Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1988, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1988, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 25. APRÍL 1988. Sandkom eins og ÓmarRagn- arssoner landsþekktur fyrirmarga hluti.Eittafaf- rekumhansí gegnumtíðina eraðhafaverið bestí rallöku- maður landsins ogenginnhaf'ði viöhonumer hann þeyttist um á rallbfl sínum þöktum auglýsingum. En nú er Ómar hættur þátttöku í rallkeppnum. Hins vegar heldur hann alltaf tryggð við „Frúna' ‘ sína og flýgur henni lands- homa á millí i ýmsum erindagj örð- um. „Frúin“ er án efa ein þekktasta flugvél flotans og nú er hún farin að lflcjast dálítiö rallbflnum sem Ómar ók á sínum tíma. Á báðum hliðum vélarinnar og á vængjunum, stendur stórumstöfum: „Mjólkergóð" og má telja nokkuð víst að þær séu fáar auglýsingamar sem gerajafnVíðreist um landið, ogþá ekki síður loftiö, og þessi. Hvarveröur Nefndsúsem fiallaöium stáðsetníngu varaflugvallar áislandifyrir mftlilandaflug hefurnúlokið störfumen mikilleynd hvíliryfirnið- urstöðum nefndarinnar. Fimm staðir hafa aðallega verið nefiidirfyrir varaflugvöll: Blönduós, Sauðárkrókur, Akureyri, Húsavík og Egilsstaðir, ogþykir mönnum á öll- um stöðunum sinn staður best til hlut verksins fallinn eins og við er að búast. Víkurblaðið á Húsavik telur sig hafa heimildir fyrir þ ví að Aðai- dalsflugvöllur sé efstur á hsta eins og máiin standa í dag, Sauöárkróktir sé út úr myndinni vegna náttúru- vemdarsjónarmiöa. Akureyringar tefla einnig að þeirra völlur muni Itreppa „hnossiö“ ogeflaust eru menn á Sauðárkróltí og á Egilsstöð- um þeirrar skoðunar að þeirra völlur henti best og muni verða gerður að varaflugvelli. Góðir læknirar... EyþórTóm- asson.eigandi sukkulaðiverk* smiöjunnar LinduáAkur- eyri,hefuráður köinið við sögu íþessumdálki endagullkom þausemhrotið liafa af vörum hans mörgþess eðlis að ekkert er sjálfsagðara en að setja þau á prent. Það mun hafa ve- rið fyrir mörgum árum, er Eyþór var formaöur stjórnar Fjóröungssjúkra- hússins á Akeyri, að boðið var til veislu vegna vígslu nýrrar deildar viö sjúkrahusið. Embættis síns vegna ávarpaði Eyþór samkomuna og hófst ávarp hans á þessum orðum: „Góðir læknirar og aðrar hjúkrunarkon- iiv< *l Fatlaðir ekki með Einhverpirr- ingurraunvera .,íkeriinu'*á Akureyri vegnatíllagna þeirrasem ; verðlaunaðar : voruisam- keppni um skipulagRáð- hústorgsog Skátagilsí hjarta bæjarins. Tvær tillögur voru verðlaunaðar og mun ætlunin hafa verið að nota þaö besta úr þeim báð- tun. Hins vegar mun hafa verið bent á að í hvorugri tiflögunni var gert ráð fyrir því að fatlað fólk hefði áhuga á að komast um þessi svaíði og það gengur ekki. Lausnar mun vera leit- að enda er það furöulegt að gera ekki ráð fyrir því aö fatlað fólk geti kom- ist um miðbæ Akureyrar. Umsjón: Gylll Kristfánsson vöflurinn Stjómmál___________________________________________________________dv Miðstjómarfundur Framsóknarflokksins: Ríkisstjómin fær frest Við háborðið á miðstjórnarfundinum sátu ráðherrarnir Steingrímur Hermannsson, Halldór Ásgrímsson, Guðmund- ur Bjarnason og aöstoðarmaður hans, Finnur Ingólfsson. í ræðustól er Jóhannes Geir Kristjánsson, varaþingmaður Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra. - annar miðstjómarfundur hugsanlegur eftir tvo mánuði til að taka út aðgerðimar? „Þaö var ekki talaö um að slíta rík- isstjórnarsamstarfinu enda voru menn sammála um að með þennan meirihluta á þingi væri þessi ríkis- stjóm best fær um að vinna úr þeim vandamálum sem liggja fyrir. En við framsóknarmenn ætlum ekki að sitja í ríkisstjóm sem flýtur sofandi að feigöarósi," sagði Steingrímur Her- mannsson, formaður Framsóknar- flokksins, á blaðamannafundi eftir að miðstjórnarfundi flokksins lauk um helgina. Eftir heldur stormasama byrjun - á laugardeginum var varla unnt að finna nokkurn stjórnarsinna á fundinum - lægði öldurnar og í ályktun fundarins voru send heldur milduö skilaboð til ríkisstjórnarinn- ar. Ályktun fundarins í ályktuninni er bent á fjögur atriði í stjórnarsáttmálanum sem mið- stjórnarfundurinn krefst að verði unnið eftir: - „að búa atvinnulífmu sem best starfsskilyrði“ - „að tryggja jafnvægi í viðskiptum við útlönd" - „aö stefna að jákvæðum en hófleg- um raunvöxtum“ - „og lækkun vaxta“ og'- „aö eðlilegri byggðaþróun". Miöstjórnin bendir á margvísleg atriöi til aö fylgja þessu eftir: 1. Að lagt veröi tímabundið gjald á ný mannvirki, önnur en íbúðabygg- ingar, og dregið verði úr erl.endum lántökum til fjárfestingar. 2. Dregið verði úr niðurgreiðslum vaxta af húsnæðislánum en hús- byggjendum veitt aðstoð gegnum skattakerfið. 3. Lög verði sett án tafar um fjár- magnsmarkaðinn. 4. Lánskjaravísitala á nýjum fjár- skuldbindingum veröi afnumin en stuðlað að hóflegum raunvöxtum. 5. Vaxtamunur og hámarksvextir verði fyrst um sinn ákveðnir af Seðlabankanum. 6. Hvers konar vísitöluviðmiðun og sjálfvirk tengsl viö verðlag eða gengi verði afnumin. 7. Fyrirtæki verði sköttuö með tekjutengdum sköttum. 8. Raforkuverð verði lækkað með lengingu erlendra lána Landsvirkj- unar. 9. Byggðastofnun verði stórefld og gert kleift að skuldbreyta hjá fyrir- tækjum á landsbyggðinni. 10. Úttekt Byggðastofnunar á byggðaröskun verði hraðað og að- . gerðum í kjölfarið flýtt. 11. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga verði nýttur til aö jafna aðstööu- mum. 12. Aðstöðumunur verði jafnaður með verðlagningu opinberrar þjón- ustu. Ekki náðist að afgreiða á tilsettum tíma þá ályktun sem lá fyrir fundin- um og var hann því framlengdur fram á sunnudag og stóð þá fjóra tíma í viðbót. Heyra mátti óánægju- raddir meðal framsóknarmanna með þær tillögur sem lágu fyrir fundinum en þær voru að mestu komnar frá Steingrími. Vildu margir, og þá sér- staklega landsbyggöarmenn, mun harðara orðalag og var fundurinn framlengdur á meðan verið var að jafna ágreining. Var formaðurinn jafnvel gagnrýndur fyrir að taka ekki tillit til hugmynda annarra innan flokksins. Nefnd var skipuð til að semja lokauppkast að ályktuninni og sátu í henni Gunnlaugur'Sigmunds- son, Valur Arnþórsson og Helga Jónsdóttir. Ályktunin milduð Þegar lokauppkastið er skoðað má sjá að hófsemdarmenn sigruðu og fallið var frá því að stilla ríkisstjórn- inni eins harkalega upp við vegg og upphaflega var gert ráð fyrir. Er sagt í ályktuninni að þar megi finna ábendingar til ríkisstjórnarinnar. sem ekki sé ætlað að vera tæmandi. Þá segir: „Framsóknarflokkurinn er reiðubúinn til þess að ræða allar leið- ir til að skapa framleiðsluatvinnu- vegunum rekstrargrundvöll og draga úr viðskiptahalla og byggða- röskun. Hins vegar er það ófrávíkj- anleg krafa miðstjórnar aö slíkt verði gert.“ Annar miðstjórnarfundur? Annaö atriði, sem flestir eru sam- mála um að hafi verið óþolandi fyrir ríkisstjómina, var að boða annan miðstjórnarfund 10. júní og fara þá yfir hvernig til hafi tekist. Ályktun um þetta kom frá Þórði Ólafssyni, einum af verkalýðsmönnum Fram- sóknar, en hún var ekki samþykkt í þessari mynd. Ef þetta hefði verið samþykkt, sagði einn framsóknar- maður, væri nánast verið aö stilla stjórninni upp við vegg. í staöinn var framkvæmdastjórn flokksins falið að:...fylgjast með framvindu þess- ara mála og boða miðstjórnina til Viða var stungið saman nefjum á miðstjórnarfundinum en hér má sjá þá Kristján Benediktsson, fyrrverandi borgarfulltrúa flokksins, og Finn Ingólfs- son. DV-myndir Brynjar Gauti fundar að nýju svo fljótt sem ástæða þykir til“. Gengisfelling „Ef nauðsynlegt er að fella gengið veröur margt annað að fylgja í kjöl- farið,“ sagði Steingrímur um hugs- anlega gengisfellingu og bætti við: „Það er ekki skynsamlegt að setja gengisfellingu fram sem úrslitakosti, við viljum ræða þaö innan ríkis- stjórnarinnar.“ Sagði Steingrímur að ýmis önnur ráð yrðu könnuð til þrautar, s.s. miliifærsluleið. Halldór Ásgrímsson bætti því við að aöstæður hefðu verið aö breytast mikiö síöustu vikurnar og enn ætti eftir að kanna ýmsar þær stærðir sem taka yröi tillit til. Nú sem áður hefði gengisfelling ein sér engan til- gang. Var ekki annað aö sjá en ráðherrar Framsóknarflokksins væru nú tilbúnir að verja fastgengis- stefnuna sem Guðmundur G. Þórar- insson hafði daginn áður kallað „... hættulegustu efnahagsstefnu sem viö höfum séð“. í ályktuninni segir að ef ekki takist að ná þeim markmiðum, sem stefnt er að, þá:..verður óhjákvæmilegt að aðlaga gengi íslensku krónunnar þeim aðstæðum sem ríkja í íslensku efnahagslífi". Það er því hvorki sagt af eða á um gengisfellingu enda höfðu margir fundarmanna á orði að hún kæmi hvort sem mönnum lík- aði betur eöa verr. Formaður ungra framsóknarmanna, Gissur Péturs- son, sagði t.d. að gengisfelling væri óumflýjanleg. Horfiðfrá allri vísitölubindingu „Við höllumst að því meir og meir að hverfa frá allri vísitölubindingu," sagði Steingrímur en á fundinum kom fram hörð gagnrýni á vístölu- bindingar. Sagði hann að til greina gæti komið að taka vísitölubindingar úr sambandi og það myndi þá ganga yfir alla línuna. Þetta væri þó miðað' við það að verðbólgan færi upp fyrir ákveðið stig. Undir þetta tók Halldór og sagði að vísitölubinding launa tryggði ekki kaupmátt þeirra. Halldór sagði þó að ekki væri rétt að nefna neinar ákveðnar dagsetningar í þessu sam- bandi. Fjármagnsmarkaðurinn og hin nýju fjármögnunarfyrirtæki, sem hér hafa risið á undanfömum árum, fengu heldur kaldar kveðjur á fund- inum. Var fjármagnsmarkaðurinn sagður vera stjórnlaus ófreskja, fjár- magnskostnaður óheftur og kostnað- arhækkunum velt út í verðlagið innanlands. Sagði Steingrímur að nú væri svo komið að....spekúlasjónir með fjármagn er orðin eina arðbæra íslenska atvinnugreinin sem við höf- um“. Þorsteinn í fýlu Eins og áður sagöi mátti heyra harðar gagnrýnisraddir gegn stjórn- arsamstarfinu fyrri daginn. Sagði Steingrímur þá meðal annars aö framsóknarmenn gætu aldrei setið í stjórn sem aðhefðist ekkert og af þeirri ástæðu m.a. væri boðað til þessa fundar. Nú þyrfti að hefja að- gerðir. Þingmennirnir Páll Pétursson, Guðmundur G. Þórarinsson og Ólaf- ur Þ. Þórðarson gagnrýndu þá allir stjórnarsamstarfið mjög og veittust sérstaklega aö forystu, eða réttara sagt forystuleysi, Þorsteins Pálsson- ar. Páll Pétursson sagði að Þorsteinn væri í fýlu og öfundaðist út í sjálf- stæða stefnu Steingríms í utanríkis- málum. Sagðist Páll hafa sannfærst um að ekki væri óhætt að láta sjálf- stæðismenn fara með utanríkismál- in. „Forsætisstjómartíö Þorsteins Pálssonar er lengsti starfsþjálfunar- tími forsætisráöherra sem við höfum kynnst,“ sagði Ólafur Þ. Þórðarson sem sagði að þeir framsóknarmenn hefðu ekki lengur efni á því að hafa formann sinn í utanferðum því stjórnin væri forystulaus. „Stjórnin lifir í hæsta lagi sex mánuði“ Þó að engin ákvörðun um stjórnar- slit hafi verið tekin á fundinum hlýtur sá andi, sem þar kom fram, að hafa sín áhrif á stjórnarsarnstarf- ið. Páll Pétursson vék að því í sinni ræðu að fjármálaráöherra, Jón Bald- vin Hannibalsson, „vaði nú um landið í kosningabaráttu" og því sé nú lítið að marka hann. Einnig sagði Páll að veikleiki þessarar ríkisstjórn- ar væri að ráðherrar Framsóknar- flokksins réðu ekki neinum efnahagsráðuneytum og þyrfti að fá á því breytingar. Ummæli sem þessi benda til kosn- ingaskjálfta enda sagði einn fram- sóknarmaður sem við var rætt: „Þessi ríkisstjórn lifir í hæsta lagi sex mánuði í viðbót.“ Þá þótti mörgum sem umgjörð fundarins benti til þess að kosninga- undirbúningurinn væri þegar haf- inn. Fundurinn var opinn fjölmiðl- um, sem er heldur óvenjulegt, og þá þykja ályktanir og yfirlýsingar held- ur í kosningaanda. Því verður hins vegar ekki á móti mælt að „hófsemdaröflin" höíðu sig- ur og ályktanir voru mildaðar frá því sem stefndi í upphafi. Þá voru marg- ir landsbyggðarmenn óánægðir með að ekki skyldi vera kveðið fastar að oröi um þeirra málefni. Hugsanleg fundarboðun eftir tvo mánuði setur einnig dálítið spurningarmerki aftan við lok þessa fundar. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.