Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1988, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1988. Fréttir ______________________________________ DV Einkaaðilar: Umsóknir um eriend lán nema á fjórða milljarð Samvinnuhreyfingin ein sækir um einn milljarð Einkaaðilar hafa sent viðskipta- ráðuneytinu umsóknir um heimildir til erlendrar lántöku vegna rekstrar að upphæð á flórða milljarð króna. Megnið af þessum umsóknum komu í kjölfar yfirlýsingar ríkisstjórnar- innar um auluiar heimildir til er- lendra rekstrarlána vegna íjárhags- legrar endurskipulagningar fyrir- tækja í útflutnings- og samkeppnis- greinum. Einungis hluta þessara umsókna verður sinnt. Jón Sigurðs- son viöskiptaráðherra hefur ákveðið aö binda þessar heimildir við einn milljarð króna. Meðal þeirra aðila sem hafa sótt um háar lántökur er samvinnuhreyf- ingin. Jón Sigurðsson vildi ekki segja hversu stór hlutur hreyfingarinnar væri en samkvæmt heimildum DV sækja Sambandið, kaupfélögin og fyrirtæki á þeirra vegiun um erlend lán að upphæð nærri einum milljarði króna. Jón Sigurðsson hefur falið banka- stofnunum að gera tillögur um láns- upphæðir til sinna viðskiptavina. Hver banki um sig hefur fengið upp- lýsingar um hugsanlega hlutdeild sína í þeim eina milljarði sem til skiptanna er til viðmiðunar. Fjár- hæðunum var skipt milli bankanna eftir viðskiptiun þeirra við fyrirtæki í útflutningsgreinum. Endanleg ákvörðun um heimildimar mun þó verða í höndum viðskiptaráðherra. í viðræðiun ríkisstjómarflokkanna um efnahagsaðgerðir í maí vildi Al- þýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur miða þessar lánveitingar við 800 milljónir króna. Framsóknarflokk- urinn fékk það hins vegar í gegn að í yfirlýsingu ríkisstjómarinnar var ekki getið um ákveðna upphæð. Nú hefur viðskiptaráðherra ákveðið heimildir fyrir lántökum að einum milljarði. Þessi lán bætast við þau erlendu lán sem gert var ráð fyrir í lánsfjáráætlun til einkaaðila fyrir um 5,8 milljarða. -gse Köfun við Kolbeinsey: Árangurinn framar vonum Á dögimum lauk rannsóknarleið- angri þýskra og íslenskra vísinda- manna að Kolbeinsey. Tilgangur ferðarinnar var aö kanna jarðfræði- og líffræðilegar aðstæður og ná í ör- verur sem þar kynnu að finnast. Við rannsóknimar var lítill tveggja manna kafbátur notaöur til að kom- ast að neðansjávarhverum á rúmlega 100 metra dýpi. Þetta er í fyrsta sinn sem mannaður kafbátur er notaður til raimsókna hér við land. Kafbátinn lagði Max Planck- stofnunin í Seewi- esen til. Kafbáturinn fór tvær ferðir niður á hafsbotn til að kanna jarðhitasvæði á rúmlega 100 metra dýpi. Staðurinn, sem er 3 'A sjómilu sunnan við Kol- beinsey, hefur hlotið nafnið Kol- beinslaugar. Rannsóknin gekk framar voniun og náðu vísindamennimir mörgum sýnum af hafsbotninum með grip- armi kafbátsins. Framundan bíður frekari rannsókn á þessum sýnum, bæði á íslandi og í Þýskalandi, og á tíminn eftir að leiða í ljós fullnaðar- niðurstöður ferðarinnar. -StB Kafbáturinn Geo hefur nú lokið hlutverki sínu við strendur Kolbeinsey og verður sendur aftur til Þýskalands. Myndin var tekin þegar verið var að setja bátinn i gám fyrir útflutninginn. DV-mynd S 60 prósent nafhvextir á kaupum banka og verðbréfasala á viðskiptapappírum Kaupþing hefur ákveðiö að hækka nafnvaxtakröfu sína vegna kröfu- kaupa úr 45 upp í 60 prósent. Fyrir- tækiö kaupir vöravíxla, greiðslu- kortanótur, afborgimarsamninga og aðra viðskiptapappíra með afíollum. í ljósi aukins verðbólguhraða hafa þessi afiöll nú verið hækkuð svo þau jafngildi 60 prósent nafnvöxtum. „Við spáum að verðbólguhraðinn muni fari í um 60 til 70 prósent í þess- um mánuði svo ávöxtunarkrafa okk- ar er ekki há,“ sagði Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Kaupþings. Bankamir hafa einnig hækkað nafnvaxtakröfur sínar vegna kaupa á viðskiptapappírum. Þeir kaupa þessa pappíra á ákveðnu gengi. Mið- að við gengi Verslunarbankans frá 1. júní gerir bankinn kröfu um ávöxt- un sem jafngildir 61 til 66 prósent nafnvöxtum. Verslunarbankinn hækkaði vexti sína 1. júní umtalsvert og aðrir bankar hafa fylgt í kjölfarið síðan. Það má því gera ráð fyrir að gengi Verslunarbankans verði ríkj- andi þegar líða tekur á mánuðinn. -gse Heimsbikarmótið í Betfort: Spassky lagði Jóhann - Karpov með lakari biðskák gegn Sokolov Jóhann Hjartarson tapaöi fyrstu : Karpov. Þeir gerðu jafntefli á skák sinni á heimsbikarmótinu í Qlrálr ólympíumótinu í Dubai, í einu Belfort í Frakklandi sem hófst í _________________; skákinni sem þeir hafa teflt til gær. Hann haföi svart gegn fyrr- ix_ . Árna<íftn þessa, og munu heyja einvígi í Se- verandi heimsmeistaraBorisSpas* oun i-. Mrimami atfle í Bandaríkjunum íjanúar nk. sky og aö sogn blaðafulltrúa móts- Karpov sigraði glæsilega á fýrsta ins stóð skák þeirra fremur stutt ÞávaktiathyghaöAnderssonhinn heimsbikarmótinu sem fram fór í yfir.Jóhannvaröaðjátasigsigrað- sænski vann Hollendinginn Tim- Brusselíaprfl. an eftir 24 leitó. man. Skákura Short og Nogueiras, Aðrir sem eigast viö í dag eru HeimsmeistarinnKasparovvann Ribli og Ehlvest, Höbner og Behav- Kasparov og Nogueiras, lj ubojevic landa sínn Jusupov í gær en sky og Speelman og Ujubojevic lauk og Spassky, Andersson og Speel- Karpov átti í erfiöleikum i skák öllum með jafntefli man, Beljavsky og Tiraman, sinni við Sokolov. Er hún fór f biö Önnur raun bföur Jóhanns í dag Ehlvest og Húbner, Short og Ribli þótti Sokolov eiga mun betra tafl. er hann hefur svart gegn Anatoly ogSokolovogJusupov. -JLÁ ■ ■ *** ■ ■ 80 milljonir í loðdýrarækt Á ríkis stjómarfundi I gær var sonar, Halldórs Ásgrímssonar og sampyxKi ao leggja ui vio stjorn Byggðasjóðs að lánaðar yrðu 80 mihjónir tíl loödýraræktar. Þessir Friðriks Sophussonar sem lagði þetta til á ríkisstjórnarfundi. Þetta er sú sama nefnd og stefnir að stöðva. þeirra Jó aað var ráöherranefhd ns Baldvins Hannibals- framlaga th laadbúnaðarmála. -gse Listahátíð: Black Ballet Jazz rekur sögu dansins „Ég hef heyrt margt um ísland en hef ekki fengið tækifæri til að koma hingaö áður. Hér er kalt, svo mikið er rétt, en það htla sem ég hef séð af landinu enn sem komið er fellur mér vel,“ sagði Chester Whitmore, dansstjómandi og danshöfundur Black Bahet Jazz, við komuna til landsins í gær. „Ég vona að við fáum tækifæri til aö kynnast landinu ögn nánar á meðan við eram hér. Ég hef mikinn áhuga á því að fá mér kort í hönd og leggja upp í skoðunarleiðangur um nágrennið." Black Ballet Jazz er hópur tólf dansara sem mun halda fimm sýn- ingar á vegum Listahátíðar í Reykja- vík. Auk dansaranna er ung söng- kona, Trina Parks að nafni, með í forinni. Fyrir utan sýningar á höfuð- borgarsvæðinu mun hópurinn sýna í íþróttaskemmunni á Akureyri þann 20. þ.m. Black Bahet Jazz rekur sögu dans- ins í Ameríku aht ffá afrískum trommu-ritúölmn tíl dansa sem dansaðir era í dag. Markmið hópsins er að varðveita sögu dansins og í sýningum hans kemur glöggt í ljós hve mikh áhrif menning svertingja hefur haft á tónhst og dans í Banda- ríkjunum. Steppdansarinn Chester Whitmore er stjórnandi Black Bahet Jazz. Hann semur jafnframt alla dansana og er auk þess sólódansari með hópnum. Söngkona Black Bahet Jazz, Trina Parks, hóf söngferil sinn- ung að áram. Hún hefur komiö fram sem söngkona, leikkona, dansari og kóreografer á tónleikum, í leikhúsi, kvikmyndum og í sjónvarpi. Auk sýningar Black Bahet Jazz á hstahátíð í kvöld verður seinni sýn- ing Theatre de l’Arbre kl. 20.00 í Iðnó. Sýning Theatre de l’Arbre nefnist S.O.S. og í henni túlka látbragðsleik- arinn Yves Lebreton og brúðan Lih lífið eftir atómsprengjuna. -StB Uppboðið á Hótel Öric: Verður áfvýjað til Hæstaréttar Uppboðsréttur Ámessýslu úr- skurðaði að nauðungaruppboð á Hótel Örk, sem fram átti að fara 13. maí, skuh ná fram að ganga. Pétur Þór Sigurðsson, lögmaður Helga Þórs Jónssonar, eiganda Hótel Ark- ar, hefur áfrýjað úrskurðinum til Hæstaréttar. Ef miö er tekiö af svipuðum málum getur hðið aht að tveimur árum þar til Hæstiréttur úrskurðar í málinu. Á meðan geta uppboösbeiðendur ekki annað en beðið. Uppboðsbeiðendur kröfðust þess að í úrskurðinum yrði kveðið á um það að áfrýjun frestaði ekki fyrirhuguðu uppboði. Dómar- inn taldi ekki fært að verða við þessu og kom krafan ekki th frekari álykt- ana/ Úrskurðarorð við kæra Helga Þórs Jónssonar vora þessi: „Umbeðið uppboð skal ná fram að ganga. Helgi Þór Jónsson á að greiða vamaraðh- um, sem eru sjö uppboðsbeiðendur, málskostnað tíu þúsund krónur til hvers þeirra eða sjötíu þúsund innan tíu daga.“ Pétur Þór Sigurðsson, lög- maður Helga Þórs, var viðstaddur uppkvaðninguna og sagðist hann myndu áfrýja úrskurðinum til Hæstaréttar. Þorgeir Ingi Njálsson dómari sagði að niðurstaðan væri byggð á tómlæt- issjónarmiðum aö því leyti að Helgi Þór sótti þing 4. febrúar og 5. aprh á þessu ári ásamt lögmanni. Þá vora ekki upphöfð nein mótmæh um með- ferð málsins viö uppboðshaldara. Þar sem mótmæh hans beinast ein- göngu að meðferð málsins fram að þinghaldinu 4. febrúar var ekki talin ástæða til að taka þessi mótmæh hans th greina. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.