Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1988, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1988, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 25. APRÍT, 1988. „IBM SYSTEM/36 HORN í HORN" Stella Víöisdóttir hjá Teppalandi/Dúkalandi Teppaland/Dúkaland hefur tekið IBM tölvur í þjónustu sína til að geta sinnt síbreytilegum tískusveiflu í gólfteppum og dúkum. Sem dæmi má nefna að rósótt gólfteppi eru nú svo til horfin en Ijósir litir hvað vinsælastir. „Til þess að tryggja gæði og framboð á nýjustu tísku í gólfefnum hefur fyrirtækið tekið IBM System/36 í notkun. Það má segja að við höfum tölvuvæðst horn í horn , segir Stella „Hér er allt tölvuvœtt'1 „Við erum meðal annars með við- skiptamannabók hald, lagerbó khald, fjárhagsbókhald, sölustatistik, gjald- kerakerfi og skuldabréfakerfi, ásamt dagbók og skilaboðakerfi. Þá erum við að taka inn tvö ný kerfi, það er lánadrottnakerfi með öllum erlend- um viðskiptavinum okkar og pant- anakerfi sem byggist á sama grunni. Ennfremur erum við með launakerfi, svo og tímaskráningarkerfi og stimp- ilklukkukerfi. IBM hefur tvímælalaust orðið til hagsbóta og það er mikið öryggi að láta tölvuna annast allar upplýsingar. Þá hefur salan aukist mikið síðustu árin og á áreiðanlega IBM þátt í því. Tölvan er mjög tímasparandi og gefur okkur aukið svigrúm til að sinna nýjum verkefnum og bæta þjónustuna," segir Stella Víðisdóttir. ir hja Teppalandi/Dukalandi. „Hrceðslan heyrir sögunni til" „í upphafi var starfsfólkið hrætt við tölvuvæðinguna en slíkt heyrði fljót- lega sögunni til. Það reyndist miklu auðveldara og skemmtilegra að læra á tölvuna en búist var við. Nú er System/36 mikið notuð sem stjórn- tæki hjá okkur. Ég nota hana töluvert sjálf sem stjórntæki, við áætlanagerð o.fl. Ennfremur gríp ég oft í PS/2 tölvuna, til dæmis við ritvinnslu og áætlanagerð í fjármálastýringu." „Yeljum IBM vegno öryggisins og þjónusfunnar" „Menn veltu því mikið fyrir sér hvaða tölvutegund ætti að kaupa þegar fyrirtækið var tölvuvætt. IBM varð fyrir valinu að mestu leyti vegna öryggisins og þjónustunnar sem þeir eru þekktir fyrir. Nú efast enginn um að valið var rétt. Ég get eiginlega ekki hugsað mér stöðu fyrirtækisins í dag án IBM,“ segir Stella Víðisdóttir hjá Teppalandi/- Dúkalandi. Hjá Teppalandi/Dúkalandi eru 35 manns á launaskrá, en að teppalagningarmönnunum meðtöldum teljast þeir 45. Tölvan er af gerðinni milli S/36. „IBM SYSTEM/36 VEGNA STAD6REWSUIKERFIS SKATTA" Allt önnur nýting ú glerinu" „System/36 heldur utan um alla framleiðslu fyrirtækisins. Nýting hverrar glerskífu í skurði hefur mjög mikla þýðingu fyrir afkomuna. Nú höfum við allar aðstæður til að láta tölvuna reikna út nýtinguna þannig að sem minnst skerist frá og fari til spillis. Slíkan búnað tökum við fljót- lega í notkun. Reyndar eru forrit okkar mjög sérhæfð þar sem nánast hver rúða á Islandi hefur sín eigin mál, andstætt því sem gerist erlendis þar sem meira er um samræmingu í hönnun húseininga vegna fjöldafram- leiðslu." „Framleiðslan tengd götuheitnkerfi" Hjá Glerborg er framleiðslukerfið tölvuvætt, ennfremur viðskipta- manna- og innheimtukerfi og vinna nú 6 starfsmenn á skrifstofunni við tölvuskjáina: „Allar götur frá árinu 1972 hefur hver rúða sem fyrirtækið hefur framleitt verið skráð í götu- heitakerfi. System/36 gerir það einnig kleift að sameina í einu kerfi fjárhagsbókhald, viðskiptamanna- bókhald, sölu og afgreiðslukerfi ásamt framleiðslukerfi." Skúli Váltýsson hjá Glerborg Glerframleiðsla í íslensk hús er mjög sérhæfð enda er ótrúleg fjölbreytni í gluggastærðum hérlendis. „Með samstarfinu við IBM getum við nú þjónað viðskiptavinum okkar með sérstakri götu- skrá, þannig að ef þeir verða fyrir því óláni að rúða brotnar má finna réttu stærðina og framleiða nýja rúðu með því einu að spyrja tölvuna,“ segir Skúli Valtýsson hjá Glerborg. „Sórsaukalaus tölvuskipti" „Skipting úr System/34 í System/36 var alveg sársaukalaus en ég man að tölvuvæðingin var mikið mál hjá okkur í upphafi enda tók undirbúningurinn heilt ár.“ Skúli segir að staðgreiðslukerfi skatta hafi orðið þess valdandi að fyrirtækið fékk sér stærri tölvu: „Fyrst bárum við saman IBM og margar aðrar tegundir. Ástæðan fyrir því að við völdum IBM var í fyrsta lagi öryggið. Við tryggðum okkur öryggi í viðhaldi, því að IBM er fyrirtæki sem verður örugglega hér til frambúðar. Þá töldum við IBM tölvuna miklu öflugri og hæfari til að gegna sérsviði okkar en aðrar tölvur" segir Skúli Valtýsson hjá Glerborg. Hjá Glerborg í Hafnarfirði starfa 25 manns, þar af 8 á skrifstofu. Tölvan er hin nýja litla S/36 5363. Hugbúnaður hefur að mestu verið unninn hjá Forritun sf. ARGUS/SlA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.