Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1988, Blaðsíða 4
20 Messur FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1988. Guðsþjónustur í Reykjavíkur- prófastsdæmi sunnudaginn 26. júm'1988. Æskulýðssamband kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmi, ÆSKR, heldur fund í Neskirkju mánudaginn 27. júní kl. 20.30. Grek Aikins kemur í heimsókn. Árbæjarkirkja: Guðsþjónusta kl. 11 ár- degis. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir guð- fræðinemi prédikar. Altarisganga. Org- anleikari Violeta Smid. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. Áskirkja: Guðsþjónusta í Laugarnes- kirkju kl. 11. Sóknarprestur. Bústaðakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Jónas Þórir. Sr. Ólafur Skúla- son. Dómkirkjan: Messa kl. 11. Dómkórinn syngur. Órganleikari Marteinn H. Frið- riksson. Sr. Lárus Halldórsson. Mánu- dagur: Dómorganistinn leikur á orgelið frá kl. 11.30-12.00. Viðey: Messa kl. 14.00 í Viðeyjarnausti (veitingaskálanum) á vegum Viðeyinga- félagsins. Organisti Marteinn H. Frið- riksson. Dómkórinn syngur. Sr. Þórir Stephensen. EUiheimilið Grund: Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Gylfi Jónsson. Fella- og Hólakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Organ- isti Sigríður Jónsdóttir. Sóknarprestar. Frikirkjan í Reykjavík: Almenn guðs- þjónusta kl. 11. Organleikari Pavel Smid. Sr. Gunnar Björnsson. Grensáskirkja: Messa kl. 11. Altaris- ganga. Organisti Árni Arinbjarnarson. Sr. Halidór Gröndal. Myriam Bat-Yosef ásamt Guðmundu Kristinsdóttur. Bat-Yosef í FÍM Hallgrímskirkja: Messa kl. 11. Sr. Ragn- ar Fjalar Lárusson. Þriðjudag: Fyrir- bænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkmn. Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjar- man. Háteigskirkja: Messa kl. 11. Sr. Arn- grímur Jónsson. Organisti Orthulf Prunner. Kvöldbænir og fyrirbænir eru i kirkjunni á miðvikudag kl. 18. Hjallaprestakall í Kópavogi: Sameigin- leg guðsþjónusta kl. 11. í Kópavogskirkju. Sóknarprestur. Kópavogskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Kristján Einar Þorvarðarson prédikar. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Langholtskirkja: Kirkja Guöbrands biskups. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Sig. Haukur Guöjónsson. Organisti Jón Stefánsson. Heitt á könmmni eftir athöfn. Sóknamefndin. Laugarneskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Sóknarprestur. Neskirkja: Messa kl. 11. Orgel- og kór- stjóm Reynir Jónasson. Guðmundur Óskar Ólafsson. Miðvikudagur: Fyrir- bænamessa kl. 18.20. Guðmundur Óskar Ólafsson. Fimmtudagur: Opið hús fyrir aldraöa kl. 13-17. Seljakirkja: Guðþjónusta kl. 11. Sóknar- prestur. Seltjarnarneskirkja: Messa með altaris- göngu kl. 11. Organisti Jakob Hallgríms- son. Sr. Guðmundur Öm Ragnarsson. Kirkja óháða safnaðarins: Almenn guðsþjónusta kl. 14.00. Síðasta messa fyr- ir sumarfrí. Organisti Heiðmar Jónsson. Sr. Þórstenui Ragnarsson. Hafnarfjarðarkirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Gunnþór Ingason. Þingvallakirkja: Guðþjónusta á sunnu- dag kl. 14. Tilkyimingar Arsrit Utivistar 1988 er komið út Ritið er það fjórtánda í röðinni frá stofn- un félagsins árið 1975. í þessu riti em birtar fjórar greinar er hafa að geyma staðhátta- og leiðarlýsingar, m.a. af Homströndum, Lóni, Lónsöræfum og Löngufjörum. Ársritið er 120 blaðsíður að stærð og prýtt 60 ljósmyndum. Það er innifalið í ársgjaldi Útivistar. Þeir sem hafa áhuga á aö eignast ritið geta haft samband við skrifstofu Útivistar í Gróf- inni 1. Á fimmtudag hófst í FÍM-salnum, Garöastræti 6, sýning myndlistar- konunnar Myriam Bat-Yosef. Hún málar á pappír, silki, ýmiss konar hluti og manneskjur, auk þess sem hún hefur orðiö þekkt fyrir gjörn- inga sína. Myriam Bat-Yosef kom til íslands í fyrsta sinn áriö 1957 sem eigin- kona listmálarans Errós. Hún hélt sína fyrstu sýningu á íslandi í nóv- ember árið 1957 í fyrsta galleríinu í Reykjavík, Sýningarsalnum. Síð- an hefur hún komið reglulega til íslands og er hún íslenskur ríkis- borgari. Bat-Yosef ólst upp í ísrael en hef- ur dvalist í París síðan árið 1953 fyrir utan 11 ár sem hún dvaldist í Jerúsalem. Hún hefur haldið yfir 50 sýningar víða um lönd. Þegar hún dvelur á íslandi er heimili hennar hjá Guðmundu Kristins- dóttur sem undanfarin 30 ár hefur veitt henni aðstoö við að skipu- leggja sýningar hér á landi. Ættfræðinámskeið víða um land Ættfræðiþjónustan ráðgerir að halda nokkur byijendanámskeið í ættfræði í sumar, flest þeirra úti á landi. Hvert nám- skeið stendur yfir í 3-6 daga. Stefnt er að því að halda slik námskeið í Borgar- nesi, Stykkishólmi, á ísafirði, Dalvík, Akureyri, Egilsstöðum, Eskifirði, Sel- fossi og í Keflavík, auk eins námskeiðs í Reykjavik. Skráning þátttakenda er að hefjast hjá Ættfræðiþjónustunni í síma 91-27101. Á þessum námskeiðum verður veitt fræðsla um ættfræöiheimildir, leit- araðgerðir og vinnubrögð við gerð ættar- tölu og niðjatals. Jafnframt gefst þátttak- endum tækifæri og aðstaða til að æfa sig í verki og rekja ættir sínar svo langt sem þess er kostur, í frumheimildum jafnt sem síðari tíma verkum. Auk námskeiða- halds stendur Ættfræðiþjónustan fyrir útgáfú hjálpargagna í ættfræði og tekur að sér að rekja ættir fyrir einstaklinga, ijölskyldur og niðjamót. Forstöðumaður Ættfræðiþjónustunnar er Jón Valur Jensson. Tombóla Nýlega héldu þessir þrír strákar, Grétar Sveinn Theodórsson, Hafsteinn Gíslason og Brynjar Þór Bragason, tombólu til styrktar Rauða krossi íslands og söfnuðu þeir 1.670 krónum. Nýr kiljupakki frá Uglunni Uglan - íslenski kiljuklúbburinn, sendi nýlega frá sér nýjan kiijupakka. í honum eru þrjár bækur: Vesalingamir I eftir Victor Hugo, Brunabíllinn sem týndist eftir Maj Sjöwall og Per Wahlöö og þriðja bindi Kvikmyndahandbókarinnar eftir Leslie Halliwell. Ný útgáfa af Vesalingun- um sætir nokkrum tíðindum. Bókin kom fyrst út á íslensku á árunum 1925-28 og var þá í fimm bindum, þýdd af Einari H- Kvaran, Ragnari E. Kvaran og Vil- hjálmi Þ. Gíslasyni. Sú útgáfa var nokkuð stytt og auk þess var ekki þýtt úr frönsku. Torfi H. Tulinius bókmenntafræðingur hefur farið yfir þýðinguna og borið sam- an við frummál, lagfært og aukið við eft- ir ástæðum. Nýja útgáfan verður því nokkuð lengri en þó prentuð í fjórum bindum í stað fimm. Brunabíllinn sem týndist er endurútgáfa á sænskri spennu- sögu sem kom út hjá Máli og menningu fyrir átta árum. Kvikmyndahandbókin nær frá I-N í stafrófinu. Nú eru ókomin tvö bindi af Kvikmyndahandbókinni og er ráðgert að þau komi út á árinu. Nýjung í Mánaklúbbnum í glæsilegum danssal Mánaklúbbsins leikur ný hljómsveit klúbbsins. Hún er skipuð engum öðrum en gitarleikaranum góðkunna úr Mezzoforte, Friðriki Karls- syni, Bjama Sveinbjömssyni bassaleik- ara, Birgi Baldurssyni trommuleikara og Jóhanni Helgasyni söngvara. Leikur þessi hljómsveit ljúfa tónlist fram til mið- nættis fóstudaga og laugardaga og spilar síðan vandaða og vel valda tónlist til kl. 3. Staðurinn er opnaður kl. 18 fyrir mat- argesti. Nu stendur yfir í Gallerí Borg sýn- Svavar Guðnason. ing á verkum gömlu meistaranna í Að auki má sjá á sýningunni verk Gallerí Borg. Á þessari sýningu eru eftir Alfreð Fióka, Jóhannes Geir, meðal annars verk eftir Kjarval, Ás- Ólaf Túbals; Valtý Pétursson, Louisu grím Jónsson, Kristínu Jónsdóttur, Matthíasdóttur og fleiri. Jón Stefánsson, Gunnlaug Blöndal, Sýningin stendur yfir í suraar og Gunnlaug Scheving, Þorvald Skúla- verður skipt um verk reglulega. Öll son, Eyjólf Eyfells, Jón Engilberts, verkin sem sýnd eru eru til sölu. Margrét Ádoltsdóttir við eitt textilverka sinna. Ung listakona sýnir í Hafnargalleríi, Hafnarstræti 4, stendur yfir sýning Margrétar Adolfsdóttur á textílverkum. Margrét stundaði nám við Mynd- hsta- og handíðaskóla íslands á árun- um 1984-1988. Þetta er fyrsta einka- sýning hennar. Sýningin er opin á verslunartíma og mun hún standa til 2. júh. Villingarnir á Snæfellsnesi Hljómsveitin Villingamir mun leika á dansleik í Breiðabliki, Snæfellsnesi, á laugardagskvöld frá kl. 11-3. Heyrn og tal rannsakað á ísafirði Mótttaka verður á vegum Heyrnar- og talmeinastöðvar íslands í heilsugæslu- stöð ísafjarðar dagana 18. og 19. júh nk. Þar fer fram greining heyrnar- og tal- meina og úthlutun heymartækja. Sömu daga, að lokinni móttöku Heyrnar- og talmeinastöðvarinnar, tekur sérfræðing- ur í háls-, nef- og eyrnalækningum móti sjúklingum. Tekið er á móti viðtalsbeiðn- um í heilsugæslustöð ísaljarðar. Hæfileikakeppni í hljóðfæraleik áhugamanna fer fram á Hótel Borg dagana 5.-7. júlí. Undankeppni fer fram 5. og 6 júlí en úrslitakvöldið er 7. júlí. Þátttakendur, sem verða sérstaklega kynntir, munu flytja 2 af sínum bestu lögum. Æskilegt er að annað lagið sé fmmsamið þó það sé alls ekki gert að skilyrði. Munu þátt- takendur pjóta stuðnings hljómsveitar og skipuð dómnefnd finnur hæfileikarík- asta keppandann. Athygli skal vakin á að tónhstarmenntun er ekki gerð að skil- yrði fyrir þátttöku. Hljóðfæraverslun Poul Bemburg hf. og verslunin Rín sfyrkja keppnina með verðlaunagjöfum. Inhritun stendur yfir á Hótel Borg í síma 11440. Sniglabandið leikur í Staupasteini Sniglabandið kemur nú fram á höfuð- borgarsvæðinu í fyrsta sinn um allJangt skeið. Sveitin mun rokka upp um alla veggi veitingahússins Staupasteins í Kópavogi í kvöld og annaö kvöld fyrir dansglaöa íbúa suðvesturhornsins. Á danslagaskránni er úrval rokkslagara og rútubílasöngva allt frá upphafi rokks og rútuferða til dagsins í dag. Þeir félagar em nú að hefja ferð um landið undir kjör- orðinu „riðið á vaðiö“.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.