Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1988, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1988, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1988. Lífsstm Lax: Eldislax eða villtur? Lax er kominn í verslanir og á háu veröi. Kílóiö er á bilinu kr. 850 til 1.129 þannig að laxinn er orðinn lúxusvara. Mikið hefur verið rætt um muninn á eldislaxi og villtiun laxi að undan- fómu. Margir sjá þann villta í ein- hverjum dýrðarijóma en telja eldis- laxi flest til foráttu. Það vekur og athygli að villtur lax í verslunum Reykjavíkur virðist allur úr Hvítá, allavega ber hann heitið Hvítárlax. Ingimar Jóhannsson, hjá Fiski- ræktardeild Fiskifélags íslands, sagði í samtali við DV aö ekki væri ýkja mikill munur á gæðum eldislax og þess villta : „Eldislax sem hggur í nótum og kvíum syndir minna. Hann er því feitari og vöðvaminni. Hér á landi er hins vegar mikið ræktað í keijum á landi. í þessum kerjum er straumur og fær því laxinn góða hreyfingu. Sjónarmunur á fiskinum Þaö mun auðvelt að þekkja eldislax frá vihtum. Að sögn Ingimars er eld- islaxinn ekki með jafnfahega ugga Lax úr kviaeldi fær minni hreyfingu en annar og er því feitari. 4 | ' T? u. ( VJi i ’I I ' wmM m: 11 tiiii |i 1 1 I Wtm' 0 '•Æ’ ■ íMVw1" f %'m íjr x jjjlg v » iÆ Vel er farið með fiskinn i slátrun. auk þess sem sá villti er rennilegri. Einnig getur verið htarmunur á Ðsk- inum. „Ef sá villti er nýnmninn upp í á er kjötið skarpara á htinn. Það er hins vegar spurning með meðferðina á vihta fiskinum. Hann er yfirleitt veiddur á stöng og meðferð upp og ofan. Eftir að hann er veiddur er honum yfirleitt hent í bílskott og keyrt í bæinn.“ Meðferð á eldislaxi fer eftir ýtrustu kröfum um hreinlæti og slátrun. Honum er slátrað, hann flokkaður og pakkað inn. Þannig fer hann beint í búðir og er þvi gjaman ferskari en sá sem veiddur hefur verið á stöng. Lakari en villtur? Það er mál manna að eldislax sé lakari en vihtur. DV spurði Ingimar hvers vegna á honum lægi þetta orð ef hann er ekkert lakari. „í upphafi voru ýmsir bamagahar á fiskeldi hér á landi. Þá slapp kannski eitthvað á markað sem ekid stóðst ýtmstu kröfur. Þetta hefur batnað mikið að undanfórnu. Neytendur Nú hafa menn mun meiri tilfmn- ingu fyrir gæðum og kröfum mark- aðarins. Einnig hafa gæði eldisfisks aukist mikið með tilkomu kerja. Nú er htnum stjórnað með fóður- gjöf, karótín og kandasatín, sem eru htarefhi úr rækjuskel, gefa rauða ht- inn. Áður áttuðu menn sig ekki svo BÍLA MARKADUR ...á fullri ferd Á bllamarkaði DV á laugardögum, auglýsa fjöldi bílasala og bílaumboða fjölbreytt úrval bila af öllum gerðum og í öllum verðflokkum. AUGLÝSENDUR ATHUGIÐ! Auglýsingar i bílakálf þurfa að berast ( slóasta lagi fyrir kl. 17:00 fimmtudaga. Smáauglýsingar I helgar- blaö þurfa aó berast fyrir kl. 17:00 föstudaga. Siminn er 27022 BLAÐAUKI ALLA LAUGARDAGA mjög á þessu. Þá var oft slátrað fiski sem orðinn var kynþroska. Við það dregst úr honum hturinn og hann verður folur. Þetta sætta kröfuharðir neytendur sig ekki við.“ Ef hann er veiddur á stöng er með- ferðin upp og ofan. Hafbeitarlax Ein tegund eldisfisks er hafbeitar- lax. Hafbeit fer þannig fram að stöðv- amar ala upp seiöi sem síðan er sleppt á haf út. Seiðin skha sér ciftur í stöðvamar fuhvaxin. Að sögn Ingi- márs er enginn munur á slíkum laxi og vihtum. Þetta hefur þaim kost að hægt er að fá lax sem er eins og viht- ur og hægt að fara jafn vel með hann og eldislaxinn. Þessi tegund laxeldis fer ört vaxandi og er nú svo komið að stærsta stöðin, Vogalax, framleið- ir meira en ahar ár landsins th sam- ans. -PLP Það fer vel um bam sem situr í bamabílstól. Þeir henta aldrinum 9 mánaða til u.þ.b. 4 ára. yUMFEROAR RÁD

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.