Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1988, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1988. 9 Utlönd Innanrikisráóherra Frakka, Pierre Joxe (annar frá hægri), horfir á þegar íbúar i Tours sækja sér vatn sem sent var til borgarinnar þar sem drykkjar- vatn borgarbúa var mengaó eftir eldsvoða i efnaverksmiðju. Simamynd Reuter Trassaskapur orsök mengunarslyssins Jeep IJeep Wagoneer og Cherokee - ekki bara glæsilegir heldur gæðin í gegn - fyrir þá sem vilja það besta TIL AFGREIÐSLU STRAX EGILL VILHJÁLMSSON HF. Smiójuvegi 4, Kópavogi, simar 77200 - 77202 1 1 ER SMÁAUGLÝSINGA BLAÐIÐ 0^ * SÍMINN ER é&Zt # (T 1M1 Bjami Hmriksson, DV, Bordeaux: Ibúar í borginni Tours í Frakklandi fá nú smám saman vatn í krana sína eftir fjögurra daga vatnsleysi. Elds- voðinn, sem varð á miðvikudaginn í efnaverksmiðju í nágrenni borgar- innar, orsakaði svo alvarlega meng- un í Loire-ánni, er rennur um Tours og íbúamir fá vatn sitt úr, að borgar- yfirvöld ákváðu að skrúfa fyrir allar vatnsleiðslur þangað til ástandið kæmist í eðlilegt horf. í gærmorgun var vatn komið í suma krana en íbúum var sagt að nota það ekki til drykkjar, hvorki fyrir menn né dýr. Ótöliúegur fjöldi rannsókna hefur verið gerður á vatn- inu og verður haldið áfram þangað til öll hætta er úr sögunni en búist er við að eölilegt vatnsrennsli verði komið á í allri borginni í dag. Borgarbúar fengu um helgina vatn sent með lestum en höfðu áður birgt sig upp eftir mætti af ýmsum vökv- um í verslunum borgarinnar. Skömmtunarástand ríkti, risastór- um vatnsgeymslupokum var komið fyrir á götum úti og herinn sá um vatnsflutning til heilbrigðisstofnana. Slökkvihðsmenn börðust að mestu leyti með vatni við eldinn í síðustu viku. Þykir það ekki góður kostur þegar eiturefni eru annars vegar því að bæði slekkur vatnið illa í sumum efnum auk þess sem þaö mengast áður en það rennur burt, í þessu til- viki í Loire ána. Tæki með froðuefni komu ekki á staðinn fyrr en mörgum klukkustundum eftir að eldurinn kom upp. Þótt ekki sé enn vitað ná- kvæmlega rnn orsök eldsvoðans þyk- ir ljóst að trassaskapur og ónógar varrúðarráðstafanir samfara illa skipulögðu eldvamarstarfi hafi vald- ið þar miklu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem íbúar í Tours lenda í svipaðri aðstöðu því að 1979 var borgin vatnslaus í heila viku og fleiri slys í efnaverk- smiðjum hafa átt sér stað í Frakk- landi undanfarin ár án þess að nokk- ur lærdómur hafi verið af þeim dreg- inn né öryggi hert. Umsjón: Ingibjörg Bára Sveinsdóttir og Halldór Valdimarsson //Ajúfr '^SALAN BORGARTGNl 22 SIMl 23509 Næg bílastæói AKGREYRI HAFNARSTRÆTI 88 SÍMI 96-25250

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.