Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1988, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1988, Blaðsíða 21
ÞRIÐJUDAGUR 17. MAI 1988. ■21 • Guðmundur Steinsson tryggði Fram sigur á elleftu stundu gegn Val i gær- kvöldi eftir laglega skyndisókn. Á mynd- inni sést Guðmundur i góðu færi sem hann komst í fyrr í leiknum. DV-mynd Brynjar Gauti lagðir í fyrstu tilraun: )g sigurmark stu mínútu! rmætan sigur þegar allt stefhdi í jafntefli eitthvað, þau báru óttablandna virð- ingu hvort fyrir öðru. Aðstæðurnar voru ekki upp á það besta, rennblautur völlur og erfitt að spila. Það sýndi sig að það má ekki líta af framherjum Fram, Arnljóti og Guðmundi, og það hefndi sín í lokin,“ sagði Hörður Helga- son, þjálfari Vals. „Þaö er alltaf erfitt að eiga við Vals- menn, þeir eru með reynslumikið lið og gefast aldrei upp. Það var slæmt að missa Pétur en við lögðum ekki árar í bát og þessi sigur er okkur geysilega mikilvægur eftir að hafa tapað tveimur leikjum í röð síðustu daga,“ sagði Guð- mundur Steinsson, bjargvættur Fram- ara. „Þetta var úrslitaleikur á sinn hátt, dæmigerður fyrir leiki Fram og Vals. Ég var að mörgu leyti ánægður með fyrri hálfleikinn en seinni hálfleikurinn var erfiður, enda munar um minna en að missa besta knattspyrnumann landsins af leikvelli. En við náöum að sigra og reynum að halda áfram á sömu braut,“ sagði Ásgeir Elíasson, þjálfari Fram. -VS íþróttir AUi ætti að losna fra Uerdingen: Falur fýrir 2,3 milljónir í haust - segir í fvétt vestur-þýska blaðsins Kicker í gær Sigurðux Bjömssan, DV, Þýskalandi: Ath Eðvaldsson er falur fyrir 100 þúsund vestur-þýsk mörk, eða 2,3 milljónir íslenskra króna, þegar hann kemur aftur til Bayer Uerd- ingen í haust. Svo er sagt í blaðinu Kicker í gær. Sú verölagning ætti ekki að standa í vegi fyrir honum með að skipta um félag fyrir næsta keppnistímabil. „Mark fyrir Val,“ var sagt í fyrlrsögn „Mark fyrir Val,“ var sagt í fyrir- sögn greinarinnar um Atla, en hann jafnaöi 2-2 fyrir Uerdingen gegn Mannheim á laugardaginn og tryggði þar með liðinu áframhald- andi sæti í úrvalsöeildinni næsta vetur. Sömuleiðis sá hann til þess að hann sjálfur væri laus viku fyrr, þyrfti ekki að leika gegn Homburg í lokaumferðinni og yrði þar með viku fyrr löglegur með Val. Fjórða tap Brann í röð Allt gengur á afturfótunum hjá norska liðinu Brann en eins og kunn- ugt er stendur Bjarni Sigurðsson landsliðsmarkvörður í marki liðsins og Teitur Þórðarson er þjálfari fé- lagsins. í gærkvöldi tapaði Brann á heimavelh fyrir Molde, 1-4. Brann hefur tapað öllum leikjum sínum til þessa í 1. deild en flórum umferðum er lokiö. Bjarni Sigurðsson meiddist snemma í leiknum en þá var staðan orðinn 0-1 fyrir Molde. Eftir að Bjarni varð að yfirgefa völlinn hrundi leikur Brann gjörsamlega og leikmenn Molde gengu á lagið. Þrátt fyrir afleitt gengi það sem af er deild- arkeppninni flykkjast stuðnings- menn Brann ennþá á völhnn en 15 þúsund áhorfendur fylgdust með leiknum í gærkvöldi. Brann er eitt og yfirgefiö á botninum. Teitur Þórðarson, sem ráðinn var þjálfari í upphafi keppnistímabilsins, fer því ekki glæsilega af stað en kom- ið hefur fram í norskum dagblöðum að sæti hans hjá félaginu hitni stöð- ugt ef ekki fari að verða breyting á gengi Brann. -JKS „Virðist ekki vera alvarlegt" - gervigrasiö bleytt of mikið „Ég tognaði á ristinni eftir sam- stuð við Guðmund Baldursson, markvörð Vals, og það var útilokað að halda áfram. En sem betur fer virðist þetta ekki vera alvarlegt, ég hvíh mig í tvo th þrjá daga og þá ætti þetta að jafna sig,“ sagði Pétur Ormslev, fyrirhöi Fram, í spjalli við DV eftir leikinn í gærkvöldi. Hann þurfti að fara af leikvelh vegna meiðsla þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik. „Sigurinn var fylhlega verð- skuldaður, þó maður hafi verið far- inn aö sætta sig við jafnteflið þarna Fram - Valur 1-0 (0-0) 1-0 Guðmundur Steinsson (89. mín.) Lið Fram: Birkir Kristinsson, Jón Sveinsson, Þorsteinn Þor- í lokin. Þetta var mjög erfiður leik- ur, mikið um hlaup og baráttu. En það er varla hægt að spila á gervi- grasinu þegar það er svona renn- andi blautt, það var bleytt of mikið fyrir leikinn og þaö spillti fyrir," sagði Pétur. Sigurjón Kristjánsson úr Val varð einnig að fara, af velli í fyrri hálfleik. Það var vegna meiðsla sem hann varð fyrir á æfmgu um helgina þegar hann lenti í samstuði við félaga sinn, Jón Gunnar Bergs. -VS steinssoh, Viðar Þorkelsson, Ormarr Örlygsson, Kristinn R. Jónsson, Pétur Arnþórsson, Pét- ur Ormslev (Helgi Bjarnason 39. mín.), Steinn Guöjónsson, Arn- • Pétur Ormslev: Maður var farinn að sætta sig við jafntefli. ljótur Daviðsson, Guðmundur Steinsson. Lið Vals: Guðmundur Baldurs- son, Þorgrímur Þráinsson, Magni B. Pétursson, Einar Páll Tómas- son, Steinar Adolfsson, Ingvar Guömundsson, Bergþór Magnús- son, Hilmar Sighvatsson, Valur Valsson, Jón Gunnar Bergs, Sig- uijón Kristjánsson (Tryggvi Gunnarsson, 35. mín.). Dómari: Óli Ólsen. Áhorfendur: 2,031. Spjöld: Engin. Maður leiksins: Guðmundur Steinsson, Fram. þar sem smáanglýsingarnar výróa STÓRAR! Síminn er 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.