Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1988, Blaðsíða 32
44
MÁNUDAGUR 25. APRÍL 1988.
Jarðaifarir
Bergur Lárusson kaupmaður, Vana-
byggð 11, Akureyri, er lést sunnu-
daginn 17. apríl, verður jarðsunginn
frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn
26. apríl kl. 13.30.
Björn Finnbogason frá Hítardal, Álf-
heimum 58, Reykjavík, verður jarð-
sunginn frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 26. apríl kl. 15.00.
Sigurður Ó. Jónsson bakarameistari,
Auðarstræti 11, verður jarðsunginn
frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 26.
aprO kl. 15.00.
Jens Ragnarsson, Meistaravöllum 35,
verður jarðsunginn frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík þriðjudaginn 26.
I * apríl kl. 13.30.
( Birgir Bergmann Guðbjartsson
prentari, Kóngsbakka 11, Reykjavík,
. verður jarðsunginn frá Breiðholts-
kirkju í dag, mánudag, kl. 13.30.
Guðgeir Magnússon, fyrrverandi
blaðamaður, síðast til heimilis að
Hófgerði 5, Kópavogi, verður jarð-
sunginn frá Fossvogskirkju mánu-
daginn 25. apríl kl. 15.00.
Andlát
Hrefna Eiríksdóttir, Norðurbrún 1,
Reykjavík, lést á gjörgæsludeild
Landakotsspítala fóstudaginn 22.
apríl.
Vilhjálmur Kr. Ingibergsson lést í
Borgarspítlanum 20. apríl.
Sigurður Stefánsson, Suðurgötu 22,
Sauðárkróki, lést í Sjúkrahúsi Skag-
firðinga 22. apríl.
Tilkyimingar
Kynningarfundur ITC
Markmið ITC (Málfreyja) er að efla hæfi-
leika til samskipta, auka starfsafköst og
styrkja sjálfstraust félagsmanna sinna.
Félagsmenn leggja stund á fundarsköp,
framsetningu, hópvinnu, ræðumennsku
og mannleg samskipti. ITC (Málfreyjur)
leggja áherslu á þjálfun einstaklingsins.
^ Áhersla er lögð á verndun móðurmáls-
7 ins. Samtökin starfa í deildum og er ITC
deildin IRPA fámenn deild sem hefur
áhuga á að fá til liös við sig fleiri konur
og halda því kynningarfund að Brautar-
hoiti 30, Rvík, þriðjudaginn 26. apríi kl.
20.30. - Kaffiveitingar.
Jöklarannsóknafélag íslands
Vorfundur verður haldinn aö Hótel Lind
við Rauðarárstíg, þriðjudaginn 26. apríl
1988 kl. 20:30. Helgi Bjömsson kemur á
fundinn, segir frá reynslu sinni á Sval-
barða og sýnir myndir þaðan. Einnig
verður rætt um rannskóknir og félags-
starf með fijálsu sniði og ýmsar nýjungar
verða sýndar.
Tórdeikar
>Fóstbræður í Langholtskirkju
Karlakórinn Fóstbræður heldur sína ár-
legu tónleika dagana 27.-30. apríl nk. í
Langholtskirkju. Dagana 27.-29. apríl
hefjast tónleikamir kl. 20:30 en 30. apríl
kl. 17:00. Á efnisskrá verða bæði innlend
og erlend lög. Á tónleikunum koma fram
nokkrir nemendur frá Tónlistarskólan-
um í Reykjvík og Nýja tónlistarskólan-
um.
Leiðrétting
í leikdómi um Lygarann varð sú
villa við vinnslu blaðsins að Vilborg
Halldórsdóttir var sögð Harðardótt-
ir.
En prentvillupúkinn lét ekki þar
við sitja heldur breytti líka nafni
Helgu Jónsdóttur í myndatexta og
kallaði hana Árnadóttur.
Leiðréttist þetta hér með.
Grískir
kvikmyndadagar
í Regnboganum
í dag hefst í Regnboganum grísk
kvikmyndahátíð. Verða sýndar í dag
og næstu daga sex grískar kvik-
myndir, gamlar og nýjar. Uppruna-
lega áttu kvikmyndimar að vera tólf
en þegar síðast fréttist höfðu ein-
hverra hluta vegna aðeins sex
kvikmyndir komist í hendur forráða-
manna Hátíðarinnar. Sýndar verða
tvær kvikmyndir á dag. Síðasti sýn-
ingardagurinn er svo 30. apríl.
Meiming_____
Hamlet
í Iðnó
Hamlet prins (Þröstur Leó Gunnarsson) rökræðir við grafarann (Eyvind
Erlendsson) um örlög iíflsins Jóreks.
Leikfélag Reykjavikur sýnir:
Hamlet.
Höfundur: William Shakespeare.
Þýöing: Helgi Hálfdanarson.
Leikstjórn: Kjartan Ragnarsson.
Leikmynd og búningar: Grétar Reynis-
son.
Lýsing: Egill örn Árnason.
Tónlist: Jóhann G. Jóhannsson og Pétur
Grétarsson.
Leikgerð: Leikstjórinn og hópurinn.
Hamlet.
Það er töfraljómi í kringum þetta
eina orð og allir þeir sem áhuga
hafa á leikhúsi hljóta að hlakka til
eins og krakkar þegar sýning á
Hamlet er í boði.
Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi
í gærkveldi þetta rómaða leikrit
Shakespeares sem hlýtur að teljast
eitt af frægustu og stórbrotnustu
skáldverkum allra tíma.
Á því má endalaust fmna nýja
fleti. Leikhúsmenn á ýmsum tím-
um hafa tekist á við það með ólík
sjónarmið í huga, hver um sig að
sýnu leyti efninu trúr en engu að
síöur hefur oftar en ekki orðið til
nýr Hamlet við hverja nýja upp-
færslu.
Er Hamlét leikrit um glæp og
refsingu eða um pólitíska spill-
ingu? Eða er það um mannleg
samskipti, tortryggni, svik og von-
brigði, sem valda sturlun áður en
yfir lýkur? Eöa íjallar verkið um
allt þetta og margt fleira?
Vísast má endalaust velta vöng-
um yfir þessum spurningum og því
lengur sem rýnt er í leikritiö því
ljósari verður sá margslungni gcdd-
ur sem heillar alla þá sem kynnast
þvi.
En fyrst og síðast er það orðsnilld
Shakespeares og djúp viska um al-
gild mannleg sannindi sem gera
það að verkum að á öllum tímum
sækja menn lærdóm og sálarnær-
ingu í kynni af verkum hans.
Það er ljóst, strax og gengið er inn
í salinn í Iðnó, að hér hafa menn
brett upp ermarnar og lagt til at-
lögu við meistaraverkið af fullri
einurð og með ákveðnar hugmynd-
ir um útfærsluna.
Það er eðlilegt að sífellt sé leitað
nýrra leiða við uppfærslu verks
eins og Hamlets sem getur annars
átt á hættu að staöna í hefðbundnu
formi.
Þá er gjarna byrjað á því að huga
að ytri umgjörð eins og hér er gert
og atburðum kippt inn í annað
umhverfi eða annaö tímabil en hiö
venjulega. Sem dæmi má nefna
þegar annað verk Shakespeares,
Júlíus Cæsar, er látið gerast á
Mussolini-tímanum á Ítalíu.
Svo má fara þá leið, eins og hér
er gert, að láta ákveðið tímaleysi
ríkja í búningum og sviðsbúnaði
með því að blanda saman öllu
mögulegu í klæðaburði og láta stíl-
leysið mynda sinn eigin stíl sem er
þá ekki bundinn neinum ákveðn-
um stað eða tíma.
Svartur litur er ríkjandi, bæði í
búningum og leikmynd og aðeins
örsjaldan notaðir aðrir litir en þá
gjarnan hafðir sterkir til að roynda
andstæðu.
Leiksviðið í Iðnó er stækkað með
palli sem gengur eftir endilöngum
salnum. Frá honum liggja síðan
Leildist
Auður Eydal
stigar upp á svalir og upp um veggi
og ofan í hann er gryfja sem getur
veriö laug eða gröf eftir atvikum.
Að öðru leyti er sviðsbúnaður
mjög takmarkaður en lýsing Egils
Arnar Árnasonar fullkomnar
þessa prýðilegu leikmynd Grétars
Reynissonar sem byggir undir
sterka og nærgöngula sviösetningu
á Hamlet.
Grétar lætur hins vegar gamm-
inn geisa þegar hann velur leikend-
unum búninga. Þar ægir öllu
saman og sumt er vel heppnað,
annað miður. Mér fannst búningar
karlmannanna skemmtilegur
kokkteill en flest þáð sem konurnar
voru klæddar í heldur misheppnaö
og þegar verst gegndi alveg afleitt
og vinna á móti persónunum. Sér-
staklega fannst mér þetta um
búninga Sigrúnar Eddu Bjöms-
dóttur í hlutverki Ófelíu. Það var
nánast afrek hvernig hægt var að
láta hana líta út eins og þreytta
miðaldra konu. Guðrún Asmunds-
dóttir átti raunar heldur ekki sjö
dagana sæla með eldrauðan hár-
strút á höfðinu og í hinum furðu-
legustu múnderingum.
Kjartan Ragnarsson hefur valið
þá leið að þétta verkið í kringum
sjálf fjölskylduátökin, fella út ýms-
ar persónur og einfalda þannig
atburðarásina. Þaö er endalaust
hægt að deila um styttingar á þessu
verki, sem tæki alltof langan tíma
fyrir venjulega kvöldsýningu
óstytt, en hér er tekin ákveðin
stefna og henni fylgt allt til enda.
í þessa uppfærslu vantar þannig
víðari pólitíska skírskotun en sem
fjölskylduharmleikur skilar hún
sér betur.
Leikstjórn Kjartans er markviss
og návígi við áhorfendur skapar oft
sterk áhrif.
Þröstur Leó Gunnarsson er
drengilegur Hamlet, miklu fremur
reiöur, ráðvilltur og Særöur ungur
maður en haldinn geðveiki eða
truflun. Þröstur vinnur hlutverkið
vel og nær töluveröum dramatísk-
um tökum á persónunni þó að
nokkuð skorti á dýptina.
Þau Guðrún Ásmundsdóttir og
Sigurður Karlsson eru konungs-
hjónin, Geirþrúður drottning,
móöir Hamlets, og Kládíus kon-
ungur, fóðurbróðir og fóðurmorð-
ingi Hamlets, sem gekk að eiga
fyrrverandi mágkonu sína eftir
voðaverkið.
Konungshjónin eru túlkuð sem
úrkynjuð, sukksöm og samvisku-
laus, hið versta liö. Mér fannst nóg
um hversu einlit þessi mynd var
og fremur veikja heildina.
Steindór Hjörleifsson var
ísmeygilegur Pólóníus og þau Val-
demar Örn Flygenring og Sigrún
Edda Björnsdóttir léku böm hans,
þau Laertes og Ófelíu. Hlutverk
Ófelíu er alltaf erfitt og mér fannst
Sigrún ekki höndla þá djúpu sálar-
angist sem veldur sturlun hennar.
Valdemar komst nokkuð vel frá
hlutverki bróður hennar, sérstak-
lega í síöasta hluta verksins þegar
þeir Hamlet gera upp sakirnar og
liggja reyndar báðir í valnum að
lokum.
Eggert Þorleifsson er stillilegur
og traustur Hóras, vinur Hamlets,
og Eyvindur Erlendsson var stór-
góður í litlu hlutverki grafarans.
Þeir Jakob Þór Einarsson og
Kjartan Bjargmundsson eru óþarf-
lega stirðlegir sem tvíeykið Rósin-
krans og Gullinstjarna.
Tónlist var framin af þeim Jó-
hanni G. Jóhannssyni og Pétri
Grétarssyni, sterk og áhrifamikil á
örlagastundum í verkinu.
Á hartnær fjögur hundruð ára
gamalt leikrit um atburði, sem eiga
að hafa gerst um árið þúsund, yfir-
leitt nokkurt erindi til okkar sem
lifum á þotuöld?
Já, svo sannarlega. Orðsnilldin
og djúpvitur textinn ásamt einstök-
um persónulýsingum gera þetta
verk sígilt og erindi þess athygli-
svert á.öllum tímum.
Hvernig sem menn bylta efni
verksins fyrir sér er það alltaf
Hamlet sjálfur sem verður okkur
hugstæðastur, maður sem áhorf-
endur allra tíma finna samsvörun
hjá. Ekki algóður eða alvitur held-
ur venjulegur mennskur maður.
Hann lendir í hinni dæmigerðu
stöðu hetjunnar sem stendur
frammi fyrir tveimur kostum, báð-
um illum. Annars vegar ber honum
að hefna föður síns með því að
drepa Kládíus föðurbróður sinn og
eiginmann móöur sinnar, hins veg-
ar getur hann látið hefndarskyld-
una lönd og leið sem auðvitað er
háflu verri kostur.
En Hamlet tvístígur heilt leikrit
á enda og verður fyrir það ein fræg-
asta andhetja sögunnar.
Hann þarf langan tíma til að
ákveða sig og á meðan njóta áhorf-
endur orðsnilldar og hugmynda-
auðgi höfundar sem leggur honum
og öðrum persónum verksins í
munn mörg af frægustu gullkorn-
um leikbókmenntanna.
Hvort sem Hamlet er nútímaleg-
ur í smókingjakka eða flauels-
klæddur prins frá dögum
Shakespeares þá breytir ekkert
ódauðlegum texta verksins.
AE
Sturia
Guðmundur Emilsson heldur
áfram aö grafast fyrir í námum ís-
lensku hljómsveitarinnar. í fyrra-
dag voru tónleikar í Bústaðakirkju
og leikin verk eftir Atla Heimi
Sveinsson, Þorkel Sigurbjörnsson
og Pál Pampichler og var þetta gert
sérstaklega höfundunum til heið-
urs þar sem þeir eiga allir merkis-
afmæli bráðlega, veröa annaðhvort
fimmtugir eða sextugir.
Fyrir hlé voru þrjú verk fyrir
klarínettu og píanó, sem Sigurður
I. Snorrason og Anna Guðný Guð-
mundsdóttir léku listilega saman.
Þar var kannski mestur fengur í
spánnýju verki eftir Pál, Eyði-
merkurljóði, sem hann samdi um
daginn á ferðalagi um Austurlönd
nær. Hin verkin voru endurflutt,
Rek eftir Þorkel og Novelette eftir
Atla og eru bæði þægilega athyglis-
verð, hvort með sínu lagi.
Aöalverkið var svo eftir hlé,
Sturla um samnefnt ljóð eftir Matt-
Tónlist
Leifur Þórarinsson
hías Johannessen, sem Atli samdi
að tilhlutan íslensku hljómsveitar-
innar. Þetta er hádramatískt og
sterkbyggt verk fyrir einsöng, upp-
lestur, karlakór og hljómsveit og
hélt óskiptri athygli manns frá
upphafi til enda. Mikið var fallegt
að heyra skáldið lesa ljóð sitt hálft
og heyra svo Kristin Sigmundsson
taka við því og syngja þaö upp í
æðra veldi. Karlakór Reykjavíkur
flutti einnig textann, meira og
Tónverk eftir Atla Heimi Sveinsson frumflutt í Bústaðakirkju á laugardag-
inn.
minna einraddaö, og var það magn-
aður söngur. Það var viSsulega vel
að þessum frumflutningi staöið og
á Guðmundur Emilsson mikinn
heiður skilinn.
LÞ
HK.