Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1988, Blaðsíða 4
4
MÁNUDAGUR 25. APRÍL 1988.
Fréttir
„Það er gaman að prófa dorgveiðina, ég hef ekki reynt svona veiðiskap
áður,“ sagði Sveinbjörn Beinteinsson, allsherjargoði þeirra ásatrúar-
manna, á Geitabergsvatni í Svínadal sumardaginn fyrsta, er hann renndi
þar. „Líklega er of bjart til að fiskurinn taki en það er góð útivist i þessu,“
sagði Sveinbjörn. Eins punds urriði veiddist á dorg þennan fyrsta dag sum-
ars og ísinn á vatninu er ennþá mjög þykkur.
DV-mynd G. Bender
Alþingi:
Fjórar milljónlr
vegna varamanna
Aldrei hafa fleiri varamenn sest á
Alþingi á einum vetri en núna. Fyrir
stuttu settist 37. varaþingmaðurinn
á þing og varð um leið 100. þingmað-
urinn sem sest á Alþingi. Hefur
forseti sameinaðs þings, Þorvaldur
Garðar Kristjánsson, gert athuga-
semdir við þetta við formenn þing-
flokkana.
Varamenn fá vitaskuld full laun á
meðan þeir sitja á þingi en einnig er
gert ráð fyrir því að þingmenn missi
þingfararkaup nema þeir séu í opin-
berum erindagjörðum. Það mun þó
vera lítið um að þingmenn fari af
launum enda tengjast fjarvistir
þeirra yfirleitt opinberum störfum.
Að sögn Friðriks Ólafssonar, skrif-
stofustjóra Alþingis, þá nemur beinn
aukakostnaður vegna varaþing-
manna íjórum milljónum króna það
sem af er árinu. Það samsvarar því
að varamaður sitji 123 vikur á þingi.
Friðrik sagðist ekki vita hve há upp-
hæðin heföi verið í fyrra en hún
væri þó verulega hærri núna. Þá
benti hann á að menn hefðu tekið
eftir að mun meira bæri á því að
varamenn væru kallaðir á þing í
upphafi kjörtímabils.
Sumir varaþingmenn hafa setið
lengi á þingi núna og eru þau Níels
Ámi Lund, Sólveig Pétursdóttir og
Einar Guðfinnsson fremst í flokki.
Nokkrir þingmenn taka sér launa-
laus leyfi og má sem dæmi nefna að
Þórhildur Þorleifsdóttir tók sér leyfi
þegar hún setti upp verk í óperanni
fyrir stuttu.
-SMJ
Olafur Isleifsson:
Fastgengisstefna
er nauðsynleg
„Hugmyndir um markaðsskrán-
ingu á gengi ganga á skjön við það
markmið sem við stefnum að, sem
er hjöðnun veröbólgu svo hún
verði svipuð og í samkeppnislönd-
um okkar. Við þurfa að skapa
aðstöðu hér til að reka fastgengis-
stefnu. Ég tel að búið sé að byggja
grunninn með því að koma á halla-
lausum rekstri ríkissjóðs. Næsta
verkefni er að auka frjálsræði í
fjármagnsflutningum milli okkar
og annarra landa. En ég vil undir-
strika að til þess að fastgengisstefn-
an skili árangri þarf samhhða að
beita ströngu aðhaldi á öllum svið-
um ríkisfjármála og gengismála,"
sagði Ólafur ísleifsson, efnahags-
ráðunautur ríkisstjómarinnar.
„Okkar helstu samkeppnislönd
búa við fast gengi. Evrópubanda-
lagslöndin hafa komið sér upp hinu
svokallaða EMS-kerfi sem byggir á
stööugu gengi innan ákveðinna
marka. EFTA-löndin búa öll við
fastgengisstefnu. Finnland, Svíþjóð
og Noregur búa við svipað kerfi og
við. Austmríska markið er bundið
því vestur-þýska og svipað kerfi er
í Sviss. Samstarf iðnríkjanna sjö,
Bandaríkjanna, Kanada, Bret-
lands, Frakklands, Vestur-Þýska-
lands, Ítalíu og Japans, miðast við
að ná stöðugleika í gengismálum.
Til þess að ná því markmiði hafa
þau samhæft efnahagsaðgerðir.
Við eram ekki einir í heiminum.
Það er því eðlilegt að við tökum
mið af því sem er að gerast í kring-
um okkur. Markaðsskráning á
gengi er úr takt við stefnu sam-
keppnislanda okkar,“ sagði Ólafur
ísleifsson.
-gse
Villijálmur Egilsson:
Markaðsskráning eyðir
viðskiptahallanum
„Núverandi kerfi í gengisskrán- dag, eftir mánuð eða þrjá mánuði. stöðvar hraöfrystihúsanna?
ingu virkar í raun á sama hátt og
þegar ríkisvaldið ákveður annað
verð: áskrift dagblaða, verð á kaffi,
smjörhki eða hveiju sem er. Menn
hafa nokkuð langa reynslu af þvi í
gegnum tíðina að ríkið hafi afskipti
af verðmyndun og sú reynsla er
undantekningarlaust slæm. Máhð
er að verð, hvort sem það er á
vinnumarkaði, lánamarkaði eða
markaði fyrir vörur og þjónustu,
ræðst af þeim efnahagslegu for-
sendum sem hggja að baki en ekki
því hvað stjómvöld á hverjum tíma
telja æskilegt. Það er alveg ljóst að
gengið, eins og það er í dag, á eftir
að falla, hvort sem þessi ríkisstjóm
horfist í augu við staðreyndimar í
Ef gengið yrði látið ráðast af mark-
aðsaðstæðum fengju útflutnings-
greinarnar aflétt þeirri verðstöðv-
un sem þær búa nú við. Þegar shkt
fyrirkomulag ríkir era erlendar
lántökur það eina sem getur hindr-
að að útflutningurinn afli þess
gjaldeyris sem við eyðum. Það yrði
þvi nauðsynlegt að stöðva nýjar
lántökur samhhða markaðsskrán-
ingu á gengi. Þá myndi viðskipta-
hallinn hverfa,“ sagði Vilhjálmur
Egilsson, framkvæmdastjóri Versl-
unarráðsins.
- Ef markaðsskráning yrði sett á
væri þá ekki í raun verið að flytja
ákvarðanir um gengisskráningu í
hendur Sambandsins og Sölumið-
„Skráningin yröi í höndum við-
skiptabankanna. Þeir myndu velta
því fyrir sér hvemig horfur væra
í inn- og útstreymi gjaldeyris og þaö
eru til það miklar upplýsingar um
framleiðslu í sjávarútvegi og verð
á mörkuðum að jafnvel þó að þessi
fyrirtæki sætu á gjaldeyri í viku
myndi vera það mikh þekking fyrir
hendi að þeir gætu notað gjaldeyr-
isvaraforða sinn til að jafna áhrifin
af þessu. Jafnvel þó að Sambandiö
og Sölumiðstöðin séu stórar eining-
ar gætu þau ekki stjómað markað-
imnn,“ sagði Vhhjálmur Egilsson.
-gse
Tíðindalrtil helgi
Samkvæmt upplýsingum lögregl-
unnar var helgin tíðindahtil. Þrátt
fyrir mikinn mannfjölda í miðbæ
Reykjavíkur vora menn yfirleitt
prúðir og slagsmál fá. Rúmlega 100
manns vora teknir fyrir of hraðan
akstur í höfuðborginni og 5 ökumenn
vora teknir fyrir ölvun undir stýri.
í Kópavogi var nokkuð um rúðu-
brot og skemmdir á bílum. Sex rúður
vora brotnar í Smiðjuhverfi og tvær
bifreiðir vora skemmdar á sama
stað. Lögreglan í Kópavogi telur að
sami einstakhngur hafi þama verið
að verki og óskar eftir vitnum.
Á landsbyggðinni var ölvun nokk-
ur á einstaka stað en lögreglan átti
rólega helgi. -StB
í dag mælir Dagfari
Biynjólfur á
Viðtahð við Brynjólf Bjamason í
Mogganum á föstudaginn var at-
hyglisvert. Brynjólfur er forstjóri í
Granda í Reykjavík, útgerðar- og
fiskvinnslufyrirtæki Reykjavíkur-
borgar og þeirra ísbjamarbræðra
sem vora orðnir svo illa haldnir
með arfleiföina sína að borgarstjór-
inn sá aumur á þeim og bjargaði
þeim frá gjaldþrotinu. Er þaö eitt-
hvert drengilegasta björgunaraf-
rek síðari tíma, enda mega
borgaryfirvöld ekki vamm sitt vita
þegar máttarstólpamir era annars
vegar. Það varð aö vísu að segja
upp nokkram tugum starfsmanna
þegar ísbjöminn og Bæjarútgerðin
vora sameinuð í þágu hehbrigðs
reksturs og góðra drengja. En hvað
verða menn ekki að gera þegar
rekstrargrandvallarræfillinn er
fyrir bí. Þá verður að bjarga því
sem bjargað verður og það þótt
starfsmenn missi vinnu í nafni
góðs málstaðar.
En þetta er nú hðin tíð og það var
viðtaliö við Brypjólf sem er á dag-
skrá. Það má nefnilega ekki á mhli
sjá hvoram hður verr, starfsmönn-
unum sextíu, sem hann er að segja
upp, eða Brynjólfi sjálfum, sem seg-
ir þeim upp. Uppsögnin leggst nyög
þungt á mig, segir Brynjólfur, og
hann segist hafa orðað það við
starfsfólkið að hann óski ekki nein-
um stjómanda að þurfa að gera
slíka hluti. Mikið hlýtur starfs-
fólkið að hafa fundið th með
Brynjólfi, enda leið honum mjög
illa og miídu verr heldur en fólkinu
í salnum sem fékk reisupassann.
Full ástæða er th að votta honum
samúð sína og Brynjólfur á eigin-
lega heiður skihnn fyrir það þrek
sem hann sýnir með því að taka
að sér þetta erfiða verk. Honum
hefur eflaust ékki verið svefnsamt
á nóttinni fyrir þungbærum
áhyggjum af því að segja þessu
fólki upp og nú er bara að vona að
Brynjólfur lifi þetta af. Sorgin hef-
ur -yfirbugað meiri menn en
Brynjólf Bjarnason.
Þetta leiðir hugann að því hversu
miskunnarlaust starf það er að
vera forstjóri og þurfa að segja upp
fólki. Guðjón B. Ólafsson rak Ey-
stein, Sláturfélagið rak Jón Bergs
og Markús Öm rak Ingva Hrafn.
Við höfum að vísu ekki séð heh-
síðuviðtöl við þessa menn um þær
hörmungar sem þeir gengu í gegn-
um þegar uppsagnimar fóra fram
en ef tekiö er mið af sálarstríði
Brynjólfs í Granda þá getur maður
rétt ímyndað sér hvernig þeim
Guðjóni, Markúsi Erni og Sláturfé-
lagsmönnum leið þegar þeir þurftu
að stíga þau þungu skref að segja
upp starfsmönnum sínum.
Ymsir hafa sjálfsagt talið að það
þyrfti að vorkenna fólkinu sem fær
uppsagnimar en það er mikih mis-
skilningur. Það fólk þarf enga
samúð og algjörlega ástæðulaust
er að hafa viðtöl viö hina burtreknu
sem hafa allir unniö til brottrekst-
ursins með því að gegna ekki
forstjórunum, tala illa um forstjór-
ana eða valdið tapi í rekstri forstjó-
ranna. Eysteinn heimtaði meira að
segja jafnmikil laun og Guðjón
hafði haft. Ingvi Hrafn haföi hah-
mælt útvarpsráði og starfsfólkið í
Granda haföi valdið sjötíu milljón
króna hallarekstri hjá fyrirtækinu
og bar ábyrgð a rekstrargrandvah-
arræflinum. Svona fólki þarf ekki
að vorkenna og það veit þaö. Ingvi
Hrafn þakkaði meira að segja fyrir
sig þegar hann fékk uppsagnar-
bréfið og sendi heillaskeyti til
Ríkisútvarpsins. Starfsfólkið í
Granda ætti að gera það sama, enda
er sagt aö það hafi tárast þegar
Brynjólfur sagði því upp - ekki
vegna þess að það missti vinnuna
heldur vegna þess hvað ákvörðun-
in lagðist þungt á Brynjólf. Gott ef
hann fehdi ekki tár sjálfur vegna
sjálfsvorkunnarinnar.
Forstjórar eiga að fá þóknun, sér-
stakan bónus, fyrir það álag að
segja fólki upp. Guðjón hjá SÍS hef-
ur reyndar haft smábónus og náöi
einni og hálfri milljón í mánaðar-
laun þegar uppsagnirnar stóðu sem
hæst. En ekki er vitað um neinn
bónus hjá Brynjólfi í Granda eða
hjá Markúsi hjá Ríkisútvarpinu.
Þeir geta leitaö í smiöju til Sam-
bandsins sem hefur reynslu í að
borga forstjórum sínum jólabónusa
pg svo gæti burtrekið starfsfólk á
íslandi stofnað til líknarfélags og
efnt til samskota fyrir hla haldna
forstjóra sem búa við þann sárs-
auka að segja upp fólki fyrir engar
sakir. Dagfari er viss um að þetta
geti orðið fjölmenn mannúðarsam-
tök. Það hafa allir samúð með
forstjóram sem eiga bágt. Og nóg
er th af fólki sem hefur verið sagt
upp.
Dagfari