Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1988, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1988, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1988. 17 Lesendur Hvaö á að ganga langt í banni auglýsingaskilta? - „Eða erum við íslendingar ekki bara truflaöir sjálfir?" spyr bréfritari. Auglýsingaskilti og umferð: Ekki umferðartniflandi Horður Jónsson skriíar: Það er orðin nokkuð árviss venja hjá sumum, þegar kemur fram á vor- ið, að taka til við að amast við ýmiss konar auglýsingaskiltum, sem eru í sjónmáli í umferðinni og krefjast þess að þau verði fjarlægð. Nú er fariö að koma þessari óánægju og amasemi á framfæri í fréttaformi. Um hana las ég einmitt í frétt í Tím- anum hinn 10. þ.m. undir fyrirsögn- inni „Óánægja með auglýsingaskilti verslana og verkstæða - Skiltin trufla umferð og fegurðarskyn manna“. Birtist mynd af skilti frá Húsasmiðjunni þessu til sönnunar! Ég hélt aö svona óánægjunöldur til- heyröi liðinni tíð. Við lifum nú á seinni hluta 20. aldar og nálgumst árið 2000. Síðastliðin 30-40 ár hefur það verið viðtekin venja aö auglýsa vörrn- og þjónustu með hvers könar skiltum og athyglisverðum merking- um utandyra sem innan og veit' ég ekki til þess að fólk í nálægum eða fjarlægum menningarríkjum setji sig upp á móti því. Þessar auglýsingar og merkingar eru fólki til mikils hagræöis, ekki síst því sem er í umferðinni og getur auðveldað því, hvar þjónustu og vöru megi finna. Það er t.d. mjög algengt erlendis að sjá merkingar og tilkynn- ingar frá hótelum og veitingastöðum meðfram fjölfómum akbrautum og þjóövegum og er þetta vel þegið af ferðamönnum og öðrum þeim sem um vegi þessara landa aka. Hér á landi mætti vera mun meira um svona merkingar, ekki síst á landsbyggðinni, þar sem aðkomandi eru oft ekki með á nótunum hvar þjónustu og verslanir er að finna. Yfirvöld hér eru einstaklega fundvís á hvers konar boð og bönn og eru á algjörlega öndverðum meiði við þær reglur sem gilda annars staöar, hvað þetta varðar. Ef þessi auglýsingaskilti eru svona truflandi fyrir íslendinga sem eru í umferðinni hér heima, hvaö mega þeir þá segja er þeir t.d. aka erlend- is? Eru þá svona auglýsingaskilti ekki truilandi fyrir þá þar, eöa er kannski næsta skref hjá okkur að banna íslendingum að aka erlendis? Að halda því fram, að skilti á veg- um úti eða í borgum trufli umferð, byrgi útsýni eöa, eins og líka er kvartað yfir, að þau „virðist trufla fegurðarskyn manna“ er svona álíka fyrirsláttur og að segja, að umferðar- ljósin séu truflandi fyrir umferðina! Hvað með falleg hús sem fólk er að fylgjast með er það ekur eftir götun- um eða landslag upp til sveita, getur þetta ekki haft truflandi áhrif? - Er- um við íslendingar ekki bara truflað- ir sjálfir? Veiting skólastjóraembættisins: Er þetta pólitík? F.G. hringdi: Hvað er að gerast í okkar litla, og maður hefði vfijað hafa með, góða og fallega þjóðfélagi? Hvað eru konur búnar að gera með barát- tunni um jafnrétti? - Er þaö í raun og veru svo að karlar þurfi að fara að berjast fyrir sínu jafhrétti? En hvað er jafnrétti? Mér dettur þetta bara í hug vegna máls, sem orðiö er stórmál, sökum þess að kona sækir um stöðu á móti karl- manni, í þessu tilviki stöðu skóla- stjóra. - Konan fær stöðuna vegna jafnréttissjónarmiða þess aðila sem á síöasta oröið um ráöninguna. Þetta tel ég að gangi of langt þar sem karlmaðurinn er miklu hæfari í þessa stöðu samkvæmt því sem ég hef lesið í blöðum undanfarið. Ég get ekki ímyndað mér að það sé gaman fyrir konuna aö vinna við þær sérstöku aðstæður sem skapast hafa á nýja vinnustaðnum. - Mér er spum: Er þetta pólitík? Sé svo þá vorkenni ég þessu fólki. Ég vil taka fiam að ég þekki hvor- ugan umsækjandann. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR Okkur vantar hjúkrunarfræðing til starfa nú þegar til lengri eða skemmri tíma. Fríar ferðir og íbúðarhúsnæði til staðar. Skjólgarður er elli- og hjúkrunarheimili með 46 íbú- um. Allar upplýsingar gefa Amalía Þorgrímsdóttir hjúkr- unarforstjóri og Ásmundur Gíslason staðarhaldari, símar 97-81221 og 97-81118 SKJÓLGARÐUR, Höfn, Hornafirði Ný lína í skápum ndeco w deco IDECO 2100, svart og hvitt IDECO 700, svart og hvitt vildarkjör húsgagnaverslun Reykjavíkurvegi 66 - Hafnarfirði - simi 54100 á Brotnar neglur, nagaðar neglur, Ijótar neglur eru stöðugt áhyggjuefni þeirra sem langar til að hafa langar og fallegar neglur. Gervineglur eru síður en svo eitt- hvað nýtt á markaði á íslandi en þær hafa hjálpað mörgum sem hafa þjáðst af minnimáttarkennd vegna naglanna. Við fengum Rut Ragnarsdóttur til að steypa gervineglur á konu en hún var með skemmdar neglur. Konan fékk mjög fallegar gervineglur og við segjum frá þeim í máli og myndum í Lífsstíl á morg- un. 11111«*« Matarsíða DV helduráfram brag- könnun á skyndibitum. Nú eru það tilbúnar pizzur í stórmörkuð- um sem við prófum. Við berum saman verð og gæði níu tegunda. I kjölfarið á því bökuðum við okkar eigin pizzu. í tilraunaeldhúsi DV verður sýnt stig af stigi hvern- ig á að baka pizzu. Grænmeti og álegg verður líka til umfjöllunar í Lífsstíl á morgun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.