Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1988, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1988, Page 10
10 LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988. Hazardfjölskyldan úr norðrinu. \ Stríðsvindar á Stöð 2: Mainfjölskyldan úr suðrinu. IMIIIII111III Fjölskyldusaga af stæni gerðinni Stríðsvindar er ein umfangs- mesta ættarsaga sem Bandaríkja- menn hafa fest á filmu fyrir sjónvarp og kalla þeir þó ekki allt ömmu sína 1 þeim efnum. Þessi saga hefur allt það til að bera sem myndaflokkar af þessu tagi verða að státa af. Sagan er löng og flókin með mörgum per- sónum sem annað hvort eru svarnir ijandmenn eða eiga í hinu mesta basli við að ná saman. Ekkert er sparað í aö gera umhverfið sem stór- kostlegast og búningarnir Ijóma af htadýrð. Án þeirra geta sögur af þessari gerð ekki verið. Þættirnir hafa fengiö nafnið Stríðs- vindar á íslensku en heita North and South á frummálinu. íslenska heitið er nokkuð villandi því áður hafa ver- ið sýndir framhaldsþættir með því sama nafni. Það er raunar tilviljum að sami mðurinn stjórnar kvik- myndavélunum i þeim báðum. En hvaö sem nafninu líöur þá eru Stríðsvindar sá framhaldsþáttur sem hvað mest er lagt í af þeim sem nú eru sýndir hér á landi. Nú í vor verða sýndir sex þættir og í haust verður þráðurinn tekinn upp að nýju og aörir sex þættir sýndir. Stjömulið Hver þáttur er á við langa bíó- mynd því það tekur tvo tíma að sýna hvem og einn. í þessum þáttum kem- ur fyrir mikið af frægum stjörnum og það svo að annað eins hefur ekki sést í sjónvarpi í Iangan tíma. Þetta eru gestimir í þáttunum og þar fer Elizabeth Taylor fremst í flokki og með henni eru stjömur á borð við Robert Mitchum, Gene Kelly og Jo- hnny Cash. Þetta fólk er allt í aukahlutverkum en aðalhlutverkin eru í höndum óþekktra leikara. Þættirnir em byggðir á skáldsögu eftir John Jakes. Sagan varð á sínum tíma metsölubók í Bandaríkjunum. Svo er ráunar um fleiri bækur Jakes því hann hefur einn bandarískra rit- höfunda náö þeim árangri að eiga þrjár bækur á metsölulista sama árið. Jakes er með afbrigðum af- kastamikill höfundur. Hann hóf ferilinn á að skrifa smásögur og hef- ur gefið út um 200 slíkar. Þá á hann Elizabeth Taylor birtist i Stríðsvind- um í hlutverki hefðardömu. heiðurinn af hvorki fleiri né færri en 50 skáldsögum. Oft er um að ræða sagnaflokka í mörgum bindum eins og Stríðsvinda og einnig Kentsöguna sem Prenthúsið gefur út í íslenskum búningi. Kentsagan er frægasti sagnaflokkur Jakes. Tværfjölskyldur Sögur Jakes eiga það flestar sam- eiginlegt að efniviðurinn er söguleg- ur, þótt Jakes hafi einnig samið vísindaskáldsögur. Jakes hefur há- skólapróf í bókmenntum og státar einnigafheiðursdoktorstitli. Sögur Borgarastríðið gegnir því hlutverki að halda lífi i sögunni. Hér er Robert Mitchum í hlutverki herlæknis og með honum James Read og Timothy Wise. ■ . .. \. i t"TÍ »'~rf .-TtTT*rr-~í'T I fflMM11»f • -nr ttmtTti»«-.1;rrTttn 1 ti 1 unnÍTi trwjriai 11 rt-i t Astamálin eru góður hluti af sög- unni. Hér eru þau Patrick Swayze i hlutverki Orry Main og Lesley-Anne Down í hlutverki Madeline. hans njóta vaxandi vinsælda vestan- hafs þar sem viöamiklir sagnaflokk- ar hafa átt góðu gengi að fagna í bókmenntum á síðustu árum. Reyndar hefur Jakes ekki náð í hóp góöskálda enda nær eingöngu fengist við afþreyingarbókmenntir. í Sríðsvindum segir frá tveimur fjölskyldum í Bandaríkjunum á ár- unum fyrir borgarasty rj öldina 1861 til 1865. Þetta eru góðborgarar sem þó búa við ólíkar aöstæður. Annars vegar er Hazardfólkið þar sem ætt- faðirinn er ríkur iðjuhöldur í Pennsylvaniu. Hazardfjölskyldan styöur því Noröurríkin í borgara- styrjöldinni. Hins vegar er Mainfjöl- skyldan sem situr á stórum búgarði í Suður-Karolínu og hefur yfir víð- áttumiklum plantekrum og fríðum flokki þræla að ráða. Þetta eru dæmi- gerðir fylgismenn Suðurríkjanna í styrjöldinni. Umgjörð sögunnar er því kjörin til að lýsa aðstæðum í Bandaríkjunum á tímum borgarastyijaldarinnar. Stríðið var barátta iðjuhöldanna í norðri gegn plantekrueigendunum í suðri um yfirráðin í Bandaríkjunum og ásteytingarsteinninn var þræla- hald þeirra í suðrinu. Eifingjamirívanda Upphafið að sögunni um þessar tvær fjölskyldur er að synimir, sem eiga að erfa ættargóssin í norðri og suðri, kynnast í West Point herskól- anum og bindast vináttuböndum. Þetta var fyrir stríðið en eftir að átök- in hefjast verður allt til að torvelda vináttu þessara manna sem eru and- stæðingar á vígvellinum. Nú hafa verið sýndir þrír þættir af Stríðsvindum og áhorfendur Stöðvar 2 hafa fengið að sjá drama með öllu því sem slikum sjónleikjum fylgir. Það eru ástir og átök en sjálf sagan flýtur raunar svo hægt fram að ýmsum þykir nóg um. Við þessa sögu koma svo nafntog- aðir menn sem Abraham Lincoln, forseti Bandaríkjanna á tímum borg- arastyrjaldarinnar. Þama kemur einnig fyrir þjóðsagnapersónan John Brown sem var leiðtogi misheppn- aðrar þrælauppreisnar rétt fyrir stríðið. Það er sveitasöngvarinn Johnny Cash sem leikur þennan mann sem lifað hefur í sögunni vegna lags sem um hann var samið og varð hergöngulag Norðurríkja- manna. Þeir sem vinna þættina eru gamal- reyndir í framleiðslu þátta fyrir sjónvarp. Framleiðandinn er David L. Wolper sem einnig framleiddi báð- ar þáttaraðirnar sem hér á landi fengu nafnið Rætur. Hann stjórnaöi einnig gerð þáttanna um Þymifugl- ana. Það er Richard T. Heffron sem leikstýrir ogíjöldi manna hefur unn- ið handritið etir sögu John Jakes. Upptaka þáttanna hófst í Los Ange- les í byrjun árs 1985 og lokið var við fyrstu sex þættina á næstu fimm mánuðum. Mikiö af þeim var tekiö upp á söguslóðum borgarastríðsins. -GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.