Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1988, Blaðsíða 4
4 Fréttir Draumurinn um fastgengis- stefnu er ennþá lifandi - segSr Jóhannes Nordal „Ég held aö það sé enn ekki búið aö yfirgefa þaö markmið aö koma hér á gengisfestu á sama hátt og þaö er enn stefiit aö því aö ná niöur verðbólgu þó hún fari nú á skrið um einhvem tima. Markmiöiö í gengismálum stend- ur þrátt fyrir þessar ákvaröan- ir,“ sagði Jóhannes Nordal, bankastjóri Seðlabankans, að- spurður hvort fastgengisstefnan væri nú fyrir bl Auk 10 prósenta gengjsfellingar veitti ríkisstjómin Seðlabankan- um heimild til að hækka eða lækka gengi íslensku krónunnar um 3 prósent. Slík ákvörðun veröur samþykkt í ríkisstjóm- inni án umræöna. Jóhannes sagði þó nokkur ár síðan aö gengiö hefði falhð vegna eftirspumareftirgjaldeyri. Hann sagöi Seðlabankann ekki hafa farið ofan í hvaða aðilar það voru sem tóku út þá 2,5 railljarða króna sem runnu út úr banka- kerfmu á „svarta miðvikudegin- um“ í síðustu viku. Gjaideyris- viðskipti dreiföust á geysimarga staöi og erfitt væri að greina hvaðan þrýstingurinn kom. Varðandi hvaðan þessir 2,5 miiij- aröar hefðu komið, sem gjaldeyr- ir var keyptur fyrir, sagöi Jó- hannes að i bankakerfinu væm um 70 miiljaröar og 2,5 milijaröar væru ekki nema um 3 prósent af þeirri upphæð. -gse Ráðhenafundur OECD: J6n formaður? Jón Sigurösson viðskiptaráð- herra hefur verið nefndur til for- mennsku á næsta ráðherrafundi OBCD. Jón er nú staddur í París þar sem ráðherramir funda nú. I lok þess fundar verður formaö- ur næsta fundar tilnefndur. Ekki er gengiö til atkvæða heldur er gert samkomulag bak við tjöldin. Auk Jóns hafa ráöherrar frá Sviss, Hollandi og Danmörku veriö nefndir til starfans. -gse MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1988. Grænfriðungar herja á íslenska fiskinn - mótmælin beinast nú að Burger King samsteypunni Anna Bjamason, DV, Denver Grænfriðungar í Bandaríkjun- um efndu í síðustu viku til árlegra mótmælaaðgerða gegn hvaiveiðum íslendinga. Beindust þau nú aðal- lega að skyndibitastöðum Burger King-samsteypunnar sem skipta þúsundum um landið allt. Vinsæl- asta fisksamlokan, sem þar er á boðstólum, gengur undir nafninu „Whaler" eða hvalfangarinn þótt hún eigi að öðru leyti ekkert skylt við hval. Mótmælendur dreifðu fagur- grænu dreifibréfi þar sem þess var krafist að hvalveiðar íslendinga yrðu stöðvaðar. Þar sagöi einnig að íslendingar veiddu hundruð hvala í nafni „vísindalegra rann- sókna" og seldu hvalafurðir til Jap- ans fyrir milljónir dollara. Þetta væri brot á samþykktum Alþjóða hvalveiðiráðsins um bann viö hval- veiðum í ágóðaskyni, þessar hval- veiðar hefðu ekkert vísindalegt gildi. í dreifibréfmu sagöi ennfremur að íslendingar gætu ekki haldið uppi hvalveiðum nema með fjár- hagslegum stuðningi frá fisksölu- fyrirtækjum. Til að stöðva hval- veiðarnar væri þvi nauðsynlegt að koma í veg fyrir kaup á íslenskum fiski. Lesendur dreifibréfsins voru síðan hvattir til að senda forráða- mönnum þriggja stórfyrirtækja, sem selja íslenskan fisk, Burger King, Wendy’s og Long John Sil- ver, bænar- eða kröfubréf um að hætta að kaupa fisk af íslending- um. „Þetta voru máttlitlar mótmæla- aögerðir," sagði Pinder Lake, tals- maður Burger King í aðalstöðvum fyrirtækisins í Miami, í samtali við fréttamann DV. „Fulltrúar mót- mælenda söfnuðust saman við nítj- án matsölustaði okkar víðs vegar um landið en þeir skipta þúsundum í heild. Sjö af þessum nítján stöð- um, þar sem mótmæhn voru höfð í frammi, voru í nágrenni við stúd- entagaröa en í tólf borgum var mótmælt á matsölustööum í mið- borginni. Mótmælin stóðu í einn og hálfan klukkutíma, frá klukkan tólf á hádegi. Hvergi kom til átaka og hvergi voru skemmdarverk unnin.“ Pinder Lake taldi að mótmælin hefðu haft hverfandi lítil áhrif. Segja mætti að á einum stað hefði salan verið nokkrum tugum doh- ara minni en venjulega en á öðrum stað hefði hún verið htið eitt meiri. „Viö kaupum mikið af fiski frá íslandi en þó aðeins þorsk. Við höldum áfram að kaupa þennan fisk því þetta er heimsins besti þorskur," sagði talsmaöur Burger King. Ég hef ekki séð að blöð hér í Den- ver hafi getið um mótmæli sem voru við einn sölustað Burger King hér í borg. Þórir Gröndal, ræðis- maður íslands í Flórída, sagði að blöð þar hefðu getið lítillega um mótmæhn sem þar voru höfð í frammi við einn sölustað Burger King. Fáliðaö var í hópi mótmæ- lenda þar. Þórir sagði að í fyrra hefði herferð grænfriðunga verið í því fólgin að láta hópa fólks hringja í ræðismenn íslands og lesa yfir þeim ákveðna tuggu. Th hans hefðu þá hringt fimmtán th tuttugu manns en aöeins þrír til fjórir þeirra hefðu vhjað ræða málin og hlusta á íslensk rök varðandi hval- veiðarnar. III' Emma siglir inn í Vestmannaeyjahöfn. DV-myndir Omar Nýtt glæsi- fley til Eyja Ómar Gaxöarsson, DV, Vestmarvnaeyjum; Nýr 83 tonna stálbátur, Emma VE 219, kom til heimahafnar í Vest- mannaeyjum sl. þriðjudag. Emma VE er smíðuð í Póllandi, eigendur eru Kristján Óskarsson skipstjóri og Arnór Páll Valdimars- son vélstjóri. Báturinn er 23 metrar á lengd, 7 á breidd, með 705 ha aöal- vél og búinn nýjustu sighnga- og fis- kleitartækjum. Nú er unnið að því að setja niður aðgerðarkerfi frá Vél- smiðjunni Þór, Vestmannaeyjum, í bátinn. Á því að ljúka um miðja næstu viku og verður þá haldið á togveiðar. í dag mælir Dagfari Altt í plati Sérkennheg deha er risin mihi fjármálaráðuneytisins og háskóla- menntaðra ríkisstarfsmanna. Þeir síðamefndu hafa staðiö í kjaravið- ræöum við ríkið að undanfornu og þar var komið sögu aö ráðuneytið gerði starfsmönnunum thboð. Th- boðiö var rætt af samninganefnd- inni og að lokum samþykkt aö ganga að því. Þessi ákvörðun var thkynnt fjármálaráöuneytinu sem svaraöi að bragði að samþykktinni væri hafnað. Thboðið var í plati og þar að auki voru ríkisstarfsmenn- irnir sakaðir um að hafa platað ráðuneytiö. Þeir reiknuðu vitiaust út og gerðu þaö sem verra var: þeir sögöu ekki ráðuneytinu frá því að ráðuneytiö hefði hka reiknað vit- laust út. Þetta er sérkennheg og heldur óvanaleg staða. Yfirleitt verður að gera ráð fyrir því að þegar thboð er gert feli thboðið í sér að hinir hafni því eða samþykki. í þetta skiptiö var thboðiö samþykkt og þá var það dregið th baka. Senni- lega hefiir ráðuneytið reiknaö meö aö thboðinu yrði hafnað og máhö þar með leyst. Þaö er venja í kjara- viðræðum að enginn samþykkir neitt, enda hefur stór hópur laun- þega í þessu landi atvinnu af því að standa í kjaraviöræöum. En rík- isstarfsmenn koma ríkinu á óvart og samþykktu allt í einu thboðið. Þetta er auðvitað lúalegt bragö - aö koma viðmælendum sínum á óvart með þvi að samþykkja thboð þeim að óvörum og ekki von að ráðuneytiö standi viö tilboð sem ekki er reiknað með að verði sam- þykkt. Allt annað er ef thboðinu er hafnað. Þá er hægt að standa við þaö. Ráðuneytiö hefur sér það th af- sökunar að það er að kljást við háskólamenntaöa starfsmenn. Ófaglæröir starfsmenn eða hla menntaðir starfsmenn hefðu kannski hafnað thboðinu og þá var hægt að standa við það. En þegar menn eru orðnir háskólamenntaö- ir eru þeir færir í ahan sjó og geta tekið upp á því að samþykkja thboð sem á að hafna. Þar að auki kunna háskólamenntaðir menn aö reikna út tilboðin og geta þar aö auki reiknað þau út vitlaust, þannig að ráöuneytið heldur aö það sé rétt reiknað þegar vitlaust er reiknað. Og eins getur ráðuneytið haldið að það sé vitlaust reiknaö þegar rétt er reiknað og þetta verða menn að hafa í huga þegar thboð eru gerð. Það er ekki von að ríkisstjóminni takist að koma saman hhðarráð- stöfunum þegar háskólamenntaöir starfsmenn á vegum ríkisins sitja á svikráðum við ríkið og eru að reikna vitiaust út launin sín á sama tíma og ríkisstjómin þarf á þeim að halda th að reikna út hliðarráð- stafanir. Og hvemig verða svo hhð- arráðstafanimar þegar háskóla- menntaðir embættismenn geta ekki einu sinni reiknað rétt þegar launin þeirra em annars vegar? Maður getur aht eins búist við því aö gengisskráningunni verði breytt á morgun, þegar í ljós kemur að gengið hefur verið vitlaust reiknað út. Eins skal hafa allan fyrirvara á hhðarráðstöfununum, þegar þær sjá loks dagsins ljós, því ríkið verð- ur aö geta hafnaö sínum eigin hlið- arráðstöfunum ef í ljós kemur að vitlaust er reiknað. Maöur veit aldrei hvað er rétt og hvað er rangt þegar svo er komið uppi í fjármála- ráðuneyti að þar sitja menn sem ekki kunna aö reikna. Og hinir sem kunna aö reikna, þeir reikna vit- laust! Hér eftir eiga menn ekki að taka mark á tilboðum úr fjármálaráðu- neytinu. Þau eru plat ef þau eru samþykkt. Þau eru í lagi ef þeim er hafnað. Þess vegna eiga menn ahtaf að hafna thboðum fyrst, áður en þeir samþykkja þau. Og svo verður að spyrja ráðuneytið hvort það vilji gera thboð um að tilboð verði samþykkt og ef thboðið um tilboðið er samþykkt þá á að ganga að thboðinu eftir að búið er að hafna því. Þannig fá menn kjara- bætur hjá ríkinu, öðruvisi ekki. Vegna þess að ráðuneytið lætur ekki plata sig til að gera tilboð öðruvísi en að áskiija sér rétt til að draga tilboðin th baka ef þau eru samþykkt. Þetta heitir að vera sniðugur í samningum. Nú mega háskólamenntaðir rík- isstarfsmenn naga sig í handarbök- in fyrir þau mistök að hafa tekið mark á tilboði sem ríkið meinti ekkert með. Sem kennir mönnum að þeir eiga aldrei aö semja ef þeir geta með góðu móti komist hjá því. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.