Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1988, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1988, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 25. APRÍL 1988. 41 Lífestffl Gaukur Jörundsson, umboðsmaður Alþingis: Aðeins verður tekið við - • skriflegum kvörtunum „Athugun á heppilegu húsnæöi er í fullum gangi núna en ekki hef- ur neitt húsnæði verið fest ennþá,“ sagði,dr. Gaukur Jörundsson, um- boðsmaður Alþingis. Enn hefur því ekki verið fest neitt húsnæði fyrir umboðsmanninn en hann tók við starfinu um síðustu áramót þó að starf hans geti ekki haflst fyrr en þingsályktun um störf og starfs- hætti hans hefur verið samþykkt. Reyndar hafa komið upp efa- semdir á Alþingi um þingsályktun- artillögu þá sem lögð hefur verið fram. Gagnrýnisraddir segja að embættið verði of þunglamalegt í vöfum og vitnað í reynslu Dana en þar hefur sams konar embætti þró- ast upp í 30 manna skrifstofu. Gaukur sagði að hann hefði kynnt sér þá starfsemi sem fer fram á Norðurlöndum af þessu tagi og væri greinilegt að svipuð grund- vallarhugmynd er alls staðar að baki. Ekki vOdi Gaukur samþykkja að hér væri bákn í uppsiglingu en sagði að tveir starfsmenn yrðu með honum. Tryggvi Gunnarsson lög- fræðingu, sem hefur aðstoðað Jónatan Þórmundsson í Hafskips- málinu, hefur verið ráðinn og þá verður einn skrifstofumaður. Fjár- veitingar til embættisins eru bundnar við fjárlög. Opið allt árið Skrifstofa umboðsmanns Alþing- is verður opin allt árið og er Gaukur reyndar þegar farinn að taka viö málaleitan fólks þó ekki sé farið að starfa við kærurnar. Sagði Gaukur að þeir sem þyrftu að koma kvörtunum á framfæri gætu komið á skrifstofuna en fyrst og fremst væri gert ráð fyrir því að skriflegar kvartanir væru lagð- ar fram. Þá er gert ráð fyrir að málsmeðferð verði skrifleg. Til umboðsmannsins getur hver sá leitað sem telur sig beittan rangsleitni af hálfu einhvers þess aðila sem hefur á hendi stjórn- sýslu. Til að kvartanir séu teknar til greina þarf að fullnægja eftirfar- andi atriðum, eða svo er gert ráð fyrir í tillögunni: 1. Aö kvörtunar- efnið sé á starfssviði umboðs- mannsins. 2. Að máli hafi verið skotið til æðsta stjórnvalds sem um máhð getur fjallað. 3. Að kvörtun sé borin upp við umboðsmann inn- an árs frá því að lokaákvörðun var tekin í málinu. Eins og áður segir er gert ráð fyr- ir að kvörtun sé skrifleg og þar skal greina nafn, heimilisfang og kennitölu þess 'sem kvartar. í kvörtuninni á að koma fram af hverju kvartað er og þau sönnun- argögn sem fyrir hendi eru. -SMJ Nýjung á markaði hérlendis: Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Þessum nýja hlífðarhanska hefur verið geysilega vel tekið þar sem við höfum kynnt hann, mun betur en ég átti von á,“ sagði Ármann Eiríksson hjá Olíufélaginu hf. sem flytur inn nýja danska „4H“ hanskann hingað til lands. Ármann hefur að undanförnu kynnt hanskann hér á landi ásamt Ole Evan, framkvæmdastjóra danska fyrirtækisins „Safety 4“, og hefur hanskinn vakið mikla athygli. „4H“ hanskinn hefur verið í fram- leiðslu og rannsóknum í 7 ár en rannsóknimar voru kostaðar af danska vinnuverndarsjóðnum og fyrirtækinu Börste hf. Um síðustu áramót var svo hanskinn tilbúinn til sölu. „4H“ hlíföarhanskinn er gerður úr sérstökum samlímdum plastefnum sem gera mögulegt að hafa hann næfurþunnan og þjálan og veita jafn- framt einstaka vörn gegn efnaáhrif- um. Hanskinn ver hendurnar fyrir áhrifum 90% allra lífrænna leysiefna í a.m.k. fjórar klukkustundir. Hansk- inn kemur sér sérstaklega vel fyrir þá sem vinna með efnablöndur, sem slík efni eru í, s.s. málningarvörur og litarefni, lím, hreinsiefni, olíuvör- ur og sýrur. Notkunargildið er þó enn víðtækara því jafnvel vírus kemst ekki í gegn um hanskann. Neytendur Allir hanskar, sem eiga að veija hendur starfsmanna gegn áhrifum vafasamra efna, verða gegnsýrðir af þeim um síðir. í sumum tilvikum gerist það eftir fáeinar mínútur. Hinn nýi „4H“ hanski hefur fengið nafn sem minnir á að hann endist a.m.k. íjórar klukkustundir gegn skæðustu efnasamböndum. Heitið er „4H“ sem er skammstöfun fyrir „4 hours". Framleiðandi hanskans annast daglega prófun á gæðum framleiðsl- unnar en auk þess hefur hanskinn verið prófaður og viðurkenndur fyrir sérstaka eiginleika sína af hlutlaus- um rannsóknaraðilum eins og Dantest í Danmörku og prófunarstöð sænska vinnueftirlitsins og sænska hersins. Danskur hlífðar- hanski með sér- staka eiginleika í samvinnu við Caravela's Tours kynríum við Portúgal. Algarve, Lissabon, Costa Brava og Madeira. Sól, sjór og skemmtun í ógleyman- legri náttúrufegurð. Portúgal er paradís fjölskyldufólks. Hafðu samband strax í dag. Portúgal: 2-3 vikur, áætlunar- flug um London. Óendanlegir f erðamöguleikar. FERDASKRIFSTOFAN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.