Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1988, Blaðsíða 16
16
Spumingin
MÁNUDAGUR 25. APRÍL 1988.
Telur þú að verkfall versl-
unarmanna verði lang-
vinnt?
Birgir Bjarnason: Það held ég, á meö-
an verslunarmenn gera hærri kröfur
en önnur félög fara fram á.
Katrin Sverrisdóttir: Ég er hrædd um
það.
Gunnar Rúnarsson: Ég hef ekki hug-
mynd um það, má ekki alveg eins
búast við því?
Rannveig Þórisdóttir: Ég gæti trúað
að það stæði rúma viku.
Bjarni Ólafur Ólafsson: Nei, það
verður svo mikið um verkfallsbrot
að verkfalliö verður aldrei nógu
öflugt.
Erla Björgvinsdóttir: Ég veit það
ekki.
Lesendur
Um samningamál V.R. og annars launafólks:
Hvers vegna mán-
aðargreiðslur?
Fyrstu daga mánaðar er mikil örtröð i bönkum vegna launagreiðslna og
afborgana. - Bréfritari telur að viðskipti muni verða jafnari með tíðari launa-
greiðslum.
Einar Guðjónsson skrifar:
Enn einu sinni er verkfall yfirvof-
andi, hvort sem af því verður eða
ekki. Ekki erum við verslunarmenn
othaldnir í launum, en ekki verða
launatekjumar drýgri eftir að við
höfum verið í verkfalli, án launa,
þótt ekki verði nema nokkra daga.
Ég hefi oft minnst á það við for-
svarsmenn hjá V.R. og reyndar fleiri
stéttarfélögum, hvers vegna því hafi
ekki verið komið inn í kjarasamn-
inga, að þeir sem nú falla undir þau
úreltu ákvæði að fá laun sín greidd
einu sinni í mánuði, fái laun greidd
viku- eða hálfsmánaðarlega. Þetta er
algengasta fyrirkomulagið í flestum
löndum. Svarið hefur nú ekki verið
burðugt. Helst tínt til að það geti
reynst vinnuveitendum svo „erfitt í
framkvæmd"!
Ekki er það erfiðara í framkvæmd
en svo að í dag eru flest fyrirtæki
með tvenns konar launagreiðslu-
kerfi í gangi, annars vegar fyrir
vikulaunamenn (verkamenn og
handverksmenn ýmsa) og svo þá sem
teljast mánaðarlaunamenn. Ef þetta
yrði sameinað, yrði aðeins um eitt
kerfi að ræða. Þetta tók fyrirtækið
Hekla hf. upp fyrir einu eöa tveimur
árum og greiða nú laun hálfsmánað-
arlega, til hagsbóta fyrir báða aðila,
fyrirtækið og starfsfólkið.
Með þessu kerfi yrði um mun
minni fjárhæðir að ræða til útborg-
unar hverju sinni fyrir fyrirtækin en
nú er, ef greitt yrði út hálfsmánaöar-
lega. Þeir aðilar sem nú fá t.d.
vikulaun eða hálfsmánaðarlaun
greidd myndu ekki vilja hverfa til
mánaðarlegra launagreiðslna, svo
mikið er víst.
Þetta fyrirkomulag, að hafa tíðari
launagreiðslur, yrði líka þjóðhags-
lega hagkvæmt, jafna dreifmgu í
verslun og viðskiptum, sem nú fara
að mestu fram einungis fyrstu 2-3
daga hvers mánaðar, þegar allt er á
fullu, t.d. í bönkum og fyrirtækjum,
og flestir hópast til að ganga frá sín-
um reikningum og hvers kyns
afborgunum, allt þessa fyrstu daga
mánaðarins og síðan liggja flest við-
skipti niðri þess á milli.
En það er ekki bara á einu sviði,
sem tíðari launagreiðslur eru hag-
kvæmar báðum aðilum, launamönn-
um og vinnuveitendum. Þetta getur
líka verið leiö til spamaðar hjá
launafólki, þótt ekki virðist svo við
fyrstu sýn. Margir sem þó hafa ekki
ýkjahá laun myndu reyna að spara
eða treyna sér launin, láta þau end-
ast þar til kemur að næstu útborgun
og geta lagt lítilræði fyrir. í dag er
þetta naumast hægt, fólk er víða
búið að taka út laun fyrirfram eða
ráðstafa þeim, þegar kemur að út-
borgunardegi um eða eftir mánaðar-
mót.
Hvemig sem á þetta er litið er hag-
kvæmara að laun séu greidd út oftar
en nú er, ekki endilega vikulega, en
þá a.m.k. hálfsmánaðarlega. Gaman
væri að fá viðbrögð launþega (mán-
aðarkaupsfólks) við þessu, úr því
hvorki verkalýðsforystan eða aðrir,
t.d. alþingismenn, hafa sinnt þessu
hagsmunamáli sem fellur saman hjá
launþegum og vinnuveitendum.
Eriend endurskipulagning íslenskra fýrirtækja:
Hvar eru sérfræðingamir okkar?
Þóröur Guðmundsson hringdi:
Það fer nú eins og eldur í sinu um
þjóðfélagiö að láta endurskipuleggja
íslensk fyrirtæki. Mörg helstu fyrir-
tækin hafa nú þegar verið undir
smásjánni hjá erlendum ráðgjafar-
fyrirtækjum og það helsta sem
kemur út úr þessum könnunum er
að íslensku fyrirtækin em annað-
hvort með vaxtarbólgu eða þau eru
talin þjást af stjómunarskorti.
Ég veit ekki betur en flest þessi
fyrirtæki státi af nýútskrifuöum eða
gamalreyndum „fræðingum“ á sviði
viðskipta, hagfræði, stjómunarfræði
eða markaðsfræði. Hvað hafa þessir
menn gert fyrirtækjunum? Hafa þeir
ekki ráðið þeim heilt? Eða er þetta
bara ein tískualdan sem ríður yfir
þjóðfélag okkar og ekkert mark er
takandi á, nema sumarlangt, rétt
eins og fatatískunni sem dvelur jafn-
lengi?
í alvöru talað hlýtur eitthvað mikið
að vera að hjá fyrii-tækjum sem ráð-
ast í það að greiða erlendum stórfyr-
irtækjum á sviði bókhalds- og
markaðsráðgjafar stórfé í erlendum
gjaldeyri til að segja sér hvað við-
komandi fyrirtæki, íslenskt, á að
gera. Eöa miklu fremur að þau
spyiji: Hvar stöndum við?
Og nú heyrir maður að sjálft ríkið
sé farið að bera víumar í eitt þessara
erlendu fyrirtækja sem hefur verið
umsvifamikið í könnunum sínum
hérlendis. Ber þar hæst athugun á
gengismálum og úttekt á ríkisbú-
skapnum í heild. Ég spyr enn og
aftur: Hvar era íslensku sérfræðing-
amir?
A löggan
Páll skrifar:
Er það ekki hálfhj ákátlegt af lög-
reglunni að liggja í leyni, t.d. við
gatnamót með umferðarljósum og
bíöa þar til aö góma menn fyrir að
fara yfir á rauðu, 1 staðinn fyrir að
koma í veg fyrir að menn geri slíkt,
t.d. meö því að vera ekkert að fela
sig og vera þannig til vamar því aö
menn bijóti af sér?
Annað atriöi sem margoft hefur
verið rætt, t.d. í lesendadálkum blaða
og víðar og lögregluyfirvöld mættu
nú athuga, og það er stilling um-
feröarljósa, en eins og allir ökumenn
vita er henni mjög ábótavant víða í
borginni. Einkum er samræmingin í
megnasta óstandi.
Löggæslustarf á að vera fólgið 1 því
m.a. að hjálpa samborgurunum til
þess að bijóta ekki lög og væri það
veröugt starf að athuga nú vel þessi
mál í heild, í stað þess, eins og nú
er, að viökomandi forsvarsmenn ein-
beiti sér að málum, sem einna helst
má flokka undir „bófahasar".
að liggja í leyni?
Bréfritari vlll aö löggæslumenn séu ávallt sýnilegir og komi þannig í veg
fyrir aö menn brjóti af sér.
Kjartan Ólason skrífar:
Núverandi og fyrrverandi
menntamálaráðherra og formað-
ur útvarpsráðs hafa á mjög
siðlausan hátt ráðist að Ríkisút-
varpi og -sjónvarpi og rás 2, og
hefur starfsliðið orðið að þola
ýmislegt sem það á ekki skilið. -
Til dæmis árásir á Ingva Hrafli,
fréttastjóra sjónvarps, árásir á
rás 2, og nú síðast árásir á frétta-
stofu Rikisútvarpsins, vegna
fréttar sem höfð var eftir frétta-
ritara í Osló.
Er starfsmönnum var Ijóst að
fréttin var röng (frétt um sam-
band Stefáns Jóhanns við erlenda
aðila) báðust þeir afsökunar. Ég
man vel eftir þessu og taldi málið
úr söguniú. En svo var ekki. Allt
var notað til að sverta starfslið
útvarps og sjónvarps. Það er
óeölilegt hvemig þetta fljáls-
hyggjulið lætur.
Rás 2 hefur létt og gott efiii. Rás
1 er með mjög vandað efni. Sjó-
varpið okkar er mjög gott og
fréttir frábærar. Samt vill þetta
siðlausa fólk sejja rás 2, þótt hún
standi undir sér, - og til þess eins
að styrkja aörar stöðvar.
Ég vil lýsa stuðningi mínum viö
starfsliö Ríkisútvarps og sjón-
varps og rásar 2, um leiö og ég
fordæmi ofstæki og siðleysi
ftjálshyggjufólksins. Vonandi
verður þetta þeim sjálfum til
smánar. - Kær kveðja.
SÁÁ-
(■ -
ffuingo
Vilhjálmur Pétursson hringdi:
Það fer óskaplega í taugarnar á
mér, þetta SÁÁ-bingó. Þetta er í
raun og vem ekki bingó heldur
happdrætti.
Eg skora á forráöamenn SÁÁ
og Stöðvar 2 aö láta þennan þátt
standa undir nafni þar sem þetta
er og á að heíta „happdrættí“.
Anna Bjarkan skrifar:
Klukkan er 10 að morgni hinn
22. apríl, Ég sit heíma hjá raér því
ég er verslunarkona og í dag er
verkfall. Það hefði ekki koraiö til
verkfalls ef þeir sem standa í
samningum heföu tekiö borgar-
stjórnina til fyrirmyndar. - Bara
búin aö kaupa „gæsina", áður en
búið var að samþykkja ráðhús-
bygginguna!
Er raunverulega ekki hægt að
spara í einhveiju, svo hsegt sé að
borga fólkinu, sem vinnur í stór-
mörkuöum, betra kaup? Mér
dettur i hug, t.d. þar sem ég vinn,
löggæslan.
Pyrst eftír að Kringlan var opn-
uð var ekki hægt að þverfóta fýrir
gæslumönnum. Meira aö segja á
kafflstofunni okkar. Ég hafði á
tílfinningunni að maöur væri
orðinn stórþjófur. En þegar ég sá
tvo alvörulögregluþjóna í kaffi-
stofunni okkar, hugsaði ég með
mér; hvað er að ske, em allir að
verða vitlausir!?