Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1988, Blaðsíða 14
14
MÁNUDAGUR 25. APRÍL 1988.
Frjálst.óháÖ dagblaö
Samkeppnishömlur og
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022
Setning, umbrot. mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 700 kr.
Verð í lausasölu virka daga 65 kr. - Helgarblað 80 kr.
Forstjóralaun hjá SÍS
Launakjör Guðjóns B. Ólafssonar, núverandi for-
stjóra Sambands íslenskra samvinnufélaga, eru aftur
komin í sviðsljósið. Guðjón yar um nokkurra ára skeið
forstjóri hjá dótturfyritæki SÍS, Iceland Seafood í Banda-
ríkjunum, og í síðasta mánuði komst í hámæli ágrein-
ingur í æðstu stjórn þess fyrirtækis vegna launakjara
Guðjóns. Þá var deilt um greiðslur sem nema um tutt-
ugu milljónum króna sem oftaldar höfðu verið að mati
nokkurra ráðamanna SÍS. Stjórnendur SÍS og Iceland
Seafood þögguðu máhð niður, enda orðstír Sambandsins
í hættu og ekki gott til afspurnar að Sambandið viti
ekki hversu margar milljónir forstjórarnir hafi í laun
meðan starfsfólki SÍS er neitað um launahækkanir.
Nú hafa birst nýjar upplýsingar um launakjör Guð-
jóns. Ekki frá Sambandinu heldur frá huldumönnum
sem greinilega telja að þær eigi erindi til almennings.
Upplýsingarnar eru beint úr skýrslu endurskoðanda SÍS
og verða ekki dregnar í efa.
Samkvæmt skýrslu endurskoðandans hafa tekjur
Guðjóns B. Ólafssonar meðan hann starfaði hjá Iceland
Seafood numið rúmlega níutíu milljónum króna á nú-
verandi gengi en verið mun meiri ef miðað er við styrk
dollarans á fyrstu árum Guðjóns vestra. Meðalárslaun
hans hafa því verið fimmtán milljónir, eða ein og hálf
milljón á mánuði. Geri aðrir betur. Fyrir utan fost laun
hefur Guðjón notið bónusa og þar að auki hefur forstjór-
inn fengið fyrirtækið til að greiða ýmsan persónulegan
kostnað fyrir sig og heimili sitt. Má þar nefna viðgerðir
á íbúðarhúsi, bílakostnað og árleg bílakaup, skólakostn-
að barna og fleira í þeim dúr. Þessi útgjöld hafa verið
færð sem launakostnaður og síðan hefur Iceland Sea-
food greitt skatta af þessum útgjöldum og um það mun
ágreiningurinn aðallega snúast, hvort þær skattgreiðsl-
ur séu viðurkenndar af stjórn fyrirtækisins og Sam-
bandsins.
Ferðakostnaður forstjórans hefur verið mikill allan
tímann og færður á útgjaldaliði Iceland Seafood, auk
þess sem Guðjón hefur haft fastar mánaðartekjur héðan
að heiman, vegna fyrri starfa sinna hjá SÍS, löngu eftir
að hann var tekinn við nýju starfi ytra.
Þetta er auðvitað fróðlegt til aflestrar fyrir íslendinga
sem ekki eru vanir svo ríkmannlegum launum. Nefnt
er að Guðjón hafi starfað í Bandaríkjunum og fengið
laun í samræmi við sambærileg störf vestra. Samband
íslenskra samvinnufélaga gerir það að sjálfsögðu upp
við sína eigin samvisku hvort sá samanburður sé afsak-
anlegur en að minnsta kosti er víst að þegar nýr forstjóri
var ráðinn í stað Guðjóns þótti ekki ástæða til að miða
við þann standard og mun Eysteinn Helgason ekki einu
hafa verið hálfdrættingur á við fyrirrennara sinn.
Guðjón B. Ólafsson verður ekki sakaður um misferli
eða óheiðarleika. Upplýsingarnar um launakjör hans
bera vott um flottræfilshátt og dæmalausan rausnar-
skap Sambands íslenskra samvinnufélaga. Sá rausnar-
skapur vekur hins vegar athygli hér á landi miðað við
þann barlóm sem kveður við úr herbúðum SÍS-manna
í hvert skipti sem óbreyttir starfsmenn standa í kjara-
baráttu.
Aðalspurningin, sem eftir situr, er í rauninni þessi:
Hvernig fór Guðjón B. Ólafsson að því að eyða þessum
launum sínum? Og hvernig hefur maðurinn efni á því
að lifa og starfa hér heima á þeim smáaurum sem hann
hefur sem forstjóri SÍS? Eða samdi hann um óbreytt
kjör?
Ellert B. Schram
stjómarskrá Islands
Lög um verölag, samkeppnis-
hömlur og óréttmæta viöskipta-
hætti eru nú orðin 10 ára gömul.
Lögin hafa tvímælalaust komið aö
góðu gagni en markmið þeirra er
að vinna að hagkvæmri nýtingu
framleiðsluþátta þjóðfélagsins og
sanngjamri skiptingu þjóðartekna
með því að:
a. Vinna gegn ósanngjömu verði
og viðskiptaháttum
b. Vinna gegn óréttmætum við-
skipta- og samkeppnisháttum, svo
og samkeppnishömlum sem hafa í
för með sér skaölegar afleiðingar
fyrir neytendur, atvinnurekendur
eða þjóðfélagið í heild.
Grunntónn þessarar löggjafar er
atvinnu- og verðmyndunarfrelsi en
þá mega ekki samkeppnishindran-
ir ríkja og upplýsingastreymi milli
allra skiptir meginmáh. Verðkann-
anir og upplýsingamiðlun til
almennings er afsprengi þessara
laga en opinberar verðákvarðanir
eða verðstöðvanir eru á undahaldi.
Það má segja að þessi lög séu á viss-
an hátt gluggi íslands inn í framtíð-
ina og um leið tengiliður landsins
við önnur lönd að því er atvinnu-
hætti og viðskiptamál varðar.
Galli er á gjöf Njarðar
Umrædd lög ná til hvers konar
atvinnustarfsemi, hvort sem hún
er rekin af einstaklingum, félögum
eða opinberum aöilum. En lögin
ná ekki til launa og starfskjara fyr-
ir vinnu í annarra þjónustu né til
húsaleigu. En svo kemur það
versta. Lögin ná ekki til verðlagn-
ingar sem ákveðin er með sérstök-
um lögum. Vissulega verður að
ákveða verðlagningu á sumum at-
riðum með opinberum hætti. Nefna
má gjald fyrir læknisþjónustu,
ýmis tryggingagjöld og eldsneytis-
verð meðan viðskiptum er komið
fyrir með sérstökum leyfum ,svo
dæmi séu nefnd. En verðlagning á
búvörum samkvæmt búvörulög-
gjöfmni er algjör tímaskekkja og í
raun mjög skaðleg fyrir íslenskt
atvinnulíf. Verðlagsstofnun og
Verðlagsráö eiga að sjá til þess að
verðlagslögin séu virt. En því mið-
ur kemst Verðlagsstofnun aðeins
yfir brot af sínum verkefnum og
almenningur er ekki enn farinn að
átta sig nægilega vel á því að opin-
ber forsjá með verðlagningu er að
mestu liðin tíð. Alls konar samráð
er stundað um verö á vörum og
þjónustu og Verðlagsstofnun veit
af því en aðhefst stundum lítið. En
málin stefna í rétta átt sem betur
fer.
Stjórnarskrá, til hvers?
I 69. grein stjómarskrárinnar
stendur: „Engin bönd má leggja á
atvinnufelsi manna, nema almenn-
ingsheill kreíji, enda þarf lagaboð
til.“ - Krefst almannaheill þess að
íslendingum sé nú meinaður að-
gangur að framleiðslu eggja eða
kjúklinga? Hver trúir því? Það er
búið að loka framleiðslunni og það
er gert með reglugerð! Kartöflu-
bændur eru að gæla við sömu
hugsun í skjóli landbúnaðarráð-
herra. í raun á hið sama við um
kindakjöts- og mjólkurframleiðslu.
Reglur um innflutning á grænmeti,
KjaUarinn
Jónas Bjarnason
formaður Landsmálafélagsins
Varðar
sveppum og blómum fela í sér vissa
kvótaskiptingu sem unnt er að
grípa til hvenær sem er. Þetta er
gert með einhvers konar tilkynn-
ingu frá landbúnaðarráðherra. Og
hvað um sjávarútveginn? Menn
geta e.t.v. fallist á það að almenn-
ingsheill krefjist þess að fiskstofnar
séu vemdaðir gegn hruni en þá
vemdun er hægt að tryggja á ann-
an hátt en þann að tilteknum
aðilum einum sé fenginn veiðirétt-
ur.
- Og hvað með eignarréttar-
ákvæði stjómarskrárinnar? 67.
grein stjómarskrárinnar segir:
„Eignarrétturinn er friðhelgur.
Engan má skylda til að láta af hendi
eign sína, nema almenningsþörf
krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli
og komi fullt verö fyrir.“ - Með
reglugerðum er nú úthlutaö svo-
kölluðum fullvirðisrétti til bújarða
sem byggist á framleiðslu búanna
tiltekin ár. Ef bændur vora þá að
byggja gripahús eða framleiddu lít-
ið af öðrum sökum er jörð þeirra
og lífsstarf verðlaust, samkvæmt
ákvörðun blekbænda á melun-
um.
Pálmi Jónsson, fyrrverandi land-
búnaðarráðherra, fékk á sig dóm
fyrir meðferð sína á kjarnfóður-
skatti, en 40. grein stjómarskrár-
innar segir svo að skatta megi
aðeins setja á með lögum. Jón
Steinar Gunnlaugsson hrl. hefur
ritað heila bók um dómsvaldið í
landinu og hollustu þess (eða und-
irlægjuhátt) við framkvæmdavald-
ið hverju sinni.
Hvaða leikreglur gilda í
þessu landi?
Stór hluti af verðbólgu á íslandi
stafar af herkostnaði og vopna-
skaki þegnanna innbyrðis sem eru
ekki sammála um þær leikreglur
sem gilda skulu í þessu landi. Það
er líka helv... hart að setjast til
borðs og ætla að fara að spila bridge
og þá segir einn í hópnum: „Viö
spilum póker hér“ eða „viö spilum
framsóknarvist hér“ og sá sem
heimtar það hefur fjórum sinnum
meiri atkvæðisrétt en hinir. Aðrir
mögla eitthvað við borðiö en þeim
er þá bara sagt að framsóknarvist
skuli spiluð vegna byggðastefn-
unnar eða aumingja SÍS.
Það skiptir verulegu máh að
verðlagslöggjöfm gildi hér á landi
á öllum sviðum nema þeim sem
sérstaklega eru undanskilin eins
og áður hefur verið minnst á. Úti-
lokað er að setja verðmyndun í
atvinnumálum undir sérlög.
Löggjöf um hringamyndun
og einokun
Landsmálafélagið Vörður hélt
nýlega ágæta ráðstefnu um það efni
en í stjómarsáttmála stendur að
löggjöf um það efni skuh endur-
skoðuð. Þess vegna skiptir nú
meginmáh að þrýst sé á stjómar-
flokkana um efndir. Á áðumefndri
ráðstefnu vom kynnt drög að laga-
frumvarpi sem Vilhjálmur Egils-
son, framkvæmdastjóri Verslunar-
ráðs íslands, og Jóhannes
Sigurðsson lögfræðingur hafa sam-
iö ásamt öðrum. Augljóslega er
víða um hringamyndun og einokun
að ræða í þessu landi. Sambandið
hefur margs konar einokunarað-
stöðu stafnanna á milh, þ.e. lóðrétt
frá framleiðslu hráefna yfir
vinnslu, sölu og síðan einnig sölu
á aðdráttum og nauðsynjavörum.
Með því að skipta Sambandinu upp
í sjáifstæðar einingar, sem gera
verður upp eins og venjuleg fyrir-
tæki, er því í raun greiði gerður.
Þá er ekki hægt að nota kaffibauna-
gróðabrall á einum staðnum til
þess að kaupa fiskveiðikvóta á öör-
um stað til að öðlast óeðhlegt vald
í íslensku atvinnulífi í skjóh ein-
hverra félagslegra markmiða sem
eru löngu úrelt.
Hvaö hangir á
spýtunni?
Dagblaðið Tíminn segir að löggjöf
um hringamyndun og einokun sé
póhtísk aðför aö SÍS. Ég fuhyrði
það aö sjálfstæðismenn flestir fagni
því að SÍS fari að starfa á grund-
velli venjulegra viðskiptasjónar-
miða og ahir sanngjamir menn
viðurkenna að ýmiss konar at-
vinnurekstur á að eiga sér stað og
öldungis er óvíst í mörgum tílvik-
um hvaða rekstrarform sé best. En
hinar „uppsöfnuöu samkeppnis-
hindranir", sem felast í Samband-
inu, eiga ömgglega stóran þátt í
stórkostlegri ofíjárfestingu í fisk-
vinnslu og útgerð, sláturhúsum og
mjólkuriðnaði, auk kaupfélags-
verslunarinnar. Samsteypan hefur
auk þess hindrað sveigjanleika og
nauðsynlegar breytingar á at-
vinnuháttum á landsbyggðinni og
hugsanlega átt drjúgan þátt í því
að svokölluð „smábyggðastefna“
hefur verið rekin og mjög fáir líf-
vænlegir byggðakjarnar hafa
myndast á íslandi sem geta veitt
höfuðborgarsvæðinu • eitthvert
mótvægi. Auövitað hafa aðrir stað-
ið að offjárfestingum einnig og
rangfjárfestingum en hinar „upp-
söfnuðu samkeppnishindranir' ‘
Sambandsins eiga örugglega mik-
inn þátt í þjóðarskuldum landsins
og gífurlegri óhagkvæmni í at-
vinnurekstri.
Jónas Bjarnason
„Verðlagning á búvörum samkvæmt búvörulöggjöfinni er algjör tíma-
skekkja og skaðleg fyrir íslenskt atvinnulif," segir greinarhöf. m.a.
„Stór hluti af verðbólgu á Islandi stafar
af herkostnaði og vopnaskaki þegn-
anna innbyrðis sem eru ekki sammála
um þær leikreglur sem gilda skuli í
þessu landi.“