Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1988, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1988, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1988. — LífsstOI Bílskúrshljómsveitír aftur komnar í tísku Þaö er al'tur komið í tísku að vera í hljómsveit! Hér í gamla daga, þegar ’68-kynslóðin, eða týnda kynslóðin eins og hún er kölluö núna, var upp á sitt besta voru allir strákar sem vildu vera menn með mönnum í hljómsveit. Allir voru þá með sítt hár og í bítlafotum og támjóum skóm, þannig að þaö var ekki svo mikið mál að vera bítlalegur. Svo létu strákarnir pabba sinn kaupa handa sér rafmagnsgítar og magnara og svo var lagt af stað að leita að mönnum sem nenntu að taka að sér bassann og trommurnar og þá var hægt að stofna hijómsveit. Sjálfmenntaðir Tónlistarnám var þá ekki ofarlega á baugi og hljómsveitarmenn voru almennt sjálfmenntaðir. Það sama má reyndar segja um flesta af þeim hljómsveitarmönnum sem nú eru taldir í fremstu röð og eru af þessum árgangi. Þrotlausar æfingar og ótrú- legur áhugi og metnaður kom í stað náms og einstaka maður uppskar það sem til var sáð. Langstærstur hluti þessa hóps fór þó inn á aðrar brautir og lítur á „músíktilraunir” sínar sem skemmtilegt en árangurs- laust erfiði. Hvaða maður, sem var strákur á þessum árum, getur með góðri sam- visku fullyrt að honum hafi aldrei til hugar komið á þessum tímum að fara í hljómsveit? Bílskúrar voru reyndar ekki eins margir á þeim árum og nú en í flestum þeirra hafði einhver „hljómsveit" tímabundna aðstöðu. Það var ástæðan til þess að nafnið „bílskúrshljómsveitir" varö til. Að ná gripunum sem „Kinks“ notuðu mest var toppurinn, enda voru það einfóldustu gripin og því vinsælust. Heimsfrægðin á næsta leiti! Þær „grúppur" sem náðu einhvers konar laglínu urðu geysivinsælar í hverfinu og fyrir utan bíiskúrana söfnuðust aðdáendur, gjarnan ung og oft laglaus stúlkubörn. í pásunum opnuðu hljómsveitarmeðlimirnir svo bfiskúrshurðina, sveifluðu bítla- hárinu, fengu sér smók og virtu fyrir sér aðdáenduma og létu sig dreyma um heimsfrægðina sem hlaut að vera á næsta leiti. Þetta var toppurinn! Síðan brennur Glaumbær og fleiri hörmungar hellast yfir. Diskótónlist- in verður vinsæl og hljóðgervlar ómissandi í síbyljunni. Þetta verður til þess að nauðsynlegra telst að vera tölvufróður en músíkalskur, það var alla vega álit bfiskúrstónlistarmann- anna. Hvort sú er ástæðan eða ein- hver önnur þá stórfækkaði bílskúrs- hljómsveitunum og það var ekki lengur í tísku að vera í hljómsveit. Aðalmarkmiðið að hneyksla fólk Svo liðu allmörg ár og þá skall á „pönk“-aldan. Þá komu upp allmarg- ar hljómsveitir sem flestar höfðu það sammerkt aö meðlimirnir höfðu lítið vit á hljóðfæraslætti og í sumum til- fellum var aðalmarkmiðið að hneyksla fólk. Þessi bylgja varð þó tfi þess að kveikja áhuga ungling- anna aftur á hljómsveitarstarfi og tírval Tímarit fyrir alla HENTAR ÖLLUM ALLS STAÐAR - Á FERÐALAGINU JAFNT SEM HEIMA „Við höfum æft saman sem hljóm- sveit frá því í október og við stefnum að því að komast langt, eins langt og hægt er,“ sögðu meðlimir hljóm- sveitarinnar Axlabandið í samtali við DV á uppstigningardag. „Við vorum að spila í gær ásamt tveimur öðrum hljómsveitum í Fé- lagsheimili Kópavogs og það gekk mjög vel. Áheyrendur voru margir og fógnuðu okkur vel,“ sagði Jó- Þröstur Elías Árnason er 16 ára gamall gítarleikari i Axlabandinu. hannes Hjaltason, fimmtán ára söngvari bandsins. Mannorðið í veði! „Þetta er í sjöunda skiptið sem við komum fram. Þegar viö komum fram fyrst vorum við hrikalega lélegir og núnaerum við að reyna að vinna upp mannörðið aftur. Eg held aö eftir tónleikana í gær hafi það tekist,“ sagði Kristinn H. Schram sem er einnig fimmtán ára og leikur á hljómborð. í gamla daga stofnuðu menn hljóm- sveitir án þess að hafa svo mikið sem séð hljóðfæri nema þá bara á mynd. Skyldi það hafa breyst núna? „Ég er sá eini sem eitthvað hafði lært á hljóðfæri og það var nú ekki mikið. Ég var í eitt ár í orgelskóla Yamaha," sagði Kristinn. „Hinir hafa bara lært af sjálfum sér.“ Félagar Kristins tóku undir það og sögðu að áhuginn hefði fleytt þeim þangað sem þeir hefðu þó komist. „Við æfum mjög vel, þetta þrisvar til fjórum sinnum í viku. Og ef tón- leikar eru framundan má segja að viö gistum hérna í. æfingaaöstöð- unni. Fyrir hljómleikana í gær æfð- um við fimmtudag, fóstudag, laugar- dag og sunnudag og á sunnudaginn æfðum við í tíu tíma,“ sögðu strák- arnir. Hrikalega skemmtilegt - Hvers vegna eruð þið aö þessu?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.