Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1988, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1988, Blaðsíða 36
36 ’. iii 'f 'i ; cr r' i .i • • if jr i jt MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1988. Andlát Jóhann Guðmundsson frá Hauga- nesi, síðar Dvalarheimilinu Hlíð, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsi Ak- ureyrar 13. júní. Marsilía Ólafsdóttir lést í sjúkrahúsi Siglufjarðar mánudaginn 13. júní. Þuríðiu- Þórðardóttir, áður til heim- ilis á Hringbraut 103, Reykjavík, and- aðist í Elli- og híúkrunarheimilinu Grund 10. júh sl. Guðmundur Óli Hafsteinsson, Vík í Mýrdal, lést í Bamaspítala Hringsins mánudaginn 13. júní. Jarðarfarir Erik Sönderholm, fyrrverandi for- stjóri Norræna hússins, lést 13. júní sl. Hann var sendikennari við Há- skóla íslands 1955-62, forstjóri Norr- æna hússins 1976-80 og prófessor við Kaupmannahafnarháskóla til dauðadags. Eftirlifandi kona hans er Traute Sönderholm. Útfór hans verð- ur gerð í Kaupmannahöfn laugar- daginn 18. júní kl. 10.15. Ingi Jóhann Hafsteinsson, Kötlufelli 11, Reykjavík, sem andaðist 3. nóv- ember sl„ verður jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju, Hólabergi 88, fimmtudaginn 16. maí kl. 13.30. Karólína Guðmundsdóttir, Rafnkels- staðavegi 3, Garði, verður jarðsungin frá Útskálakirkju fimmtudaginn 16. júní kl. 14. Agnes Oddgeirsdóttir frá Grenivík, Sólvallagötu 17, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 16. júní kl. 13.30. Tilkyimingar Fjöltefli í Sjálfsbjargarhúsinu Sofie Polgar teflir fimmtudaginn 16. júni kl. 20 í matsal Sjálfsbjargarhússins, Há- túni 12,2. hæð. Gjald kr. 500. Þátttakend- ur maeti með töfl með sér. Allir velkomn- ir meðan húsrúm leyfir. Verðlaunakvikmyndir listahátíðar í dag er síðasta tækifæri til að sjá verð- launakvikmyndir listahátíðar. Þær eru sýndar í Regnboganum á klukkutíma fresti frá kl. 17-23. Myndimar eru gerðar eftir þremur verðlaunahandritum í sam- keppni um handrit að stuttum kvik- myndum sem listahátíð efndi til í fyrra. Verölaunin hlutu þau Erlingur Gíslason fyrir Símon Pétur fullu nafni, Lárus Ymir Óskarsson fyrir Kona ein og Stein- unn Jóhannesdóttir fyrir Ferðalag Fríðu. í lok listahátíðar verða veitt verðlaun fyrir bestu myndina að mati dómnefndar og sýningargesta en hver aðgöngumiði gildir jafnframt sem atkvæðaseðill og geta áhorfendur lagt hann í kassa sem komið hefúr verið fyrir í anddyri Regn- bogans. Halldóra Þorvarðardóttir kjörin prestur - Fellsmúlaprestakalls Kosningar hafa farið fram í Fellsmúla- prestakalli, sem auglýst var laust fyrir skemmstu eftir lát séra Hannesar Guð- mundssonar, sem þar þjónaði um ára- tuga skeið. Kjörin var Halldóra Þorvarð- ardóttir cand. theol. og mun hún taka vígslu ásamt öðrum prestefnum 3. júlí nk. Halldóra er 28 ára að aldri og lauk guðfræðiprófi frá Háskóla fslands árið 1986. Hún er dóttir hjónanna Magdalenu Thoroddsen og Þorvarðar Kjerúlfs Þor- steinssonar sýslumanns sem nú er látinn. Maður hennar er Siguijón Bjamason skólastjóri og eiga þau eitt bam. Húsmæðrafélag Reykjavíkur Sumarferð Húsmæðrafélags Reykjavikur verður farin sunnudaginn 19. júní. Allar upplýsingar og farpantanir í s. 681742 Þuríður, 14617 Sigríður og 84280 og Stein- , unn s. 84280. Vinsamlegast látið vita í síðasta lagi á fimmtudag. Breiðfirðingafélagið Sumarferð félagsins verður farin vestur í Daii 24.-26. júní. Lagt af stað kl. 19. Upplýsingar í símum 41531, 32562, 16689 og 79071. Heym og tal rannsakað á Austur- og Norðurlandi Móttökur verða á vegum Heymar- og talmeinastöðvar íslands á Austur- og Norðausturlandi 25. júní til 1. júlí. Þar fer fram greining heymar- og talmeina og úthlutun heymartækja. Aætlað er að vera á Borgarfirði eystra 25. júní, Egils- stöðum 26. júní, Seyðisfirði 27. júní, Vopnafirði 28. júni, Þórshöfh 29. júní, Raufarhöfn 30. júní og Kópaskeri 1. júlí. Sömu daga að lokinni mótttöku Heymar- og talmeinastöðvar verður aimenn lækn- ingamótttaka sérfræðings í háls-, nef- og eymalækningum. Tekið er á móti viðtals- beiðnum á viðkomandi heilsugæslustöð. Lokunartími póst- og símstöðva utan höfuðborgarsvæðisins verður færður fram til kl. 16.30 virka daga, mánudaga til fóstudaga, á tímabil- inu 15. júní til 15. september. Lög Ríó tríó á geisladisk Taktur - hijómdeild Fálkans - gaf nýve- rið út geisladisk sem hlotið hefur nafnið Rió trió - best af öllu. Á geisladiskinum em 24 vinsælustu lög Rió tríósins en meðlimi þess þarf vart að kynna, þeir Helgi Pétursson, Ólafur Þórðarson og Ágúst Atlason sungu sig inn í hug og hjörtu íslendinga hér á árum áður. Þeir félagar hafa síðan komið saman aftur endrum og eins til að skemmta, nú síðast á Hótel íslandi við miklar vinsældir. Á geisladiskinum em eins og áður sagði 24 lög sem taka um 73 mínútur í flutningi og verði er stillt mjög í hóf eða 1.090 krón- Ferðalög Helgarferðir Ferðafélagsihs 16.-19. júní Lakagígar - Núpsstaðar- skógar - Kirkjubæjarklaustur. Gist í svefnpokaplássi á Kirkjubæjarklaustri. Dagsferðir famar þaðan í Lakagíga og Núpsstaðarskóga. 16.-19. júní Öræfajökull (2119 m). Gist í svefnpokaplássi á Hofi. 16. -19. júní: Hrútfjallstindar (1875 m). Gist í svefhpokaplássi á Hofi. 17. -19. júní: Þórsmörk - Entugjá (brott- för kl. 08). Fyrri nóttina gist í Emstru- skála FÍ og seinni nóttina í Þórsmörk. 17. -19. júní: Þórsmörk (brottför kl. 08) Gist í Skagfj örðsskála/Langadal. 24.-26. júní: Eiríksjökull (1675 m). Gist í tjöldum. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu FI, Öldugötu 3. Dagsferðir sunnudag 19. júní. Kl. 10 Selvogsgatan (gömui þjóðleið). Kl. 13 Herdísarvík - hugað að gömlum ver- búðum. Útivistarferðir Miðvikudagur 15. júní kl. 20. Gvendar- selshæð - Snókalönd. Létt kvöldganga frá Kaldárseli. Snóklönd em kjarrivaxn- ar gróðurvinjar norðan Krísuvikurveg- ar. Verð 600 kr„ fritt f. böm m. fullorðn- um. Brottför frá BSÍ, bensínsölu. Helgarferðir 16.-19. maí. 1. Þórsmörk. Brottfór bæði fimmtud. 16/6 kl. 20 og fóstudag 17/16 kl. 8. Góð gisting í Útivistarskálunum Básum. 2. Núpsstaðarskógar. Tjöld. Gönguferð- ir. Brottfór kl. 18. 3. Öræfajökull - Skaftafell. Brottfor kl. 18. Tjöld. Gengin Sandfellsleið sem er auðveldasta leiðin á Hvannadalshnúk. 4. Skaftafell - öræfi. T^öld. Uppl. og farm. á skrifst. Grófmni 1, símar 14606 og 23732. Sjáumst. Dagsferð föstudag 17. júní. 1. kl. 8 Þórsmörk - Goðaland. 2. kl. 13 Skálafell v/Esju Sunnudagur 19. júni. Kl. 8 Þórsmörk - Goðaland. kl. 10.30 Fjallahringurinn, 7. ferð. Kl. 13 Innstidalur - ölkeldan. Námskeið Námskeið í skyndihjálp Reykjavikurdeild RKI heldur námskeið í skyndihjálp sem hefst miðvikudaginn 15. júní og stendur 15 kvöld. Námskeiðið verður haldið að Öldugötu 4. Öllum 14 ára og eldri er heimil þátttaka. Þeir sem hafa áhuga á að komast á námskeiðið geta skráð sig í síma 28222. Takmarkaður fjöldi þátttakenda. Notað verður nýtt Meiming Klassadjass á Borginni Pétur Östlund og félagar brugð- ust ekki vonum djassunnenda á Hótel Borg á mánudagskvöldið. Þeir léku klassadjass af ýmsum gerðum og spunnu sig listilega í gegnum ólíkustu verk. Voru í senn skapandi og hámákvæmir, en það tvennt fer ekki alltaf saman. Þetta er í fyrsta skipti í þijú ár sem íslenskir djassáhugamenn fá tækifæri til að sjá Pétur Östlund á sviði, gamla stórpopparann sem barði húðir hjá ekki ómerkari Listahátíð Axel Ammendrup hljómsveitum en Hljómum og Óð- mönnum. Hann fór síðan í austur- veg fyrir mörgum árum og gerðist djassgeggjari í Svíþjóð. Þar kennir hann nú Svíum trumbuslátt auk þess sem hann er virtur djassisti. Engir viðvaningar Það vom heldur engir viðvaning- ar sem léku með Pétri á mánudags- kvöld. Bjöm Thoroddsen lék af kunnri snilld á gítarinn, Birgir Bragason plokkaði bassann af stakri prýði, Kíartan Valdimarsson lék kunnáttusamlega á flygihnn og Rúnar Georgsson var frábær á te- nórsaxófóninn. Auk þeirra lék Jón Pétur Östlund og hljómsveit á hljómleikum á Borginni. Pétur er lengst til vinstri og ber húðirnar, Birgir Bragason plokkar bassann, Rúnar Georgsson blæs í tenórsaxófóninn, Björn Thoroddsen er á gítarnum og Kjartan Valdimarsson þeysist yfir nótnaborðið á flyglinum. DV-mynd BG Páll Bjarnason gítarleikari nokkur lög en Jón Páll hefur dvalið í Los Angeles undanfarin ár. Svo sann- arlega var fengur í að fá að sjá hann á Borginni á mánudag. Góð stemmning var á Borginni þó áhorfendur hefðu mátt vera fleiri. Menn kunnu greinilega vel að meta fjölbreytnina sem hljóm- sveitin hafði upp á að bjóða, allt frá framsæknum nútímadjassi til me- lódískari eldri slagara. Síðustu tónleikar Péturs og félaga á þessari hstahátíð verða á Borg- inni í kvöld klukkan 22. Djassunn- endur ættu ekki að missa af þess- um viðburði. Það er ekki á hveijum degi sem íslenskir hstamenn fremja svo magnaða tónlist. -ATA námsefni sem RKÍ tók í notkun nýlega og hefur gefið góöa raun. Nokkuð er um nýjungar. Lögð verður áhersla á fyrir- byggjandi leiðbeiningar og ráð til al- mennings við slys og önnur óhöpp. Talið er æskilegt að taka námskeiðið allt á 2 ára fresti og rifja upp einu sinni á ári. Námskeiðinu lýkur með prófi sem hægt er að fá metið í flestum framhaldsskólum. Kvenfélag Fríkirkjunnar í Reykjavík fer í tveggja daga ferð um Snæfellsnes 25. og 26. júni nk. Gist verður á Hótel Búðum. Upplýsingar gefa: Sigurborg s. 685573 og Asa s. 32872. Tónleikar Tónleikar með Bleiku böstun- um í kvöld, 15. júní, mun rokkhljómsveitin Bleiku bastamir halda tónleíka í Veit- ingahúsinu Duus, auk þeirra koma fram hljómsveitimar Leiksvið fáránleikans og Geirsbúðingamir. Bleiku bastana skipa: ívar Ámason, gítar, Magnús Þorsteins- son, trommur, Bjöm Baldvinsson, söng- ur, Gunnar Ellertsson, bassi, og Victor Sveinsson, gítar. Hljómsveitin mun að mestu flytja nýtt efni, sem ekki hefur áður heyrst opinberlega, en þó í bland við lög sveitarinnar. Tónleikamir hefjast kl. 22 og er aðgangseyrir kr. 400. Hjartans þakklæti til allra þeirra sem glöddu mig á margvíslegan hátt á 75 ára afmælinu mínu. Guð blessi ykkur öll. Kristín Þorsteinsdóttir Krosshömrum 5, 112 Grafarvogi Tapaðfundið Læðan Lotta týnd Kolsvört læða, sem ansar nafninu Lotta og er eymamerkt, tapaðist á fóstudaginn sl. frá Laufásvegi 2a. Ef einhverjir hafa orðið hennar varir eða vita hvar hún er niðurkomin, vinsamlegast láti vita í síma 23611. S.O.S Listahátíð: Théatre de l’Arbre sýnir I Iðnó: S.O.S. Höfundur og leikari: Yves Lebreton Látbragösleikur er ein sú grein leikhstar sem alltof sjaldan sést í leikhúsum hérlendis. Af einhveij- um ástæðum er fyrst og fremst lagt upp með hiö talaða orö. Textinn, bókmenntirnar, það er þó alltaf eitthvaö til að byggja á, og þó aö við höfum stöku sinnum fengið góöar heimsóknir bestu lista- manna í látbragðsleik hefur þaö Listahátíð Auður Eydal ekki nægt til þess aö kveikja í nein- um okkar eigin leikara til aö takast á við þetta hstform í alvöru og til frambúðar. Þess vegna er sérlega ánægjulegt að heyra að einn af gestum Listahá- tíðar, franski látbragðsleikarinn Yves Lebreton, mun halda nám- skeið fyrir leikara á meðan hann dvelur hér á landi, auk þess sem hann sýnir verk sitt, S.O.S., tvisvar sirinum í Iðnó. Fyrri sýningin var í gærkvöldi og flestir viðstaddir höfðu víst fyr- irfram einhverja hugmynd um að hér yrði fjallað um heiminn eftir að Sprengjan hefði eytt mestöllu lífi af jörðinni. Eftir einhveija tækniörðugleika í byrjun hófst sýningin á miklum sprengjudrun- um og reykjarbólstrar hnykluðust um sviðið. Einmana vera með gas- grímu og klædd stórum frakka stjá- klar um sviðið sem þakið er hvers konar drasli. Trúðslegir tilburöir mannsins og sundurlaust tuldur færa áhorfend- um fljótlega heim sanninn um að listamaðurinn Yves Lebreton sýnir hina válegu atburði í spéspegh. Yves Lebreton. Hann leikur af miklu öryggi og vekur kátínu með öguðum leik- brögðum. Hér gildir hið smáa og lágværa, skopið er ekki stórkarla- legt heldur er gildi þess falið í listi- legri framsetningu og ágætri kímn- igáfu. Inntak verksins er að maðurinn er alltaf samur við sig. Jafnvel eftir hildarleikinn hefur hann ekkert lært. Drápshvötin vaknar um leið og hann heyrir merki þess að ein- hver annar en hann sjálfur hefur komist af. Suðandi smáfluga vekur upp veiðieðhð og bráðin er auðvit- að fyrirfram dæmd. Einmana reikar svo þessi eini eft- irlifandi um þar til hann flnnur Lih, sem þvi miður er og verður aðeins líflaus brúða. Yves Lebreton leitast greinilega við að fara eigin leiöir í látbragðs- leiknum þó að hann að sjálfsögðu byggi á hefð. Sýning hans er sterk, hér er á ferð maður sem veit upp á hár hvað hann er að gera og kann að koma boðskapnum til skila. Og hver veit nema þessi heim- sókn og námskeiðshald Lebretons verði til þess að einhver leggi til atlögu við látbragðsleikinn. Það væriekkiverra. AE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.