Alþýðublaðið - 04.07.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.07.1921, Blaðsíða 4
4 A L ÞjY BUBLAÐIÐ terling fer héðan á morgun kl. xo árd, vestur og norður ura land. E.s. pullfoss fer héðan á morgun 5. }úlí kl, 8 síðdegis. My suostur í heildsölu og smásölu Kaupfélagið í Gamla bankanum. Sími 10 2 6. Herpinöt, 30 faðma, í góðu standi, er til sölu fyrir mjög lágt verð. Semja ber við Emanuel J. Bjarnas, Bergststr. 33 B. Rafmagnsleiðsluf. Straumnum hefir þegar verið hleypt á götuaeðarnar og raenn ættu ekki að draga lengur að láta okkur leggja rafleiðslur ura hús sín. Við skoðum húsin og seg}um um kostnað ókeypis. — Komið í tíma, meðan hægt er að afgreiða pantanir yðar. — H.f. Hiti & Ljós. Símar 830 og 322 Aipi. ksstar i kr. á mánwtt. Ritatjóri og ábyrgðarmaðar; ólafur Friðriksson Prentimiðian Gutenbere. Jmck Lwtdott: Æfintýri. í heiminum og sú aðferð er ekki hjónabandið, og þakka þér svo anuars fyrir. Þegar eg er að tala við þig um farmgjöld fyrir kopra, kæri eg mig ekkert um að þú blandir bónorði inn í það samtal. Og þess utan — þess utan —“ Röddin bilaði þegar hún hélt áfram, var sá hljómur 1 henni, að honum fanst hún hljóta að vera fantur. „Geturðu nú ekki séð? — Þetta eyðileggur alt okkar samband, og — og eg hélt svo mikið upp á þenna félagsskap okkar, eg var svo hreykin af honum. Geturðu ekki skilið það? — Eg get ekki haldið áfram að vera félagi þinn, þegar þú ert búinn að fá ást á mér. Og eg var svo sæl yfir þessu." I augum hennar mátti sjá tárin yfir vonbrigðunum en hún hélt þó niðri í sér grátinum. „En, eg aðvaraði þig“ sagði hann, alvarlegur. „Svo óvenjulegt samband milli manns og konu getur ekki staðið lengi. Það sagði eg strax." „Já, það gerðir þú. Eg man vel, hvernig þú fórst að.“ Nú var hún aftur orðin reið og það kvenlega horfið. „Þú varst mjög gætinn þegar þú varst að vara mig við. Þú gættir þess að vara mig við hverjum einasta raanni á Salomonseyjunum, nema sjálfum þér." Það var eins og Sheldon væri gefið kjaftshögg. Hann fann að þetta, sem hún sagði var satt, en þó var það svo óréttlátt að láta það koma. Hann sá bregða fyrir í augum hennar sigurglampa yfir því að að hafa hitt svona vel og hann ákvað því að segja það sem honum bjó í bijósti. — „Málið er nú ekki eins einhliða og þú virðist halda," byijaði hann. „Mér leið svo ágætlega á Beranda áður en þú komst. Að minsta kosti varð eg ekki fyrir móðg- unum eins og þeim, að eg væri ásakaður fyrir ragmensku eins og þú hefir sakað mig um. Þú verður að gæta gess — taktu vel eftir þessu — að eg hefi aldrei beðið J>ig að koma til Beranda, og ekki heldur að vera hér. Með því að setjast hér að. hefir þú skapað þetta ástand sem er þér svo óþægilegt. Með þvi að setjast að komstu mér i þennau vanda og nú ásakar þú mig fyrir alt saman. Það var ekki mín ósk, að þú staðnæmdist hér. Þá var eg ekkert skotinn í þér. Eg vildi endilega að þú færir til Sidney eða snérir aftur til Hawaji- En þú vildir samt sem áður vera kyr. í ráun og veru-------------“ Hann hætti til þess að leita að einhverju vægara orði en því, sem komið var fram á varir hans, en hún sagði það fyrir hann. „þrengdi eg mér upp á þig — það ætlaðir þú víst að segja" Og blóðið hljóp fram i kinnar hennar af æs- ingunni. „Haltu bara áfram. Kærðu þig ekkert, þótt þú særir mínar tilfinningar." „Nei, það ætla eg heldur ekki að gjöra" sagði hann festulega. „Þú hefir sagt, að þú vildir láta skoða þig eins og karlmann — þessvegna verður þú að tala við mig á sama hátt og karlmenn tala saman. Og hlustaðu nú á. Þessi óþægindi eru ekki þér að kenna. Eg ásaka þig ekki fyrir neitt, mundu það. En mér finst þú ekki heldur hafa ástæðu til þess að ásaka mig að neinu leyti." — Hann sá, hvernig brjóst hennar gekk í bylgjum með- an hún sat frammi fyrir honum með krepta hnefana^ og hann varð að taka á allri sinni stillingu til þess að breiða ekki út handleggina og faðma hana að sér í stað þess að halda áfram þessari köldu og fyrirfram ráðnu árás. Hann sagði við hana eitthvað á þá leið, að hún væri eins töfrandi eins og drengir frekast gætu verið; en hann hélt sér þó innan réttra takmarka og stilti sig til þess, að tilfinningarnar hlypu ekki í gönur með hann. „Þú getur þó aldrei verið önnur en þú ert. Ekki getur þú gjört að því, þótt þú sért 1 mínum augum eftirsóknarverð. Þú hefir orðið þess valdandi, að eg hefi óskað mér þess, að eg ætti þig. Það var ekki ætl- un þín; þú hefir ekkert gjört til þess; að koma þeirri ósk inn hjá mér. Svona ertu nú. Og svona er eg, að

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.