Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1988, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1988, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1988. 35 Fólk í fréttum Sigrún Þorsteinsdóttir Sigrún Þorsteinsdóttir hefur ákveðiö að gefa kost á sér til for- setaembættis á móti Vigdísi Finn- bogadóttur, forseta íslands, en þær eru skyldar í fimmta og sjötta lið. Sigrún er fædd 2. september 1941 í Vestmannaeyjum og lauk gagn- fræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja 1957. Hún var í menntaskóla í Salsbury í Maryland 1958-1959 og vann í Utvegsbanka Vestmannaeyja 1959-1961. Hún hefur unnið við fiskvinnslustörf í Fiskiðjunni í Vestmannaeyjum og vann við bókhaldsstörf 1970-1978. Sigrún hefur leikið með Leikfélagi Vestmannaeyja og var í stjóm Samkórs Vestmannaeyja 1965- 1975. Hún stofnaði Vestmannaeyja- deild Garðyrkjufélags íslands 1974 og var varabæjarfulltrúi sjálfstæð- ismanna í Vestmannaeyjum 1982- 1984. Sigrún var í stjórn Landssam- bands sjálfstæðiskvenna 1982-1984, formaður atvinnumálanefndar Vestmannaeyja 1982-1984 og í stjóm atvinnumálanefndar Sam- bands sunnlenskra sveitarfélaga 1982-1986. Hún hefur starfað í Manngildishreyfingunni frá 1980 og unnið að uppbyggingu hennar erlendis, t.d. í Finnlandi og Eng- landi. Sigrún var einn af stofnend- um Flokks mannsins 1984, gjald- keri hans 1984-1986 og hefur verið í landsráði flokksins frá 1984. Sigrún giftist 2. september 1961 Siguröi Elíassyni, f. 2. september 1936, hafnarverði í Vestmannaeyj- um. Foreldrar Sigurðar era Elías Sveinsson, fv. skipstjóri í Vest- mannaeyjum, og kona hans, Eva Þórarinsdóttir. Böm Sigrúnar og Sigurðar em Þorsteinn, f. 24. maí 1967, málmiðnaðarnemi í Vest- mannaeyjum, Anna Lilja, f. 14. okt- óber 1970, skiptinemi í Bandaríkj- unum, og Elísa, f. 11. apríl 1976. Systir Sigrúnar er Stefanía, f. 26. janúar 1944, gift Viktori Helgasyni, framkvæmdastjóra Fiskimjöls- verksmiðjunnar í Vestmannaeyj- um. Foreldrar Sigrúnar em Þorsteinn Sigurðsson, útgerðarmaöur og fv. framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar og Fiskimjölsverksmiðjunnar í Vestmannaeyjum og kona hans, Anna Jónsdóttir. Þorsteinn er son- ur Sigurðar, formanns í Vest- mannaeyjum, Hermannssonar, b. á Melstað í Seyðisfiröi Ólafssonar, b. í Steinsnesi í Mjóafiröi Gutt- ormssonar, b. á Árnastöðum í Loð- mundarfirði, Skúlasonar b. á Brim- nesi í Seyðisfirði, Sigfússonar, bróður Þorbjargar, ættmóður Melaættarinnar. Móðir Hermanns var Helga Vilhjálmsdóttir, systir Sigríðar, ömmu Vilhjálms Hjálm- arssonar, fv. ráðherra. Móðir Sigurðar var Þóra Vigfús- Sigrún Þorsteinsdóttir. dóttir, snikkara í Ytri-Tungu á Tjörnesi, Kristjánssonar og konu hans, Kristínar, systur Þorleifs, langafa Siguijóns, langafa Berg- hndar Ásgeirsdóttur ráðuneytis- stjóra. Kristín var dóttir Sæmund- ar, prests á Þóroddsstöðum Jóns- sonar, prests í Mývatnsþingum Sæmundssonar, b. á Brúnastööum í Fljótum Þorsteinssonar, b. á Stóru-Brekku í Fljótmn Eiríksson- ar, ættföður Stóru-Brekku ættar- innar. Móðir Þorsteins var Sigrún, syst- ir Þorsteins í Laufási, afa Sváfnis Sveinbjamarsonar, prófasts á Breiðabólstað í Fljótshlíð. Sigrún var dóttir Jóns, b. og útgerðar- manns í Vestmannaeyjum, bróður Bergsteins, langafa Guðjóns Sche- ving, afa Hreins Loftssonar, aðstoð- armanns Matthíasar Á. Mathiesen samgönguráðherra. Jón var sonur Einars, b. á Seljalandi undir Eyja- fjöllum ísleifssonar, bróöur Sigurð- ar, langafa Ágústu, móöur Gunn- ars Ragnars, forseta bæjarstjórnar Akureyrar. Móðir Jóns var Sigríð- ur Auðunsdóttir, prests á Stóru- völlum Jónssonar, bróður Amórs í Vatnsfiröi, langafa Hannibals Valdimarssonar. Móðir Sigrúnar var Þórann Þor- steinsdóttir, b. í Steinmóðarbæ undir Eyjafjöllum, Ólafssonar, bróöur Sigurðar, langafa Ragn- heiðar Helgu Þórarinsdóttur borg- arminjavarðar. Móðir Þorsteins var Þórunn ljósmóðir, systir Þó- runnar, langömmu Steinunnar, langömmu Jóhönnu Sigurðardótt- ur félagsmálaráöherra. Þórann var dóttir Þorsteins, b. á Vatnsskarös- hólum í Mýrdal, Eyjólfssonar og konu hans, Karítasar Jónsdóttur, stjúpdóttur Jóns Steingrímssonar „eldprests“. Anna var dóttir Jóns, útgerðar- manns á Hólmi í Vestmannaeyjum, Ólafssonar, b. í Skarðshlíð undir Eyjafjöllum, bróður Sveins, lang- afa Höllu Maríu Árnadóttur söng- konu. Ólafur var sonur Jóns b. á Lambafelli, bróður Jóns, langafa Jóns Helgasonar landbúnaðarráð- herra. Systir Jóns var Guðlaug, amma Ástu, ömmu Davíðs Odds- sonar. Jón var sonur Jóns, b. í Heiðarseli á Síðu, bróður Eiríks, langafa Runólfs, fóður Sveins land- græðslustjóra. Móðir Önnu var Stefanía Einars- dóttir, b. í Hrauntúni í Biskups- tungum, bróður Kristínar, ömmu Unnar Sveinbjarnardóttur fiðlu- leikara. Önnur systir Einars var Kristbjörg, amma Eyglóar Viktors- dóttur söngkonu. Þriðja systir Ein- ars var María, amma Sigurjóns Kristjánssonar, þjóðhagasmiðs á Forsæti í Flóa. Einar var sonur Einars, b. í Helhsholtum Jóhanns- sonar, og konu hans, Vigdísar Ein- arsdóttur, b. á Helgastöðum í Bisk- upstungum Hafhðasonar, bróður Eiríks í Vorsabæ, fóður Vigdísar, konu Guðmundar Einarsonar í Miðdal, og móður Eiríks í Miðdal, fóður Sigríðar, móður Vigdísar Finnbogadóttur forseta. Móöir Vig- dísar Einarsdóttur var Kristbjörg Gottsveinsdóttir, b. í Steinsholti Jónssonar, og konu hans Kristínar Magnúsdóttur, b. í Steinsholti Jónssonar, ættfóður Hörgsholts- ættarinnar, langafa Jóns, langafa Vigdísar, móður Harðar Sigur- gestssonar, forstjóra Eimskips. Afmæli Til hamingju með daginn 80 ára Guðrún Guðbrandsdóttir, Grænu- mörk 3, Selfossi, er áttræð í dag. 70 ára Hulda Guðmundsdóttir, Klepps- vegi Kleppi, Reykjavík, er sjötug í dag. 60 ára__________________________ Guðfinna Óskarsdóttir, Goðabyggð 13, Akureyri, er sextug í dag. Guðfinna Sveinsdóttir, Garða- felh, Eyrarbakka, verður sextug í dag. Eiginmaöur Guðfinnu, Sigurð- ur Eiríksson, varð sextugur 22. mars sl. Þau hjónin taka á móti gestum í samkomuhúsinu Stað, Eyrarbakka, á morgun efdr kl. 20. Valgerður Jakobsdóttir, Kol- beinsgötu 11, Vopnafirði, er sextug í dag. 50 ára Guðrún Stefania Jakobsdóttir, Kirkjuvegi 18, Ólafsfirði, er fimm- tug í dag. Sigþór Hermannsson, Hafnar- braut 16, Hafnarhreppi, er fimm- tugur í dag. Gunnar Finnbogason, Ásbraut 5, Kópavogi, er fimmtugur í dag. Sigrún Sigvaldadóttir, Sólhlíð 17, Vestmannaeyjum, er fimmtug í dag. Hafsteinn Sigurðsson, Vestur- bergi 111, Reykjavík, er fimmtugur í dag. 40 ára Eyrún Magnúsdóttir, Kópavogs- braut 43, Kópavogi, er fertug í dag. Anna W. Kristinsdóttir, Drafnar- braut 8, Dalvík, er fertug í dag. Ragnhildur Ingólfsdóttir, Odd- eyrargötu 26, Akureyri, er fertug í dag. Sverrir Sigurður Ólafsson Sverrir Sigurður Ólafsson, Háa- leitisbraut 111, Reykjavik, er sex- tugur í dag. Sverrir varð stúdent frá Verslun- arskóla íslands árið 1949 og lauk jafnframt viðbótarprófi frá MR. Haustið 1949 innritaðist Sverrir í Háskólann og stundaði verkfræði- nám í tvö ár. Þaðan lá leiðin til Edinborgarháskóla í Skotlandi þar sem Sverrir lauk B.Sc.Hon. prófi í raforkuverkfræði árið 1954. Sverrir hefur verið meðhmur í Verkfræð- ingafélagi íslands frá 1955 og frá 1954 í breska rafmagnsverkfræð- ingafélaginu, C. Eng. M.I.E.E. Sverrir var verkfræöingur hjá Almenna byggingafélaginu í Reykjavík 1954-1955, deildarverk- fræöingur og tilboðsstjóri hjá ís- lenskum aöalverktökum 1955-1956, verkfræöingur hjá Rafmagnsveit- um ríkisins og rafveitustjóri Aust- urlands með búsetu í Egilsstaða- kauptúni 1956-1961. Meðstofnandi og framkvæmdastjóri Rönning hf. (með nafnabreytingu í Ljósvirki hf. 1965) frá júh 1961 til maí 1965. Verk- fræðingur hjá Varnarhöinu Kefla- víkurflugvehi frá mai 1965 tíl nóv- ember 1970. Deildarverkfræöingur II yfir áætlanadeild Rafmagns- veitna ríkisins frá nóvember 1970 Sverrir Sigurður Ólafsson. til maí 1977. Deildin annaðist meðal annars undirbúningsvinnu og kostnaðaráætlanir fyrir virkjunar- framkvæmdir (Mjólkárvirkjun II og Lagarfossvirkjun), dísilvara- stöðvar, aðveitustöðvar (t.d. Byggðalínu) og útboðslýsingar á rafmagnsefni. Fyrsta maí 1977 til 15. febr. 1984 deildarverkfræðingur II hjá RARIK við umsjón tækni- legra atriða viö útboð og gerð gagna fyrir háspennta spenna og spennu- stiha. Frá 15. febrúar 1984 stjórnar- formaður í fyrirtækinu Súlur hf„ sem Sverrir stofnaði ásamt öðrum árið 1955. Eftirlaunamaður frá 1. september 1986 í lífeyrissjóöi ríkis- starfsmanna. Samhhða öðram störfum kenndi Sverrir frá 1. september 1972 til maí 1986 á háskólastigi viö Tækni- skóla íslands, rafmagnsdehd. Sverrir var vel liðtækur íþrótta- maður á sínum yngri áram og frá 1946 var hann meðlimur í ÍR. Sverrir vann oft th verðlauna á háskólaárum sínum í Skotlandi. Árið 1950 vann hann fyrstu verö- laun í kúluvarpi, kringlukasti og spjótkasti í B.T.H. A.A. sports Rug- by í Englandi; 1952, 1953 og 1954 fyrstu verðlaun í kúluvarpi í Edin- burgh University Championships; 1952, 1953 og 1954 fyrstu verðlaun í kúluvarpi í Inter Scottish Uni- versities Championships (4 háskól- ar); 1953 fyrstu verðlaun í kúlu- varpi í keppni mhli háskólanna í Edinborg og Belfast; 1954 fyrstu verðlaun í kúluvarpi á háskóla- samveldisleikunum í St. Andrews í Skotlandi. Sverrir eignaöist fimm yngri systkini en fiögur þeirra era á lífi. Þau era: Brynja, búsett á Akra- nesi; Snorri og Þórhallur, búsettir á Selfossi; Ólafur, garðyrkjubóndi á Stuðlum í Ölfusi. Sverrir kvæntist 2. ágúst 1952 Kaino Annikki, f. 14.4.1930 í Kupio í Finnlandi, dóttur Augusts Kvicks, skrifstofumanns og listmálara þar, og konu hans, Tyyne Karttunen. Börn þeirra Kaino og Sverris eru: Pía Rakel, f. 10.1. 1953 í Edinborg, og Kaino Rebekka, f. 19.10. 1954 í Reykjavík. Sverrir og Kaino skhdu. Þann 15. ágúst 1958 kvæntist Sverrir Hjördísi Unni, f. 6.3.1930 á Reyðarfirði, Guðlaugsdóttur tré- smiðs þar, Sigfússonar og konu hans, Helgu Elísabetar Kristins- dóttur Becks. Börn Sverris og Hjör- dísar era: Kristín, f. 9.12. 1958 í Eghsstaöakauptúni; Sverrir Jó- hann, f. 9.3. 1965 i Reykjavík. Börn Hjördísar með Erlingi Ragnarssyni eru: Guðlaugur, f. 25.1. 1954 á Reyðarfirði; Helga, f. 21.3. 1956 á Reyðarfirði. Foreldrar Sverris Sigurðar eru Ólafur Magnús, verkstjóri í Reykjavík, f. 9.1.1905, Tryggvason, bónda að Kirkjubóh við Skutuls- fiörð, N-ís„ Pálssonar og kona hans, Jensína, f. 4.4. 1907, Gunn- laugsdóttir, bónda og trésmiös, síð- ast á ísafirði, Torfasonar. Sverrir verður að heiman í dag. Tilmæli til afmælisbarna Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstandendur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frændgarð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síð- asta lagi tveimur dögum fyrir afmælið. Munið að senda okkur myndir Árin sem stúdentar og verkamenn sameinuðust í harðvitugri baráttu gegn ofriki ríkisstjórna hins vestræna heims. Allt um það og lygilegustu uppákomur þessarar aldar . . . Upplögö afmælisgjöt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.