Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1988, Blaðsíða 14
Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerö: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 700 kr. Verð í lausasölu virka daga 65 kr. - Helgarblað 80 kr. Veik stjórn Ríkisstjórnin stendur sundruö og veik eftir efnahags- aðgerðirnar. Ágreiningur stjórnarliðsins var mikill. Einkum eru það framsóknarmenn, sem gerast ókyrrir. Þeim þykir engan veginn nóg að gert. Stjórnin'gæti orð- ið í hættu að nýju strax snemma í næsta mánuði. Lítum á aðdraganda aðgerðanna. Ríkisstjórnin hugð- ist gera efnahagsaðgerðirr um næstu mánaðamót. En stjórnin var tekin í bóhnu. Fólk ruddist að bönkunum til að fá gjaldeyri. Erlendur gjaldeyrir var á útsölu, eft- ir að verðbólguþróunin hér heima hafði skapað slíkt ójafnvægi í gengisskráningu, sem orðið var. Á tveimur dögum voru teknir í gjaldeyri 2,5 milljarðar króna eða Úórðungur gjaldeyrisforða landsmanna. Ríkisstjórnin réð ekki ferðinni. Hún varð að berast með straumnum. Staðan sýndi hrun efnahagsstefnu stjórnarinnar, svo að ekki varð augljósar séð. Áherzlu verður enn að leggja á, að núverandi og fyrrverandi stjórn misstu báðar af tækifærunum. Fyrri stjórn lét góðærið líða án grund- vaharaðgerða. Meira að segja varð fjárlagahallinn gífur- legur, og verðbólgan kraumaði undir niðri. Núverandi stjórn lét fyrsta hálfa árið líða án þess að taka á málun- um. Síðan varð það of seint. Þegar vandinn dundi yfir í síðustu viku, var engin samstaða í stjórninni. Allt var óunnið. Við stjórninni blasti, að hún var að safna 20 milljarða viðskiptahalla við útlönd á starfstíma sínum, frá júní í fyrra til næsta hausts. Eftir góðæri síðustu ára stefndi þá í, að erlendar skuldir ykjust um fimmtung á þesssum tíma, og það hjá þeirri stjórn, sem öðrum fremur hafði lofað að- haldi. Úflutningsatvinnuvegirnir voru að hrynja, jafnvel næstu daga. Efnahagsstefnan hafði verið röng. Fast- gengisstefnan hafði reynzt þolanlega um skeið, en var nú farin að reynast hættuleg. Stjórnarherrarnir settust niður til að reyna að samþykkja einhverjar aðgerðir í skyndingu. Aðgerðirnar hggja nú fyrir, en þær sýna aðeins sundurlyndi stjórnarhðsins. Mikið er ógert og tíminn naumur. Stjórnarliðið skilur við málin í bili í miklum ágrein- ingi um stærð gengisfellingarinnar, sem var nú ákveðin tíu prósent. Stjórnarliðið deilir um, að hve miklu leyti rauðu strikin í kjarasamningunum skuli afnumin. Það skuli næstu vikur rætt við verkalýðshreyfinguna. Stjórnin deilir um, hvort aðra samninga en þá, sem gerðir hafa verið, skuh ákveða með bráðabirgðalögum. Ráðherra greinir mjög á um bindiskyldu bankanna, lánskjaravísitölu og vexti yfirleitt. Þetta eru nokkur dæmi um harðan ágreining í stjórninni, sem hefur krist- ahazt nú um helgina. Framsókn boðar miðstjórnarfund í byrjun júní. Þá vih sá flokkur, að hinir verði tilbúnir í harðari aðgerð- ir. Framsókn telur gengisfehinguna nú hafa verið að minnsta kosti fimm prósentustigum of litla. Framsókn vih beita hörku í kaupgjaldsmálum. Augljóst er, að verkalýðshreyfingin samþykkir ekki, að launin verði tekin af fólkinu, enda nýsamið. Ríkisstjórnin er í sjálf- heldu. Dagar hennar kunna að verða taldir innan tíðar. Frá upphafi hefur komið í ljós, hversu ósamstæð þessi þriggja flokka stjórn er. Þetta hefur ávaht sést, þegar á hefur reynt. Nú lenti sljórnin í þeim ógöngum að missa stjórn efnahagsmála gjörsamlega úr höndum sér. Aðgerðirnar nú kunna að redda einhveiju um tíma, en þær leiða bezt í ljós, hvíhkur vafi er, að þessi ríkis- stjómarbræðsla sé fær um að stjóma. Haukur Helgason Vörukaupalán Með lögunum nr. 63/1979, um skipan gjaldeyris- og viöskipta- mála, ásamt meö tilheyrandi reglu- gerðum er kveðið á um að vörur megi ekki flytja til landsins nema greiösla hafi verið innt af hendi eða tryggð með öðrum hætti, svo sem með lántöku eða greiðslufresti. Nú um tíðir falla líklega um 70% af heildarinnflutningi undir svoköll- uð heimiluð vörukaupalán. Talsverð umræða hefur á und- anfómum missirum orðið um að breyta þessu fyrirkomulagi þannig að allur vöruinnflutningur falli undir heimiluð vörukaupalán, enda hefur það í fór meö sér bæði aukinn kostnað og óhagræði borið saman við það sem tíðkast í öðrum löndum. Varla þekkjast dæmi um sambærilegt fyrirkomulag við inn- flutning og hér tíðkast meöal ann- arra þjóða sem bomar verða sam- an við íslendinga að lífskjörum og menningu. Við Ingi Björn Albertsson, þing- maöur Borgaraflokksins, höfum flutt frumvarp á Alþingi til aö breyta þessu. Helstu rök 1. Óeðlilegt er að íslensk stj ómvöld taki að sér að sjá um viðskipti íslenskra manna við erlenda á þennan hátt. íslenskir útflytjend- ur geta hvergi í heiminum fengið stjórnvöld til að tryggja sér greiðslu á þennan hátt. Svona viðskipti þekkjast einfaldlega ekki. 2. Lög þau og reglur, sem hér um ræðir, tryggja á engan hátt, svo sem þeim virðist ætlað, aðhald að innflutningi og þenslu. Á síð- asta ári jókst innflutningur um 28% og viöskiptahalli við útlönd er mjög mikill. Landiö er yfirfullt af hvers konar varningi. Kaup- mátturinn í landinu ræður mestu um í hve miklum mæli hann selst. 3. Hins vegar eykur þetta fyrir- komulag kostnað og hækkar vömverð. Svo sem alkunna er em vörur fluttar til landsins og „hggja á hafnarbakka“ þar til innflytjandi getur innt greiðslur af hendi í samræmi við lög og reglur. Þetta þýðir í reynd: a. Að greiðslufrestur erlendra framleiðenda og seljenda er nýtt- ur í raun en kemur ekki að notum við lækkun vömverðs. b. Skipafélög og aðrir flutnings- aðilar þurfa að koma sér upp viðamiklum vömgeymslum. Geymslukostnaður er mikill. Fjárfesting og vinnuafl við geymslumar, umsjón, eftirlit og jafnvel tjón hækka vömverð. Kostnaður 50% 4. Svo sem kunnugt er greiða smá- sölukaupmenn innflytjendum með svokölluöum vömvíxlum. Heildsalar og innflytjendur selja þessa víxla í banka í því skyni að afla ljár til þess að leysa út nýjar sendingar. Bankar kaupa vöm- víxla á gengi sem þeir ákveða og kostnaður við þessi „lánsvið- skipti“ nemur um 50% á árs- grundvelli. Eölilega leggst þessi kostnaður ofan á vömverö. Lán hins erlenda framleiðanda eða seljanda nýtast hins vegar ekki, KjaUariim Guðmundur G. Þórarinsson þingmaður fyrir Framsóknarflokkinn en í mörgum tilvikum er hægt að fá greiðslufrest nokkurn tíma án kostnaðar. 5. Vörukaupavíxlar eru umfangs- mikill þáttur í starfsemi íslenskra banka og ein skýringin á útþenslu kerfisins. Samdráttur í vöru- víxlakaupakerfi bankanna mundi draga úr umsvifum þeirra og valda umtalsverðum sparnaöi. 6. Talið er að um 70% af heildarinn- flutningi falli undir heimiluð vörukaupalán. í aöeins um helm- ingi tilvika er þó lánsheimildin nýtt. Árið 1986 var heildarinn- flutningur um 46 milljarðar króna þannig að 30% innflutn- ingsins, þ.e. sá hluti sem ekki nýtur heimildar til vörukaupa- lána, nemur 13,8 milljörðum króna. Miðað viö fyrri reynslu gæti það þýtt um 7 milljarða króna vöru- innflutning á greiðslufresti á einu ári ef um helmingur tilvika nýtti heimildina. Ef miðaö er við þriggja mánaða greiðslufrest mundi heildarupphæðin, sem um er að ræða og nýttist sem lán frá erlendum framleiðendum og selj- endum, vera um 1,7-1,8 milljarð- ar króna. Líklegt er að það tæki um 1-2 ár aö ná þessari upphæð í greiðslufresti. 7. Þensluáhrif er erfitt aö meta en þau koma aðeins fram fyrst er breyting á sér stað. í þessu sam- hengi má benda á áhrif innflutts fjármagns hjá kaupleigum sem ekki hefur verið talin ástæða til að amast við og eru líklega tals- vert meiri og yfirdráttarheimildir sem heimilaðar hafa veriö á ávís- anareikningum og nema líklega hærri upphæö en hér um ræðir. í þessu samhengi má einnig nefna greiðslukortin. 8. Ef að líkum lætur mundu vöru- víxlaviðskipti stórlega dragast saman ef frumvarp þetta verður að lögum. Það þýöir að þrýstingur minnkar á lánsfjármarkaði og vextir gætu lækkað. 9. Erlend lántaka er dýr. Líklegt er að bankakerfið gæti sparaö er- lend lán um sem svarar lánum erlendra framleiöenda og selj- enda sem kæmu að notum ef frumvarp þetta verður að lögum. Lán þessara erlendu aðila eru ódýrari en önnur fáanleg lán, þau eru oft með lágum eða engum vöxtum. Úrelt kerfi við lýði 10. Hið úrelta kerfi, sem við lýði er á íslandi og varðar afskipti ríkisvalds af viðskiptum ís- lenskra og erlendra aðila við vöruinnflutning til landsins, er leifar af gömlu hafta- og stýri- kerfi. Kerfl þetta leiðir af sér ýmiss konar óarðbæra starfsemi í þjóðfélaginu, svo sem vöru- geymslukerfi flutningsaöila og vöruvíxlakaupakerfi bankanna. Bæði þessi kostnaöarsömu og óarðbæru kerfi væru óþörf í slíkum mæli sem þau eru ef skipan gjaldeyris- og viðskipta- mála væri færð í nútímahorf svo sem þetta frumvarp gerir ráð fyrir. Rétt er að benda á aö nú er Seðlabankinn aö koma upp umfangsmiklu eftirlitskerfi eftir að bankastimplun var afnumin. Hætt er við að þetta kerfi leiði til margra óarðbærra vinnu- stunda bæði í fyrirtækjum og stofnunum. Kerfi þetta yrði óþarft ef þetta frumvarp yröi að lögum. 11. Þegar Alþingi breytti á síðasta þihgi ákvæði í lögum nr. 63/1979, um skipan gjaldeyris- og við- skiptamála, á þann veg að ekki þyrfti staðfestingu gjaldeyris- banka svo að tollafgreiöa mætti vöru voru flestir þeirrar skoð- unar að verið væri að færa mál á þann veg sem þetta frumvarp gerir ráð fyrir. Svo var þó ekld og mun hafa komiö mörgum á óvart. Til þess að svo megi verða þarf að gera þá breytingu sem hér um ræðir. 12. Frumvarp þetta er skref í átt að meiri fríverslun og aðlögun að viðskiptaháttum helstu við- skiptaþjóða okkar. Rétt er að fram komi að við- skiptaráðherra hefur lýst því yfir að hann vinni að breytingu á þess- ari grein laganna nr. 63 frá 1979. Mér virðist eðlilegt að flýta mál- inu. Svo sem fram kemur af rökum sem dregin eru fram hér að framan felur þessi breyting í sér spamað, hagraeðingu og lækkað vöruverð. Guðmundur G. Þórarinsson „Varla þekkjast dæmi um sambærilegt fyrirkomulag við innflutning og hér tíðkast meðal annarra þjóða sem born- ar verða saman við íslendinga að lífs- kjörum og menningu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.