Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1988, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1988. Fréttir Annar verjandinn í Svefneyjamálinu: Krefst að dómarinn víki sökum ummæla í sjónvarpi Sú krafa hefur veriö sett fram í Sakadómi Hafnarfjaröar aö Guð- mundur L. Jóhannesson sakadómari víki úr sæti dómara í Svefneyjamál- inu. Krafan er gerö vegna ummæla sem Guðmundur hafði í fréttatíma Sjónvarpsins í fyrrahaust. Þaö er Sigurður G. Guöjónsson lög- maður sem setúr fram kröfuna. Guðmundur L. Jóhannesson mun sjálfur úrskurða hvort hann er van- hæfur sem dómari eða ekki. Líklegt má telja að krafa Sigurðar fari til Hæstaréttar, sama hvort Guðmund- ur telur sig vera vanhæfan eða ekki. Telji Guðmundur L. Jóhannesson sig vanhæfan sem dómara er ekki vist aö ríkissaksóknari geri það og áfrýi því til Hæstaréttar. Telji Guð- mundur sig hæfan er líklegt að Sigurður Guðjónsson lögmaður áfrýi til Hæstaréttar. Ef niðurstaðan verð- ur sú að krafan fari fyrir Hæstarétt mun hún hafa forgang þar eins og kærumál gera. Nú eru liðnir sex mánuðir frá því aö ákært var í Svefneyjamálinu og hefur það verið til meðferðar í Saka- dómi Hafnarfjarðar þann tíma. Guðmundur L. Jóhannesson saka- dómari hefur sagt að það hversu erfitt hafi verið að kalla til veijendur þeirra ákærðu á sama tíma sé meðal annars ástæðan fyrir því hversu langan tíma málið hafi verið í sinni umsjá. Krafa Sigurðar Guðjónssonar verður afgreidd í Sakadómi Hafnar- fjarðar í dag eða á mánudag. Hvar verður næsti millilandaflugvöllur? Til aö gera Akureyrarflugvöll þannig úr garði að allar flugvéla- tegundir í eigu islenskra flugfélaga geti notað hann þarf 100 miHjónir kr. Til að gera Egilsstaðaflugvöll nothæfan á sama hátt þarf 127 milljónir. Er talið að ef af stækkun annars hvors flugvaUarins verður þá sé búið aö taka ákvörðun um hvar næsti millilandaflugvöllur ís- lendinga verður. Ráðherra tók þó fram aö engin ákvörðun heföi veriö tekin um hvort af þessum stækk- unum verður eða hvenær. Þessar tölur eru byggðar á laus- legri kostnaráætlun samgönguráð- herra og komu fram á Alþingi í gær sem svar við fyrirspum Guðmund- ar Ágústssonar í Borgarafokki. Lágmarksbrautarlengd fyrir DC-8flugvélar, semFlugleiðirnota, er 2400 metrar. Þar afleiöandi þarf að lengja Akureyrarflugvöll um 460 m til suðurs ásamt breikkun á malbiki úr 30 m í 45 m. Ennfremur þarf að auka afkastagetu vegna snjóhreinsunar og afisingar um- fram þaö sem gert er ráð fyrir i flugmálaáætlun um helming. Þá þarf að endurbæta flugleiösögu- kerfi vegna fráflugs. Þetta kostar 100 milljónir. Þá þarf aö lengja nýju flugbraut- ina sem nú er í byggingu á Egils- stöðum um 400 m til suðurs. Þar af leiðandi þarf að færa þjóðveginn suðvestur af núverandi vegar- stæði, frá vegamótum aö Lagar- fljótsbrú, sem er 2,2 km. Ennfremur þarf að auka afköst snjóhreinsunar og afísingar um helming jafnframt því sem stór- auka þarf slökkvibúnað. Þá þarf ennfremur aö auka 15 hektara úr landi Egilsstaða vegna flugbrautar- innar og 3-5 hektara vegna færslu á þjóðvegi. Lausleg kostnaðaráæk un á þessari stækkun er 127 millj- omr. -SMJ Er millilandaflugvóllur á Sauðárkróki úrsögunni? Stefán Guömundsson, þingmað- ur framsóknarmanna, lýsti yfir áhyggjum sfnum á þvi að hug- myndir um millilandaflugvöll á Sauðárkróki væru úr sögunni. Kom þetta fram f umræðum um flugvelli á Akureyri og Egilsstöð- um þar sem kora fram að ekki kostaði mjög mikiö að gera þessa flugvelli þannig úr garði að þeir gætu starfað sem varaflugvellir fyrir flugvélar íslensku flugfélag- anna. „Mér finnst ófært ef Sauðár- króksflugvöllur ætlar að verða undir því það er skoðun flestra sem um málið hafa fjailað að með til- komu hans væri öryggiskröfum best sinnt. Ég vil vitna í niðurstöð- ur tveggja nefnda sem um máliö hafa fjallað þar sem samróma álit þeirra er að öryggismálum sé best borgið með því að hafa flugvöll á Sauðárkróki," sagði Stefán Guö- mundsson. Stefán sagði að hann myndi bíöa eftir niðurstöðu þriðju nefndarinn- ar sem falið hefur verið að ræða um málið. Reyndar gat Stefán þess í ræðu sinni á þingi að nefnd þessi væri sett Sauðárkróksflugvelli til höfuðs en tvær fyrri nefndirnar hefðu ótvírætt stutt Sauðárkrók. Stefán sagði að það þyrfti ekki að kosta svo mikið að gera flugvöllinn á Sauðárkróki þannig úr garði að hann gæti þjónað sem millilanda- flugvöllur. Hann sagi að umsagnir frá Flugleiðum óg Amarflugi væru sammála í því að mæla með Sauð- árkróki. Það að bæöi ilugfélögin sem hér stundi millilandaflug mæli með flugvellinum þar ætti að segja mönnum eitthvað. „Sá möguleiki að hafa hitabræðslu í flugvellinum hefur vakið athygli erlendra aðila og gerir það að verkum að verulega má spara við snjóhreinsun og afis- ingu. Þá er veðurfar á Sauðárkróki heppilegast fyrir flugvöll af þessari gerð og ekkl má gleyma því að ná- lægðin viö Reykjavík gerir það að verkum að án efa veröur lítið til- tökumál að keyra farþega þaöan • úr millilandaflugi til Reykjavíkur,“ sagði Stefan. -SMJ Gosbrunnurinn í Reykjavíkurtjörn skreytti þennan einmana bekk. Brunnur- inn gaus og frostið festi bununa á bekknum. Skógur og fuglar himins setja svo punktinn yfir i-ið í þessu sköpunarverki. Myndin er vetrarleg þótt kom- inn sé miður apríl. DV-mynd Brynjar Gauti Akureyri: Byggðastofnun sækir um lóð Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri: Byggöastofnun og Búnaðarbank- inn hafa sótt um að fá að byggja stórhýsi á lóðinni á homi Strandgötu og Geislagötu á Akureyri. Áætlað hefur verið að byggja á lóí inni stórhýsi sem þjóni hlutverl stjórnsýslumiðstöðvar. Lóðin, sei um ræðir, er rétt austan Land: bankans, skammt frá Ráðhústorg sem sagt í hjarta bæjarins. Ólafur Davíðsson, framkvæmdasfjóri Félags íslenskra iðnrekenda: Viðskiptahallinn fjármagnaður með gjaldeyri og nýjum lánum „Auðvitað verður þessi 11-12 mil- jarða viðskiptahalli ekki fjármagn- aður nema á tvennan hátt. Annars vegar með því að ganga á gjaldeyris- forðann og hins vegar með nýjum erlendum lánum,“ sagði Ólafur Dav- íðsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra iönrekenda, þegar DV innti hann eftir því hvemig fjármagna ætti þann viðskiptahalla sem Þjóð- hagsstofnun hefur spáð. „Þegar ný þjóðhagsspá kom síöast- liðið haust var gert ráð fyrir því að viðskiptahallinn, sem var áætlaður mun minni þá, yrði fjármagnaður með því að ganga á gjaldeyrisforð- ann. Þó gjaldeyrisforðinn sé ekki mikill þá dugir hann auðvitað eitt- hvað. Það er nauðsynlegt að halda erlendum lánum í lágmarki til þess að þau auki ekki enn á þensluna. En það er klárt að það verður að fjár- magna þennan viðskiptahalla, sama hvaða markmið menn hafa annars sett sér.“ Er ekki hætta á að traust erlendra hanka á okkur fari að dofna? „Hér áður fyrr spurðu menn hve- nær erlendir bankar hættu að lána okkur JÍg held hins vegar að það sé mjög auövelt að fá ný lán. Kannski alltof auðvelt, þvi miður. Viö höfum lánstraust. Það ér hins vegar rétt að reyna að takmarka þau eins og frek- ast er kostur. Það skiptir einnig miklu máli hverjir það eru sem taka lánin. Það verða að vera fyrirtæki en ekki hið opinbera," sagði Ólafur Davíðsson. -gse

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.