Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1988, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1988, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1988. fþróttir SL-deSldin: Stúfar úr 1. umferð • Þorsteinn Bjarnason lék sinn 150. lelk i 1. deild á sunnu- dag. 150. leikur Þorsteins Þorsteinn Bjarnason, fyrrum landsliösmarkvörður, lék á sunnudaginn sinn 150. leik í 1. deildarkeppninni meö ÍBK, gegn Völsungi. Aöeins þrír Keflvíkingar hafa fleiri 1. deild- arleiki aö baki, Sigurður Björg- vinsson (171), Jón Ólafur Jóns- son (154) og Ólafur Júlíusson (151). Jónas einn í öllum Jónas Hallgrímsson hefur nú einn leikið alla 1. deildarleiki Völsungs, sem eru 19 talsins. Þorfmnur Hjaltason og Höröur Benónýsson léku ásamt Jónasi alla leikina í fyrra en hvorugur var meö gegn ÍBK á laugardag- inn. Hörður lék hins vegar með Leiftri gegn ÍA á sama tíma. Tólf með fyrsta ieik Tólf leikmenn léku sinn fyrsta 1. deildarleik í 1. umferöinni. Sjö þeirra eru úr Leiftri, Gústaf Ómarsson, Guðmundur Garö- arsson, Sigurbjörn Jakobsson, Friðgeir Sigurðsson, Hafsteinn Jakobsson, Halldór Guömunds- son og Róbert Gunnarsson. Hinir nýliðarnir í deildinni eru Gunnar Öm Gunnarsson, Vík- ingi, Haraldur Haraldsson, Völsungi, Helgi Bjarnason, Fram, og Valsararnir Einar Páll Tómasson og Steinar Adolfsson. Fyrsta mark Snævars Snævar Hreinsson skoraði fyrsta 1. deildarmark sitt á ferl- inum á sunnudaginn, fyrir Völsunga gegn ÍBK í Keflavík. Langt hlé Jón Gunnar Bergs lék í gær- kvöldi fyrsta 1. deildarleik sinn með Val í tæp sex ár eða frá því hann kom inn á sem varamaöur og skoraði gegn ÍBÍ 7. ágúst 1982. Stefán Arnarson varði mark KR gegn Víkingi og var það fyrsti 1. deildarleikur hans með félaginu í tæp fimm ár eða frá 3. júlí 1983 þegar hann lék í marki liösins gegn ÍBV. Fá jafntefli KR og Víkingur mættust á sunnudaginn í 63. skipti í 1. deild frá því þau mættust þar fyrst árið 1918. Samt var þetta aðeins 9. jafnteflið í þessum leikjum. KR hefur unnið 36 en Víkingur 18 og markatalan er 136-72, KR í hag. Enn lítíð skorað I þrettánda skiptið í síöustu fjórtán 1. deildarleikjum Fram og Vals náöi hvorugt liðanna aö skora tvö mörk. í eina skipt- ið frá 1980 sem þaö hefur gerst, árið 1985, varð jafntefli, 2-2. Annars hafa allir leikir á þess- um tíma endað 0-0,1-0 eða 1-1 Og flestir meö jafntefli. Annars var þetta 97. viöureign liðanna á íslandsmóti frá upphafl. Val- ur hefur unnið 40 sinnura, Fram 28 en 29 sinnum hefUr orðið jafntefli. Markatalan er 171-130, Val í hag. Norðurlandamót kvenna í blaki íslenska liðið í neðsta sæti - Finnar urðu Norðurlandameistarar Norðurlandamót kvenna í blaki fór fram í bænum Holmerstrand í Nor- egi nú um helgina. íslenska landslið- ið tók þátt í mótinu og er þetta í ann- að sinn sem viö sendum lið á þetta mót. Aðrar þjóðir á mótinu voru: Noregur, Svíþjóð, Danmörk og Finn- land. Keppnisfyrirkomulag var þannig að allir kepptu við alla og þau tvö liö sem síðan stóðu efst kepptu sérstakan úrslitaleik. Leikmenn íslenska kvennalands- liðsins hafa æft undir stjórn kín- verska þjálfarans Zhao Jiangwen undanfarna mánuði. Þær eru: Birna Hallsdóttir, Víkingi; Björk Bene- diktsdóttir, Víkingi; Hildur Grétars- dóttir, UBK; Ingibjörg Arnardóttir, ÍS; Jóhanna Guðjónsdóttir, Þrótti; Linda Jónsdóttir, Þrótti; Málfríður Pálsdóttir, ÍS; Oddný Erlendsdóttir, UBK; Sigurborg Gunnarsdóttir, UBK; Snjólaug Bjarnadóttir, Þrótti og Ursulá Junemann, ÍS. Aðstoðar- þjálfari er Gunnar Árnason. Á fóstudeginum kepptu íslensku stúlkurnar tvo leiki. Snemma um daginn mættu þær liði Norðmanna, en því liði hafði fyrir þetta mót verið spáð góðu gengi og jafnvel sigri. Það er skemmst frá að segja aö norsku stúlkurnar unnu leikinn auðveldlega 3-0: 15-0, 15-7, 15-7; á 40 mínútum. Eftir fyrstu hrinuna voru leik- mannaskipti hjá Norðmönnum og eftir það gekk íslensku stúlkunum mun betur. Um kvöldið var leikið gegn Finnum. Finnsku stúlkurnar unnu leikinn vandræðalaust, 3-0: 15-1, 15-2, 15-1; á 37 mínútum. Finnska liðið er afarsterkt og mjög jafnt og þær gáfu ekkert eftir. Á laugardeginum voru seinni tveir leikirnir. Fyrst var leikiö gegn Dön- um og var sá leikur bestur hjá íslend- ingunum. Danska liðiö var mjög há- vaxið en ungt og gæti orðið mjög sterkt á næstu árum. Leikurinn var nokkuð jafn, en Danir unnu 3-1. í fyrstu hrinu komst ísland í 5-2 með góðri baráttu, Danir sóttu á og minnkuðu muninn um eitt stig. Þá var lengi vel jafnt á með liðunum upp í 7-5, en þá sóttu Danir í sig veðrið og komu með mjög illviðráðanlegar uppgjafir og gerðu út um hrinuna 15-7. Önnur hrinan var mjög keimlík þeirri fyrstu, jafnt var framan af 2-2 og áfram 5-5, en þá hófu dönsku stúlkurnar stórskotahríð og unnu 15-5. Þriðja hrinan var jöfn og löng (26 mínútur). Mjög jafnt var á öllum tölum þar til staðan var 8-8, þá tóku Danir kipp, komust í 12-8 og hafa lík- lega talið sigurinn vísan þar. En ís- lensku stúlkurnar voru ekki á því, sneru dæminu við og unnu hrinuna, 15-13. í íjórðu hrinu var útlitið gott fram í miðja hrinu. ísland komst í 5-3, þá kom jafn kafli þar sem Danir höfðu þó aðeins yfirhöndina og kom- ust í 9-6, þarna misstu íslensku stúlkurnar móðinn og Danir unnu hrinuna 15-9 og leikinn þar með. Leikurinn var í heildina góður hjá íslandi og tók 65 mínútur. Um kvöldið var keppt við Svíþjóö og fór leikurinn 3-0:15-7,15-2,15-6; fyrir Svía. Sigur þeirra var aldrei í hættu þó svo Islendingar hafi náð þó nokkrum stigum í fyrstu og þriðju hrinu. Leikurinn stóð í 60 mínútur og þar af tók þriðja hrinan 29 mínút- ur. Bestan leik hjá íslenska liðinu sýndu Snjólaug Bjarnadóttir, sem barðist vel í sókn og vörn, Birna Hallsdóttir, sem var mjög sterk í sókn, og Sigurborg Gunnarsdóttir sem spilaði vel upp. ísland lenti í neðsta sæti á mótinu næst á eftir Dönum sem einnig fengu frekar slæma útreið í leikjunum gegn hinum þremur þjóðunum. Finnar og Norðmenn léku til úrslita á sunnu- deginum og þrátt fyrir allar spár unnu Finnar þann leik 3-2 og hampa því Norðurlandameistaratitlinum næstu tvö árin. Þorgrímur Þráinsson: „Vonandi búnir aðtakaúttapið! ki - einbeitingarieysi „Það var ekkert annað en einbeit- ingarleysi í lokin sem kostaði okkur þetta mark. Innst inni voru menn búnir að sætta sig við jafntefli og sóttu með hálfum huga. Síðan kom ein sókn og mark og þar með var allt búið. Það var svekkjandi að tapa þessu eftir að hafa sótt stíft í seinni hálfleiknum," sagði Þorgrímur Þrá- insson, fyrirliði Vals, við DV eftir leikinn. Hann lék sem aftasti maður í endumýjaðri vörn Vals sem saknar bæði Guðna Bergssonar og Sævars Jónssonar úr meistaraliði síðasta árs. „Sigurinn gat lent hvorum megin sem var þegar litið er á leikinn í heild. Þeir fengu góð færi í fyrri hálf- leiknum en við í þeim seinni. Heppn- in var með Frömumm og það réði úrslitum. Aðstæðurnar voru erflðar og leikurinn einkenndist af þeim, það var mjög erfitt að senda nákvæmar sendingar. Það var slæmt aö tapa í kvöld því úrslitin í þessum leik geta vegið mjög þungt þegar upp verður staðið. En við erum vonandi búnir • Þorgrimur Þráinsson: Sigurinn gat lent hvorum megin sem var. að taka út okkar tap í þessu íslands- móti, í fyrra töpuðum við bara einum leik og stefnum bara að því sama í ár,“ sagði Þorgrímur. -VS íslandsmeistaramir I Skyndisókn < á næstsíðu - Guðmundur Steinsson tryggði Fram dýi Leiktíminn var aö fjara út. Áhorfend- ur voru farnir að búa sig til heimferð- ar, vonsviknir yflr markaleysi og held- ur bragðdaufum gervigrasleik íslands- og bikarmeistaranna sem höföu deilt með sér sjö mörkum fjórum dögum fyrr. Enn eitt jafntefli Fram og Vals blasti við. Næstsíðasta mínútan var runnin upp. Skyndisókn Framara og vörn Vals fá- liðuð. Sending upp í hornið vinstra megin, nýliðinn Helgi Bjarnason, í sín- um fyrsta 1. deildarleik, sendi laglega fyrir markið. Rétt utan við markstöng hægra megin fékk Guðmundur Steins- son boltann, sneri af sér varnarmann, lagði boltann fyrir sig og skoraði af yflr- vegun. Fram sigraði 1-0 og á þessari stundu er erfitt að meta mikilvægi þess- ara úrslita, en miöað við að bæði lið verði í baráttunni um meistaratitilinn, eins og reiknaö er með, kunna stigin að reynast óendanlega dýrmæt þegar á mótið líður. Markið var líka uppreisn æru fyrir Guðmund sem hafði farið illa með ágæt færi í fyrri hálfleiknum. Leikurinn skiptist nánast í tvennt, Framarar voru mun betri aðilinn í fyrri hálfleik en Valsmenn í þeim síðari. Knattspyrnan, sem liðin sýndu, var ekki burðug á löngum köflum, mikið um mistök og slæmar sendingar, en þó komú ljósir punktar inn á milli. Sam- leikskaflarnir voru fleiri og betri af hálfu Framara. Það hafði mikið að segja fyrir gang leiksins að Pétur Ormslev, fyrirliði Fram, þurfti að fara af lei- kvelli vegna meiðsla skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks. Eftir þaö fór mestallur broddur úr spili og sóknarlotum Fram- ara og Valsmenn með Val Valsson í aðalhlutverki náðu völdum á miðjunni strax eftir hlé. Fram átti nokkur ágæt færi í fyrri hálfleiknum, Guðmundur Steinsson það besta eftir að Pétur Ormslev haföi rennt boltanum framhjá Guðmundi Baldurssyni, markverði Vals, og til hans. Guömundur var fyrir miðju marki en skaut of laust og Þorgrímur Þráinsson náði að bjarga á marklínu. í seinni hálfleik komust Valsmenn næst því að skora þegar Hilmar Sighvatsson átti langa sendingu inn fyrir vörn Fram, Tryggvi Gunnarsson komst einn gegn Birki Kristinssyni markverði en renndi boltanum rétt framhjá stönginni. Sókn Valsara var nokkuð þung allan seinni hálfleik, en engan veginn nógu beitt og Birki markverði var sjaldan ógnað verulega. „Bæði liöin voru of rög við að reyna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.