Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1988, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1988, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1988. 29 LífsstQl Að leigja sér bíl kostar á bilinu kr. 1.112 upp í kr. 3.700 á dag. ef miðað er viö daggjöldin ein. Verðiö hækk- ar um eitt prósent við hvern ekinn kílómetra. DV kannaði verö á sjö bflaleigum á höfuðborgarsvæöinu. Verð fór almennt eftir hvaða bíltegund var í boði, en meöalverö daggjalda reyndist vera um 2 þúsund krónur og kílómetragjalda kr. 20. Ódýrasti bíllinn býðst hjá Bónus Athygli vekur að hver einasta bflaleiga gaf upp verð án söluskatts og voru sumir tregir tfl að viöur- kenna það. í ofangreindum verðum er hann tekinn með en í meðfylgj- andi töflu gefur aö líta verðiö án söluskatts. Það er þvi fjórðungi dýrara aö leigja sér bfl en kemur fram ef starfsmenn bflaleiga eru spuröir um verö. Þetta er dæma- laus ósiður og ættu neytendur ekki aö láta bjóða sér slík vinnubrögð. Kaupandi á skýlausan rétt á aö fá aö vita rétt verð er kaup eru gerö og gfldir slíkt aö sjálfsögðu um bíla- leigur.Rétt er að hafa í huga að ef verð cr gefið upp óöur en vara eða þjónusta er keypt eru upplýsing- arnar jafhgildi samnings og geta þvi neytendur neitað að greiöa hærra verð. Ef menn taka bíl á leigu og er gert að greiða fjóröungi hærra verð en geflð var upp í fyrstu á hann aö neita að greiða viðbót- ina. Það er réttur hans. -PLP bílaleigu. Þar kosta daggjöld af ótil* Neytendur tekinni eldri bifreið kr. 1.112 og kílóraetragjaidið er kr. 11,12. Þó má bæta við að þessar bifreiðir eru í langleigu hjá fyrirtæki þessa stundina þannig að þessi kjör eru ekki i boði sem stendur. Ódýrasti kosturinn er því bflaleiga Flug- leiða, en þar má leigja Opel Corsa eða Ford Fiesta á kr. 1.437,50 á dag, auk þess sem greiöa verður kr. 14,40 fyrir hvern greiddan kíló- metra. Dýrasti. kostumm er Bluebird bifreið hjá Bílaleigunni Vík. Dag- gjöldin af honum nema kr. 3.700, og kílómetinn kostar kr. 37. Aliar aðrar upplýsingar er að flnna í meðfylgjandi töflu, en athugið aö verð eru þar án söluskatts. Galdrabrauð í Ameríku Anna Bjamason, DV, Denver: Á meðan ég hafði aðeins dvalist sem ferðamaður í Bandaríkjunum haíði ég aldrei fundið brauð sem mér fannst komast í hálfkvisti við íslensku brauðin. Raunar hef ég ekki fundið slíkt brauð enn því ís- lensku brauðin hafa sérstöðu og íslenskir bakarar eru sérlega flink- ir í brauðbakstri. Hér eru brauð hins vegar yfirleitt mjög ódýr, hægt er aö fá fjögur stór brauö, hveiti eöa heilhveiti fyrir tæpar 40 krónur. Og auðvitað eru brauöin niðurskorin. í bakaríum og í stórmörkuðum er hægt aö fá brauð sem eru líkari okkar ís- lensku brauöum. Þau eru miklu betri en „iðnaöarbrauöin“ sem eru eins og þau séu alls ekki fullbökuð. Bakaríisbrauöin kosta frá kr. 20 upp í kr. 50, þótt flest kosti þau á bilinu 30-40 krónur, og eru ýmsar tegundir á boðstólum, ekki bara hveitibrauð. Til eru alls kyns korn- brauð en þau eru ekki eins góð og íslensk brauð. Hægt er að fá bak- aríisbrauðin skorin niöur og kostar það ekkert aukalega. Þá er hægt að fá hér alls kyns óbakað brauömeti. Ég hef þekkt í mörg ár litlar bollur sem eru tfl- búnar í dósum, þú opnar dósina og bakar í tíu mínútur. Þá eru komnar mjög góöar hveitibollur. Þessar bollur eru úr deigi meö lyftidufti. Einnig eru til horn úr einhvers konar smjördeigi. Líka mjög hent- ug og góö. Nú hef ég kynnst nýrri tegund af brauðum sem ég vil helst kalla „galdrabrauð". Það eru gerbrauð bæöi úr hveiti og heilhveiti. Deigið er frosið. Það er látiö þiðna í form- inu og lyfta sér upp á volgum stað eins og venjujlegur gerbakstur. Síðan eru brauðin bökuð í klukku- tíma. Ilmandi gerbaksturslykt leggur um allt húsið, engin fyrir- höfn og ekkert vesen. Og brauðin eru alveg stórgóð. Einnig er hægt að fá bollur og önnur smábrauð í þessari brauö- línu. Það er ekki erfitt að vera myndarleg húsmóðir í henni Am- eríku. Stórbakstur hér er mjög fyrir- hafnarlítifl. Hægt er aö kaupa pakkakökur, sem eru alveg ágætar, fyrir lítinn pening á „útsölu" sem virðist alltaf í gangi. Súkkulaðikök- urnar kostuðu á dögunum ekki nema um 17 krónur pakkinn og úr verður prýðisgóð tveggja laga terta. Þessir pakkar hafa fengist á ís- landi, en þar kosta þeir á annað hundraö krónur. En „galdrabrauðin" ætti að vera hægt að framleiða fyrir íslenska neytendur, en kannski yrði engin sala í þeim því íslensku brauðin eru svo ljúffeng. Nýr innflutningur: Ódýr uppþvotta- sápa flæðir yfir markaðinn Er við vorum að gera verðkönn- unina sem birt var hér á síðunni á dögunum rákum viö augun í ódýra uppþvottasápu víðast hvar. Ein geröin fékkst í flestum verslunun- um og var hún tekin með í könnun- ina. En fleiri geröir eru í boði: í Hagkaupi rákumst við á eina sem ber nafniö Formula 7. Lítra- brúsi af þessari sápu kostar kr. 47. í Miklagarði voru tvær tegundir sem skáru sig úr. Önnur heitir Sil- ver Star og kostar brúsi með lítra kr. 58,80. Hin heitir Crown og kost- ar lítrinn kr. 58,50. Crown sápa fékkst einnig í Sigga og Lalla á Kleppsvegi þar sem hún kostar kr. 47. Sflver Star fékkst í Vogaveri þar sem hún kostar kr. 63,10. -PLP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.