Alþýðublaðið - 05.07.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.07.1921, Blaðsíða 4
4 A L Þpf ÐUBLAÐIÐ tXMSKlPAnu* £.s. Suðuvland Havinden’s Cocoa sérlega ódýrt og gott. Kaupfélag Reykvikinga Laugaveg 22 A. S í m 1 7 2 8. fer héðan væntan'ega á tnorgun (miðvikudag) 6 júlí til Eyrarbakka eða Stokkseyrar, Vestmannaeyja Og Hornaíjarðar. — Vörur afhend- ist í dag eða fyrir kl. 2 á morgun. Mysuostur í heildsölu og smásölu Skrijstoja almennings, Skólavðiðustíg 5, Kaupfélagið í Gamla bankanum. Sími 1026. tekur að sér innheimtu, annast um kaup og sölu, gerir samn- inga, skrifar stefnur og kærur, ræður fólk í allskonar vinnu eftir því sem hægt er. Fljót af- greiðsla. Sanngjörn ómakslaun. Alþbl. kostar I kr. á mánuii. Hjólhestar gljábrendir og nikkel- húðaðir í Fálkanum. Dolkur með iátúnshólkum tapaðist í gær. Skilist á Berg- þórugötu 41, gegu fuudarlaunum. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ólafur Friðriksson, Prentsmiðian Gntenberg. Jnck London'. Æðntjri. ð mér er ómöglegt að útrýma þessari ósk úr huga mínum. Eg get heldur ekki verið annar en eg er í raun og veru. Eg get sannarlega ekki með neinni vilja áreynslu skipað sjálfum mér að elska þig ekki, rétt á sama hátt eins og þú getur ekki heldur breytt þér svo að mér geti verið sama um þig.“ „En þessi ósk eftir að eiga!" hrópaði hún með æstum málrómi. „Eg er ekki algjörður grasasni. Til eru þeir hlutir, sem eg skil vel. Og alt þetta mál finst mér heimsku- legt, fjarstætt — og óþægilegt. Eg vildi óska, að eg gæti sloppið við það. Mér dettur næstum því í hug, að það væri heillaráð, að eg giftist Noa Noah eða Adamu Adam, eða Laíaperu, aðeins að það væri einhver svert- inginn Honum gæti eg skipað eins og eg vildi og bann- að að koma nálægt mér; og þá myndu líka menn eins og þú láta mig í friði og töluðu ekki við mig um gift- ingu né það að eiga." Sheldon gat ekki annað en hlegið, þó honum í raun Qg veru væri alt annað en hlátur í hug. „Það er ekki til sál í þér" sagði hann hörkulega. „Dettur þér það í hug, vegna þess að eg hefi ekki ■sál, sem langar til þess að beygja sig undir ok karl- manns? Já, þá er eg sálarlaus, en því getur þú ekki hreytt." „Eg freistast til þess að spyrja þig, hversvegna þú lítur út eins og kona? Hversvegna þú hefir kvenmannslikama? Kvenmannsmunn? Hversvegna þetta fallega kvenmanns- hár? Sjálfur svara eg, að það sé vegna þess, að þú sért koua — en konan sefur í þér ennþá, einhverntíma kemur að því að hún vaknar." „Það vildi eg, að guð gæfi, að ekki yrðil" hrópaði hún svo fijótt og í svo miklu fáti, að hann gat ekki annað en hlegið; og hún brosti líka. „En eitt ætla eg að segja þér ennþá," hélt Sheldon áfram. „Eg reyndi að vernda þig fyrir öllum öðrum karlmönnum á Salomonseyjunum og , fyrir sjálfri þér Ilka. Mig sjálfan dreymdi ekki um hættur. Og eg gat ekki verndað þig. Þú fórst þína eigin vandrötuðu vegi — strandaðir skipum, safnaðir nýliðum á Malaita og fórst sjálf með skipsstjórn — þú — einmana og varnarlaus unglingsstúlka 1 félagsskap við verstu bófana á Salo- monseyjunum: Fowler og Brahms — og Curtis. Og svo óeðlilegt er mannlegt eðli, að eg — já, eg get sagt það hreinskilnislega — eg elska þig líka fyrir það. Eg elska alt, sem við þig er bundið, eg elska þig eins og þú ert." Hún bandaði með hendinni og 1 andliti hennar mátti sjá óánægju. „Nei," sagði hann. „Þú hefir engan rétt til þess að banna mér að tala við þig um ást mína, Mundu að þetta er samtal milli tveggja karlmanna. Frá því sjón- armiði ert þú karlmaður. Það er bara tilviljun, óheppi- leg og málinu alveg óviðkomandi, að það býr kven- maður í þér, Þú verður að hlusta á meðan eg segi þér þennan sannleik, svo einkennilegur sem hann er, að eg elska þig.“ „En svo skal eg nú ekki lengur þreyta þig með þessu ástarskrafi. Nú látum við eins og ekkert hafi í skorist. Þér getur liðið betur og þú getur verið óhultari á Ber- anda en á nokkrum stað öðrum á Salomonseyjunum — og það þrátt fyrir það, að eg elska þig. En eitt atriði er það í þessu samtali tveggja karlmanna, sem eg ætla að biðja þig að minnast öðru hvoru, en það er, að eg elska þig og að eg er viss um að það verður fegursti dagurinn í lífi mínu, þegar#þú samþykkir það að verða konan mín. Eg vildi gjarna að þú hugleiddir þetta öðru hvoru. Svo tölum við ekki meira um það. Eigum við að taka í hendina hvert á öðru eins og karl- menn?" Hann rétti út hen’dina. Hún hikaði fyrst, en tók svo alúðlega í hana og brosti gegnum tárin. „Eg vildi óska —“ sagði hún hikandi, „— að eg hefði aðeins fengið í stað svertingjastúlkunnar einhvem sem gæti bölvað fyrir mig." ög með þessari einkennilegu athugasemd snéri hún sér við og fór. —

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.