Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1988, Side 13
FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1988.
13
Lesendur
Bréfritara finnst orðið ófært að fara í Laugardalsiaugina vegna mannmergðar og óþrifnaðar.
OPIÐ
FÚSTUDAGINN
TIL KL. 22.00 OG
LAUGARDAGINN
FRÁ KL. 10.00-19.00
*
Allt í ferðalagið frá Seglagerðinni Ægi. Para-
diso-fellihýsið uppsettá '/2 mínútu.
*
FERÐAMARKAÐURINN
Bíldshöfða 12 (við hliðina á Bifreiðaeftirlitinu), sími 680003
Ófært í sundlaugina
Bjarni E. skrifar:
Ég gerði mikið að því hér áður fyrr
að fara í sundlaugina í Laugardal því
sund er holl hreyfing og ég á heima
í næsta nágrenni. En nú er svo kom-
ið að ég er hættur öllum shkum iðk-
unum. Sundlaugin er orðin svo
óþrifaleg, vatnið er alls ekki nógu
hreint, auk þess sem þykkt lag af
sólarolíu flýtur jafnan ofan á vatn-
inu. Þetta er sérstaklega áberandi í
heitu pottunum. Eina ráðið, sem
menn virðast grípa til gegn þessu,
er aö dæla nógu miklu af klóri í laug-
arnar þannig að maður verður dof-
inn af því einu að anda að sér í laug-
unum.
Ég þoldi lengi vel við, við þessar
aðstæður, en eftir að sundlauga-
rennibrautin kom legg ég ekki lengur
í laugarnar í Laugardal. Fjöldinn er
orðinn svo yfirþyrmandi að varla er
lengur hægt að fá skápapláss lengur.
Ekki er rýmið mikið í laugunum
heldur. Því miður á ég ekki bifreið
eins og flestir íslendingar svo það er
of mikiö mál fyrir mig að sækja laug-
ar annars staðar.
Mér finnst að standa ætti betur aö
þrifnaði í lauginni og banna ætti
sólarolíu. Þaö væri þá strax skárra,
en erfitt á ég meö að ímynda mér að
rennibrautin verði fjarlægð.
Sláttuvélabrjálæðingar
Guðrún Jónsdóttir skrifar:
Ég er mikill sóldýrkandi og finnst
gott að leggjast út í sólbað þá sjald-
an sólin lætur sjá sig. Það er af-
skaplega þægilegt að leggjast í friði
og ró út í garð og láta fuglana
syngja sig í svefn. En því miður
gefst aldrei færi á því, þar sem
sláttuvélabrjálæðingamir fara allt-
af á stjá þegar sólin skín og ætla
allt og alla að æra með látum sín-
um, Virðist þá engu máh skipta
hvort bletturinn þarf á því að halda
að vera sleginn. Þetta fer mikið í
taugamar á mér og vona ég að ein-
hver „bijálæðingurinn“ lesi þetta
og taki til sín.
Brefritari er þreyttur á „sláttuvéiabrjálæðingum“ sem fara á stjá þegar
sólin skín.
Góður
V.J. hringdi:
Ég vil láta í ljós ánægju mína með
þáttinn í sumarskapi sem sýndur eru
á fóstudagskvöldum á Stöð 2. Saga
Jónsdóttir, sem stjórnar þáttunum,
er einstaklega góð og fagmannleg í
þessu hlutverki. Jörundur Guð-
mundsson var upphaflega með Sögu
sem stjórnandi en nú hefur Bjarni
Dagur tekið við hlutverki hans.
Bjarni Dagur er ágætur en persónu-
lega fannst mér Jörundur betri og
vh helst fá hann aftur. Þetta er mjög
þarft framtak af Stöð 2 að hafa svona
þátt sem er eitthvað öðruvísi en til-
búið efni.
þáttur á Stöð 2
Þátturinn I sumarskapi, sem Saga Jónsdóttir og Jörundur Guómundsson
stjórna, finnst mörgum góður en hann er sýndur á föstudagskvöldum á
Stöð 2.
Málvemd í stað málspillingar
Ingvar Agnarsson skrifar:
I fjölmiðlum er mikið um mál-
spillingu í staö málverndar. Illa
kann ég viö að heyra fréttamenn í
útvarpi og sjónvarpi stöðugt tönnl-
ast á erlendum staðamöfnum með
slíkum áherslum að mjög verður
ankannalegt á að hlýða. Eitt er það
nafn, fiestum öðrum fremur, sem
mjög stingur J stúf við íslenskan
framburð. Þaö er nafnið Nik-
aragúa, þar sem aðaláherslan er
ávallt látin vera á síöara a-inu í
miðju orði. Þessi framburöur er
bæði ákaflega ljótur á aö hlýða og
einnig óíslenskulegur sem mest
raá verða.
Erlend nöfn skyldi ávallt bera
fram þannig að ekki særi stórlega
raálsraekk eða raáltilfmningu fólks
sem á blýðir og skiptir þá vitanlega
engu máh hvernig aörar þjóöir
bera nöfnin fram. Þuhrnir eru að
tala fyrir íslenskum eymm en ekki
útlendum og verða að laga fram-
burð á útlendum nöfnum eftir ís-
lenskum framburðarreglum og
hafa aöaláhersluna á fyrsta at-
kvæði. Hér þyrftu kunnáttumenn
í íslensku máh og málnotkun um
að flalla.
Jfl
LQ)
Gabriel
HÖGGDEYFAR
STERKIR, ORUGGIR
ÓDÝRIR!
E G ”
SKEIFUNNI 5A, SIMI: 91 -8 47 88
NÚ FÆRÐU. .
I05g MEIRIJOGURT
ÞEGAR ÞÚ KAUPIR 500g DÓS!*
* miðað við verð á jógúrt í 180 g dósum.