Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1988, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1988, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1988. 19 Sirrý, Kristján og Gréta voru heiðruð af sjómannadagsráði Isafjarðar að þessu sinni. DV-mynd BB Á laugardeginum fóru skuttogararnir Guðbjörg og Júlíus Geirmundsson í skemmtisiglingu með yngstu borgarana um ísafjarðardjúp. DV-mynd. ísaflörður: Heidursmerki sjómannadagsins Siguijón J. Sigurðssan DV ísafirði: Hátíðarhöld sjómannadagsins á ísafirði hófust á laugardeginum með því að stór hluti bama bæjarins fór í skemmtisiglingu með skuttogurun- um Guðbjörgu ÍS og Júlíusi Geir- mundssyni. Að henni lokinni fór fram kappróður á milli hinna ýmsu fyrirtækja og áhafna skipa. Klukkan fimm þennan sama dag var svo Sjó- minjadeild Byggðasafnsins formlega opnuö í Turnhúsinu í Neðstakaup- stað. Hátíðarhöldin á sjálfan sjómanna- daginn hófust með messu í Hnífs- dals- og ísafjarðarkapellu. Eftir há-. degi var útiskemmtun á íþróttasvæð- inu á Torfnesi. ísfirðingar mættu ágætlega, þótt hálfgerður rigningar- úði gerði vart við sig á stundum. Það er til siðs að heiðra aldraða sjómenn, og aðra þá sem lagt hafa sitt af mörkum til að auka veg og virðingu sjávarútvegsins með heið- ursmerki sjómanndagsins ár hvert. Að þessu sinni hlutu þau Gréta Jóns- dóttir, Sirrý Brynjólfsdóttir og Kristján J. Jónsson þessa viöurkenn- ingu. Þess má geta að Kristján var meðal annars formaður sjómanna- dagsráðs í 15 ár. Að lokinni veitingu heiðursmerkis- ins voru hinir ýmsu leikir, s.s. poka- hlaup, reiptog og knattspyma á milh yfirmanna og undirmanna skipa. Um kvöldið voru svo sjómannadansleik- ir á helstu skemmtistöðum bæjarins. Það er Ari Edwald sem heliir hér i hjá brúögumanum. Flmm manna hornaflokkur skemmti gestunum og reyndar öllu hverfinu. Vaknað við lúðrablástur Þaö var kátt á þjalla fyrir utan gengiö í hjónaband daginn áður. Meðalholt 21 að morgni þess 5. júní. Hin nýgiftu vom vakin um níu- og svo hátt heyrðist í fólkinu sem leytið meö lúðrablæstri, og bratust þar haföi safnast saman að það út mikil fagnaðarlæti í garðinum vakti nær allt hverflð. þegar þau birtust á tröppunum. Héma voru á ferðinni vinir Helga Var þá skálað í kampavíni og brúð- Jóhannessonar lögfræðings og armarsinn leikinn. Já, þaö er ekki Önnu Maríu Sigurðardóttur við- amalegt að eiga svona vini. skiptafræðinema, en þau höfðu 15000 lúpínur frá Sólheimum gróðursettar í Vestmannaeyjum Ómar Garðarssan, DV, Vestmannaeyjum: Tuttugu manna hópur vistmanna frá Sólheimum kom nýlega til Vest- mannaeyja með Herjólfi í skemmti- og skoðunarferð. Notaði hópurinn jafnframt tækifærið til að gróður- setja lúpínur á eyjunni, upp milli fella og þar í kring, og var göngu- garpurinn síkáti, Reynir Pétur, í broddi fylkingar. Sólheimafólkið Sólheimafólkiö ásamt starfsfólki Vestmannabæjar tekur sér smáhvíld frá gróöursetningunnl. DV-mynd Ómar seldi bæjarbúum lúpínur til að klæða landið lit og til styrktar Sólheimum. Talið er að um 15000 lúpínur hafi verið gróðursettar og munar um minna. Þetta er ekki í fyrsta skipti í vor sem lúpínur era settar niður í Eyj- um. Um hvítasunnuna tóku bæjar- fulltrúar sig til að gróðursettu lúpín- ur í Helgafelli. ísafjöröur: Sinfóníuhljómsveitin heiðraði minningu Ragnars H. Ragnar Siguijón J. Sigurðasan DV ísa&rði: Sinfóníuhljómsveit íslands var á hljómleikaferðalagi um Vestfirði í síðustu viku. Hélt hljómsveitin m.a. tónleika á Þingeyri, Bolungarvík, ísafirði og Patreksfirði. Á ísafirði hélt hljómsveitin tón- leika í sal grannskólans. Frekar fjöl- mennt var á tónleikunum og var að heyra að fólk væri ánægt með þá. Sunnukórinn söng með hljómsveit- inni, bæði í Bolungarvík og á ísafirði. Var þetta í síðasta sinn sem kórinn kom fram áður en hann hélt til Ung- veijalands í söngferöalag. '1 í hádeginu þann 2. júní, daginn se.n hljómsveitin lék á ísafirði, minntust hljómsveitarmenn Ragnars H. Ragn- ar. Þá komu nokkrir félagar úr hljómsveitinni, ásamt eftirlifandi eiginkonu Ragnars, Sigríði J. Ragn- ar, og aðstandendum, saman viö gröf Ragnars í kirkjugarðinum í Engidal. Sigurður Bjömsson, framkvæmda- stjóri Sinfóniuhljómsveitarinnar, lagði blómsveig á leiði Ragnars og minntist hans í fáum orðum. Þá lék sveit blásara úr hljómsveitinni htinn og fallegan sálm. Þama var um að ræða látlausa og viröulega athöfn sem snerti streng í brjósti. Sinfóníuhljómsveitin heiðraði minningu Ragnars H. Ragnar með látiausri og virðulegri athöfn. DV-mynd BB Beðið eftir sumiinu Þessir apar, sem eiga heima í dýragarði í Melboume í Astraliu, reyna að halda á sér hita með því að koma sér vel fyrir undir ljósinu. Það þarf víst ekki að taka þaö fram aö nú er vetur á heimaslóðum þeirra félag- anna. Það fylgir svo sögunni að fiðrildi f sama dýragarði fá aö vera í röku lofti og fílamir sofa á upphituðu gólfi. Sviösljós Ólyginn sagði... Madonna er dauðhrædd um líf sitt þessa dagana. Eiginmaður hennar, Sean Penn, hefur verið að fá hótunarbréf frá götuklíkum í Los Angeles eftir að sýningar hófust á nýjustu mynd hans Colors. Þessar hótanir hafa nú gengiö svo langt að þau hjúin era alvarlega farin að hugsa um að flytja úr húsi sínu á Malibu- ströndinni og kaupa frekar býh sem líkist mest virki. Bruce Willis og vöðvafjallið Amold Schwarzenegger fóra með eig- inkonum sjnum út að borða hér um daginn. Ekki er það í sjálfu sér fréttnæmt, en þegar að reikningum kom þá gátu þeir ekki komiö sér saman um hvor ætti að borga brúsann, þ.e. báð- ir vildu þeir borga. Ríkur Tex- askúreki heyrði í þeim og kom yfir að borðinu þeirra. Sagðist hann halda mikið upp á þá báða, en hann gæti bara ekki borðað í friði fyrir þeim. Þvi næst kallaði kúrekinn á þjón- inn og borgaði reikninginn fyrir þá Brace og Amold, sem fóra heldur lúpulegir út af veitinga- staðnum. Gréta Garbo hefur margsinnis verið beðin um aðstoð við tökur á mynd um ævi hennar. Þegar framleiðandi myndarinnar var búinn að senda um það bil 10 símskeyti og jafnmörg bréf til Grétu, þá loksins fékk hann skeyti sem var stutt og laggott - Ég vil fá að vera i friði!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.