Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1988, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1988, Blaðsíða 37
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1988. 37 Skák Jón L. Árnason Þessi staða kom upp í B-flokki á opna Austurlandsmótinu sem lýkur í dag. Amar Ingólfsson hafði hvítt og átti leik gegn Polgar-pabbanum Lazlo: X w# A A i i Ei A áiA A A A A A M, A »oo s s* ABCDEFGH / 22. Dh7 + H og Lazslo Polgar lagði niður vopn. Eftir 22. - Rxh7 23. Bxh7 + Kh8 24. Rg6 hefði hann orðið kæfingarmát. Bridge Hallur Símonarson Eftir sigur Svia á Evrópumeistaramót- inu í Brighton í fyrrasumar hafa flestir spilarar sveitarinnar verið á faraldsfæti, spilaö á mótum víðs vegar í Evrópu - einkum þó heiðursmaðurinn Per Olov Sundelin. Hann hefur lítið gert annaö en ferðast milli móta, komið fram í sjón- varpsþáttum, m.a. hjá BBC og víöar. Á bridgehátíð í Algarve í Portúgal nýlega hlutu Sundelin og Flodquist hátt skor eða vel yfir 60% þótt það nægði ekki nema í þriðja sæti. Sigurvegarar urðú Pouzada og Pinto, Portúgal. Sussel og Tissot, Frakklandi, í öðru sæti. í Svíþjóð - og einnig hér á landi - er því haldið fram að laufkóngurinn sé oftar einspil en önn- ur spil og kannski varð það til þess að Sundelin varrn 5 lauf í Algarve í eftirfar- andi spili. Eða var ástæðan önnur? ♦ KD765 ¥ Á973 ♦ D2 + 64 ♦ G4 ¥ KD1062 ♦ Á9 + ÁD105 * 1093 ¥ 854 * G108543 * K ♦ Á82 ¥ G ♦ K76 + G98732 Vestur gaf, enginn á hættu. Eftir pass vesturs opnaði Flodquist í norðiu- á 2 hjörtum - minnst 5/4 í hjarta og laufi og mest 16 punktar. Sundelin í suður stökk beint í fimm lauf. Vestur spilaði spaðakóng út. Svíinn drap, spilaði tigli á ás blinds. Þá hjarta á gosa. Vestur drap á ás, tók spaðadrottn- ingu og spilaði síðan tígli. Sundelin drap á kóng og spilaöi laufi á ás blinds. Kóng- urinn féll. Unnið spil. Laufkóngurinn alltaf einspil? Nei, Sundelin hafði tahð pimkta vesturs. Hann hafði sýnt spaða- hjónin, þjartaás og tíguldrottningu. 11 punktar og með laufkóng til viðbótar hefði vestur opnað í fyrstu hendi. Og seg- ir ekki reglan: Opnun ábyrgist ekki 12 punkta en 12 punktar tryggja opnun. Krossgáta Lárétt: 1 vinnufólk, 4 ánægt, 7 bulls, 9 skjótir, 10 káma, 11 kippkoms, 13 varö- andi, 15 umdæmisstafir, 16 illa, 18 skriða, 19 slæmu, 21 kássa, 22 forfeður. Lóörétt: 1 skörpum, 2 rauðbrúnn, 3 súld, 4 maöur, 5 lái, 6 spil, 8 Ijóðstafi, 12 nabba, 14 skordýr, 17 tré, 20 féll. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 brák, 5 hól, 8 lyf, 9 orka, 10 ákafi, 11 og, 13 klifra, 14 sollið, 16 krá, 18 óðar, 20 unnur, 21 ná. Lóðrétt: 1 blá, 2 rykkom, 3 áfall, 4 kofi, 5 hrifið, 6 ók, 7 lagar, 11 orðan, 12 æsku, 15 lóu, 17 án, 19 rá. | Ég gerði alveg eins og í uppskriftabók Helgu Sigurðar nema ég sprautaði slökkvifroðu yfir. LaUi og Llna Slökkvilið-lögregla Reykjavík: Lögreglan sími 11166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan sími 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan SÍmi 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100. Kefiavík: Lögreglan sími 13333, slökkvilið sími 12221 og sjúkrabifreiö sími 13333 og í sím sjúkrahússins 14000. Vestmannaeyjar: Lögreglan sími 1666, slökkvilið 2222, sjúkrahúsið 1955. Akureyri: Lögreglan símar 23222,23223 og 23224, slökkvflið og sjúkrabifreiö sími 22222. ísafjörður: Slökkvilið sími 3300, bruna- sími og sjúkrabifreið 3333, lögreglan 4222. Apótek Kvöld-, nætur- og helgarþjónusta apótek- anna í Reykjavík 10. júní til 16. júní 1988 er í Lyfjabúðinni Iðunni og Garðsapóteki. Það apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörsluna frá kl. 22 að kvöldi til kl. 9 aö morgni virka daga en til kl. 22 á sunnudögum. Upplýsingar um læknis- og lyfjaþjónustu eru gefnar í síma 18888. Mosfellsapótek: Opið virka daga frá kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12. Apótek Garðabæjar: Opiö mánudaga- fóstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl. 11-14. Sími 651321. Apótek Kópavogs: Opiö virka daga frá kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12. Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek er opiö mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9-18.30, Hafnarfjarðarapótek frá kl. 9-19. Bæði apótekin hafa opið fóstudaga frá kl. 9-19 og laugardaga frá kl. 10-14 og til skiptis annan hvem helgidag frá kl. 10-14. Upplýsingar í símsvara apó- tekanna, 51600 og 53966. Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19 virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h. Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokaö laugar- daga og sunnudaga. Akureyrarapótek og Stjörnuapótek, Akureyri: Virka daga er opið í þessum apótekum á afgreiðslutíma verslana. Apótekin skiptast á sína vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidaga- vörslu. Á kvöldin er opið í því apóteki sem sér um þessa vörslu til kl. 19. Á helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á öðrum tímum er lyfjafræðingur á bak- vakt. Upplýsingar eru gefnar í síma 22445. Heilsugæsla Slysavarðstofan: Sími 696600. Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamames, sími 11166, Hafnar- fjörður, sími 51100, Keflavík, sími 13333, Vestmannaeyjar, sími 1955, Akureyri, sími 22222. Krabbamein - upplýsingar og ráögjöf á vegum Krabbameinsfélagsins virka daga kl. 9-11 í síma 91-21122. Læknar Læknavakt fyrir Reykjavik, Seltjarn- arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 tfl 08, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiönir, símaráöleggingar og tímapantanir í sími 21230. Upplýsingar um lækna og lyfiaþjónustu em gefnar í símsvara 18888. Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimflislækni eða nær ekki tfl hans (sími 696600) en slysa- og sjúkravakt (slysadeild) sinnir slösuðum og skyndi- veikum allan sólarhringinn (sími 696600). Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar- daga kl. 10-11. Sími 612070. Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar, simi 51100. Keflavik: Neyöarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar. Vakthaf- andi læknir er í síma 14000 (sími Heilsugæslustöðvarinnar). Vestmannaeyjar: Neyöarvakt lækna í síma 1966. Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heflsu- gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far- sími) vakthafandi læknis er 985-23221. Upplýsmgar hjá lögreglunni í síma 23222, slökkviliöinu í síma 22222 og Akureyrarapóteki í síma 22445. Heimsóknartími Landakotsspitali: Alla daga frá kl. 15-16 og 18.30-19. Bamadefld kl. 14-18 alla daga. Gjörgæsludefld eftir sam- komulagi. Borgarspítalinn: Mánud.-fostud. kl. 18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og 18. 30-19.30. Fæðingardeild Landspitalans: Kl. 15-16 og 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Heimsóknartimi frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30. Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kl. 15.30-16.30 Kleppsspítalinn: Alla daga kl. 15-16 og 18.30- 19.30. Flókadeild: Alla daga kl. 15.30-16.30. Grensásdeild: Kl. 18.30-19.30 alla daga og kl. 13-17 laugard. og sunnud. Hvítabandið: Fijáls heimsóknartími. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15-17 á helgum dögum. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug- ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15-16.30. Landspitalinn: Alla virka daga kl. 15-16 og 19-19.30. Barnaspítali Hringsins: Kl. 15-16 alla daga. Sjúkrahúsið Akureyri: Alla daga kl. 15.30- 16 og 19-19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15.30-16 og 19-19.30. Hafnarbúðir: Alla daga frá kl. 14-17 og 19-20. Vifilsstaðaspitali: Alla daga frá kl. 15-16 og 19.30-20. Vistheimiliö Vífilsstöðum: Sunnudaga kl. 15-17, fimmtudaga kl. 20-23, laugar- daga kl. 15-17. /VMrfyrir 50 árum miðvikud. 15. júní Stjórnarskrárbreyting í Danmörku Samkomulag hefur náðst milli aðalflokka þingsins um afgreiðslu lánsins Spakmæli Hve miklu alvarlegri eru ekki afleið- ingar reiðinnar en orsakir hennar Marcus Aurelius Söfnin Borgarbókasafn Reykjavíkur Aöalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122, 79138. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud.-fimmtud. kl. 9-21, fóstud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið mánud.-laugard. kl. 13-19. Hofsvallasafn, Hofsvallagötu 16, s. 27640. Opið mánud.-fostud. kl. 16-19. Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir víðs vegar um borgina. Sögustundir fyrir böm: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgarbókasafnið í Gerðubergi, fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10-11. Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12. Allar deildir eru lokaðar á laugard. frá I. 5.—31.8. Ásmundarsafn við Sigtún. Opnunar- tími safnsins er á þriðjudögum, fimmtu- dögum, laugardögum og sunnudögum frá kl. 14-17. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: opiö sunnudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga frá kl. 13.30-16.00. Árbæjarsafn: Opið eftir samkomulagi í síma 84412. Listasafn Islands, Fríkirkjuvegi7: Op- ið alla virka daga nema mánudaga kl. II. 30-16.30. Um helgar kl. 11.30-18. Listasafn Einars Jónssonar er opiö laugard. og sunnud. kl. 13.30-16. Högg- myndagarðurinn er opinn alla daga kl. 11-17. , Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opið sunnudaga, þriðjudaga, fimmtu- daga og laugardaga kl. 14.30-16. Norræna húsið við Hringbraut: Sýn- ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19. Bókasafn Norræna hússins: mánu- daga til laugardaga kl. 13-19. Sunnu- daga 14-17. Þjóðminjasafn íslands er opið sunnu- daga, þriöjudaga, fimmtudaga og laugardaga frá kl. 13.30-16. Bilanir Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamames, sími 686230. Akureyri, sími 22445. «_ Keflavík, sími 2039. Hafnarfjörður, sími 51336. Vestmannaeyjar, sími 1321. Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópa- vogur, sími 27311, Seltjamarnes, sími 615766. Vatnsveitubilanir: Reykjavík og Sel- tjarnames, sími 621180, Kópavogur, sími 41580, eftir kl. 18 og um helgar, sími 41575. Akureyri, sími 23206. Keflavík, sími 1515, eftir lokun 1552. Vestmannaeyjar, símar 1088 og 1533. Hafnarfjörður, sími 53445. Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi, Seltjamarnesi, Akureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynnist í 05. Bilanavakt borgarstofnana, sirrt^” 27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17 síödegis tll 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. Tilkyriningar AA-samtökin. Eigir þú við áfengis- vandamái að stríða, þá er sími samtak- anna 16373, kl. 17-20 daglega. Stjömuspá Spáin gildir fyrir fimmtudaginn 16. júní Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.): Heimflislífið er hálfleiðinlegt núna en það stendur ekki lengi yfir. Það gæti hjálpað þér að bijótast út úr hinu hefð- bundna. Happatölur þínar em 6, 19 og 36. Fiskarnir (19. febr.-20. mars.): Láttu ekki hrífast af fyrstu sýn því áðstæðumar geta veriö vfllandi. Það ætti ekki að skaða aö bíða og sjá hvað setur. Hrúturinn (21. mars-19. apríl): Það er mikið að gerast í kringum þig og það er auðvelt fyrir þig að koma þér í of mikiö. Þú ættir að íhuga stöðu þína. Nautið (20. april-20. maí): Skoðanaágreiningur hefur kælandi áhrif á annars góðan vinskap. Það er líklega besta lausnin svo báðir fái tækifæri. Tvíburarnir (21. maí-21. júní): Spenna varðandi peninga getur oröið að rifrildi. Þú ættir ekki að ýta í dag á eftir þeim málum sem þér er annt um aö nái fram að ganga. Krabbinn (22. júní-22. júlí): Félagslífið er gott og ekki ósennflegt aö þú lendir í ástarævin- týri áður en langt um líöur. Þér reynist auðvelt að sýna tfl- finningar þínar og vera hress. Ljónið (23. júlí-22. ágúst); Þú gætir orðið fyrir vonbrigðum með hvemig fólt tekur hugmyndum þínum. Þú ættir ekki að hverfa inn í þig. Hresstu þig við með hressu fólki. Happatölur þínar em 3, 15 og 26. Meyjan (23. ágúst-22. sept.): Þú ert mjög upptekinn í eigin hugarheimi í dag. Reyndu að finna svör við spumingum þínum. Finndu þér góðan félags- skap. Vogin (23. sept.-23. okt.): Það verður ótrúlegt hvemig úrlausnimar hrúgast upp hjá þér í dag, jafnvel við gömlum vandamálum. Þú ættir að halda þig með þeim sem em dálítið skapandi. Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.): Leggstu ekkí í þunglyndi yfir einhvetju sem þú þarft að gera. Aðlögun þín er leynivopn þitt og árangur. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.): Þaö ríkir óstöðugleiki í kringum þig. Þú ættir ekki að ein- blína á að vera nafli alheims, sætta þig við aðeins minna. Þú ættir að vera bjartsýnn. Steingeitin (22. des.-19. jan.): Aðaláhersluna ættirðu að setja á heimilislífið og umræður þar um. Málin þróast á réttar brautir og þú getur veriö án- ægður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.