Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1988, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1988, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1988. 13 Leikurinn er óbreyttur, en nú eru 10 raðir á sama miðanum til hagræðingar fyrir alla Lottóleikendur. Eftir sem áður er þér í sjálfsvald sett hve margar raðir þú notar hverju sinni. Lesendur FLUGLEIÐIR -lyrírþíg- Hærri vinningar! Hærri vinningar! Með leiðréttingu í samræmi við verðlagsþróun munu vinningar hækka að meðaltali um 20% og er Dað fyrsta verðbreyting frá því -Ottóið hóf göngu sína í nóvember 1986. Hver leikröð kostar nú 30 krónur! Nældu þér í nýjan miða á næsta sölustað! Slys gera ekkin^ boð a undan ser! ,»«•- Kaupleigumimvaipið og stjómarsáttmálinn: ÆUar Sjálfstæðisflokkurinn að svíkja? Jónína Sigurðardóttir skrifar: Að gefnu tilefni lagði ég þá spum- ingu fyrir Halldór Blöndal alþingis- mann í DV hinn 18. mars sl. hvort hann mundi styðja frumvarp það um kaupleiguíbúðir sem Jóhanna Sig- urðardóttir félagsmálaráðherra hefur lagt fram og er í samræmi viö stjómarsáttmálann. Nú hafði sami ráðherra áður þurft að standa í ströngu til að koma fram fyrra frumvarpi sínu um húsnæðis- mál. Það frumvarp var til mikilla bóta í ýmsum efnum. Þar vom m.a. ákvæði s'em komu í veg fyrir að menn gætu fengið húsnæðislán þótt þeir ættu aUt upp í 8 (átta) íbúðir fyrir. En slíkt hafði komið fyrir, sam- kvæmt eldri lögum sem þeir réðu mestu um Alexander Stefánsson og Halldór Blöndal. Það fór enda svo aö þegar Jóhanna Sigurðardóttir vildi breyta þessu bragðust þessir fyrmefndu þing- menn og fáeinir skoðanabræður þeirra ókvæða við í fjölmiðlum og sljákkaði ekki í þeim fyrr en starfs- hópar og fólk úti í bæ höfðu sent þeim harðar vítur fyrir sérlega óvandað orðbragð. Nú hefur Halldór ekki enn, svo mér sé kunnugt, svarað hinni einföldu fyrirspum minni í DV varðandi kaupleigufhimvarpið sem mjög mundi koma hinum verst settu til hjálpar ef að lögum verður. Vera kann að þar valdi annríki H.B. við störf hans í bankaráði Búnaðarbank- ans og í stjóm Byggðastofnunar. En þá vil ég koma á framfæri fyrir- spum til formanns og varformanns Sjálfstæðisflokksins (sem ég hefi kos- ið fram að þessu) hvort þögn H.B. beri aö skilja svo að flokkurinn ætli aö svíkja stjórnarsáttmálann að því er kaupleigufrumvarpið varðar. k110-143

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.