Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1988, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1988, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1988. 31 LífsstQl er aö hafa traustan grunn fyrir hell- umar. Þegar sandi hefur verið jafnaö út er best að bleyta hann. Þannig þjapp- ast hann best saman og myndar traust undirlag fyrir hellurnar. Best er aö þjappa sandinn meö vélþjöppu. Þegar búiö er aö þjappa sandinn eru línur strengdar í áætlaða hellu- hæð. Gott er að nota búta af steypu- styrktarjárni sem hæla fyrir línum- þessu er lokið eru rörin fjarlægð og sandi sáldrað í fórin. Þetta er ná- kvæmnisverk, en einfalt. Ef þess er kostur er fljótlegast að hafa rörin sem lengst. Þannig þarf minnst að færa þau og verkiö gengur íljótar. Muniö að miða alltaf hellulögn við línurnar. Séu hellur lagðar upp að vegg er alltaf hætta á einhverjum misfellum. Þess vegna skyldi lína ávallt notuð. Ef um ójöfnur meðfram Með þvi að leggja saman tvo U-steina myndast blómaker á einfaldan hátt. Blómakerin geta staðið mörg saman eða stök í beðum eða á stétt. Hér gefast margir möguleikar til að afmarka hæðarmismun. Hellulögn er ekki flókið verk þótt það krefjist nákvæmni. Mikilvægast er að undirvinnan sé góð. Grafa þarf um 50-70 cm niður og frostvirkur jarðveg- ur, s.s. mold og leir, er fjarlægður. Síðan er fyllt upp með grús (möl) og steypusandur settur á síðustu 5-7 sentímetrana. Þess verður að gæta að hafa sandlag ekki of þykkt. Sandi hættir frekar til að skríða til heldur en möl. Þegar sandurinn er þjappaður er best að bleyta hann svo hann verði sem þéttastur. Að þessu loknu eru linur strengdar á nokkrum stöðum í þeirri hæð sem hellurnar eiga að vera. Út frá línunum er best að mæla þá hæð sem sandurinn á að vera í. Þegar búið er að þjappa sandinn er hentugast er að leggja tvo leiðara (rör) eftir honum endilöngum. Eins og sést á mynd er þykkt hellunnar mæld niöur að röri. Þannig er hæð rörs og sands ákvörðuð. Síðan er sand- urinn jafnaður út með réttskeið og hallamáli. Sé hellulagt meðfram vegg er samt ráðlegt að nota Ijpu. Sjaldgæft er að veggir séu svo beinir að óhætt sé að leggja eftir þeim. Verði einhverjar misfellur meðfram vegg að lokinni hellulögn er best að fylla upp með sem- entsblönduðum sandi. U-steinn og tröppusteinn eru einfaldar lausnir til að leysa hæðarmismun. U-steinarnir eru afar hentugir í blóma- hleðslu. Þeir eru um 70 kg á þyngd. Þeir eru því traustir og litil hætta er á að þeir skríði til. Verð fyrir einn stein er um 500 kr. Möguleikar við uppsetningu þessara steina eru ótrúlega margir. Séu þeir lagðir á hliðina eru þeir t.d. hentugir til að afmarka smátjarnir í görðum. Einnig má nota þá i tröppur. Þá er opið látið snúa niður og möl sett inn í það. Hæð fyrir uppstig í tröppum er venjulega 17 cm. Hæð U-steinsins er 40 cm - rúmur helmingur steinsins er því niðurgrafinn. Við hellulagningu er mikilvægast að nota linu og rörleiðara. Því lengri sem rörin eru því sjaldnar þarf að færa og jafna. Verkið sækist þvi betur. Línurn- ar er best að festa niður með bútum af steypustyrktarjárni. Það vill vefjast fyrir mörgum hvar á að byrja. í tilfelli sem þessu á myndinni er óhjákvæmi- legt annað en að byrja við götuna. Það er betra að byrja þar sem þægileg- ast er í stað þess að miða skurð á hellum við sérstaka staði. Ef um halla er að ræða er ráðlegast að skipta reitnum niður í beina fleti - strengja linu þvert yfir (á móts við tröppur á mynd) og jafna hann út. Ef rifur verða þar sem fietir koma saman er sementsblöndu sáldrað í. Hlut- föll blöndunnar mega vera 1-sement og 3-sandur. á kant hellunnar sem fyrir er. Láta hana síðan siga ákveðið niður í sandinn. Gæta þess að hún komi jafnt niður svo ójöfnur myndist ekki. Stundum þarf að færa hellur örhtið til eftir að þær leggjast. Þá er best að nota gúmmíhamar eða trékubb til þess að slá helluna á réttan stað. Að ar. Þegar línumar eru komnar er endanlegt sandhæö miðuð við lín- una. Sandurinn á að vera helluþykkt frá línunni. Lína, rör og réttskeið Til að fá yfirborðið nákvæmt og rétt em leiðarar lagðir í sandinn. Best er að nota 3^1 metra löng rör sem lögð eru samsíða. Millibilið á að vera svipað lengd réttskeiðar, sé ekki um því mjórri lögn að ræða. Rörin eru stillt eftir línunum t.d. 6 cm neð- ar sem er algeng helluþykkt. Síðan er sandurinn endanlega jafnaður með réttskeið og hallamáli. Þegar veggjum er að ræða er best að sáldra sementsblönduðum sandi á milli veggjar og hellulagnar. Einn hluti sements á móti þremur hlutum sands. Sementsblandan gerir það að verkum að síður hættir við gras- myndun meðfram hellunum. Hellurnar Hellur em misstórar og þungar. Því er miserfitt að meðhöndla þær og leggja. Sumar hellur, s.s. I-heUur, er nánast hægt að leggja með ann- arri hendi. Aðrar tegundir þarf að beita nokkru afli og lagni við. Best er við lagningu þungra og meðal- þungra hellna að leggja enda til hálfs Heimilið lokinni heUulögn er hætt við að ein- hverjar hellur séu hærri en aðrar. Þá má reyna að pressa þær niður með trékubb eða fótunum. Ef það gengur ekki verður að taka heUuna upp og taka sand undan. Þegar hellulögn er lokið er ráðlegt aö sópa yfir aUa stéttina með sandi. Láta sandinn „leka“ niöur í raufarn- ar. Þá ætti aUt að vera orðið jafnt og þétt. -ÓTT. Gartmíis geta staðid'U i sem er, alll árið um kring Ur U-steinunum má útfæra garðhúsgögn sem mega standa úti allan ársins hring. Meira að segja má gera útigrill eða sandkassa úr þeim. Sandkassi er einfaldlega gerður þannig að fjórum steinum er raðað saman þannig að opin liggja saman. Einn U-steinn kostar aðeins um 500 kr. Þannig má gera bekk fyrir aðeins 1.000 kr. að frátalinni tré eða stein- setu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.