigi í kaupstöðum en f sveitum, og þá auðvitað þvf meir, sem kaupstað- urinn eða borgin er stærri. Það mætti líka ætia að svo væri, og því verður mörgu fólki utan af landsbygðinni að fyliast lotningar fullri auðmýkt, þegar í kaupstaðinn kemur. Því finst a!t svo „fínt* og viðhafnarmikið, sem þar getur að lfta, og það sjáift verða svo Iftið og aulalegt innan um stórhýsin og skrautlegu búðirnar. En kaup- staðarbúar ifta aftur á móti með svo óendaniega smáum augum á „sveitadónana", sem ekki kunna einu sinni að ganga á götu eða taka ofan höfuðfatið svo f lagi sé og vita ekkí hvað kurteisi er. Manni verður því að gera nokkrar kröfur til þessa „fína" fóiks í kaupstöðunum hvað menn- ingu og kurteisi snertir^ og veita því ekki fullkomna lotningu fyrri en það er reynt, að það kunni alla sæmilega háttprýði og kurteisi. Eg hefl ekki alið aldur mina hér í borginni, kom aðeins hingað til þess að sjá hina margumræddu Reykjavík — höfuðstað ríkisins — til þess að líta á menningarblóma hennar og andans aðal. Og mér

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.