Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1988, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1988, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 25. APRÍL 1988. 3 Fréttir Bandaríkjamarkaður opnar itýja moguleika í fiskeldinu: Hægt að selja bleikjuna á sama verði og laxinn - bleikjueldið er mun auðveldara og ódýrara en laxeldið, segir dr. Össur Skarphéðinsson „Þaö er komið í ljós aö í Bandaríkj- unum er góöur markaður fyrir sjóbleikju og þeir eru tilbúnir að borga sama og í sumum tilfellum hærra verð fyrir sjóbleikju en lax. Ef þeir geta fengið fiskinn í ákveð- inni þyngd, sem er tvö pund, fæst þetta verð fyrir bleikjuna vestra. Og það er engin spuming að bleikjueldi er ódýrara og miklu einfaldara og auðveldara en laxeldi og því getur það orðið kjörin aukabúgrein hjá bændum, svo dæmi sé nefnt,“ sagði dr. Össur Skarphéðinsson fiskeldis- fræðingur í samtali við DV, en hann hefur mikið rannsakað bleikju og bleikjueldi síöustu misserin. Dr. Össur sagði að við tilraunir hefði komið í ljós að bleikjan yxi þrisvar sinnum hraðar en lax upp að 1200 til 1500 gramma stærð og þá við mjög lágt hitastig vatnsins eða 6 til 7 gráður. Vegna þessa sagði dr. Össur að ljóst væri að mjög víða væri hægt að rækta bleikjuna því þetta hitastig vatns væri víða að finna hér á landi. Það tekur ekki nema eitt ár að ná bleikjunni upp í kjörþyngdina, eitt kíló. „Þaö hefur einnig komið í ljós við þessar tilraunir að sjóbleikjan er mun harðgerðari fiskur en laxinn. Einnig er hún félagslyndari sem þýð- ir aö hún dafnar best við allt að þrefalt meiri þéttleika í eldiskerum en laxinn. Það er talið í lagi að vera með 20 til 25 kíló af laxi á hvem rúm- metra en það er hægt að vera með 60 kíló af bleikjum á hvem rúm- metra,“ sagði dr. Össur. Hann sagði að það sem gerði okkur vel í stakk búna til að gerast meiri háttar bleikjuframleiðendur væri að það er mjög erfitt að rækta bleikju í fullsöltum sjó. Þar með er sjóeldi á bleikju í stórum stíl útilokað. Þess vegna verður að nota sjálfrennandi vatn, 6 til 7 gráðu heitt, og slíkar lind- ir em óvíða að finna annars staðar en hér á landi. „Ég tel að það séu að opnast mögu- leikar fyrir okkur á þessu sviði þar sem það er markaður í Bandaríkjun- um fyrir nokkur þúsund tonn á ári. Ég tel að með þessu sé loksins að opnast möguleikar til þess að gera fiskeldi að aukabúgrein. Ég tel að með þúsund rúmmetra tönkum á svæðum, sem hafa sjálfrennandi 6 til 7 gráða heitt vatn, sé hægt að setja upp bleikjueldi. Það þyrfti að koma upp seiðaeldisstöð, sem menn ættu sameiginlega, en síðan yrði seiðun- um ekið í þessa fyrrnefndu tanka og þau alin í eitt ár. Þá yrði fiskurinn tekinn, honum slátrað og fluttur út. Ég er með fullkomna útreikninga þessari hugmynd til stuðnings og mun leggja þá fram á ráðstefnu á Selfossi um helgina,“ sagði dr. Össur Skarphéðinsson. -S.dór Hið nýja fiskverkunarhús Tryggva Gunnlaugssonar. DV-mynd. Sig. Ægisson. Fleiri en hreppurinn í stór- framkvæmdum á Djúpavogi Sigurður Ægisson, DV, Djúpavogú Á Djúpavogi stendur hreppsfélagið í miklum byggingarframkvæmdum, eins og komið hefur fram hér í DV undanfarið. Þar er nýreist heimavist og heilsugæslustöð og íþróttahús á leiðinni. En það eru fleiri en hrepp- urinn í stórframkvæmdum. Ungur maður bjartsýnn, Tryggvi Gunn- laugsson, hefur, þrátt fyrir allt tal um erfiðleika í atvinnumálum, reist 200 fermetra hús, þar sem hann ætlar sér að stunda fiskverkun. Þá er að nefna að menn eru famir að hyggja að 400 ára verslunaraf- mæh Djúpavogs, sem verður á næsta ári. Sérstök afmælisnefnd var skipuð í fyrra og henni falið að vera ráðgef- andi í þessum efnum. Nokkrir fundir hafa verið haldnir og bíða menn nú spenntir eftir hvað úr verður. Eflaust munu þeir íbúar staðarins, er þurfa að lagfæra hús sín, lóðir og girðingar, taka vel til hendinni í sum- ar, enda mun varla seinna vænna. !KÍ*3 «SSR: •isdóttir 005060+ ,.000725 + GuIItékki með mynd eykur öryggi þitt, öryggi viðtakanda og öryggi bankans þíns

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.