Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1988, Blaðsíða 8
8
MÁNUDAGUR 25. APRÍL 1988.
Viðskipti
x>v
Mjóddin leynir á sér
- mjög vaxandi verslanamiðstöð
Mjóddin í Breiðholti leynir á sér.
Hún er orðin miklu stærri verslana-
kjarni en fólk gerir sér grein fyrir.
Þar er gífurleg gróska. Ferðaskrif-
stofan Útsýn flutti aðalstöðvar sinar
pangað nýlega, ÁTVR er að opna þar
vínbúð, Strætisvagnar Reykjavíkur
hyggjast reisa stærstu skiptistöð
landsins þar á næstunni og pósthús
verður opnað í Mjóddinni fyrr en
seinna.
Saga Mjóddarinnar hófst fyrir al-
vöru þegar Broadway og Bíóhöllin
riöu á vaðið og opnuðu í Álfabakka
3. Menn bjuggust við að vöxtur
hverfisins yrði strax mikill og hrað-
ur. En svo varð ekki. Eitt og eitt
fyrirtæki flutti þangað, eins og
Landsbankinn, Verslunarbankinn,
Vogue, Víðir (nú Kaupstaður), Bún-
aðarbankinn og Sveinn bakari.
Af fyrirtækjum, sem eru á leiöinni
i Mjóddina, má nefna hin þekktu fyr-
irtæki Sparisjóð Reykjavíkur og
nágrennis, Almenna bókafélagið,
Eymundsson og Fálkann, auk vín-
Peningamarkaöur
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækurób. 19 20 lb,Ab
\ Sparireikningar
3jamán. uppsögn 19-23 Ab.Sb
6mán. uppsogn 20-25 Ab
12mán. uppsogn 21-28 Ab
18mán. uppsögn 32 Ib
* Tékkareikningar, alm. 8-12 Sb
Sértékkareikninqar 9-23 Ab
« Innlán verötryggö í Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 2 Allir
6mán. uppsögn 3,5-4 Ab.Úb, Lb.Vb. Bb.Sp
, Innlán meðsérkjörum 19-28 Lb.Sb
i Innlán gengistryggð
Bandaríkjadalir 5,75-7 Vb.Sb
^ Sterlingspund 7,75-8,25 Úb
- Vestur-þýsk mork 2 3 Ab
Danskarkrónur 7,75-9 Vb
) ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
. Útlán óverðtryggð
Almennir vixlar(förv.) 29,5-32 Sp
1 Viðskiptavixlar(forv.)(1) kaupgengi
Almenn skuldabréf 31 35 Sp
I Viðskiptaskuldabréf(l) kaupgengi Allir
Hlaupareikmngar(yfirdr) 32,5-36 Sp
Utlán verötryggö
> Skuldabréf 9.5-9.75 Allir
'■ v .V-í- nema
Úb
: Útlán til framleiðslu
í Isl. krónur 30.5 34 Bb
SDR 7,75-8,25 Lb.Bb. Sb
Bandaríkjadalir 8,75-9,5 Lb.Bb, Sb.Sp
j Sterlingspund 11 11,5 Úb.Bb. Sb.Sp
Vestur-þýsk mörk 5-5,75 Úb
• Húsnæðislán 3.5
Lifeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 45,6 3,8 á mán.
. MEÐALVEXTIR
överðtr. april. 88 35,6
Verðtr. april.88 9.5
VÍSITÖLUR
Lánskjaravisitala april 1989stig
Byggingavísitalaapril 348stig
Byggingavísitalæapríl 108,7 stig
Húsaleiguvísitala Hækkaði 6% . april.
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Ávöxtunarbréf 1,5063
Einingabréf 1 2,763
Einingabréf 2 1,603
Einingabréf 3 1,765
Fjölþjóðabréf 1,268
Gengisbréf 1.0295
Kjarabréf 2,767
Lífeyrisbréf 1.389
Markbréf 1.440
Sjóðsbréf 1 1,339
Sjóðsbréf 2 1,221
Tekjubréf 1,367
Rekstrarbréf 1,08364
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnur m.v. 100 nafnv.:
Almennartryggingar 128 kr.
Eimskip 215 kr.
Flugleiðir 200 kr.
Hampiðjan 144 kr.
Iðnaðarbankinn, 148 kr.
Skagstrendingurhf. 189kr.
Verslunarbankinn 105 kr
Útgerðarf. Akure. hf. 174 kr.
Tollvörugeymslan hf. 100kr.
1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
'.kiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
rðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
tge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki
.caukpa viðskiptavíxla gegn 31 % ársvöxt-
rm og nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
3b= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar-
oankinn, Lb = Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb = Otvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
;rnir.
búðar ríkisins sem áður var nefnd.
í Mjóddinni eru hárskerar, hár-
greiðslustofa, tannlæknar, hrað-
hreinsun, blómabúð, apótek,
ljósmyndastofa og bilhdarstofa. Til
stendur að setja upp líkamsræktar-
stöð á næstunni.
Á öðrum kanti Mjóddarinnar er
bensínstöð Olís en á hinum er kirkja.
Svona fjölbreytileiki er vandfundinn
í íslenskum verslanakjömum.
-JGH
Ljósmyndastofa
Jóhannesar Long
★ Fálkinn
Templarahðll Reykjavikur
Fjðlbýlishús
Hárgreiðslustofan Hársel
3 Verslunarbankinn
Billiardstofan Sjöan
Bíóhöllin
Broadway
Búnaðarbankinn
Landsbankinn
Kaupstaður |
Sveinn bakari
|*ijs Tannlæknar
loltsblóm
★ Pósthús
Breiðholtsapótek k i
,★ ATVR
Hárskeri
★ Skiptistðð SVR
Félagsmálastofnun
★ Eymundsson
Efnalaugin Bjðrg
Bensinstöð
* SPRONl.-jyt
\ | * Alm. bókafélagiö
Þetta er Mjóddirt. Þar er áberandi gróska i viðskiptalífinu. Þekkt fyrirtæki eru komin og fleiri á leiðinni eins og vinbúð ÁTVR sem verður opnuð í
sumar. ★ Fyrirtæki sem koma bráðlega DV-mynd GVA
Forstjóri Útsýnar hf.:
Mjóddin, Kringlan og gamli
miðbærinn verða stærstu
verslanakjamamir
Útsýn er ennþá með söluskrifstof-
ur í Áusturstrætinu en aðalstöðvar
fyrirtækisins voru fluttar úr Austur-
strætinu í Mjóddina á dögunum.
Þessi flutningur fyrirtækisins kom
nokkuð á óvart í viðskiptalífinu. En
hvers vegna í ósköpunum í Mjódd-
ina?
„Nei, við erum ekki hræddir við
að flytja hingað. Þveröfugt. Við flytj-
um hingað að vandlega athuguðu
máli. Við spáum því að þrír verslana-
kjarnar, Mjóddin, Kringlan og gamli
miðbærinn, eigi eftir að verða áber-
andi stærstir í Reykjavík í framtíð-
inni,“ segir Helgi Magnússon,
forstjóri Útsýnar.
„Aðalkostur þessa svæðis er stað-
urinn. Mjóddin er við fjölförnustu
götu Reykjavíkur, Reykjanesbraut-
ina. Héðan er stutt og greiðfært til
Hafnarfjarðar, Kópavogs, Garðabæj-
ar, Breiðholts, Arbæjar og Foss-
vogs,“ segir Helgi Magnússon,
forstjóri Útsýnar.
-JGH
Helgi Magnússon, forstjóri Útsýnar.
„Við flytjum hingað að vandlega at-
huguðu máli. Mjóddin er miðsvæðis
á Reykjavíkursvæðinu og við fjöl-
förnustu götu Reykjavíkur."
Tíu íslensk hjólhýsi smíðuð á síðasta ári
Fyrirtækið Víkurvagnar hf. í Vík í
Mýrdal hyggst smíða tuttugu hjól-
hýsi á næstunni en fyrirtækið hóf
fyrst íslenskra fyrirtækja að smíða
hjólhýsi í fyrravor. Smíöuð voru tíu
hjólhýsi á síðasta ári. Fyrirtækið
hefur samvinnu við hið þekkta enska
fyrirtæki Caravan International í
Cambridge.
Stofnun Víkurvagna hf. má rekja
til þess að lóranstöðin í Vík var lögð
niöur. Þar með var fótunum kippt
undan öðru bílaverkstæðinu. Lausn-
in var að stofna nýtt fyrirtæki,
Víkurvagna hf„ í sama húsi.
Til þessa hefur fyrirtækið verið
þekktast í íslensku viðskiptalífi fyrir
smíði á kerrum og sturtuvögnum
fyrir landbúnaðinn og byggingariðn-
aðinn.
-JGH
Byggingaivísitala:
Steypan blæs
byggingarvísi-
töluna upp
Vísitala byggingarkostnaöar
sem gildir fyrir maí hefur verið
reiknuö út. Um nokkra hækkun
er að ræða frá þeirri sem gilti í
apríl eða 1,93 prósent. Vísitalan
stendur því í 110,8 stigum, en
miðað við eldri grunninn er hún
354 stig.
Síöustu þijá raánuðina hefur
vísitala byggingarkostnaöar
hækkað um 3,2 prósent og sam-
svarar það 13,3 prósent veröbólgu
á ári. Síðustu tólf mánuðina hefur
byggingarvísitalan hækkað um
15,4 prósent.
Af hækkun vísitölunnar nú
stafa um 0,8 prósent af hækkun
á verði steypu. Hækkun á verði
innihurða olli um 0,2 prósenta
hækkun. Annað hækkaði minna.
-JGH
Dágóð
hækkun
Lánskjaravísitalan fyrir maí
verður 2020 stig. Þetta er dágóð
hækkun frá vísitölu þessa mán-
aðar, eða um 1,56 prósent. Sú
hækkun svarar til 20,4 prósenta
verðbólgu á ári. Hækkun láns-
kjaravísitölunnar síðustu þtjá
mánuöina er 13,3 prósent Hækk-
unin nú er því mun meiri en
undanfama tvo mánuði.
-JGH