Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1988, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1988, Blaðsíða 30
30 -'Vai MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1988. LífsstQl Úrval hefur aukist: Hellur eru til frambúðar Það er einföld nákvæmnisvinna að leggja hellur in. Aö jarövegur sem þenst út í frosti, s.s. mold og leir, sé flarlægöur - og sandur og möl sett í staðinn. Þar með er komið í veg fyrir aö hellumar haggist frá náttúrunnar hendi. Varanlegt og viðhaldslaust Hellulagnir hafa færst í vöxt. Svo virðist sem garðeigendur hanni garða sína með töluvert öðru sniði en áður gerðist. Áður voru grasflatir og beð alls ráðandi. í dag er meiri tilhneiging til að hafa garða þannig að sem minnst þurfi að vinna í þeim. Setja hellur í staðinn fyrir gras og möl í stað beða. Það er ekki svo að skilja að garðar séu úr eintómu gijóti. Hér er aðeins átt við að hlut- fall steins hefur aukist miðað við gras og beð. Framboð af hellum hefur stórauk- ist á síðustu árum. Með ýmiss konar gangstéttarhellum og skrautsteinum hafa opnast margir möguleikar fyrir skemmtilega garðahönnun. Nú er hægt að fá steina sem raða má saman á óteljandi vegu. Hellur í stéttir eru til í mörgum mynstrum og stærðum. Einnig er hægt að fá steina til að hlaða veggi og svo fást stórir steinar sem leysa hæðarmismun á einfaildan hátt. Meira að segja tröppur eru lagð- ar með sérstökum hellusteinum. í innkeyrslur við hús eru gjarna notaðar hellur. Minni hellur henta r Urval Tímarit fyrir aUa HENTAR ÖLLUM ALLS STAÐAR - Á FERÐALAGINU JAFNT SEM HEIMA MEÐAL EFNIS: Skop 2 Fyrstu þrír mánuðir barnsins 3 Ert þú arftaki Sherlocks Holmes? ...20 Skýjakljúfar, demantar og mittismál.... ...25 Hverjar eru eignir PLO? ...32 Roðskórnir koma aftur ...38 Hugur manns og hulinn máttur ...45 Dagur bjarndýrsins ...55 Hugsun í orðum < ...60 Ástarskot ...62 Brottnám bílferjunnar ...68 Að vera einhleyp ...88 Minnisgloppur ekki sama og minnistap..93 FRÆÐANDI, FYNDIÐ OG FJÖLBREYTT, Það er ekki mjög flókið verk að leggja hellur eða hlaða veggi. Shkar framkvæmdir hafa mjög færst í vöxt á síöustu árum. Algengast er að garð- yrkjumenn eða skrúögarðyrkju- meistarar sjái um framkvæmdir eða leiðbeini leikmönnum sem vilja helluleggja sjálfir. Það þarf ekki mik- ið af verkfærum til. Réttskeið og hallamál, snúra og hælar ásamt ílöngum rörum eru það mikilvæg- asta. Aðalatriðið er þó jarðvegsskipt- Það er slegið þéttingsfast með gúmmíhamri. I þessu tilfelli er um þægilega hellustærð að ræða - svokallaðir l-steinar. Þannig er þægilegt að leggja nokkra steina og slá þá svo til upp að næstu röð á undan. Sé um stórar hellur að ræða er miðjunni á kanti hellunnar, sem leggja á, stillt upp að kanti þeirrar næstu á undan. Hellan er síðan látin leggjast snöggt og ákveð- ið á sinn stað. Gras-steinn er hentugur í innkeyrslur eða við aðkomu húsa. Hér er samein- aður styrkleiki steinsins og hlýleiki grassins. Sumir vilja forðast steinsteypu við hús sín. Þó er nauðsynlegt að hafa hart undir þar sem bílar fara um. Hér er því steinn sem leysir vandann. Þessi tegund grassteins er seld í stærðunum 60x40x10 cm og 40x40x10 cm - hellum meö götum á. Verðið fyrir fermetrann er um 1.020 kr. Vinnan undir þennan stein skal vera sú sama og við venjulega hellulögn. Þegar búið er að leggja steininn er sett sandblönduð mold í götin og grasfræi sáð. Ráðlegast er að hafa yfirborð grassvarðarins 2-3 cm fyrir neðan yfirborð hellanna. Þannig er þægilegast að slá grasið þegar að þvi kemur. Undir grasstein er hentugt að leggja hitalögn. mun betur fyrir mikinn þunga held- ur en stórar. Þess vegna er algengt að sjá t.d. I-hellur notaðar í þeim til- gangi. Svo hafa komið á markað svo- kallaðir gras-steinar sem eru hellur með götum í fyrir gras. Þannig er styrkur steinsteypunnar og hlýleiki grassins notað saman. Ráðgjöf Möguleikamir eru margir. En hvemig skyldi vera að leggja hellur? Er þetta verk sem leikmaður ræður við? Það er óhætt að segja að handlagið fólk ætti að ráða við hellulögn. Aðal- atriðið er að skipta um jarðveg, þ.e.a.s. fjarlægja mold og leir og setja möl og síðan sand í staðinn. Nú kann þaö að vaxa einhverjum í augum að skipta um jarðveg, slétta og jafna nákvæmt út. Strekkja síðan línur og leggja hellumar. En það er eins og með svo margt annað - það er bara aö hafa sig í hlutina og byrja. Fá jafn- vel ráðleggingu hjá fagmanni sem ætíð er mikilvægt. Það hefur færst í vöxt að fólk fái fagmenn til að vinna verkið. Þá er ýmist haft samband viö landslags- arkitekt eða skrúðgarðyrkjumeist- ara. Arkitektarnir teikna upp og hanna en garðyrkjumeistaramir vinna verkið. Ástæða þessa aukna áhuga á garðskipulagi og lagningu stétta er vafalaust aukin útivera. Þannig vill fólk hafa huggulegt í kringum sig og umfram allt hag- kvæmt skipulag. Undirvinna Undirvinnan er mikilvæg. Sandur og svokölluð grús (malarsandur) verður að vera undir því það er jarð- vegur sem þenst ekki í frosti. Grúsar- lagið þarf að vera 40-50 cm þykkt. í rökum jarðvegi þarf að grafa dýpst. Sandlag kemur þar ofan á, um 5-7 cm þykkt. Varast skal að hafa sand- lag of þykkt. Það er vegna þess að sandi hættir til að skríða til í bleytu, sé lagið of þykkt. Þess má geta að sand og grús er hægt að útvega sér í gegnum vörubílastöðvar. Athugið að hafa undirlag með sandi og grús frekar of breitt heldur en of mjótt. Gras t.d. vex auðveldlega meðfram hellukanti þótt sandlag sé undir að einhverju leyti. Aðalatriðið Tröppur, hellur, blómaker og steinar. í dag eru margir garðar hannaðir með þaö fyrir augum aö viðhald sé sem minnst. Einnig virðist sem fólk vilji hafa stétt í garðinum svo möguleikar til útiveru séu sem bestir. Tröppu- steinninn á myndinni er til í tveimur stærðum: 46x40x17,5 og 24x40x17,5. Stærri steinninn kostar um 500 kr. en sá minni 250 kr. ílöngu hellurnar i efri stéttinni eru af stærðinni 24x72x6 cm og kosta 162 kr. stykkið eða um 940 kr. fermetrinn. Ferhyrndu hellurnar er þrisvar sinnum styttri eða 24 cm og kosta þær 54 kr. stykkið en fermetraverðið er það sama.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.