Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1988, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 25. APRÍL 1988. 7 Fréttir Síðustu síldartunnumar til Sovétríkjanna í ár: Drungalegar sigl- ingar um veðravrti -segir Finnbogi Finnbogason, skipstjóri á Urríðafossi Emil Thorarensen, DV, Eskifirði: Skipað hefur verið út á Eskifirði rúmlega 4.400 síldartunnum í m/s Urriðafoss. Hér er um að ræða tí- undu og síðustu ferðina með þær 199 þúsund síldartunnur, sem Sovét- menn ákváðu að kaupa af íslending- um á síöustu síldarvertíð. Eins og eflaust margir muna þá ríkti mikil óvissa með sölu á saltsíld til Sovétríkjanna sl.haust. Þó kom að því að Sovétmenn samþykktu að kaupa 150 þúsund tunnur og bættu síöan við 19 þúsund fyrir það magn, sem var um borð í Suðurlandinu sem fórst í hafinu milli íslands og Noregs í lok desember 1986. Að lokum náðist svo viðbótarsamningur um sölu á 30 þúsund tunnum. Tvö skip hafa ann- ast flutninga á þessum tæplega 200 þúsund tunnum til Sovétríkjanna, það er Keflavík auk Urriðafoss. Los- unarhöfnin í Sovétríkjunum er Murmansk. Finnbogi Finnbogason, skipstjóri á Urriðafossi, sagði í samtali við DV að í þessari ferð færu eingöngu tré- tunnur, alls 15.827 en auk þess færi skipið með 300 til 350 tonn -af lag- meti, það er gaffalbita og niöursoðna lifur. „Þetta eilífa myrkur fer í mann“ „Þetta er fimmta ferðin mín til Murmansk á þessari vertíð og alls höfum við því flutt um 87.500 tunnur eða um 40% af heildarútflutningnum til Sovétmanna. Keflavík hefur því flutt um 60% af heildarmagningu,“ sagði Finnbogi. - Hvernig finnst þér að sigla til Mur- mansk?. „Þetta eilífa myrkur fer nú í mann, ég neita því ekki. Þetta eru drunga- legar siglingar og siglingaleiðin er í hreinskilni sagt veðravíti. Þegar komið er austur að Nordkap er ísing- arhætta fyrir hendi og getur orðið mikil. í ár höfum við verið einstak- Finnbogi Finnbogason, skipstjóri á Urriðafossi. lega heppnir og alveg lausir við ísinguna. Vegna þess hve norðarlega við sigl- um, rúmlega 71” noröur af Nordkap, má segja aö við séum stærstan hluta - sólarhringsins í myrkri í mesta skammdeginu í desember. Það má rétt merkja grámyglu um miðjan daginn. Ég víldi ekki vera í þessu starfi til frambúðar og þetta eilífa myrkur hefur ekki upplífgandi áhrif á mannskapinn." - Hvað finnst þér um kynnin af Rússum? „Greinilegt er að þeir eru mun op- inskárri eftir að Gorbatsjov komst til valda en þegar Brésnef gamli stjórn- aði. Svo virðist sem almenn umræða sé um Stalíns-tímabilið og atburði tengda þvi sem almenningur hafði ekki hugmynd um fyrr. Gorbatsjov hefur greinilega mikil áhrif á þjóð- ina,“ sagði Finnbogi skipstjóri og bætti því við að veðurfarið í Mur- mansk væri oftast stillt, ríkjandi meginlandsloftslag og snjór yfirleitt heldur meiri en á íslandi. Hitastig væri svona frá mínus 4° niður í mín- us 22° yfir vetrartímann. Lestað i Urriðafoss á Eskifirði. DV-myndir Emil AIWA ER EINFALDLEGA Nú bjóðum við til veislu. Þú klippir út ávísun- ina hér að neðan og kemur með hana • Radíóbæ, Ármúla 36, fyrir 1. maí '88 og gildir hún sem greiðsla upp í allar Aiwa samstæður. T.d. CP-550 sem er samstæða með útvarpi, LW-MW-SW og FM stereo, hálfsjálfvirkum plötuspilara, 60W magnara, 5 banda tónjafn- ara, tvöföldu segulbandi með metal, CR02 og „High speed dubbing'' og tveim hátölurum. Tenging fyrir geislapsilara. BETRA Almennt verö Staðgreitt kr. 31.635,- Ávísun Eftirstöðvar 29.635,- 5.000,- 24.635, Tékkareikningur nr.. 9253761 Greiðið gegn tékka þessum. RADIOBÆ Kr. 5.000,- Krónur Fimmbúsund 00/100 14/4 Reykjavík. Gildir til 1/5 ’88 . 19 88 Bankakortnr. skráist at viötakanda -* RÁK FYRIR TÖL VULETUR - það er mjög áríðandi, að hér fyrír neðan sjáist hvorki skríft né stimplun. AÐEINS 1 ÁVÍSUN TEKIN GILD SEM GREIÐSLA í HVERJA SAMSTÆÐU D i i í\dö lO i r Ármúla 38, símar 31133 og 83177, Opiö hjá okkur i verkfallinu. LÉTT. LIPUR OG VANDVIRK HAGKVÆM OG HEILNÆM Já, svona er NILFISK: Vönduð og tæknilega ósvikin, gerð til að vinna sitt verk, fljótt og vel, ár eftir ár, með lágmarks truflunum og tilkostnaði. NILFIS GS90I 10 lítra poki og svo frábær ryksíun að hún hreinsar einnig andrúmsloftið. Nýlegar hollusturannsóknir leiddu í Ijós að flestar ryksugur rykmenga loftið, sumar hrikalega. Aðeins 6,1 kg á svifléttum hjólabúnaði. Stillanlegt sogafl og afbragðs sogstykki. STERK OG TRAUST Reynslan sannar rekstraröryggi og einstaka endingu. NILFISK HEIMSINS BESTA RYKSUGA Stór orð, sem reynslan réttlætir /rDnix HÁTÚNI6A SfMI (91)24420 Verð frá 43.200 kr.* 4 í íbúð 50.600 kr. 2 í íbúð 54.300 kr. NYR STAÐUR * Hjón með 2 börn 0-12 ára. Kýpur er nýr áfangastaður sem hefur svo sannarlega slegið í gegn. Af þessu tilefni efnum við til lauf- léttrar spurningakeppni meðal farþega. Verðlaunin eru ókeypis bílaleigubíll í 2 vikur á Kýpur. Dregið verður um vinninginn í hverri brottför. Kýpur: 2-3 vikur, áætlunarflug um Amsterdam, íslenskur farar- stjóri. FERDASKRIFSTŒAN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.