Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1988, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1988, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1988. LíffetOl Teymisviima mikilvaegur þáttur Maria Björk Ólafsdóttir sjukraþjálfari í Gigtarstööinni gefur gigtarsjúklingi hljóöbylgjumeðferó. DV-mynd GVA Hvaöa aðferðum er beitt til að hjálpa gigtarsjúklingum? Hvernig skyldi aðstöðu fyrir gigtsjúka vera háttað hér á landi? Og að lokum, hver eru helstu baráttumál Gigtarfélags ís- lands? Um þetta og fleira var Jón Þorsteinssn, yfirlæknir og formaður Gigtarfélags íslands, spurður. Samstarf heilbrigðisstéttanna „Alvarlegri gigtsjúkdóma er í raun og veru ekki hægt aö lækna. En það er hægt að halda þeim niðri með svo- kallaðri teymisvinnu. í teymisvinnu felst samstarf gigtarlæknis, sjúkra- þjálfara, iðjuþjálfa, hjúkrunarfræð- ings,< félagsráðgjafa og liðaskurð- læknis, sem öll þurfa að vinna saman að því að hjálpa sjúklingnum. Teym- isvinna er ákaflega mikilvægur þátt- ur í gigtlækningum," sagði Jón. Gigtarlæknirinn sér um að ákveða hvers konar lyfjameöferð skal beita. Algengustu lyf eru aspirín sem dreg- ur úr bólgu og verkjum, og lyf sem verka á ónæmiskerfi líkamans. Hann sér einnig um að skipuleggja sam- starf þessa teymis. Sjúkraþjálfari heldur við styrkleika vöðva, með því að beita þjálfun, hita og hljóðbylgju- meðferð. Iðjuþjálfi er sá sem kennir sjúklingnum að nota hjálpartæki til hagræöingar við athafnir daglegs lífs. Hjúkrunarfræðingurinn sér um að veita nauðsynlega sérhæfða hjúkrun á gigtardeild. Félagsráðgjaf- inn aðstoðar sjúkling vegna opin- berra fyrirgreiðslna eins og sjúkra- dagpeninga og örorkustyrkja. Auk þess sem hann aðstoðar sjúklinginn við að takast á við margvísleg félags- leg vandamál er oft fylgja í kjölfar alvarlegs sjúkdóms. Liöaskurðlækn- ir^kemur til skjalanna ef um alvar- legri gigtsjúkdóma í liðum er að ræða. En þá er stundum gripið til þess ráös að skipta um hluta hðs eða jafnvel liöinn allan. Biðlistar langir Að sögn Jóns er aðstaöa til gigt- lækninga hér á landi langt frá því að vera fullnægjandi. Siúkrarúm eru alltof fá og aðstaða til endurhæfmga fullnægir ekki brýnustu þörf. Gigt- lækningastöðin í Ármúla bætti ástandið mjög er hún var sett á stofn fyrir fáum árum. En biðlistar eftir að komast að eru samt sem áður langir, þrátt fyrir að allt að fjóröung- ur sjúkrarúma á Reykjalundi þjóni gigtarsjúklingum. Auk þess sem aðr- ar endurhæfingastofnanir sinna þessum hópi. Nýkjörin stjórn Gigtarfélags ís- lands hefur sett fram kröfur um að heildarskipulagi verði komið á varð- andi læknisþjónustu við gigtsjúka hér á landi. „í heildarskipulagi yrði gerð áætlun sem tæki tillit til sér- hæfðrar gigtardeildar á sjúkrahúsi. Það þarf fleiri rúm fyrir gigtsjúka til að hægt sé að veita þeim viðhlítandi læknisþjónustu um leið og þeir sýkj- ast. Þar þyrfti að vera bráðamóttaka opin allan sólarhringinn, aö sögn Jóns Þorsteinssonar. Aukin þjónusta við landsbyggðina er einnig nauð- synleg, en gigtsjúkir utan af landi þurfa flestir aö sækja læknisþjón- ustu til Reykjavíkur. Tillögur þessu til úrbóta hafa verið sendar um að gigtarlæknir og fylgdarlið fari í ferð- ir út á land með þjónustu fyrir gigt- sjúka í þeirra umdæmi. Stofnun sam- býlis á höfuðborgarsvæðinu er fyrir- huguö, þar sem sjúklingar gætu dva- list á meðan á meðferð stendur. Sólarlandaferðir hjálpa Önnur mál, sem Gigtarfélag ís- lands hefur áhuga fyrir að hrint verði í framkvæmd, eru meðal ann- ars að senda sjúklinga erlendis í að- gerðir sem ekki eru framkvæman- legar hér á landi. Sem og skipulagðar ferðir fyrir gigtsjúka til heitra landa, svipaðar þeim er farnar hafa verið á hinum Norðurlöndunum. „Hafa slík- ar feröir linað þjáningar margra gigt- arsjúklinga," sagði Jón Þorsteins- son, yfirlæknir á Landspítalanum og formaður Gigtarfélags íslands, að lokum. -gh 1 Réttar vinnustellingar eru mikilvægar viö öll störf. Bórö og stólar verða aö vera í réttri hseö. Vöðvabólga á í flestum tUfelium rætur sínar aö rekja til rangra vinnustellinga og of einhæfs álags á ákveðna^vöðva. 2 Líkamsæfingar, sem stuðla að því aö vöö- varnir séu notaðir á Qplbreyttari hátt, hjálpa til viö aö koma í veg fyrir að vöðvabólga myndist. 3 Heit böö lina þjáningar og Mðka stirða liði hjá sjúklingum sem ekki eru með gigt á háu stigi. 4 ÖU líkamsrækt er af hinu góða en varast verður aö fara of geyst af staö því það getur orsakaö slæma vööva- bólgu og jafnvel byijun á shtgigt. 5 Gigtarlæknar mæla eindregið með lýsi- stöku. Fitusýrur í lýsi verka bólgueyöandi og verkjastiMandi á svip- aðan hátt og aspirín. 6 Þaö er mjög mikilvægt fyrir gigtarsjúklinga aö þeir haidi kjörþyngd og þyngist ekki því þá verður mikið aukaálag á liöi og aMar hreyfing- ar verða mun erfiðari. Já, já, hann er nú loksins konúnn Hver? Auðvitað Garðyrkjurit sem gagn er að Víðtækur fróðleikur „beint í æð“ frá garðyrkjufræðingum. „Gróandinn“ fæst á næsta útsölustað. Tryggið ykkur áskrift að „Gróandanum“ í síma 23233 frá kl. 8-10 á kvöldin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.