Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1988, Blaðsíða 18
18
MÁNUDAGUR 25. APRÍL 1988.
V Til sölu
Link-belt 20 tonna bílkrani,
árg. '75. Ný yfirfarinn.
I FÉLAGSMÁLASTOFNUN
REYKJAVÍKURBORGAR
STARFSMAÐUR
Laus er staða starfsmanns við fjölskylduheimili fyrir
unglinga. Um er að ræða vaktavinnu á sambýli fyrir
5-6 unglinga.
Menntun og/eða reynsla á sviði uppeldismála æski-
leg.
Umsóknum sé skilað til Starfsmannahalds Reykjavík-
urborgar, Pósthússtræti 9, á umsóknareyðublöðum
sem þar fást.
Nánari upplýsingar í síma 681836 eftir kl. 16.00.
Umsóknarfrestur er til 9. maí nk.
Cation
FC-3 FC-5
Lækkuðu
Cation
FC-3 FC- 5
Viðhaldsfríar
vélar
Ljósritar
í 5 litum
Fyrir minni
fyrirtæki
og deildir
stærri
fyrirtækja
um 40%
um áramót
Við hækkuðum
ekki vélarnar
við 6%
gengisfellinguna
•
FC-3
FC-5
Catioit
gæði
canon
þjónusta
Lægsta verð
Viðhalds-
fríar
vélar
Menníng___________________________dv
„Lygarinn“ á afmælinu
Hefð Þjóðleikhússins frá stofnun
þess árið 1950 er að halda afmæli
sitt hátíðlegt á sumardaginn fyrsta.
Þjóðleikhúsið átti því 38 ára af-
mæli þann 21. apríl sl. og í tilefni
af því var frumsýnt leikritið „Lyg-
arann“ (D Bugiardo) eftir Carlo
Goldoni. ítalski leikstjórinn Gio-
vanni Pampiglione leikstýrði
verkinu og hefur jafnframt þjálfað
leikarana í tækni og túlkun í anda
commedia deU’arte. Commedia
dell’arte byggði að miklu leyti á
leikspuna sem er ævafornt leikhst-
arform. Leikarar, sem voru at-
vinnumenn, sérhæfðu sig í að túlka
hefðbundnar persónur er báru
nöfnin Arlecchino, PulcineUa, Pan-
talone, Colombina, Isabella o.s.frv.
og höföu fastmótuð skapgerðarein-
kenni. Önnur einkenni stílsins
voru látbragð, grímur, dans, hreyfi-
og tónlist. Blómaskeið commedia
deD’arte var á Ítalíu frá því um
miðja sextándu öld og fram á miðja
átjándu öld en þróaðist um leið víða
um lönd og ér talið eiga rætur að
rekja til Fom-Grikkja en hefur ef
til vill verið tD frá örófi alda.
Commedia dell'arte var leikhús al-
þýöunnar og vörn hennar í barátt-
unni við kirkjuveldið. Goldoni,
Moliére, Shakespeare og ótal Deiri
leikritaskáld og listamenn tileink-
uðu sér þennan leikstíl og áhrifa
frá honum gætir ennþá víða í leik-
Ust og kvikmyndum.
Skollaleikur
Leikararnir Arnar Jónsson og
Helga Jónsdóttir létu eftirfarandi í
té um æfingar og uppfærslu verks-
ins.
Helga: „Með hverju verkefni lær-
ir maður eitthvaö nýtt og núna
sérstaklega hvað grímur varðar.
Gríman gerir það að verkum að þú
getur ekki notað venjuleg svip-
brigði andlitsins, allt látæði verður
að vera skýrt. Og grímuleikari
verður fyrst og fremst að vera
skemmtilegur. Gríman er dauöur
hiutur í sjálfu sér og það er leikar-
ans að gæða hana lífi. Um leið og
þú lítur undan þá er gríman dauð.
Ahorfandanum má aldrei gleyma.
Þú verður að miða leik og viðbrögð
við hann og skipta þér örugglega
og nákvæmlega á mhh áhorfenda
og meðleikara.”
Leikhúsviðtálið
Guðbjörg Guðmundsdóttir
Var nauðsynlegt að fá ítala til
þess að leikstýra?
Amar: „Það hefur oft brugðið til
beggja vona með útlendinga sem
koma- hingað að leikstýra en ég
held að Giovanni hafi komið á rétt-
um tíma, samvinnan við hann
hefur verið mjög góður skóh fyrir
okkur leikarana. Það er frábær
sending að fá þaulreyndan leik-
stjóra til þess að vinna að þessari
uppfærslu í anda commedia dell’-
arte.
Hönnuðurinn, Santi Migeco sem
einnig er ítali er greinhega mjög
snjall, hann bjó til grímurnar og
búningarnir virðast faha vel að
verkinu bæði í lit og formi. Það er
mjög bjart yfir sýningunni, sagöi
Arnar. Helga hélt áfram:
„Ég held að Destir séu mjög á-
nægðir með þetta framtak og það
væri gaman ef það yrði á þessu
áframhald, enginn verður meistari
af einni uppfærslu. Við þyrftum að
þróa þetta form.
Spegill áhorfenda
Hverjir eru helstu galdrar grím-
unnar?
Helga: „í rauninni eru áhorfend-
ur spegih. Þú mátt aldrei gleyma
þeim og verður ahtaf að athuga
hvort sambandið sé ekki í lagi eins
og þegar litið er í spegil og sagt: „Er
ekki allt í lagi með mig?“ Gríman
er dauð um leið og þú lítur frá
áhorfendum, þá er hún ekki lengur
til. Þetta er algilt í leikhúsi en
„tæmingin” þarf aö vera svo miklu
nákvæmari með þessu formi.“
Arnar: „Það er út af fyrir sig ekki
hægt að lýsa því beinlínis hvað
gerist við það að þú setur upp
grímu, stundum gerist ekki neitt,
þú kemst ekki í samband við grím-
una. Þá kann að vera að gríman
sé ekki rétt búin til eða að viökom-
andi hafi ekki náö að komast nógu
nálægt þeirri persónu sem gríman
kallar á og þannig getur myndast
togstreita. Það er ekki fyrr en þetta
samband leikarans við grímuna
kemst á að eitthvað fer að gerast.
Það er ööruvísi þróun heldur en í
venjulegu leikhúsi því að þú byrjar
utan frá og vinnur þig inn í persón-
una. í stað þess að byrja að velta
fyrir sér andlegu lífi persónunnar
og reyna að komast inn í kjarna
hennar og vinna þar út frá tilfmn-
ingu og innsæi. Nú steðjar mörg
hætta að leikhúsunum, m.a. sú aö
þau glati uppruna og sérkennum
sínum sem er einhvers konar gald-
ur, einhves konar blekking. Það er
erfitt að höndla hana en hún er til
staðar og maöur Dnnur með þess-
ari vinnu að maður nálgast galdur-
inn.
Gefum grímunni gaum
Helga: „Þetta er ekki ólíkt brúðu-
leikhúsinu. Það er oft auðveldara
fyrir börn og unglinga að tjá sig eða
taka við skilaboðum frá einhverj-
um sem eru ekki pábbi, mamma
eða leikari, heldur önnur persóna.
Shkt getur leyst úr læðingi einhver
ÖD sem kannski eru heft af því að
við höfum ekki grímuna, brúðuna
eða annað sem tekur að sér það
hlutverk að leysa hömlur úr læð-
ingi.“
Arnar: „Ég er viss um að ef við
náum valdi á tækni og stíl comme-
dia dell’arte þá verðum við miklu
hæfari sem leikhúsfólk til að takast
á við önnur stílbrögð. Leikhúsið á
í vök aö verjast gegn skemmtana-
iönaðinum og má ekki gleyma
uppruna sínum. Það á að gera eins
mikið og hægt er til þess aö virkja
ímyndunaraD áhorfandans. Sjón-
varp og kvikmyndir eru miðlar þar
sem raunveruleikinn er mjög
sterkur og þar rúmast lítið ímynd-
unaraD. Það getur ekkert komið í
staðinn fyrir leikhús og þau nánu
tengsl sem myndast á mhli áhorf-
andans og leikarans.
Öll lister til heiðurs
listinni að lifa
Um „Lygarann" sagði leikstjór-
inn Giovanni:
„Ég held aö Goldoni sé aö lýsa
sjálfum sér í þessu verki, lista-
manninum og stjórnleysingjanum.
Listamenn eru mjög einmana. List-
in er blekking, lygi. Tungumál
hstarinnar er hættulegt, grímu-
klætt tungumál. En ég trúi á mátt
listarinnar, ég trúi á leikhús.
Guðbjörg Guðmundsdóttir
V—
Loðnan hefur gefið drjúgan
skilding í þjóðarbúið undanfarin
árog loðnusjómennirnireru
einnig taldir vera loðnir um lóf-
ana í vertíðarlok hafi þeir verið
heppnirmeð bát. En hvernig er
mannlífið á loðnunni? Er þetta
strit eða letilíf? Verða sjómenn-
irnir jafnríkir af loðnunni og
sumir telja? Er fjör þegar 680
tonn eru á síðunni?
Um þetta er fjallað í máli og
myndum í Lífsstíl á morgun.
Golf er að verða afar vinsæl íþrótt hér á landi.
Golfklúbbarnireru orðnir lokaðirvegna þess
að þeir geta ekki annað fleiri félögum og leitað
er að svæðum undir nýja golfvelli.
Þeir sem eru illa haldnir af golfdellunni láta
ekki frost og rok aftra sér frá því að sinna sínu
áhugamáli. í Lífsstíl á morgun er rætt við
nokkra golfgeggjara sem voru að lemja kúlur
sínar í norðaustanstinningskalda og frosti við
Korpúlfsstaði. Þá ereinnig rættvið íslenskan
kylfing sem gerði tilraun til að slá kúlu yfir Kín-
amúrinn,fyrsturmanna.
Lesið allt um golf í Lífsstíl á morgun.