Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1988, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1988. 9 Utlönd Sovéska farþegaskipið sem eldur kom upp í i nótt i Osaka í Japan. Ellefu farþegar biðu bana í eldsvoðanum. Símamynd Reuter Eldsvoði í farþegaskipi Ellefu sovéskir ríkisborgarar biðu bana er eldur kom upp í sovésku far- þegaskipi í klukkan eitt í nótt að jap- önskum tíma í hafnarborginni Osaka í Japan. Þrjátíu og fimm farþegar slösuðust, sumir þeirra er þeir reyndu að flýja eldinn með því að fleygja sér fyrir borð. Allir hinir slö- suðu voru Sovétmenn. Það tók tvö hundruð og þrjátíu jap- anska slökkviliðsmenn um eUefu klukkustundir að ráða niöurlögum eldsins sem kom upp þegar flestir farþeganna og áhafnarmeðlimir voru í fastasvefni. Lík þeirra ellefu sem fórust fundust í káetum á neðsta dekki. Farþegaskipið, sem tekur tvö hundruð níutíu og fimm farþega, lagði af stað þann 7. maí í þriggja vikna skemmtisiglingu til Japans og kom það til hafnarborgarinnar Os- aka í gær. Greint hefur verið frá því að beiðni um aðstoð barst ekki japanska slökkviliðinu fyrr en klukkutíma eft- ir að eldurinn braust út. Tungiunála- örðugleikar mOli sovésku áhafnar- innar og japanskra slökkvúiðs- manna tafði í byrjun slökkvistarfið og björgunaraðgeröir. Sprenging tefur eldflaugaáætlanir Sprenging eyðOagði nýlega aðal- eldsneytisverksmiðjuna fyrir lang- drægar kjarnaflaugar í Sovétríkjun- um. Afleiðingar sprengingarinnar munu að öllum líkindum tefja Sovét- menn í áætlunum sínum varðandi staðsetningu eldflauga, að því er bandaríska varnarmálaráðuneytiö tilkynnti í gær. í verksmiðjunni var framleitt elds- neyti fyrir SS-24 eldflaugamar og gæti slysið orðið tíl þess að styrkja stöðu Bandaríkjanna í viðræðunum um fækkun kjarnavopna. Þetta er skoðun ýmissa sérfræðinga í varnar- málum. Sprengingin er sögð hafa orðið þann 12. maí í Pavlograd í Úkraínu. Bandarískir sjónvarpsfréttamenn höfðu það eftír heimOdarmönnum leyniþjónustunnar að sprengingin hefði valdið mOclu tjóni. Nokkrar byggingar eru sagöar hafa eyðOagst. Sumir sérfræðingar álíta þó að þetta hafi aöeins í fór með sér tafir um stundarsakir fyrir Sovétmenn og að þeir geti hafið framleiðslu á eld- flaugunum eftir eitt ár. Fyrstu hermennimir komnir heim Brottflutningur sovéskra her- manna frá Afgani9tan tók á sig svip raunveruleika snemma í morgun þegar fyrstu sveitir þeirra fóm yfir landamæri Afganistan og Sovét- ríkjanna á leiö sinni heim. Frétta- menn, sem flogið var með tíl landa- mæranna, sáu hersveitimar fara yfir „Brú vináttunnar“ inn í sovét- lýðveldiö Uzbekistan. Brú þessi, sem er á landamæraánni Amu- Ðarya, tengir bæinn Termez í Uz- bekistan viö þorpiö Heiraton í Afg- anistan. Skæruliðar stjórnarandstæðinga í Afganistan gerðu í gær árásir á fylkingar sovéskra hermanna sem eru á leiö tíl landamæranna. Þá gerðu skæruhðamir eldflaugaárás á að minnsta kosti eina borg í Afg- anistan, að sögn sovéska sjón- varpsins. 7J SOVÉTRÍKIN UZBEKISTAN TERMEZ Sovésku hermennirnir fóru yfir landamærin við Termez i morgun. Að sögn fréttamanns sjónvarpsins, sem er með sovésku hersveitunum, tókst aö hrinda árásum skæruliðanna án þess að manntjón yrði. Sakaður um 27 morð Ökumaður flutningabifreiðar, sem um síðustu helgi ók á skólabO'- reið í LouisviUe í Kentuckyfylki í Bandaríkjunum með þeim afleið- ingum að tuttugu og sjö létu lifið, hefur veriö ákærður fyrir tuttugu og sjö morð. Ökumaöur flutíúngabifreiðar- innar var á ferð á rangri akrein og , , , ók beint framan á skólabifreiðina. - a s o abi re ðarínnar i Louis- yjð áreksturinn kviknaði í skóla- V e Simamynd Reuter bj]num 0g þeu. sem { honum voru brunnu iirni í flakinu eða köfnuðu í reyk frá eldinum. Ökumaður flutningabifreiðarinnar mun hafa veriö drukkinn. Minnast uppreisnarínnar í Kwangju Stúdenf varpar bensínsprengju að lögreglu i morgun i átökum sem urðu þegar uppreisnarinnar var minnst í Seoul. Símamynd Reuter Þúsundir syrgjenda söfnuöust í morgun saman í kirkjugarði í hlíðunum við bæinn Kwangju í Suöur-Kóreu öl þess að minnast þeirra sem féflu þegar s-kóreski herinn bældi niður uppreisnina þar árið 1980. Innan um legsteinana í kirkjugarðinum minntust sorgarklæddar konur ættmenna sem féllu í uppreisninni og innan um þær gengu rótttækir stúd- entar meö ennisbönd meö áletruðum slagoröum gegn ríkisstjóm landsins. Svipaðar athafhir voru haldnar viða um Suður-Kóreu. Stjómvöld segja að hundrað níutíu og þrír hafi fallið í uppreisninni í Kwangju. íbúar þar segja tölu fallinna hafa verið að minnsta kosti um eitt þúsund. Vilja ekki láta ákær- urnar falla niður Reagan Bandaríkjaforsetí heldur fast við þá ákvörðun sína að reyna samningaleiðina við að bola Manuel Antonio Noriega frá völdum í Pa- nama þrátt fyrir vaxandi andstöðu stjómmálamanna. Hann tilkynnti þetta á blaða- mannafundi í Hvíta húsinu í gær í kjölfar kvartana þingmanna um að forsetinn væri reiðubúinn að láta niður falla ákærur á hendur Noriega um eiturlyfjamisferli gegn því að hann færi frá völdum. Reagan neit- aði að svara spumingum um með hvaða ráðum hann ætlaði að fá Nori- ega til að láta af völdum. Aðspurður hvort Bandaríkjastjórn ætlaði að milda afstöðu sína til Noriega kvaðst forsetinn einungis geta sagt að eng- inn yrði hvítþeginn. Öldungadeildin samþykkti í gær ákvörðun þar sem lýst var yfir and- stöðu við að ákærur yrðu látnar nið- ur fafia. Robert Dole, leiðtogi repú- blikana í öldungadeOdinni, lét þau orð falla að það væru mistök að ætla sér að semja við eiturlyfjasala. Hann kvað þó engu að síður mikla nauðsyn á að Noriega yrði bolað frá. Umsjón: Ingibjörg Bára Sveinsdóttir og Halldór Valdimarsson FJönrtíu tonn af kókaíni Iligreglan í Kólumbíu skýrði frá því í gær að á síðustu fimm árura hefði hún gert upptæk um tjörutíu tonn af kókaini og nær sjö þúsund tonn af fíkniefninu marijúana. í skýrslu, sem gerð var opinber í gær, segir að nær sautján þúsund raanns hafi verið handtekin grun- uð um aðOd að fíkniefnaviðskiþt- um. Eitt hundrað fimmtíu og ein flugvél hefur veriö gerð upptæk og fjöldi vopna, sera tekin hafa verið, nemur nær þijú þúsundtun, flest af þeim skotvopn. I skýrslunni segir að yfir þijú þúsund og þrjú hundruð efnafræði- stofur hafi verið eyðOagðar og gróðri hafi verið eytt á um tuttugu og átta þúsund hekturum af marijúanaökrum og tvö hundruö níutíu og fiórum hekturum af kókaökrum. Þá hefur lögreglan náð í og eyðflagt um sjö hundruð þúsund tonn af efnum, svo sem ether, acetone, ammoníaki og fleirum, sem notuð eru við vinnslu kókaíns.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.