Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1988, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1988, Side 40
52 LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988. Lífsstm Fjögur flugfélög í áætlunarflugi í sumar: „Bíöum spenntlr eftir áhriftim samkeppninnar" - segja ferðaskrifstofumenn „Viö bíðum spenntir eftir að sjá áhrif þessarar samkeppni en þeirra er ekki farið að gæta enn,“ sagði Hörður Gunnarsson, fjármálastjóri Samvinnuferða, er DV leitaði álits manna úr ferðamannaiðnaöinum á þeirri samkeppni sem virðist fram- undan í flugmálum hér á landi. Flugleiöir og Arnarflug hafa verið einráö í flutningum á Islendingum til og frá landinu. En nú hafa tvö erlend flugfélög ákveðið að hefja Leiguflug Áætlunarflug Skipting sætaframboðs á milli leigu og áætlunarflugs fyrir júní, júlí og ágúst sumarið 1988. Hl Flugleiðir 9 Arnarflug □ LionAir Sæti samtals 13.500 Sætaframboð í leiguflugi fyrir júní,júlí og ágúst sumarið 1988. □ Flugleiðir □ Arnarflug □ SAS □ Lufthansa Sæti samtals 207.200 Sætaframboð í áætlunarflugi fyrir júní, júlí og ágúst sumarið 1988. áætlunarflug hingað. SAS hefur haf- ið sitt flug á flugleiðinni Keflavík- Kaupmannahöfn. Flogið verður einu sinni í viku í sumar. Lufthansa byrj- ar aðeins seinna, á flugleiðinni Keflavík-Múnchen. Félagið mun einnig fljúga einu sinni í viku. Til samanburðar má geta þess að brott- farir íslensku flufélaganna í sumar verða 117 á viku. Ekkert verðstríð En hvaða áhrif hefur þessi sam- keppni á verðlag, þjónustu og annað sem snertir hinn almenna ferða- mann? Þeir sem starfa að ferðamanna- þjónustu telja að samkeppnin skili sér ekki til hins almenna neytanda sem verölækkun. Ef skoðuð eru sætaframboð erlendu flugfélaganna kemur í ljós að SAS og Lufthansa eru einungis með brot af þeim sætum sem í boði eru. Augljóst er að þessi flugfélög ætla sér ekki stóran skerf markaðarins í sumar. Það þýðir þó ekki að svo verði um aldur og ævi. í verðtöflunum kemur fram að lægsta verð á sætum með erlendu flugfélög- unum er ekki lægra en hjá þeim íslensku. Til dæmis er Lufthansa með dýrari fargjöld til Múnchen en önnur flufélög sem fljúga til Þýska- lands. Verðstríð er sem sagt ekki í gangi. Samkeppni í þjónustu En hefur þetta engin áhrif haft? „Ugglaust hefur þetta áhrif en fyrst og fremst á því sviði sem snýr að þjónustuhliðinni,“ segir Jóhannes Georgsson, framkvæmdastjóri SAS. Þetta virðist vera almennt álit manna. Einu merkjanlegu áhrif sam- keppninar verða tengd þjónustuhlið- inni. íslendingar, sem aðeins hafa haft möguleika á vali milli tveggja íslenskra flugfélaga, geta nú verslað viö fjögur. Um leið og þessi valmögu- leiki liggur fyrir má reikna með að íslensku félögin fari aö huga betur að þjónustu sinni. Þurfa íslensku félögin að hafa áhyggjur af þeim samanburði? „Það veitir ekki af að fá samkeppni því íslensku félögin hafa ekki þróað þjónustu sína sem skyldi," segir Eng- ilbert Gíslason hjá ferðaskrifstofunni Atlantik. „Erlend samkeppni er stað- reynd sem við verðum að horfast í augu við. Þessi samkeppni veitir okkur auðvitað aðhald. Við erum ekki hræddir við samanburð þann sem geröur verður á þjónustu flugfé- laganna. segir Steinn Logi Björns- Til Danmerkur fljúga tvö flugfélög og til Þýskalands þrjú. Luxemburg er einnig merkt þar sem hún er einn valkostur enn fyrir þá sem vilja ferðast til Þýskalands. son, fulltrúi Flugleiða. kynningardeildar Blikur á lofti í flugmál- um Hefur samkeppnin áhrif þegar til lengri tíma er litið? „Hingað til hafa flest erlend flugfé- lög gefist upp á áætlunarflugi tfl og frá Islandi og ég sé ekki breytingu þar á. Ég tel að þessi erlendu flugfé- lög geti ekki haldið uppi áætlun þegar áherslan á aö ná ferðamönnum til landsins er eins lítil og raun ber Kr. 19-i 17- □ Vorð Pr. flugmilu. Fluglaiðir H sas Fluglaiðiri 'thanu | Frankfurt Munchan Taflan sýnir samanburð verða á flugmilum til mismunandi staða. Taflan sýnir lægstu pex, apex eða superapex verð til þeirra staða sem samkeppni flugfélaganna hefur beint eða óbeint áhrif á. vitni,“ hafði Engilbert Gíslason, markaðsstjóri ferðaskrifstofunnar Atlantik, um málið að segja. „Ýmsar blikur eru á lofti í ferða- mannaiðnaðinum, ég tel að sam- keppninni sé að þakka það hagstæða verð sem að undanfórnu hefur verið á markaðinum. Jafnframt er það staðreynd að þetta verð mun breyt- ast í framtíðinni,“ segir Hörður Gunnarsson, fjármálastjóri Sam- vinnuferða. Það er mál manna að verð á flug- ferðum hafi verið með lægsta móti undanfarin ár og hafa til dæmis Flugleiðastjórnendur bent á þetta sem eina af orsökunum fyrir lélegu gengi félagsins á síðasta ári. Hvort það er rétt eða ekki skal látið ósagt en margir búast við að fluggjöld hækki töluvert í náinni framtíð. Ef til vill kemur aukin samkeppni til með að hægja aðeins á fyrirhuguðum hækkunum, sérstaklega með tilliti til þess að heyrst hefur að SAS ætli sér að fljúga áætlunarflug milli Dan- merkur og íslands næsta vetur. í töflum, sem fylgja greininni, kem- ur glöggt fram að áhrif erlendu flugfélaganna á sætaframboð eru mjög lítil. Mismunur á verði hverrar flugmílu er einnig lítill. Athygli vek- ur að Lufthansa býður ekki upp á ódýr fargjöld á leið sinni Reykjavík- Múnchen. Sætaframboð í sumar viröist ætla setja ný met. Um 220.000 íslendingar gætu farið utan í júní, júlí og ágúst. Þessar tölur eru ótrú- legar fyrir þjóð af okkar stærð. Þess ber að geta að hluti þessara sæta er nýttur af erlendum ferðamönnum, bæði þeim sem koma til landsins svo og Bandaríkjamönnum á leið til Evr- ópu. -EG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.