Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1988, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1988, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1988. Útlönd Páfi atyrðir Stroessner Jóhannes Páll II. páfi, atyrti I gær Alíredo Stroessner, leiötoga Paraguay, og las honura lexíuna um mannréttindi og stjórnmálasið- fræði. í ræðu sinni lýsti páfi fullri samstöðu með biskupum Paraguay sem hafa gagnrýnt ríkisstjórn landsins harðlega. Stroessner, einræðisherra í Paraguay, kora sjálfura sér og rík- isstjórn sinni hins vegar til varnar og sagði að í Paraguay nyti fólk frelsis og framfara og væri laust við ógnir hermdarverka, hungurs og_ eiturlyfja. I ræðu sinni hvatti páfi Stroessn- er til þess að efna til umræðna um alla þætti opinbers lífs í landinu. Ríkisstjórn landsins hefur nú um tveggja ára skeið hundsað meö öllu kröfur kirkju landsins um slíkar viðræður. Hefur Stroessner sagt að kirkjan eigi að einbeita sér að andleg- um málefnum, en í gær sagði páfi að hún gæti aldrei takmarkast við hof sín. Skömmu eftir komu páfa til Paraguay handtók lögregla þar bandarísk- an klerk, tvo af leiðtogum smábænda í landinu og einn af leiðtogum verka- lýðshreyfingar landsins. Voru allir þessir aðilar að koma úr kirkju þar sem um hundrað og fimmtíu manns fasta nú í mótmælaskyni við sfjóm Stroessners. Stroessner hafði áöur bannað fyrirhugaðan fund með páfa og leiðtogum stjórnarandstöðu landsins. Eftir harðar deilur milli fulltrúa páfagarðs og stjórnarinnar í Paraguay ákvað einræðisherrann hins vegar að heimila fundinn sem fer fram í dag. Páfa fagnaö í Santa Cruz i Bóliviu um síðustu helgi. Símamynd Reuter Dukakis með forskot á Bush Jesse Jackson, sem nú er orðinn vonlaus um útnefningu sem forseta- efní demókrata, segist vonast til að fá heiðarlega meðhöndlun á flokks- þingi þeirra i sumar. Simamynd Reuter Samkvæmt nýjum skoðanakönnunum í Bandaríkjunum hefur Michael Dukakis, fylkisstjóri í Massachusetts, nú betur í baráttunni um embætti forseta Bandaríkjanna en George Bush varaforseti. Dukakis, sem nú er talinn öruggur um útnefningu sem forsetaefni demókrata, virðist njóta nokkru meira fylgis meðal kjósenda, ef marka má tvær nýjar skoöana- kannanir. Bush hefur átt í vaxandi erfiöleikum vegna aðildar sinnar að hneyksl- inu vegna vopnasölu Bandaríkjamanna til íran, svo og vegna erflöleika bandarísku rikisstjórnarinnar í samskiptum við Panama og Manuel An- tonio Noriega, óopinberan einræöisherra þar. Á sama tíma hefur áht almennra kjósenda í Bandaríkjunum á Michael Dukakis vaxiö verulega. Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS sagði í gærkvöld að Dukakis nyti nú stuðnings flörutíu og níu af hundraði kjósenda en Bush aðeins þtjátíu og níu prósent, eöa tíu prósentum minna. Talið er að Dukakis muni vinna enn einn sigur í forkosningum demó- krata í Oregonfylki í dag. Jesse Jackson, sá eini sera enn kemppir um útnefningu viö Dukakis, hefur því sem næst gefið vonir sínar um hana upp á bátinn og sagði viö fréttamenn í gær að hann vonaðist aöeins eftir þvi að fá sanngjama meðhöndlun á flokksþingi demókrata í sumar. Bush er einn um hituna í forkosningum repúblikana í Oregon enda hefur hann þegar tryggt sér fylgi nægiiega margra flokksþingsfulltrúa til að hijóta útnefningu flokks síns og því tilgangslaust fyrir aðra frambjóð- endur að berjast gegn honum. NeStar aðild að árásum Bandaríkjamennm neituðu í gær þeim ásökunum írana aö þeir hefðu aðstoðað íraka í árásum þeirra á íranska olíuhöfn á Persa- flóa. Ötvarpið í Teheran, höfuðborg íran, haíði það eftir háttsettum for- ingja í íranska flughernum að þeg- ar árásarflugvélar íraka heföu nálgast skotmörk sín á flóanum hefðu bandarísk herskip þar að- stoðað með því að trufla radar og fjarskiptatæki. Hefðu truflanir þessar staðið í níu mínútur. Talsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins sagði í gær að fréttir þessar væru einfaldlega ekki sann- ar. Þegar hann var hins vegar spurður að því hvort Bandaríkja- menn hefðu vitaö af árásum þess- um fýrir fram, kom hann sér hjá því að svara. Talsmaðurinn fullyrtí að hlutleysissteöia Bandaríkjamanna gagnvart átökimum milli íran og írak, sem staöiö hafa í átta ár, væri óbreytt. Bandarisk herþyrla við eftirlitsstörf á Persaflóa Simamynd Reuter Sérsveitir stjórnarhersins i El Salvador reyna að koma í veg fyrir að birgðir berist skæruliðum stjórnarandstöðunnar. Simamynd Reuter Lýðræðið lætur ekki sjá sig Þrátt fyrir kosningar þær, sem fyr- ir tveim mánuðum áttu að endur- reisa lýðræði í E1 Salvador, láta fyrir- hugaðar úrbætur í landinu enn bíða eftir sér. Öll yfirstjórn landsins er í molum. Þing landsins neitar að koma saman, stjórnarflokkurinn er klof- inn, her landsins er órólegur og skæruliðar vinstrisinnaðra stjórnar- andstæðinga hafa hert baráttu sína til muna. Nú síðast hefur gengið yfir landið bylgja af pólitískum ofbeldis- verkum, þar á meðal hafa verið framin mörg morð. Fréttaskýrendur telja að nú sé loks að renna upp fyrir Bandaríkjamönn- um að landiö, sem þeir völdu sem þungamiðju framkvæmdar stefnu sinnar í málefnum Suður-Ameríku, sé í rúst. Haft er eftir háttsettum aðila, sem ekki vildi láta nafns síns getið, að sú von Bandaríkjamanna að lýöræði væri að komast á í E1 Salvador hefði reynst á misskilningi byggð. Bandaríkjamenn bundu vonir sín- ar við flokk sósíaldemókrata í E1 Salvador. Flokkur þessi viröist nú vera aö klofna auk þess aö hann náöi ekki hreinum meirihluta á þingi í kosningunum fyrir tveim mánuö- um. Flokkur öfgamanna til hægri, AR- ENA, hiaut þijátiu af sextíu þingsæt- um í kosningunum. Sögöust þeir aö vísu hafa fengið þijátíu og eitt en sósíaldemókratar hefðu haft rangt við í talningu og svipt þá meirihlut- anum. Vegna ásakana hægri manna og deilna fyrir hæstarétti landsins um málið hefur þingið ekki enn getað komið saman til starfa. í kjölfarið hefur svo fylgt alda af oíbeldisverkum. Gregorio Rosa Chavez, aðstoðar- erkibiskup í E1 Salvador, sagði í ræðu um síðustu helgi að íjölgun pólitískra morða og mannrána væri nú orðin mikið áhyggjuefni. Varaöi hann við því að neyðarástand væri að skapast í landinu. Dauðasveitir hægri manna í landinu, stjómarherinn og skærulið- ar uppreisnarmanna hafa myrt að minnsta kosti sextíu og fimm al- menna borgara í E1 Salvador síðustu fjóra mánuði. Þar af voru nítján morð framin í einni og sömu vikunni. Þá hefur mannréttindanefnd E1 Salvador, en leiðtogi hennar, Herber itíiaya, var myrtur í októbermánuði síðastliðnum, gefið út lista yfir þrjá- tíu og íjóra aðila sem horfið hafa af völdum stjórnarhersins. Að sögn mannréttindanefndarinn- ar er það stjórnarher landsins sem ber ábyrgð á flestum mannréttinda- brotum þar. Aðgerðir hersins hafa einkum beinst gegn smábændum og verkamönnum sem grunaðir eru um stuðning við uppreisnarmenn. Vestrænir stjórnarerindrekar í E1 Salvador segja aö hið eina jákvæða í landinu í dag sé sú staðreynd að herinn hefur ekki enn steypt ríkis- stjórninni af stóli og tekið völdin í sínar hendur. Hins vegar er tahö að til þess gæti komiö ef ástandið heldur enn áfram að versna. Foringjar hersins munu vera orðnir óþolinmóðir og hafa lýst þeirri skoðun sinni að innbyrðis deil- ur stjórnenda landsins séu að leiða til algers stjórnleysis. Uppreisnarmenn í landinu eru hins vegar taldir ánægöir með þá upp- lausn sem ríkir meðal stjórnvalda. Þeir hafa nú rekið baráttu sína gegn stjóm landsins í níu ár og hefur bar- áttan kostaö aö minnsta kosti sextíu og þijú þúsund mannslíf. Talsmenn skæruliöa segjast hafa í hyggju að kynda undir ófriði í landinu eftir bestu getu. Hafa þeir aukið við að- gerðir sínar til muna, með fyrirsátr- um og skemmdaverkum. Fara þeir heldur ekki dult með þá ætlun sína aö hefja nýja sókn á þessu ári. Mótmælaaðgerðir stúdenta og annarra hópa hata einkennt daglegt líf í ,EI Salvador um langt skeiö. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.