Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1988, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1988, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 25. APRlL 1988. Afmæli Gunnar Svemr Ragnars Gunnar Sverrir Ragnars, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, Eikar- lundi 26, Akureyri, er fimmtugur í dag. Gunnar fæddist á Siglufirði og varð stúdent frá MA 1959. Hann lauk viðskiptafræðiprófi frá HÍ 1964 óg var í framhaldsnámi í hag- ræðingu í Osló 1967. Gunnar var starfsmaður Póst- og símamála- stofnunarinnar 1964-66 og 1968. Hann var starfsmaður Slippstööv- arinnar hf. á Akureyri frá 1969 og forstjóri þar frá 1970. Gunnar var formaður fulltrúa- ráðs sjálfstæðisfélaganna á Akur- eyri 1975-78, varabæjarfuiltrúi á Akureyri 1978-82, bæjarfulltrúi frá 1982 og forseti bæjarstjórnar frá 1987. Gunnar hefur gegnt flölda ann- arra trúnaðarstarfa. Hann hefur verið í stjórn Félags dráttarbrauta og skipasmiðja frá 1970 og í stjórn Verslunarráðs íslands 1980-1985. Gunnar var í framkvæmdastjórn Vinnuveitendasambands íslands 1981-1984 og formaður stjórnar Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri 1980-86. Hann hefur verið í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins frá 1985 og formaöur menningarmála- ráðs Akureyrar frá 1986. Gunnar hefur verið í stjórn Eimskipafé- lagsins frá 1987 og í stjórn Lands- virkjunar frá 1987. Fyrri kona Gunnars var Hörn Harðardóttir kennari, f. 14. október 1938. Börn Gunnars og Hamar eru Ágústa, f. 29. nóvember 1960, gift Kristbimi Sigurðssyni verslunar- manni, og Ólafur Friðrik, f. 10. október 1963, tölvunarfræðinemi, kvæntur Guðrúnu Kristófersdótt- ur hjúkrunarfræðinema. Seinni kona Gunnars er Guðríð- ur Eiríksdóttir, f. 30. ágúst 1943, húsmæðrakennari. Guðríður er dóttir Eiríks Brynjólfssonar, ráðs- manns á Kristnesi, og konu hans, Kamillu Þorsteinsdóttur Börn Gunnars og Guðríðar eru Ragnar Friðrik, f. 22. mars 1975, Eiríkur Geir, f. 22. apríl 1979, og Gunnar Sverrir, f. 22. apríl 1979. Systkini Gunnars: Ragnar Frið- rik, f. 31. mars 1937, d. 29. mars 1958, læknanemi; Karl Ágúst, f. 27. febrúar 1941, vélaverkfræðingur og framkvæmdastjóri Jarðborana ríkisins, kvæntur Emelíu Jóns- dóttur og eiga þau þrjú börn; Guðrún, f. 5. maí 1953, hjúkrunar- fræðingur í Reykjavík, gift Jens Helgasyni rafvirkja og eiga þau tvö börn. Foreldrar Gunnars: Ólafur Ragn- ars, kaupmaður á Siglufirði, og kona hans, Ágústa Ragnars. Ólafur var sonur Ragnars, kaupmánns á Akureyri, Ólafssonar, gestgjafa á Skagaströnd, Jónssonar, b. á Helgavatni, Ólafssonar. Móöir Ragnars var Valgerður Narfadótt- ir, b. og hreppstjóra á Kóngsbakka í Helgafellssveit, Þorleifssonar og Gunnar Sverrir Ragnars. konu hans, Valgerðar Einarsdótt- ur. Móðir Ólafs var Guðrún Jónsdóttir, sýslumanns á Eskifirði, Johnsens og konu hans, Kristrúnar Hallgrímsdóttur. Ágústa var dóttir Ágústs J. Johnsson, bankagjald- kera í Rvík, Kristjánssonar, b. í Marteinstungu í Holtum, Jónsson- ar. Móðir Ágústu var Guðrún Tómasdóttur, b. á Barkarstöðum í Fljótshlíð, Sigurðssonar, bróðir Ólafar, móöur Ágústs J. Johnsson. Móöir Ágústu var Guðríður Árna- dóttir, b. á Reynifelli, Guðmunds- sonar og konu hans, Guðrúnar Guðmundsdóttur. Gunnar tekur á móti gestum á afmælisdaginn í Golfskálanum á Jaðri á Akureyri kl. 16.00-18.30. Þowaldur Sigurðsson Þorvaldur Sigurðsson, Unufelli 50, Reykjavík, varð fimmtíu og fimm ára í gær. Þorvaldur fæddist á Akranesi og ólst þar upp. Hann stundaði sjó- mennsku og skrifstofustörf, aðal- lega á Akranesi og í Reykjavík, til 1979 en flutti þá til Svíþjóðar þar sem hann var við guöfræðinám. Hann var forstöðumaður meðferð- arheimilis í Gautaborg á árunum 1981-87. Þorvaldur hefur verið skrifstofumaður hjá Verktakafé- laginu Þverási frá 1987. Kona Þorvalds er Guðrún Magn- úsdóttir, f. 10. janúar 1942. Foreldr- ar hennar eru Magnús Konráðs- son, verkamaður á Sauðárkróki, og kona hans, Ingibjörg Sigvalda- dóttir. Sonur Þorvalds er Georg, sjómað- ur á Akranesi, f. 27. desember 1954. Móðir hans er Sigríður Georgs- dóttir, f. 21. mars 1930, d. 6. júní 1971. Foreldrar hennar eru Georg Sigurösson, sjómaður á Akranesi, og kona hans, Vilborg Ólafsdóttir. Stjúpbörn Þorvalds eru Ingibjörg, f. 27. júlí 1961, Svanhvít, f. 2. sept- ember 1962, María, f. 23. nóvember 1963, og Anna Lára, f. 7. febrúar 1965. Þorvaldur á sex systkini. Þau eru: Nanna, f. 24. október 1922, gift Sverri Valtýssyni lyfjafræðingi; Anna, f. 27. desember 1923, ekkja séra Leós Júlíussonar, prófasts á Borg; Vigfús, f. 11. júní 1925, sjó- maður og nú starfsmaður Sements- verksmiðjunnar; Eggert, f. 12. október 1929, hótelhaldari á Djúpa- vogi; Guðmundur, f. 18. október 1935, umdæmisstjóri Bifreiðaeftir- litsins á Vesturlandi; og Sigurður, f. 29. september 1939, rafvirkja- meistari á Akranesi. Foreldrar Þorvalds: Sigurður Vigfússon, vigtarmaður á Akra- nesi, og kona hans, Jónína Eggerts- dóttir. Sigurður er sonur Vigfúsar, b. á Austurvöllum á Akranesi, Magnússonar og konu hans, Gróu Sigurðardóttur, b. á Tungufelli, Jónssonar, bróður Gunnlaugs, langafa Sigmundar Guðbjarnason- ar háskólarektors. Jónína var dóttir Eggerts, trésmiðs á Melstað, Böðvarssonar, gestgjafa í Hafnar- firði, bróður Þorvalds, afa Harald- ar Böðvarssonar, útgerðarmanns á Akranesi. Böðvar var sonur Böðv- ars, prófasts á Melstað, Þorvalds- sonar, prófasts í Holti undir Eyjafjöllum, Böðvarssonar, lang- afa Finnboga, fóður Vigdísar forseta. Móðir Böðvars gestgjafa var Elísabet, systir Guðrúnar, móður Hallgríms Sveinssonar biskups og ömmu Sveins Björns- sonar forseta. Önnur systir Elísa- betar var Sigurbjörg, móðir Þórarins B. Þorlákssonar listmál- ara og amma Jóns Þorlákssonar forsætisráðherra. Þriðja systir El- ísabetar var Ingibjörg, langamma Sigurðar, fööur Halldórs Gröndals prests. Fjórða systir Elísabetar var Þórunn, langamma Jakobs Haf- stein framkvæmdastjóra, Jóhanns Hafstein forsætisráðherra og Hannesar Þ. Hafstein, fram- kvæmdastjóra Slysavarnafélags- ins. Bróðii; Elísabetar var Ólafur, langafi Jóns Magnússonar frétta- Þorvaldur Sigurðsson. stjóra. Elisabet var dóttir Jóns, prófasts í Steinnesi, Péturssonar og konu hans, Elísabetar Björns- dóttur, prests í Bólstaðarhlíð, Jónssonar. Móðir Eggerts var Guðrún, systir Arndísar, ömmu Þorvalds Skúla- sonar listmálara. Guðrún var dóttir Guömundar, prests á Mel- stað, Vigfússonar og konu hans, Guðrúnar Finnbogadóttur, versl- unarstjóra í Rvík, Björnssonar, fóður Ásgeirs, langafa Lárusar Jó- hannessonar hæstaréttardómara, Önnu Jóhannesdóttur, móður Matthíasar Johannessen skálds og Elínar Jóhannesdóttur, móður Jó- hannesar Bergsveinssonar, yfir- læknis. Ásgeir var einnig langafi Lárusar Blöndal, föður Benedikts Blöndal hæstaréttardómara, Halld- órs Blöndal alþingismanns og Haraldar Blöndal hrl. Jón Haukur Baldvinsson Jón Haukur Baldvinsson rann- sóknarmaður, Byggðarholti 8, Mosfellsbæ, er fimmtugur í dag. Jón Haukur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann lærði múrverk um tvítugt hjá Haraldi Bjarnasyni og lauk sveinsprófi 1960. Hann starfaði síöan við múrverk til 1981 en hefur síðan þá verið rannsóknarmaður hjá Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins. - Kona Jóns Hauks er Guðrún Est- her Ámadóttir, f. 13. ágúst 1940. Jón Haukur og Guðrún Esther eiga þrjú börn. Þau eru: Baldvin Árni, f. 1961, pípulagninganemi í Reykjavík, kvæntur Súsönnu Þor- valdsdóttur; Guðný María, f. 1967, nemi, og Hjörleifur Örn, f. 1972. Jón Haukur á tvær systur, Unni, f. 2. janúar 1932, og Jónínu, f. 1. desember 1945. Foreldrar Jóns Hauks eru Baldvin Jónsson, rcif- vélaviðgerðamaður og uppfmn- ingamaður í Rvík, og kona hans, Guðborg Guðmundsdóttir. Baldvin er sonur Jóns, rafstöðv- arstjóra á Húsavík, Baldvinssonar, b. í Garði í Aöaldal, Sigurðssonar. Móðir Jóns var Guðný Jónsdóttir, systir Benedikts á Auðnum. Móðir Baldvins var Aðalbjörg Benedikts- dóttir, b. á Auðnum í Laxárdal, Jónssonar, b. á Þverá í Laxárdal, Jóakimssonar. Guðný var dóttir Guðmundar Björnssonar, b. á Melum á Skarðs- strönd, og konu hans, Jónínu Guðmundsdóttir. Jón Haukur Baldvinsscn. Jón Haukur veröur ekki heima á afmælisdaginn. 70 ára_____________________ Guðrún Glúmsdóttir, Hólum, Reykjadal, Reykdælahreppi, er sjö- tug í dag. 50 ára_________________________ Hallfríður Svavarsdóttir, Sæborg, Svalbarðsstrandarhreppi, erfimm- tug í dag. Vagn Margeir Hrólfsson, Þjóðólfs- vegi 5, Bolungarvík, er flmmtugur í dag. Þorsteinn Hermannsson, Skóla- braut 37, Akranesi, er fimmtugur í dag. Steindór Hjörleifsson, Vesturbergi 107, Reykjavík, er fimmtugur í dag. 40 ára___________________________ Ásthildur Kristjánsdóttir, Leynis- brún 18, Grindavík, er fertug í dag. Rannveig Sverrisdóttir, Háeyrar- völlum 22, Eyrarbakka, er fertug í dag. Pála Jakobsdóttir, Digranesvegi 46, Kópavogi, er fertug í dag. Rebekka Gústavsdóttir, Vallartröð 3, Hrafnagilshreppi, er fertug í dag. Sigurþóra Stefánsdóttir, Akraseli 25, Reykjavík, er fertug í dag. Kristján Gunnarsson, Eikarlundi 1, Akureyri, er fertugur í dag. Þórdís Bjarnadóttir, Einarsnesi 14, Reykjavík, er fertug í dag. Ingólfur Helgason, Stekkjar- hvammi 16, Hafnarfirði, er fertug- ur í dag. Jón H. Jóhannsson, Ásmundar- stöðum IV, Ásahreppi, er fertugur í dag. Jón Eggert Hallsson Jón I Eggert Hallsson, Brekku- hvammi 2, Búðardal, er sjötíu og fimm/ára í dag. Jón fæddist að Hvarfsdal á Skarösströnd í Dalasýslu og ólst þar /upp í foreldrahúsum fram að fermingu en fór þá í vinnu- mennsku til sveita. Jón var á ýmsum bæjum til sextán á'ra aldurs en flutti þá með fjöldskyldu sinni aö Tröllatungu við Steingrímsfjörð. Þar vann Jón að bústörfum með bróöur sínum næstu tíu árin, til /1939, en þá hætti fjölskyldan bú- skap í Tröllatungu. / Jón var eftir það i vegavinnu og kaupamennsku á sumrin en á ver- tíð í Keflavík á veturna. Eftir að Jón giftist bjuggu þau hjónin í Reykhólasveit um hríð, fluttu svo til Reykjavíkur en hófu síðan, búskap að Þorbergsstöðum í Laxárdal þar sem þau bjuggu í fimm ár. Eftir það fluttu þau hjónin til Búðardals þar sem Jón stundaði almenna verkamannavinnu og starfaði m.a. í tólf ár hjá kaupfélag- inu þar. Kona Jóns var Sigríður Jóhanna, frá Seljalandi í Gufudalssveit, f. 20.6. 1909, d. 25.7. 1986, dóttir Ara, b. á Seijalandi, Þóröarsonar á Klöpp og Vigdísar Sigurðardóttur frá Múla í Þorskafiröi. Sonur Jóns og Sigríðar Jóhönnu er Hallur Sturlaugur, verkstjóri hjá Osta- og smjörsölunni í Reykja- vík, f. 1943, kvæntur Áslaugu Bragadóttur, en þau eiga tvo syni. Jón átti tvo bræður sem báðir eru látnir. Foreldrar Jóns voru Jóhanna Sturlaugsdóttir frá Ytri-Fagradal á Skarðsströnd og Hallur Jónsson frá Víghólsstöðum á Fellsströnd, b. á Skarðsströnd og í Tröllatungu. Fööurforeldrar Jóns voru Jón Jónsson, b. Fellsströndinni, og Vil- helmína Loftsdóttir. Móðurforeldrar Jóns voru Stur- laugur Tómasson frá Akureyjum og Júlíana Jónsdóttir. íslerfur Isleifur Jónsson málari, Gnoðar- vogi 46, Reykjavík, er sextugur í dag. ísleifur fæddist í Vestmannaeyj- um og ólst þar upp í foreldrahús- um. Hann vann mikið í fiskvinnslu á unglingsárunum en fór síðan til Selfoss og lærði þar málaraiðn hjá Gísla Engilbertssyni 1946-50. ísleif- ur lauk prófi frá Iðnskólanum þar og sveinsprófi 1950 og fékk meist- arabréf í Vestmannaeyjum 1957. Hann vann síöan við málaraiðn í Eyjum en flutti til Reykjavíkur í gosinu og hefur búið þar síðan. ísleifur giftist 16.5.1959 Elísabeth Vilhjálmsdóttur, f. í Kroppenstadt í Austur-Þýskalandi 6.2.1939, dótt- ur Willy Graupners málara og konu hans Liesdbeth. ísleifur og Elísabeth eiga tvö börn, Jens Willy, starfsmann hjá Hampiðjunni í Reykjavík, f. 25.11. 1959, og Vilborgu Liesdbeth, tækni- teiknara hjá Pósti og síma í Reykja- Tilmæli til afmælisbama Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstand- endur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frændgarð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi tveimur dögum fyrir afmælið. Munið að senda okkur myndir Jónsson -r 4 •■■■ - r ísleifur Jónsson. vík, f. 29.2. 1964. Foreldrar ísleifs, voru Jón Auð- unsson, skósmiöur í Vestmanna- eyjum, f. á Eyrarbakka 12.8. 1891, og kona hans, Sigríður Jónsdóttir, f. 29.11.1888, ættuð úr Selvogi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.