Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1988, Blaðsíða 10
10
MÁNUDAGUR 25. APRÍL 1988.
Utlönd
Særöur öryggisvörður fluttur á brott. Simamynd Reuter
Sextán franskir herlögreglumenn eru enn í gíslingu á Nýju Kaledóníu,
en aöskilnaöarsinnar úr röðum kanaka tóku þá höndum í síöustu viku.
Kanakar hafa undanfama mánuði gripiö til síharðnandi aðgeröa i mót-
mæluin sínum gegn stjómarfari á Nýju Kaledóníu þar sem hvitir menn
hafa með hjöndum öll völd með fulltingi franskra stjómvalda.
Aðskilnaöarsinnar hafa hótað blóðbaði ef franski herinn reynir að frelsa
gíslana sextán.
Nýstjóm
Eftirfaunamaður með hluta eftir-
fauna sinna á bakinu. Honum var
heimilað að skipta fimmtiu doflur-
um af eftirtaunum sínum í peninga
og fékk þá greickfa i smámynt.
Simamynd Reuter
Manuel Solis Palma, settur for-
seti Panama, skipaði í gær sjö nýja
ráðherra í ríkisstjóm landsins.
Stjómarbreytingar þessar voru til-
kynntar um leið og þrýstingur
jókst á stjómvöld í Panama að láta
Manuel Antonio Noriega, yflr-
mann hers landsins, hverfa frá
völdum.
Palma sagði í tilkynningu sinni í
gær að þessi nýja ríkisstjóm lands-
ins væri tæki tii þess að raæta
áframhaldandi árásarstefnu
Bandaríkjamanna í Panama.
Undanfariö hafa staöiö harðar
deilur innan ríkisstjómar Panama
um það hvemig mæta skuli efna-
hagsvanda landsins. Miklir erfiö-
leikar blasa nú við og meðal annars
hefur þurft aö takmarka verulega
þá fjármuni sem fólk fær að taka
út úr bönkum landsins.
Ýmsar aðgerðir stjómarinnar
undanfarið hafa verið óvinsælar,
einkum þær sem komið hafa niður
á eftirlaunaþegum og öðrum sem
minna mega sin.
Fimmtíu og tveir fórnst
íbúar borgarinnar Trípólí undirbúa nú greftrun þeirra fimmtíu og
tveggja sem létu lífið í sprengjutilræðinu þar um helgina.
Sprengjunni hafði verið komið fyrir í Mercedes Benz bifreið og taliö er
að í henni hafi verið um hundrað og fimmtiu kfló af sprengiefni.
Enginn hefur enn lýst sig ábyrgan fýrir sprengjutilræðinu, sem var hið
mannskæðasta í Trípóli frá því árið 1985 þegar yfír fimmtíu manns létu
lífið og yötíu og fimm særðust í svipuðu tilræði.
Hálft tonn af kókaíni
Liðfega hálft tonn af kókaíni sem
spænska lögreglan gerði upptækt.
Símamynd Reuter
Spænska lögreglan gerði um
helgina upptækt liölega hálft tonn
af kókaíni sem fannst í gömlu virki
á ströndmni við Costa Brava.
Kókaínið var falið i gömlu vél-
byssuhreiöri frá því í borgarastyrj-
öldinni, skammt norður af
Barcelona.
Spænsk kona og Bandaríkjamað-
ur af kúbönskum uppruna voru
handtekin vegna málsins.
Bílageymsla hrundi
Að minnsta kosti sextán manns
meiddust þegar bílageymsla við
stórmarkað í einni af útborgum
Vancouver hrundi á laugardag. Að
sögn lögreglunnar lét gólf bíla-
gey mslunnar undan og yfir tuttugu
bifreiðar hrundu niður f verslun-
ina, en bílageymslan var beint yfir
henni
Flestir hinna slösuðu voru eldri
borgarar, sem boðið hafði veriö
sérstaklega til að vera við opnun
verslunarinnar.
Séð niður um gatið á gólfi biia-
geymslunnar. Simamynd Reuter
Sextán enn í gíslingu
Árangur Le Pen
talinn stórsigur
Le Pen, leiðtogi Þjóðarfylkingarinnar, var sigurviss er hann greiddi atkvæði
í gær. í Ijós kom svo er líða tók á kvöldið að hann var einn helsti sigurveg-
ari kosninganna. Simamynd Reuter
Bjanú Hinxiksson, DV, Bordeaux:
í fyrri umferð forsetakosninganna
í Frakklandi, sem fram fór í gær,
urðu helstu úrsht eins og búist hafði
verið við, það er að segja að Francois
Mitterrand, núverandi forseti og
frambjóðandi sósíalista, fékk flest
atkvæði og af frambjóðendum á
hægri vængnum varð Jacques
Chirac forsætisráðherra hlutskarp-
astur. Það veröa því þessir tveir sem
beijast í síðari umferðinni þann 8.
maí.
Óvæntustu úrslit kosninganna eru
fiöldi atkvæöa Le Pens, leiötoga Þjóð-
arfylkingarinnar sem er lengst til
hægri í frönskum stjórnmálum.
Hann hlaut 14,4 prósent og má teljast
einn helsti sigurvegari kosninganna
því fæstir spáðu honum mikiö yfir
tíu prósent atkvæða. Fyrir kosning-
amar var ljóst aö atkvæöi stuðnings-
manna Le Pens gætu haft úrslita-
áhrif í síöari umferðinni en eftir
þessa niðurstööu leikur ekki nokkur
vafi á því að Le Pen er í lykilstöðu
og mun notfæra sér það til hins ýtr-
asta en 1. maí hyggst hann gefa út
yfirlýsingu um afstöðu sína gagnvart
frambjóðendum seinni umferðarinn-
ar. Fram aö þeim tíma er líklegt að
fram fari leynilegar samningavið-
ræður milli manna Le Pens og
Chiracs. Ef Chirac ætlar sér sigur í
seinni umferðinni verður hann að fá
mikinn meirihluta af atkvæðum Le
Pens.
Þennan góða árangur Le Pens má
að einhverju leyti rekja til atburða
undanfarinna daga á Nýju Kaledóníu
og á Korsíku þar sem morö á lög-
reglumönnum, gíslatökur og
sprengjutilræöi hafa sett allt úr
skoröum og gert kjósendur næmari
fyrir öllu tali um öryggi og þjóðar-
hagsmuni. En fyrst og fremst sýna
úrslitin þann hljómgrunn sem tal Le
Pens um baráttu gegn innflytjendum
fær meðal frönsku þjóðarinnar. And-
úð á útlendingum og ofuráhersla á
öryggi, endurvakning gamals gildis-
mats og þjóðernisstefna eru Frökk-
um ekki ókært umhugsunarefni
þessa dagana. Margir af fylgismönn-
um Chiracs hafa greitt Le Pen
atkvæði í fyrri umferðinni til aö sýna
óánægju sína með stöðu mála og erf-
itt er að segja til um raunverulegt
Mitterrand Frakklandsforseti á leið
út af veitingastað i bænum Chate-
au-Chinon þar sem hann greiddi
atkvæði í fyrri umferð forsetakosn-
inganna sem fram fór í gær.
Símamynd Reuter
fylgi Le Pens en engu aö síður er
þetta óumræðilega mikill sigur þegar
haft er í huga aö hingað til hefur fylgi
Þjóðarfylkingarinnar í kosningum
verið undir 10 prósentum.
Jacques Chirac forsætisráðherra
fær mun færri atkvæði en reiknað
hafði verið með, tæp 20 prósent sem
er svipað og hann fékk í forsetakosn-
ingunum 1981. Og munurinn á
honum og Raymond Barre, helsta
keppinautar hans um sæti í annarri
umferöinni gegn Mitterrand, er
minni en allar skoöanakannanir
bentu til. Þessir tveir hægri menn
gáfu út sameiginlega yfirlýsingu í
sjónvarpi í gærkvöldi skömmu eftir
að úrslit voru ljós. Lýsti Barre yfir
fulium stuðningi við Chirac í seinni
umferðinni. Stuðningsyfirlýsing af
þessu tagi, svo fijótt eftir aö kosningu
lýkur, er mjög óvenjuleg.
Stuðningsmenn Mitterrands eru
ánægöir með 34 prósentin hans, sér-
staklega meö hliðsjón af slakri
frammistöðu Chiracs. Án þess að sig-
urlúðrar séu þeyttir eru sósíalistar
vongóðir um jákvæð úrslit í seinni
umferðinni. Kommúnistar missa enn
fylgi og frambjóðandi þeirra fær ekki
nema tæp 7 prósent atkvæða. Aðrir
smáframbjóðendur á vinstri vængn-
um standa sig eins og viö var búist
nema hvað Andreas Waechter, fram-
bjóðandi náttúruverndarmanna, fær
4 prósent sem er mun meira en hon-
um hafði verið spáð og sýnir að
græningjar og önnur samtök svip-
aðrar tegundar hafa náö að festa
rætur í Frakklandi.
í íjölmiðlum í gærkvöldi og í morg-
un vantaði ekki vangaveltur um
úrslit seinni umferöarinnar og full-
trúar aUra flokka túlkuöu niöurstöð-
umar misjafnlega eins og vera ber.
í raun veltur allt núna á frammi-
stöðu Mitterrands og Chiracs í seinni
hluta kosningabaráttunnar. Þessi
fyrri umferð þjónar ekki öðnun til-
gangi en að þrengja valiö og vara-
samt er að byggja spár um seinni
umferðina á úrslitum þeirrar fyrri.
Flestir fréttaskýrendur eru þó á því
að staöa Mitterrands sé sterk og í
fyrstu skoðanakönnuninni sem gerö
er eftir að úrslit fyrri umferðarinnar
voru kunn fær forsetinn 53 prósent
atkvæöa gegn 47 prósent Chiracs.
Þessar tölur koma ekki á óvart því
hvort sem sigurinn verður Chiracs
eða Mitterrands veröur munurinn á
frambjóðendunum tveimur ekki
meiri en þetta. Merkilegri tala er sá
fjöldi Frakka, samkvæmt fyrr-
nefndri skoðanakönnun, 61 prósent,
sem telur að Mitterrand verði endur-
kjörinn. Fyrir forsetann er auöveld-
ara aö ná sigri ef stór fjöldi
andstæöinga hans telur öruggt aö
hann vinni.
í þessum kosningum er hlutfaU
vinstri og hægri aflanna svipaö og
Seint í gærkvöldi lýsti Raymond
Barre yfir stuðningi sinum við
Jacques Chirac forsætisráðherra í
seinni umferð forsetakosninganna.
Barre var helsti keppinautur Chiracs
á hægri vængnum um forsetaemb-
ættið. Simamynd Reuter
var í þingkosningunum 1986, þaö er
að segja hægri menn hafa örlítinn
meirihluta. Það þarf ekki aö þýöa aö
frambjóðandi hægri manna fái at-
kvæði í sama hlutfalli í seinni
umferðinni en sýnir að ef þing verð-
ur leyst upp eftir mögulegan sigur
Mitterrands er ekki víst aö sósíalist-
ar og stuðningsmenn þeirra næðu
meirihluta á þinginu.