Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1988, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 18. MAf 1988.
7
Viðskipti
Engum eignum skotið undan
með nýju fyrirtækjunum
- segir Óli Anton Bieltvedt, stjómarformaður Nesco-fyrirtækjanna
- Hvað er gjaldþrot Nesco
Manufacturing hf. eiginlega stórt?
„Ég upplýsti síðastliðið haust að
heildarskuldir fyrirtækisins væru
um 250 til 300 milljónir króna. Síð-
an hafa bæst við dráttarvextir upp
á nokkra tugi milljóna svo ég ætla
að heildarskuldir séu um 300 til 350
milljónir króna. Ég tel að eignir og
veð í einkaeignum okkar eigend-
anna, sem koma á móti þessari
tölu, séu í kringum 150 milljónir
króna þannig að það lætur nærri
að tala um að gjaldþrotið sé í kring-
um 150 til 200 milljónir króna.“
- Nú eru heildarkröfur í búið um
500 milljónir króna?
„Þaö er rétt. En þær segja ekki
alla söguna. Allar kröfur eru þand-
ar til hins ýtrasta. Sjálfur geri ég
kröfu upp á um 125 milljónir króna
og að auki eru ýmsar kröfur tví-
taldar. Til dæmis gerir Útvegs-
bankinn gamli, sem á veð í einka-
eignum okkar, fyllstu kröfur og
tekur ekkert tillit til þessara veð-
setninga."
- Það sem almenningur, eigendur
Útvegsbankans gamla, vill fá að
vita er hve tap bankans er mikið
vegna þessa gjaldþrots. Hvað tapar
bankinn miklu?
„Ýtrustu kröfur bankans í búið
eru 209 milljónir króna en frá drag-
ast veð í einkaeignum okkar, eig-
enda Nesco Manufacturing, auk
lagers sem veðsettur er í bankan-
um. Ég tel að tap bankans verði því
um 100 til 120 milljónir króna.“
- Hvers vegna gerir þú þessa kröfu
upp á 125 milljónir króna?
„Sú krafa kemur til vegna einka-
eigna minna sem ég lánaði Nesco
Manufacturing hf. til veðsetninga.
Veðin eru í Útvegsbankanum og
Búnaðarbankanum og munu
lækka skuldir Nesco Manufactur-
ing við þessa banka þegar á þær
verður gengið. Auk þess snýstþessi
krafa að hluta til um ágreining um
hlutafjáraukningu upp á 38 millj-
ónir króna.“
- Hvaða einkaeignir eru þetta sem
eigendur Nesco Manufacturing, þín
fjölskylda og fjölskylda Sigurjóns
Ragnarssonar er að tapa vegna
þessa gjaldþrots?
„Þessar eignir eru fyrst og fremst
gríðarstórt land í Hafnarfirði og
fasteignir hér í Reykjavík, auk
verðbréfa sem allt er veðsett að
fullu. Ég met þessar eignir upp á
130 til 150 milljónir króna."
- Ný Nesco fyrirtæki, Nesco Lauga-
vegur, Nesco Kringlan og Nesco-
Xenon Iðnfyrirtæki hf., voru stofn-
uð á síðasta ári þegar fyrir lá að
staða Nesco Manufacturing hf. var
orðin slæm. Var verið að skjóta
eignum undan með stofnun þessara
fyrirtækja?
„Nei, alls ekki.“
- En hvers vegna voru þau þá
stofnuð?
„Nesco Kringlan var stofnuö
vegna þess að Nesco Manufactur-
ing hafði keypt húsnæði í Kringl-
unni á sínum tíma sem gekk síðar
til baka og varð að leigu. Til að losa
Nesco Manufacturing undan þess-
um kvöðum og þessum verkefnum,
sem fyrirtækið réð ekki við, var
Nesco Kringlan stofnuð. Eigendur
þessa hlutafélags voru í fyrstu tveir
starfsmenn og fjölskyldur ásamt
Nesco Manufacturing hf. Vegna
þrýstings frá viðskiptabanka Nesco
Kringlunnar neyddist Nesco
Manufacturing til aö selja hlutafé
sitt, ellegar hefði bankinn lokað á
fyrirtækið. Nesco Kringlan er sjálf-
stætt fyrirtæki og hefur haslað sér
völl sjálft. Það tengist Nesco
Manufacturing hf. ekki á neinn
hátt fjárhagslega.
Svipaða sögu er að segja um Nes-
co Laugaveg. Þar settu lykilsam-
starfsaðilar fyrirtækinu stóhnn
fyrir dyrnar og kröfðust lausnar á
ákveðnum vanda. Það varð til þess
að hlutafé Nesco Manufacturing
var selt og lausn þannig fengin.
Fyrirtækiö er nú sjálfstætt eins og
Nesco Kringlan og hefur haslað sér
eigin sjálfstæðan völl.
Hvað Nesco-Xenon Iðnfyrirtæki
hf. snertir þá yfirtók það fyrirtæki
alþjóðaviðskipti Nesco Manufac-
turing. Hvorki Nesco Laugavegur
né Nesco-Xenon keyptu neinar
áþreifanlegar eignir af Nesco
Manufacturing heldur fyrst og
fremst viðskiptasambönd og við-
skiptavild. Um undirverð eða und-
anskot eigna hefur ekki verið að
Yfirheyrsla
Jón G. Hauksson
ræða. Enda hefur enginn haldið því
fram sem til þekkir."
- Nú hafa nokkrir kröfuhafar ósk-
að þess að skiptastjórinn, Gestur
Jónsson, fari fram á riftun kaup-
samninga milli Nesco Laugavegs
og Nesco-Xenon annars vegar og
Nesco Manufacturing hins vegar.
„Það hefur enginn formleg rift-
unarkrafa komið fram ennþá.
Sannleikurinn er sá að öll hafa
þessi riftunarmál verið meira og
minna mistúlkuð í fjölmiðlum.
Rætt hefur verið um að rifta stofn-
samningi fyrirtækjanna. Þau eru
öh löglega stofnuö, löglega skráð
og löglega starfandi. Það er augljóst
að enginn getur rift stofnsamningi.
Allt tal um riftunarkröfur á stofn-
samningum er því ekki á rökum
reist.
Þá hefur komið fram í fjölmiðlum
að rifta eigi kaupsamningi á milh
Nesco Kringlunnar og Nesco
Manufacturing. Eins og ég skýröi
áðan var enginn kaupsamningur
þama gerður á milli heldur gekk
Nesco Kringlan inn í Kringlusamn-
ingana í stað Nesco Manufacturing.
Sala hlutabréfa Nesco Manufac-
turing í Nesco Kringlunni gæti
hugsanlega komið til riftunaráhta
en bréfin voru seld á nafnverði.
Skiptastjóri verður þá að sýna fram
á eöa sanna að hlutabréfm hafl
verið seld á of lágu verði, að þau
hafl aukist í verði á þeim örfáu vik-
um sem liðu frá því að fyrirtækið
var stofnað og þar til bréfin vora
seld. Rökréttara er hins vegar að
halda því fram að bréfin hafi lækk-
að í verði vegna þeirrar neyðar-
stöðu sem fyrirtækið var komið í
og ég minntist á áðan. Sama máh
gegnir um sölu hlutabréfa Nesco
Manufacturing í Nesco Laugavegi.
Ef kaupsamningum milh Nesco
Laugavegs og Nesco-Xenon annars
vegar og Nesco Manufacturing
hins vegar yrði rift myndi það auk
þess htlu breyta fyrir nýju fyrir-
tækin. Ef kaupin gengju til baka
varðandi Nesco Laugaveg þá er um
búðarhihur og nokkur skrifstofu-
húsgögn og búnað að tefla sem
Nesco Manufacturing átti og sem
myndu ganga til baka en það eru
viðskiptasamböndin og viðskipta-
vildin sem ekki eru áþreifanlegar
eignir og sem vógu þyngst í kaup-
unum.
Og það sem gengi til baka ef Nes-
co-Xenon kaupsamningnum yrði
rift væru borð, stólar og búnaöur
hér í risinu að Laugavegi 10, enda
vógu viöskiptasamböndin og við-
skiptavildin mestu eins og áður
hefur komið fram. Riftun kaup-
samninganna breytti því raun-
verulega engu fyrir þessi nýju fyr-
irtæki."
- Þú hefur haldið því fram að ís-
lenskir neytendur spari sér um 200
milljónir króna á ári vegna þess að
Nesco Manufacturing hf. var stofn-
að. Hvernig rökstyður þú þetta?
„íslendingar hafa þurft að sæta
20 til 30 prósent hærra verðlagi á
innflutningi sínum en aðrar þjóðir.
Nesco Manufacturing innleiddi hér
lágt verð á heimilsrafeindatækjum
í krafti alþjóðlegs starfs síns og við-
skiptaumfangs og knúði þannig al-
mennt verölag niður. Fyrir bragðið
er verðlag heimihsrafeindatækja
hér nú um 10 til 20 prósent lægra
en eha. Markaðurinn á íslandi er
upp á um 1.500 mihjónir króna á
ári í smásölu og spamaðurinn er
því á bilinu 150 til 300 mhljónir
miðað við áöurgefnar forsendur."
- Fólk spyr sig hvort um misferli
eða saknæm atriði sé að ræða varð-
andi gjaldþrot Nesco Manufactur-
ing?
„Ekkert slíkt hefur komiö fram
og ekki er um slíkt að ræða. Það
var staðið jafnheiðarlega og mál-
efnalega að þessari uppstokkun og
endurskipulagningu og hægt er.
Það hefur farið fram rannsókn á
rekstri og bókhaldi fyrirtækisins
og hefur skiptastjóri lýst því yfir
að enginn grunur sé um undan-
skot, misferh eða önnur saknæm
atriði í þessu gjaldþrotamáli."
-JGH