Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1988, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1988, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1988. 17 Lesendur „Dveljið um tíma við nokkrar aðalumferðargöturnar, þar sem Ijós eru og takið eftir hve margir virða lögin þar!“ segir bréfritari. - Frá gatnamótum Hverfisgötu, Lækjargötu, Kalkofnsvegar og Hafnarstrætis. Átak í umferðarmálum: Mælirinn fullur „Fullsaddur" skrifar: Hið svokallaða átak í umferöar- málum var að vísu virðingarvert, en skilaöi engum sjáaniegum árangri. Eitthvað fleiri hafa ljósin á, sam- kvæmt mjög umdeildum lögum, og beltin spennt, samkvæmt lögum sem allir ættu að geta sætt sig við. - En hvaö svo með hina svokölluðu tillits- semi, umferðarmenningu og lög- hlýðni? Tiflitsleysi, ruddaskapur og lögbrot á næstum hveiju horni, næstum hverjum ljósum, svo tugum skiptir daglega, er orðið svo alvarlegt mál, að nú þarf að taka til höndum. Menn aka yfir á rauðu ljósi svo áberandi oft, að það eitt er himinhrópandi - svo ekki sé talaö um framúr-akst- urs-brjálæðið. Sá sem þetta ritar skorar á lögregl- una að fara í nokkurra daga könnun um borgina og nágrennið á ÓMERKTUM bíl og taka þá gjarnan með myndatökumann frá annarri eða báðum sjónvarpsstöðvunum til að taka myndir af þessari umferöar- geggjun, sem viö erum að verða heimsfræg fyrir. Dveljið um tíma við nokkrar aðal- umferðargöturnar, þar sem ljós eru og takið eftir hve margir virða lögin þar! Fylgist með framúr-aksturs- brjálæöingunum, sem helst vilja aka á 100 km. hraða á helstu umferöar- götunum og mun hraðar í nágrenni þeirra. Nú veröur að gera kröfu til þess að lögreglan fari að stunda eftir- litið á ómerktum bílum. Enginn þarf að hræðast það, nema lögbrjótarnir, og það eru einmitt þeir sem þarf að ná í rassinn á . Að lokum vil ég minnast á eitt at- riði, sem viðkemur þeirri leið er ég ek daglega; hafiö heila gula línu á beygjunni, vestan við Keldur, á Vest- urlandsvegi - þar hefur margur mað- urinn mætt glönnum og taugaveikl- uðum lögbijótum á röngum vegar- helmingi. Ljósvakinn hafði yfirburði Einhliða lög- reglufréttir? Margrét Ásgeirsdóttir skrifar; Ég vfl gera athugasemd við ein- hliða fréttaflutning DV af lög- reglumálum, þar sem aðeins önn- ur hlið mála er birt. Það þykir ekki vönduð biaöamennska. - Margir hafa tekið eftir þessum einhliða fréttaflutningi. Ég vil beina því til yfirmanna lögreglu, hvers vegna þeir reyni ekki að rétta hlut sinna manna, þar sem á þá er hallað. Lögreglan þyrfö nauðsynlega að hafa eins konar blaðafufltrúa, svo báðar hliðar komist til skila. - Eða ber að líta á lögreglufréttamenn blað- anna sem blaðafulltrúa lögregl- unnar? Agatha hringdi: Það eru áreiðanlega margir sem taka undir með Hrefnu sem átti les- endabréf í DV í gær um ágæti út- varpsstöðvarinnar Ljósvakans. Ég er mjög sammála öllum þeim sem hafa skrifað um þessa útvarpsstöð og þau eru nú ekki ófá bréfin sem birst hafa í blööum og lýsa söknuði yfir að hafa ekki lengur þá frábæru og þægilegu tónlist sem leikin var í Ljósvakanum og var bæði aíþreyingar- og sígfld tónlist. Ég á roskinn fóður sem hlustar mikið á útvarpsstöðina Rót en sjálf hlustaöi ég aðallega á Ljósvakann þegar ég opnaði fyrir útvarp á annað borö til að hlusta á tónlist því að hann hafði talsverða yfirburöi yfir hinar stöðvamar. Gamla ríkisút- varpið er nú eitt á öldum ljósvakans þar sem svipuð tónlist er þó enn leik- in. Ég hefði ef tfl vill átt að hringja tfl Bylgjunnar og spyrjast fyrir um hvort ekki væri von á eins tónlistar- flutingi hjá þeim og var áður á Ijós- vakanum en vfldi bara taka undir með þeim mörgu sem hafa lýst yfir ánægju með Ljósvakann og óánægju með að hann skyldi hafa hætt starf- semi. VERSLUNARMANNAFÉLAG SUÐURNESJA Allsherjar atkvæðagreiðsla um kjör stjórnar- og trún- aðarmannaráðs Verslunarmannafélags Suðurnesja fyrir árið 1988 fer fram á skrifstofu félagsins dagana 25. og 26. maí nk. frá kl. 12.00-20.00 báða dagana. Tveir framboðslistar hafa komið fram og liggja frammi á skrifstofu félagsins ásamt kjörskrá. Kjörstjórn Starfsmenntun í atvinnulífinu Á vegum ráðuneytisins eru komin út í fjölriti erindi sem flutt voru á ráðstefnu um starfsmenntun í atvinn- lífinu er haldin var 28. nóvember 1987. Það hefur verið sent til þátttakenda. Þeim sem ekki gátu setið ráðstefnuna en hafa áhuga á að kynna sér erindin er bent á að snúa sér til Bóksölu stúdenta, Félags- heimili stúdenta við Hringbraut, sem hefur fjöritið til sölu. Félagsmálaráðuneytið, 13. maí 1988 Heildarvinningsupphæð: Kr. 4.633.664,- 1. vinningur var kr. 2.322.304,- °g skiptist hann á milli 2ja vinningshafa, kr. 1.161.152,- á mann. 2. vlnnlngur var kr. 694.784,- og skiptist hann á milli 236 vinningshafa, kr. 2.944.- á mann. 3. vlnnlngur var kr. 1.616.576,- og skiptist á 6.968 vinningshafa sem fá 232 krónur hver. DV hefur greint frá stöðum sem fólk getur leitað til ef það telur sig mis- rétti beitt í viðskiptum. En þetta eru ekki bara kvörtunarskrifstofur heldur er margháttuð þjónusta í boði hjá flestum þeirra. Við kynnum hana nánar og byrjum á Félagi íslenskra bifreiðaeigenda en það erstærstu neytendasamtök landsins. I Lífsstíl á morgun verður sagt frá þjónustunni sem FÍB veitir. l'*^r***~“ ll ' „Ég hefstundumséð látiðfólk í eigin jarðarförum sitja á kistun- um, dingla fótunum og virða fyrir sér kirkjugesti," segir Glad- y's Fieldhouse, breskur miðill sem var hér á dögunum. DV fór á skyggnilýsingafund hjá Glady's og skýrir frá því sem fyriraugu ogeyru bar. í Lífsstíl á morgun segjum við frá því hvað gerist á fundum sem þessum og hverir komu í heim- sókn að handan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.