Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1988, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1988, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1988. Spunungin Á hvaða útvarpsstöð hlustar þú venjulega? Sigvaldi Kaldalóns: Gömlu Gufuna. Guðmundur Lárusson: Eingöngu gömlu Gufuna. Eggert Ketilsson: Ég hlusta bara á allar stöövar. Anna Linda Matthíasdóttir: Stjörn- una, hún er besta útvarpsstöðin. Einar Loftur Högnason: Það er Bylgj- an, hún er með bestu tónlistina fyrir minn smekk. Eyþór Kristjánsson: Á Stjömuna, hún er með góða tónlist en Bylgjan er einnig ágæt. Lesendur Bflnúmer og „þjóðarbú“ Fast eöa núgildandi númerakerfi? - Þeir sem greiða eru bflelgendur og meirihlutinn „bflnúmeraeigendur", segir bréfritari. 1297-3012 hringdi: í DV hinn 12 þ.m. skrifar Magnús J. Tulinius bréf undir heitinu „Bíl- númer þingmanna: Víki fyrir þjóðarhagsmunum", þar sem hann fjallar um bílnúmerakerfið. Bréf þetta er einkennileg ritsmíð, rang- ar fuUyrðingar, öfundamagg og vægast sagt einkennilegur rök- stuðningur. Það var í neðri deild Alþingis sem greidd vom atkvæði um „bílnúm- erin“ á sl. ári, en ekki í þeirri efri. Þar sátu þá 40 þingmenn og vom 18 þeirra á móti breytingu, en 17 vora henni meðmæltir. Þaö er skrýtin jafna! Magnús kallar síblankan ríkis- kassann „þjóðarbú" og segir það þurfa að greiða 100 milljónir með núgildandi númerakerfi. Þetta er skrýtin fiúlyrðing, því þessu er nefnilega öfugt farið. - Það er þjóð- arbúið sem hefur u.þ.b. 100 milljón króna tekjur, umfram kostnað, af þessu sama kerfi. Þeir sem greiða era bfieigendur og meirihlutinn „bfinúmeraeigendur". Þessir sem eiga lágu númerin vUja væntanlega halda þeim og all- ir hinir sem eiga númer með hærri tölum vilja líka halda þeim. Það er mjög stór hópur manna. Ég tek heOshugar undir skoðun Magnúsar um aö þingmenn eigi ekki að hugsa um eigin hagsmuni á þingi, heldur um hag rOdssjóðs. Þess vegna hefur hinn ágæti þing- skörungur Norðurlands-vestra, PáO Pétursson, rétt fyrir sér, þegar hann berst fyrir þvi að afla ríkis- sjóði tekná með því að selja bOeig- endum þá þjónustu að fá að halda bOnúmeri sínu við bílaskipti. Benda má á, að þetta er gert í mörgum þjóðlöndum. Ég hefi sjálf- ur átt marga bOa um ævina og oft þurft að fara með bOa í umskrán- ingu. - Varla er hægt að telja það mikið „umstang“! A lesendasíðum DV að undan- fórnu hafa verið taldir fram ýmsir kostir umdæmaskráningar fram yfir fast númerakerfi og því óþarfi að vera aö því, æ ofan í æ. Oáfengt vín og koffínlaust kaffi Ekkert mál hjá Ópeni Ragnheiður Björk Guðmundsd. „BRO$“ . tH íslands Maja og Lóa skrifa: Við erum tvær stelpur héma í Hafitarfirði og vifjum endOega fá hjjómsveitina BROS hingað tíl íslands. Strákarnir eru nyög góö- ir og mjög sætir, allavega að okkar mati. Þeir uröu líka strax vinsælir hér á landi. „BROS“ er meö lög á „Topp 10", lögin „When will I be famo- us?“ og „Drop the boy“, og því ekki bara aö fá hijómsveitina hingað nú í sumar? Viö erum vissar um aö margir eru sammála okkur og við vonum því aö viö fáum ósk okkar uppfýllta. Málfar ogensku- slettur Þorgeir Arason skrifar: Þegar tjölmiðlum hefur fiölgað eins og raun ber vitni hlýtur að vera meiri ástæða en áður til eft- irlits og aöhalds með því hvað boriö er á borð fyrir fólk i rituðu og mæltu máli Orð eins og „das- skranna“ og „flemi“ í stað „dagskrána" og „fieiri" heyrast á hverjum degi. Einnig heyrði ég í útvarpi um daginn að þulur byijaði á því aö segja „gleðileganföstudag". Ann- ar sagöi „góða helgi“ og „bless bléss“. Allt eru þetta eftirlíkingar úr ensku sem eiga ekki erindi tíl okkar. Við eigum líklega faUeg- asta orðalag sem um getur, eins og; „komdu sæU“ og „vertu sæll“ eru dæmi um. Góðar óskir til handa fólki eiga ekki að vera bundnar við daga eða helgar. Þær eiga einfaldlega að vera ótímasettar, td. „vertu sæll“ og „haföu það gott“ eöa bara; „góðar óskir fylgi þér“. hringdi: í þau skipti sem ég fer á veitinga- hús bið ég um óáfengt vín með matnum og kofiínlaust kaffi á eftir. Þetta eru engar kenjar heldur ósköp eðlilegar óskir hjá manneskju sem neytir ekki áfengis og viU ekki láta kaífið halda fyrir sér vöku langt fram eftir nóttu. En því miður hef ég endað með gosdrykk eða vatn með matnum og þurft að sleppa kaffinu á eftir því að þessir drykkir hafa verið ófáanlegir á þeim stöðum sem ég hef farið á. - Þ.e.a.s. þar til í gærkvöldi að ég og vinkona mín fórum á Café Ópera. Hún bað um óáfengt vín og ég um koffinlaust kaffi og það var svo af- greitt eins og ekkert væri sjálfsagð- ara. Með þessu fengum við þá ljúffengustu ostaköku sem við höfum bragðað. Einnig var þjónustan alveg til fyrirmyndar. Ég nefni þetta hér í von um að aðr- ir veitingastaðir taki nú við sér. - Það getur ekki verið svo mikiö mál að bæta óáfengu víni og koflínlausu kaffi á listann yfir drykkjarföng. AUa vega er það ekkert mál á Café Ópera. Árni Sveinsson hringdi: Ég fór á skemmtistaðinn Broad- way nýlega til að hlusta á Ríó trió og fleiri skemmtiatriði. Þar á meðal var dönsk danshfjómsveit sem lék og þaö fannst mér hönnulega slappt atriði á staö sem ætti aö vanda til þeirra skemmtiatriða sem boðið er upp á. - HJjómBveitin var bæði skipuð lélegum hljóðfæraleikurum og svo hitt, að þeir voru meira en lítiö sóðalegir að því er klæðnaö varðar. Aö lokum læt ég í Ijósi von um, að skemmtistaður á borö við Bro- adway sjái sóma sinn í þvi aö bjóða gestum sínum upp á van- daöri atriöi og frambærilegri skemmtikrafta, þ.m.t. klædda við hæfi, innan um gesö sem mæta að öðru jöfiiu í sínu besta pússi. Þórir Bragason skrifar: Föstudaginn 8. april um kl. 18 var ekiö á bifreið mina (á Suður- landsvegi við Rauðhóla) og „straij}uö“ á henni vinstri hliðin þannig að telja má hana ónýta eftir. Sá sem þetta geröi kom á móti mér að austan og ók við- stöðulaust áfram og á brott þótt hans bffl tftjóti aö vera stór- skemmdur á vinstri hlið. Þetta var Lada-bifreið, 1500 eöa 1600, líklega drapplituö eða svip- uð á lit og heiúr trúlega tekiö á sig bláan lit af mínum bíl. Þeir sem telja sig verða vara viö bil sem lýsing þessi gæti átt við era vinsamlegast beðnir aö gefa upp- lýsingar til lögreglunnar í Reykjavík eða beint til mín, í sima 622557. Þjónusta til fyrirmyndar og óáfeng vfn og koffínlaust kaffi ð boðstólum - á Café Óperu. Leðurjakki tekinn í Duus-húsi Hrafnkell Daníelsson hringdi: Við fórum tveir kunningjar á veitingastaðinn Duus-hús sl. laugardags- kvöld (9.4.). Þar endaði kvöldið með því að rándýram leðurjakka var stolið eða hann tekinn í misgripum úr fatahenginu. Þessi jakki er brúnn að lit og hnepptur. í vasa innan á honum var grænn trefill. Vffi nú einhver, sem ef til viU les þetta og veit um afdrif leðurjakkans, vinsamlega hringja í annað hvort eftirtaUnna símanúmerar 92-12842 eða 16306 (efitir kl. 17 í síðara númerið).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.