Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1988, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1988. Spumíngin Lesendur Hvert ætiar þú í sumarfríinu? Guðmundur Norðdahl: Ég er ekki búinn að ákveða það, ég fer kannski eitthvað til útlanda. Ingimar örn Gylfason: Ég verð bara að vinna í allt sumar. Halldór Traustason: Ég veit það ekki, að öllum líkindum vinn ég í allt sum- ar. Guðrún Guðbjörnsdóttir: Ég er að hugsa um aö ganga frá Landmanna- laugum í Þórsmörk og fer líka eitt- hvað norður. Heiða Sigurðardóttir: Ég ætla í sum- arfííinu til Akureyrar, Isafjarðar og BOdudals, en er nýkomin frá Hol- landi og Belgíu. Sigríður Einarsdóttir: Ég ætla að fara til Kýpur. Kindakjot og fiskur á eriendum markaði: Skortur og slóða- skapur höfuðvandinn Uppskipun á frystum fiski í Bandaríkjunum. Magnús Árnason skrifar: Nú er svo komið að við íslendingar megum vera vel á varðbergi gagn- vart þeim tveimur tegundum hráefn- is sem hingað til hefur verið aðal- uppistaðan í matvælaframleiðslu okkar, hvort sem miöað er við inn- lendan eða erlendan markað. Ég ætla þó einungis að drepa á nokkur atriði sem ég tel vera svo aðkallandi að leysa að flest annaö verður að mæta afgangi í umræðunni um útflutning okkar. Fyrst er það kindakjötið (því það er minna máhð af tveimur stórum). Þaö er til mikillar vansæmdar, að kjötframleiðendur og -seljendur í Evrópu skuli hafa getað lagt bann við sölu íslensks kindakjöts vegna ófullnægjandi og slæmrar meðferðar við slátrun og frágang. Auðvitað verðum við að taka þessu og bæta um betur, en tryggja verður að ekki fari kjöttætla úr landi fyrr en búið er að tryggja að meðferð í slátrun, aðbúnaður sláturhúsa og frágangur allur á kjötinu standist fullkomlega þær kröfur sem gerðar eru til þessar- ar tegundar hráefnis. Og svo er það fiskurinn. Nú er svo komið að miklar blikur eru á lofti nánast alls staöar þar sem við höfum selt þetta fyrrum viðurkennda hrá- efni, annað hvort beint úr köldu haf- inu, óunnið með öllu, eða með við- komu í pökkunarsölum frystihús- arrna. Ég vil taka undir með þeim for- svarsmönnum SH og Sambandsins og fullyrða að ef hinn trausti mark- aðar í Bandaríkjunum bregst núna, þá er illa komið fyrir okkur íslend- ingum. Ég tek hins vegar ekki undir með þeim fyrstihúsaeigendum, sem hafa krunkað sig saman til að krefj- ast gengisfellingar. Hún hjálpar ekki upp á stöðu okkar í Ameríku hvað varðar fiskinn og eftirspurn eftir honum. En markaðurinn í Ameríku er svo mikilvægur fyrir okkur að fyrir hann er sjálfsagt að fórna hvalveið- um hér viö land að fullu og öllu. Við seljum ekki mikið lengur fisk til þeirra þjóða sem ekki viöurkenna hvalveiðar, jafnvel þótt þær séu stundaðar í vísindaskyni. - En ekki síður er hættulegt, ef það orðspor verður viöloðandi til viðbótar sífelld- um fiskskorti, að íslenskur fiskur sé ekki eins tandurhreinn og vel frá genginn eða pakkaður og áður var. Ég fyrir mitt leyti er sannfærður um að pökkun og frágangur á fryst- um fisld er ekki eins vandað og áður var. Hraðinn og bónuskerfi hafa komið þar við sögu. Einnig hafa margir útlendingar, sem hafa séð og heimsótt fiskvinnslustöðvar hér sjálfir, borið vitni um ýmislegt sem þeim finnst ekki hæfa nú á dögum. Það er t.d. löngu liðin tíð alls staðar í heiminum, að fólk sem vinnur við snyrtingu og pökkun á matvælum í neytendaumbúðir sé ekki meö þunna hlífðarhanska á höndum. Þessu hef- ur ekki verið fylgt eftir hér undan- tekningalaust. - Smámunir segja sumir. En eftir slíku er tekið og þykja mikil tíðindi sums staðar. Þessi atriði; endurskoðun hval- veiða, stöðvun á ferskfiskflutningi til Evrópulanda til að mæta fiskskorti á Bandaríkjamarkaði og harðara eftir- ht með framleiðsluferli í frystihúsum eru þau sem við verðum að taka á nú þegar. Á þeirri stundu að markað- ur fyrir fisk okkar í Bandaríkjunum fellur, er sjálfstæði okkar í hættu. - Þetta hvort tveggja hélst í hendur í upphafi, menn mega minnast þess. Nokkrir islenskir matreiðslumeistarar í fullum „skruða". (Myndin tekin fyrir nokkrum árum.) Fáklæddir matreiðslumenn: Hvar er kokkagallinn? Rúnar hringdi: Ég hef eins og margir aðrir horft á matreiðsluþætti í sjónvarpsstöðvun- um hér. Mér kemur það spánskt fyr- ir sjónir að stundum hafa þama komið menn sem eru ekki klæddir samkvæmt þeim venjum sem gilda um matreiðslumenn. Látum nú vera þótt einhver óbreyttur borgari, sem telur sig hafa einhverjar nýjungar í matreiðslu á boðstólum, klæði sig ekki upp í kokkagalla, sem hann eflaust á heldur ekki til. Það er hins vegar ankannalegt, þegar þekktir og virtir matreiðslu- menn koma fram í sjónvarpi í dagleg- um klæðnaði, allt að því fáklæddir stundum, eða í ermalausum bol og taka til við sýnikennslu í matreiöslu. Margir hafa hins vegar haldið í starfsheiðurinn og verið í fullum „skrúða1' við iðju sína, og er það hka sjálfsagt, Flestir þeirra hafa þó ekki notað húfuna, en hún er eitt aðalein- kennið fyrir góðan matreiðslumeist- ara. - Enginn virtur matreiðslumað- ur í hinum stóra gastrónómiska heimi myndi láta sjá sig við vinnu, án húfu, „la toque du chef ‘ eins og það kallast á „frummálinu". Allar svona uppákomur í sjón- varpi. eins og t.d. matreiðsluþættir, eru vinsælt efni, kannski fremur yfir vetrarmánuðina, og það er tvennt sem grípur áhorfandann strax; hvort viðkomandi kann sitt fag og getur, án hiks og fums, sýnt það sem hann ætlar að sýna í það skiptið - og svo hitt, hvernig hann kemur fyrir sjón- ir. Hreinlæti, örugg framkoma og viðeigandi klæðnaður eru þar áhrifa- ríkustu þættimir. Flugstoövarreikninga drrfur að: Steingrímur vill boiga, Jón ekki Jón B. hringdi: Nú hefur það gerst, sem alltaf mátti búast við, að iðnaðarmenn og verk- takar, sem eiga inni greiðslur og eru að vinna viö flugstöövarbygginguna, notfæra sér einhvern þingmanninn til að knýja í gegn greiðslur frá ríkinu þótt búið sé aö loka á þær og flestir hafi verið sammála um að þetta væri útrætt mál. En hvað gerist? Utanríkisráðherra, Steingrímur Hermannsson, kemur fram fyrir hönd þessara verktaka og iðnaðarmanna og segir blátt áfram að ef reikningar þeirra verði ekki greiddir megi búast við að þeir fari í mál við ríkið! Fjármálaráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, segir hins vegar aö ekki komi til mála að þessir reikningar verði greiddir því samkomulag hafi verið um að stöðva ahar framkvæmdir viö þessa óheilla- flugstöð í bráð. Vonandi stendur íjármálaráðherra við þessi orð og hleypir ekki einum reikningi í gegn til greiðslu því þetta er þvílík ósvífni að notfæra sér einn þingmanna til aö koma reikningum sínum „á framfæri" ef svo má segja, að fólk er almennt hneysklað á hug- myndinni. Þótt utanríkisráðherra sé þingmaður þeirra Suðurnesjamanna þá er þetta of langt gengið. Þeir þarna syðra mega nú vel við una að fá vatnsból sín endumýjuð af Bandaríkjamönnum fyrir milh- göngu sama ráöherra. - Það er nú hægt að ganga of langt í sumum málum. Flugstöðvarbyggingin er hneyksli frá upphafi og þegar búið er að stöðva framkvæmdir viö hana þá á ekki að vera hægt að banka upp á með reikninga og hótanir í fartesk- inu, baktryggðar af þingmanni, jafn- vel þótt hann sé ráðherra! Utanríkisráðherra boðar málaferli gegn ríkinu verði reikningar ekki greidd- ir. - Fjármálaráðherra segir: „Greiðsla kemur ekki til mála“. - Er þetta hægt, Matthias? Hringið í síma 2 7 0 9 9 JL étmmM étmjk miUi M. 13 og 15 eöa skxifLð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.