Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1988, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1988. Katrín Guðnadóttir: Já, að sjálf- sögðu. Spumingin Lesendur Forsetaembætt- ið vantar hefð Ætlarðu að kjósa í forseta- kosningunum? Gunnar Oddsteinsson: Ég er búinn að kjósa forsetann okkar. MraríœiP, afctifar Þær umræður sem spunnist hafa nú, eftir að sýnt þótti að ekki yrði sjálfkjöriö í embætti forseta ís- lands, eru dæmigerðar um emb- ætti, sem ektó býr við þá heíð, sem viölíka embætti eru löngyun þekkt fyrir í öðrum löndum. Hér á ég að sjálfsögðu við embættið sjálft og gildi þess fyrir þjóðfélagið, en ekki þann er situr embættið. Það er t.d. augjjóst mál að gera verður ráð fyrir, og þaö ætti að vera regla, að ávallt sé kosið til forsetaembættisins á flögurra ára fresti með þvi að auglýsa eftir frambjóöendum. Þaö á ektó að þykja tiltökumál að áskorendur gefl sig fram. Hins vegar er það enn eitt dæmið um skort á hefð að ekki skuli þurfa nema 1500 meðmælend- ur tíl þess að geta farið í framboð til æðsta embættis þjóðarinnar. Hér á löggjaflnn sök á og sýnir embættinu mikið tillitsleysi. Ótal þættir, sem varða forseta- embættið, eru óljósir og mætti taka mýmörg dæmi. Hvernig á t.d að fara að í þvi tilviki að forseti and- ast í miðri kosningabaráttu, þegar aðeins einn gagnframbjóðandi er í framboöi? Er sá frambjóðandi þá sjálfkjörinn eða þarf að auglýsa aftur eftir frambjóðendum? Hér er nokkuö stórt mál á ferö- inni og ég held að hvað sem þessum forsetakosningum líður þá verði framboð áskorandans nú til þess að frekar verði hnykkt á um endur- skoðun kosningaregina öl forseta- framboðs hér á landi. Það er ekki hægl að iáta sem ekkert sé, að ekki skuli vera komin meiri hefð á æðstaembættiþjóðarinnerenraun „Ótal þætt!r, sem varða forsetaembættið, eru óljósir og mætti taka ber vitni. mýmörg dæmi,“ segir í bréfinu. - Frá Bessastöðum. Pétur Davíðsson: Ég hef bara ektó hugsað um það. Klár á því að Vigdís vinnur. Stöðumælar í miðborginni óþarfír: Innkeyrsluhlið i notkun Borgarbúi skrifar: Kaupmenn í gamla miðbænum eru sagðir óhressir með stöðumæla og sektir sem af þeim leiða, segjast vera að tapa fyrir Kringlunni og hafa nú sent borgarstjóra harðort mótmæla- bréf, þar sem krafist er tafarlausra bóta á ástandinu í borginni. Þótt gjaldið fyrir hálfa klukku- stund sé ekki nema kr. 50,- segir það ekki alla söguna. Menn eru kannski ekki að fárast yfir upphæðinni sem slíkri. Hitt er verra, að menn geta ekki alltaf verið að hlaupa til bifreiða sinna til að greiða aftur og aftur í stöðumæli, þótt vitað sé, að tíminn sé útrunninn. - Þess vegna verður eitthvað annað kerfi að koma til, ef verslun og viðskipti eiga ekki að leggjast niður þarna í miöborginni. Ekkert þýðir að segja fólki að koma bara ekki á bílum sínum í miðborg- ina, það eigi t.d. að taka strætisvagna og ganga síðan allra sinna erinda frá Lækjartorgi. Þess vegna er það að önnur lausn verður að koma til. Ég er hér með hugmynd að lausn, sem er ekki verri en engin og er í gildi í sumum erlendum borgum, sem hafa sama vandamál og Reykjavík. Einskonar innkeyrsluhlið skulu vera að miðborginni úr þeim áttum, sem mesta umferðin er til borgarinn- ar. Þetta gætu verið hhð á horni Skothúsvegar og Fríkirkjuvegar (eða þá við Hringbraut/Sóleyjargötu), síð- an að vestan á homi Túngötu og Suðurgötu og ennfremur á horni Vesturgötu og Garðastrætis og þá á horni Tryggvagötu og Norðurstígs. Úr austri gætu verið hhð á mótum Skúlagötu og Kalkofnsvegar og svo á horni Laugavegs og Snorrabrautar. - Frá Þingholtunum og niður í bæ yrði umferð lokuð bílum, aðeins leyfð umferð upp eftir. Við þessi „hlið„ greiddu menn á bílum ákveðna upphæð, segjum 100 kr. og hefðu svo sjálfdæmi um hvar þeir leggðu bílum sínum og hve lengi. Bílageymslan í Kolaporti yrði áfram fyrir þá fáu sem vilja leggja bílum inni og þar greiddu menn svo áfram fyrir innigeymslu (enda eina inni- geymslan í borginni). Þetta myndi spara mikið fé í við- haldskostnaði á stöðumælum og mannskap þyrfti ekki framar til að huga að mælunum. - Nokkra menn þyrfti til að taka við gjaldi í hliðunum og yrði það greitt við innkomu - eða er menn fara út aftur og þá yrði gjald- skráning kannski eitthvaö ööurvísi, ef það væri taliö heppilegra, t.d. eftir tímalengd. Ég tel það hins vegar mun óheppilegri kost og skapar meiri vinnu og eftirlit. Hliðin yrðu í noktun frá kl. 7 að morgni til kl. 6 aö kvöldi. Hér er komin hugmynd fyrir borg- arverkfræðing og hans menn að vinna úr. En í guðanna bænum segiö ekki; „Þetta er rugl“, fyrr en þetta hefur verið gaumgæft. Mynd: „Innkeyrsluhlið að miðborg- inni myndu spara viðhald á stöðu- mælum og mannskap að auki,“ segir í bréfinu. „íslenski neytandinn tekur iægra verðið fram yfir i langflestum tilvikum, einnig þegar sælgæti er annars vegar,“ segir hér. Islenskt sælgæti erdýrara Valur Jóhannsson hringdi: Þaö er því miöur bara stundum en ekki alltaf sem það borgar sig að kaupa íslenskt, og það í orðsins fyllstu mertóngu. íslenskt sælgæti er ein þeirra vörutegunda sem hefur lotið í lægra haldi, ef svo má að orði komast, fyrir hinu útlenda sælgætí sem er í flestum tilfellum mun ódýr- ara en hiö innlenda. Ég vil ektó vera að taka dæmi sér- staklega því það væri ekki sann- gjarnt gagnvart íslenskum framleið- endum og engin ástæða til að vera að benda á einstaka aðila en þetta hlýtur að vekja fólk til umhugsunar um það hvort þannig sé komið að við séum ekki samkeppnisfærir á nein- um sviðum þegar erlend framleiösla er annars vegar. - Það væri svo sem ekkert óeðlilegt þótt svo væri. Allar aðstæður hér á landi eru þess eðlis að það er að veröa illfram- kvæmanlegt að halda úti framleiöslu eða þjónustu án þess að annað hvort fari tilkostnaður upp úr öllu valdi eða þá að álagning verði svo mikil að endanlegt verð sé komið talsvert yfir það sem hinn erlendi aðih býður. Hinn almenni neytandi hér á landi er hins vegar aldrei í vafa hvað hann gerir. Hann tekur lægra verðið fram yfir í langflestum tilfellum, einnig' þegar sælgæti er annars vegar, og þannig bitnar hærra vöruverö á ís- lenskum vörum fyrst og fremst á framleiðendum eða þjónustuaðilum sjálfum. En þetta er hins vegar háskaleg þróun í þjóðfélagi okkar. Hallgrímur Guðjónsson: Já, forseta íslands. Guðrún Guðnadóttir: Já, Vigdísi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.