Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1988, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1988, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1988. Sviðsljós Reykjavíkurrneistarar í alpagreinum - og sigurvegarar í Firmakeppni SKRR Komiö er nú í ljós hverjir uröu meistarar, aö loknum fjórum mótum stigahæstir, og þar með Reykjavíkur- sem skíðafélögin í Reykjavík héldu í Reykjavíkurmeistarar í alpagreinum á skíðum 1988. í neðri röð, talið frá vinstri, eru: Haukur Arnórsson, Þórdís Hjörleifsdóttir, Thelma Jónsdóttir, Theódóra Mathiesen, Ragnar Þórisson, og Helgi Geirharðsson. í efri röð eru: Margrét Ingibergsdóttir, Pálmar Pétursson, Steinar Þorbjörnsson, Kristján Kristjánsson, og Harpa Dögg Hannesdóttir. vetur. í kvennaflokki var það Þórdís Hjör- leifsdóttir og í flokki karla Helgi Geirharðsson. Sigurvegarar i stúlknaflokkum urðu Margrét Ingi- bergsdóttir (15-16 ára), Thelma Jóns- dóttir (13-14 ára), Theódóra Mathies- en (11-12 ára) og Harpa Dögg Hann- esdóttir (9-10 ára). í drengjaflokkum sigruðu Haukur Arriórsson (15-16 ára), Pálmar Pét- ursson (13-14 ára), Kristján Krist- jánsson (11-12 ára) og Ragnar Þóris- son og Steinar Þorbjörnsson (9-10 ára). Firmakeppni Skíðaráðs Reykjavík- ur 1988 var haldin í Bláíjöllum þann 12. maí. Var þátttakan mjög góð og tóku um 200 fyrirtæki þátt í keppn- inni. Dregið er um hver keppir fyrir hvaða fyrirtæki og er keppt með for- gjöf svo þeir sem yngri eru fá tæki- færi til að keppa við þá sem eru þeim eldri og reyndari. í fyrsta sæti varð Helgi Geirharðs- son er keppti fyrir Torfuna. í öðru og þriðja sæti urðu Kristinn Sigurðs- son, sem keppti fyrir Kristin Guðna- son hf„ og Ornólfur Valdimarsson sem keppti fyrir Byggingavörur Ármúla. Verðlaunahafar í Firmakeppni Skíðaráðs Reykjavíkur 1988. Krjúpandi eru: Árni Geir Ómarsson - Guðmundur Jónasson hf„ Hjörtur Waltersson - Passa- myndir, Runólfur G. Benediktsson - Kjötsalan og Sigurður Magnús Sigurðs- son - Málningarvörur. Standandi eru: Haukur Arnórsson, sem keppti bæði fyrir Sportval og Sjóvá, Bergrún Benediktsdóttir, sem heldur á bikarnum fyrir Örnólf Valdimarsson - Byggingavörur Ármúla, Tryggvi Eiríksson - Heildverslun Gunnars Eggertssonar, María Waltersdóttir - Nói-Síríus, Helgi Geirharðsson - Torfan, veitingahús, Kristinn Sigurðsson - Kristinn Guðna- son hf. og Berglind Bragadóttir - Tékk-Kristall. Farrah Fawcett Loksins, eftir að hafa búiö með Ryan O’Neal í átta ár, hefur Farrah Fawcett nú ákveðiö aö tími sé til korainn að þau festi ráð sitt endan- lega. Hingað til hefur hún þó verið ófáanleg til aö giftast honum þrátt fyrir margítrekaðar tílraunir af hans hálfu. Brúðkaupið mun víst fara fram í Paris þann 18. þessa mánaðar og er sagt að Farrah getí vart beðið eftir deginum. Ástæðan fyrir því að hún hefur ekki viljað giftast Ryan fyrr en nú er sú að hún var hrædd um að hann myndi reyna að stjórna lífi hennar eins og fyrri maður hennar, Lee Majors, mun hafa gert á sínum tíma. Ekki kærði hún sig heldur um aö ganga í gegn- um annan skilnaö. En sem sagt, Farrah telur sig nú hafa náð þeim þroska og því sjálf- stæði sem hún hefur veriö að sækj- ast eftir og aö auki hefur hún náð árangri í starfi sínu sem leikkona. Þaö haföi einnig áhrif á ákvörðun hennar að þau Ryan eiga saman þriggja ára dreng og Farrah hélt að það væri honum í hag ef þau væru gift eins og aörir vínir þeirra og kunningjar. Ryan O'Neal og Farrah Fawcett gera ráð fyrir að ganga I hjónaband í Parfs þann 18. júni. Paul Newman ræðir við fréttamenn ásamt félaga sinum, A.E. Hotcher rithöfundi, vegna nýstofnaðra búða fyrir börn sem haldin eru alvarlegum sjúkdómum. Símamynd Reuter Paul Newman í klípu Paul Newman virðist hafa stórt hjarta því hann hefur af matvælafyrirtæki hans en nú mun Julius nokkur Gold nú sett á laggirnar búðir fyrir böm sem þjást af alvarleg- vera kominn í mál við Paul því hann sver og sárt við um sjúkdómum. Búðir þessar munu verða fjármagnaöar leggur að Paul hafi lofað sér 8% hlutabréfa í fyrirtækinu. Vopnafjörður: Ungfrú ísland heiðraði sægarpinn Jóhann Amason, DV, Vopnafiröi: Vopnafjörður skartaði sínu fegursta og líka fegurstu stúlku íslands, Lindu Pétursdóttur, þegar Vopnfirðingar héldu sjó- mannadaginn hátíðlegan. Fé- lagar í björgunarsveitinni Vopna á Vopnafirði og Emi á Bakkafirði sýndu tæki sín og hæfni til björgunarstarfri á laugardag, hópsighng var um íjörðinn og þar mátti sjá marga glæsilega fleytuna. Eftir messu á sunnudag vom skemmtiatriði á planinu fyrir framan frysti- húsið. Ungfrú ísland okkar Vopnfirðinga heiðraöi aldraöan sjómann, Björgólf Jónsson, og hátíðahöldunum lauk með kaff- isamsæti í félagsheimilinu. Björgólfur Jónsson, hinn aldni sægarpur. DV-mynd Jóhann

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.