Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1988, Blaðsíða 36
44
LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988.
Lífsstíll___
Grænland:
Oft er leitað langt yfir skammt.
Þetta á ekki síst við um ferðalög ís-
lendinga til íjarlægra staða í leit að
íjölbreytni og fegurð. Við bæjardym-
ar er land sem býður upp á stórkost-
lega náttúru. Grænland hefur ekki
aðeins mikiili náttúrufegurð að
skarta heldur er menning Grænlend-
inga forvitnileg og frábragðin því
sem við þekkjum.
Harðbýlt land
Grænland er harðbýlt land. Aust-
urströndin er mjög strjálbýl og íbúar
annarra landssvæða eiga einnig er-
fitt uppdráttar. Svo harðbýlt er
landið að íbúar verða að dysja sína
látnu í stað þess að grafa í jörð nið-
ur. Ástæðan er sú að jörð er frosin
stóran hluta ársins og einnig er hör-
gull á jarðvegi til að grafa í.
ísjakar fylla firði langt fram á sum-
ar og ferðalög um landið eru erfið
allt árið. Landslag á austurströnd-
inni minnir sums staðar á Vestfirð-
ina íslensku að viöbættu Jökulsárl-
óni. ísinn setur mjög sérkennilegan
svip á allt. Stórskorin náttúran gríp-
ur hvem þann sem ferðast til
Grænland og vara áhrifin lengi.
Inúkar
Grænlendingar kalla sig Inúka.
og þýðir orðið „maður“. Nafnið gefur
kannski tóninn um lífsviðhorf Græn-
lendinga sjálfra. Erfitt landið hefur
alið með þessu fólki einfold lífsvið-
horf. Kjarni málsins hefur verið að
halda lífi.
Nú er hins vegar öldin önnur. Góð
læknaþjónusta hefur gert það að
verkum að töluverð mannfjölgun
hefur átt sér stað. Það er álit margra
að þessi fólksfjölgun hafi farið fram
úr afkomumöguleikum þeim sem
landið býr yfir.
Ekki verður íjölyrt hér um þau
vandamál sem hafa sprottið upp
vegna kynna Grænlendinga af vest-
rænni menningu. Mikið umrót hefur
átt sér stað og hafa Grænlendingar
þurft að sækja á brattann til að við-
halda menningararfleið sinni.
Inúkar hafa löngum verið taldir
sérlega gestrisnir. Hefur það jafnvel
skapað þeim ýmis vandamál. Enn er
gestrisnin í hávegum höfð.
Grænlenskan er eitt af erfiðustu
tungumálum heims. Málkerfi tung-
unnar er mjög frábragðið vestræn-
um málkerfum. Grænlendingar eiga
yfir 30 orð til um snjó en erfiðleikum
er bundið fyrir þá að búa til orð sem
tengjast nútíma tækni. Það er jafn-
erfitt fyrir Inúka að læra t.d. dönsku
og fyrir Dani að læra grænlensku.
Af þeim sökum hafa menntunarmál
Grænlendinga átt við ramman reip
að draga.
Þó svo að vestræn vímuefni hafi
sett sitt mark á grænlenskt líf eru
Inúkar stolt fólk. Þeir hafa einnig
efni á því að vera stoltir þvi það hef-
ur þurft harðgert fólk til að lifa af í
jafnharðbýlu landi.
Tækniöldin hefur hafið innreið sína á Grænlandi og þar eru mótorþríhjól
mikið notuð.
Ferðamöguleikar
til Grænlands
DV kannaði ferðamöguleika frá
íslandi til Grænlands og kom margt
forvitnilegt í ljós. í fyrsta lagi eru
flugsamgöngur milh landanna mjög
góðar og auðvelt að skella sér í heim-
sókn til nágrannanna.
Verra er að verð á ferðum til Græn-
lands er í hærri kantinum og ugg-
laust fælir það frá stóran hóp
viðskiptavina. Hér á eftir fara upp-
lýsingar sem DV aflaði um ferða-
möguleika til Grænlands.
Ferðir til Kúlusúk
Flugleiðir hafa um langt árabil
flogið til Kúlusúk. Flugið á Kúlusúk
er þó ekki áætlunarflug heldur leigu-
flug. Einungis er flogið yfir sumar-
'tímann og er meirihluti farþega
erlendir feröamenn. Flogið er fimm
daga vikunnar. Flugið tekur tvo
klukkutíma. Stoppað er í fjóra tíma
á meðan ferðamenn skoða sig um.
Eins dags ferðir með Flugleiðum til
Kúlusúk kosta 10.139 krónur.
Flugskóli Helga Jónssonar er með
áætlunarréttindi fyrir flug milli
Reykjavíkur og Kúlusúk. Flogið er
fjóra daga vikunnar. Flugskólinn er
með áætlunarflug til Kúlusúk allt
árið. Ýmis aöstaða hefur verið byggð
upp í Kúlusúk fyrir farþega flugskól-
ans. Gistihús' fyrir ferðamenn,
safari-bíll og hraðbátur eru meðal
þess sem boðið er upp á.
Dagsferð til Kúlusúk kostar 13.600
krónur og er innifalið flug, ferð með
bíl til þorpsins Cap Dan, kaffi í gesta-
húsi flugfélagsins, skoðunarferð um
þorpið og bátsferð til flugvallarins. í
Feröir á hundasleóum eru enn góður og gildur feröamáti á Grænlandi.
DV-myndir GVA
\
Þú boigar alltaf sama gjaldið,
hvort sem þú ert einn eða með f leirum í bílnum!
Hreyfill bvður sætaferðir til Keflavíkur
Ef þú ert á leið til útlanda er þægilegt að fara fyrsta spölinn í Heyfilsbíl.
Hringdu í okkur með góðum fyrirvara og greindu frá áætluðum flugtlma. Við vekjum þig
með hressilegri símhringingu, óskir þú þess.
HREVFMl
68 55 22