Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1988, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1988. 15 Þjóðleikhúsið og nýja Borgarleikhúsið: Hve aðgengileg fyrir fatlaða? „Margir eru aðeins hreyíihamlaðir, en tillitssemi við þá er einnig nauðsyn- leg.“ Til aö byija meö veröum við að skilgreina oröiö fotlun. Flestum sem ég tala viö dettur aðeins í hug fólk sem er hjálparlaust í hjólastól þegar þeir heyra orðið. Þetta er fótlun á háu stigi. Margir eru að- eins hreyfihamlaðir en tillitsemi við þá er einnig nauðsynleg. Hér er tilraun til að skilgreina mæli- kvarða fötlunar: 1) Getur gengið þrátt fyrir staurfót e.þ.h. en verður að hafa handrið á stigum báðum megin, enda styrkleiki handleggja mismun- andi. 2) Getur gengið en verður að nota göngustaf eða eina hækju. 3) Getur gengið en verður að nota tvær hækjur, getur aðeins stigið í annan fótinn. 4) Getur ekki gengið en getur sjálf- ur knúið hjólastól. 5) Verður að hafa aðstoð við akstur hjólastóls. í hugum manna eru fatlaðir að- eins hópar (4) og (5). Nauðsynlegt er að hafa spuming- una um aðgang tvíþætta: a) Hvemig er að komast inn í leik- húsið? b) Hvemig er að komast um húsið? Gamla Þjóöleikhúsið Eins og Sigríður Þorvaldsdóttir skrifaði í DV hinn 25. mars 1985 er Þjóðleikhúsið „Glæst borg álfa og ævintýra" en ekkert hugsað um áhorfendur sem hreyfihamlaðir eru. Erfitt er að komast inn í hús- ið. Á austurtröppum þess eru fær- anlegar brautir og húsvörðurinn getur ýtt hjólastól inn í anddyrið. Nokkur þrep eru ennþá til að kom- ast í fatageymslu og að áhorfenda- salnum. KjaUaxinn Eiríka A. Friðriksdóttir hagfræðingur Þaö er hægt að bakka hjólastól inn við 10. bekk en ef hinn fatlaði ætlar að yfirgefa sýningu getur hann það ekki. Venjuleg sæti era á 10. bekk. Engin snyrting er fyrir fólk í hjólastól. Snyrtingin er í raun og veru fyrrverandi skápur. En það er ekki í samræmi við byggingar- reglur. Maður, sem vill færa sig úr stólnum á salerni, getur aðeins notað hægri hönd. Aðgangur að öðmm bekkjum er mjög erfiður enda verður maður á hækjum, sem ætlar að ganga til sætis síns, aö ganga niður mjög mjóar tröppur, 3-4 þrep. Handfóng á veggnum væru mikil hjálp. Til þess að komast að húsinu er ráð- legt aö fá hjálp frá ferðaþjónustu fatlaðra (sími á vinnutíma 12312) og er nauðsynlegt að panta fyrir- fram. Borgarleikhúsið: Arkitektar eru Guðm. Kr. Guð- mundsson, Ólafur Sigurðsson og Þorsteinn Gunnarsson. Húsið er ekki enn frágengið en Ólafur var svo vinsamlegur að gefa mér teikn- ingu sem hér er sýnd. Við hönnun hússins var greinilega hugsað um frá byrjun að hafa góða aðstöðu fyrir fatlaða. Jafnvel fólk í hjóla- stólum á greiðan aðgang í húsið. Hægt er að aka beint inn í salinn frá götu og beint inn í sætaraðir. Venjuleg sæti (8 sæti) voru tekin út til að fá pláss fyrir 4 hjólastóla. Hverjum stól er hægt að bakka inn og út eftir vild. Hreyfihamlaðir, sem geta gengið, geta fengið sæti við hlið hjólastóla. Við innganginn (merkt útgangur á teikningunni) er snyrting fyrir fatlaða í hjólastól og hægt að komast að salerni báð- um megin. Samkvæmt teikningu geta fatlaö- ir fengið sér hressingu á sömu hæð. Mun því Borgarleikhúsið nýt- ast öllum vel. Eiríka A. Friðriksdóttir. nýs Borgarleikhúss. Sjómaðurinn og kvótinn Miklar deilur hafa átt sér stað und- anfarið varðandi það hver eigi öðr- um fremur tilkall til fiskistofnanna umhverfis landið. Nokkur sjónar- mið hafa komið fram bæði í ræðu og riti, meðal annars taldi dr. Alda Möller upp í grein í Morgunblaðinu að hún ætti svo og svo mikið af hinum ýmsu fiskum sem í sjónum synda. Skondin lagasetning Fleiri eru á svipaðri skoðun, t.d. telur fiskvinnslan sig eiga ský- lausan rétt til að ráöstafa auðlind- inni eftir sínu höfði og útgerðar- menn telja sig að sjálfsögðu eiga þennan rétt. Þessi deila reis hæst þegar hið háa Alþingi setti, laust eftir áramót, lög um stjórnun fisk- veiða þar sem sérstaklega er tekið fram að þjóðin eigi sameiginlega fiskimiðin kringum landið. Þessi lagasetning er dálítið skondin, þegar ástæða er til að setja sérstaklega í lög sameign þjóðar- innar á öðmm auðlindum svo sem landbúnaði, verslun, iðnaði og síð- ast en ekki síst orkulindum lands- ins. í allri umræðunni hefur gleymst sú stétt manna sem dags daglega sér um að nýta auðlindina. Þetta eru auðvitað íslenskir sjó- menn sem ættu öðrum fremur að eiga nytjaréttinn þar sem það eru þeir sem leggja sig í þá hættu sem er því samfara að nálgast fisk á einhverjum erfiðustu fiskimiðum í heimi. Sjálfstætt apparat Nú má það flestum vera ljóst að ekki er hægt að úthluta veiðileyf- um á einstaka sjómenn þannig að nálgast verður réttlætið á annan hátt. Þá koma menn að útgerðinni sem stendur næst sjómanninum ef Kjallarinn „Trúlega er aðeins ein viðunandi leið til, svo að sjómenn megi vel við una, hún er sú að allur fiskur fari með laga- boði 1 gegnum fiskmarkaði.“ þeim afla sem sjómaðurinn ber að landi. Skásti kosturinn Þetta er því miður ekki raunin í dag, sjómenn þurfa oftast að Rerja út kjarabætur frá tveim andstæð- ingum og er víðast hvar annar ósýnilegur, þ.e. útgerðarmaðurinn. Þetta gengur eðlilega ekki upp og þarna verða að koma til breytingar á. Trúlega er aðeins ein viðunandi leið til svo að sjómenn megi vel við una, hún er sú að allur fiskur fari með lagaboði í gegnum fiskmark- aði. Sá kostur verður skástur í þessu fyrirkomulagi til að verð- myndun fari í eðlilegan farveg. Fiskvinnslan getur aukið sér- hæfingu og skammtað sér hráefni og verður þar með fær um að keppa við erlendu markaðina um fiskinn. Útgerðin verður þá rekin með há- marksafrakstri sem sjálfstæð fyrir- tæki, sjómönnum og reyndar öllu þjóðarbúinu til hagsbóta. Skilin milli útgerðar og vinnslu munu skerpast og kvótinn verður kominn eins nálægt sjómanninum og mögulegt er. Reynir Traustason Reynir Traustason stýrimaður, Flateyri allt er eðlilegt. Skásti kosturinn hlýtur að vera sá að úthluta veiði- leyfum til útgerðar, eins og reyndar er gert í dag. Þá vaknar sú spurning hvort út- gerð í dag sé alls staðar rekin sem alvöruútgerð. Svariö við því er nei, í langflestum tilvikum er útgerð og vinnsla sami grautur í sömu skál, sem þýðir einfaldlega það að þeim fyrirtækjum sem hafa báða þættina innanborðs er hreinlega akkur í að halda fiskverði sem lægstu. Allir samningar sjómanna gera ráð fyrir að útgerðin sé sjálfstætt apparat sem leitast við að fá sem hæst verö fyrir afurðir sínar. Þess- ir samningar gera ekki ráð fyrir að sjómenn þurfi að vera með putt- ana í því hvernig útgerðin ávaxtar sitt pund, heldur gmndvallast þeir á þeirri meginforsendu að sjómað- urinn og útgerðarmaðurinn skipti sín í milli þeim verðmætum, sem útgerðin skapar, af einlægni úr Fiskmarkaðir skásta fyrirkomulagið til að verðmyndun fari i eðlilegan farveg?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.